Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1989, Blaðsíða 28
36
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1989.
Andlát
Magnús Sveinbjörnsson lést 4. júlí.
Sighvatur Andrésson lést 1. júlí.
Halldóra Guðmunda Þorvaldsdóttir,
Bjargarstíg 6, ReyKjavík, lést í gjör-
gæsludeild Landakotsspítala þriðju-
dagiim 4. júlí.
Bjarni SkagQörð Svavarsson, Hring-
braut 79, Keflavík, lést 4. júlí.
Þorbjörn Jóhannesson kaupmaður,
Flókagötu 59, andaðist í Borgarspít-
alanum að kvöldi 4. júlí.
Gerhard Olsen, fyrrverandi flugvél-
stjórl, Seiðakvísl 4, Reykjavík, lést í
gjörgæsludeild Borgarspítalans 4.
júlí.
Jarðarfarir
Ólafur Þórðarson, Varmalandi, verö-
ur jarösunginn frá Lágafellskirkju
laugardaginn 8. júlí kl. 10.30.
Katrin Kristín Hallgrimsdóttir,
Dragavegi 6, verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni fóstudaginn 7. júlí kl.
13.30.
Anna Elísabet Ólafsdóttir verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju fostu-
daginn 7. júlí kl. 13.30.
Sigrún Sigfinnsdóttir, Norðurbrún
1, verður jarðsungin frá Áskirkju í
dag, fimmtudaginn 6. júlí, kl. 13.30.
Útfor Elísabetar Hafliðadóttur, Sól-
vallagötu 30, Keflavík, verður gerð
frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7.
- júlí kl. 13.30. Jarösett verður aö Stað-
arstað, Snæfellsnesi, laugardaginn
8. júli kl. 13.30.
Þórir Arnar Sigurbjörnsson, Fannar-
felli 8, verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni föstudaginn 7. júlí kl. 15.00.
Sigríður Árnadóttir frá Landakoti,
Sandgerði, Hringbraut 92a, Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkur-
kirkju föstudaginn 7. júlí kl. 16.
Fyrirlestrar
Háskólafyrirlestur
Dr. Rudolf Gevorkjan, prófessor við
Vemadasky-stofnunina í Jereven í
Armeníu, flytur opinberan fyrirlestur
með litskyggnum í stofu 101 í Lögbergi,
Háskóla Islands, í dag, 6. júlí, kl. 17. I
fyrirlestrinum mun dr. Gevorkjan flalla
um menningu Armeníu að fomu og nýju,
listir og arkitektúr, svo og um jarðskjáift-
ana sl. haust og afleiðingar þeirra. Fyrir-
lesturinn, sem verður á þýsku, er öllum
opinn.
Félag eldri borgara
Göngu-Hrólfur. Gönguferð á vegum fé-
lags eldri borgara á hveijum laugardegi
kl. 10. Farið frá Nóatúni 17. Opið. hús í
dag, fimmtudag, í Goðheimum, Sigtúni
3. Kl. 14, fljáls spilamennska, kl. 19.30,
félagsvist, kl. 21, dansað. Munið dags-
^ ferðina nk. laugardag um Borgarflörð.
Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma
28812.
Hjálpræðisherinn
Samkoma í kvöld kl. 20.30. Erik Hubert
Peterson talar. Ofurstifltn Guðfmna Jó-
hannsdóttir sflómar. Söngur og hljóð-
færaleikur. AlÚr velkomnir.
Arnfirðingafélagið í
Reykjavík
minnir á sumarferðina. Farið verður frá
BSÍ fostudagsmorguninn 7. júli kl. 8.
Árleg fjölskylduhátíð
Kiwanismanna
Kiwanismenn af Ægissvæði og flölskyld-
ur þeirra halda árlega Vigdísarvallahátíð
nú um helgina. í ffétt ffá forsvarsmönn-
um hátíðarinnar segir að á flórða hundr-
að þátttakendur hafi mætt á hátiðina í
fyrra og vonast sé til að sem flestir Kiw-
anismenn af Ægissvæði sjái sér fært að
mæta í ár. Á hátíðinni verður keppt í
íþróttum og farið í leiki og þátttakendur
fá áritað viðurkenningarskjal. Þeir sem
skara fram úr fá verðlaunapeninga.
Kattahótel opnað
í Reykjavík
Nýlega var opnað kattahótel í Reykjavík
þar sem fólk getur komið köttum sínum
í pössun. Pantanir í síma 641461, Þorgeir
eða Hómeira.
Tapaðfundið
Hálsmen tapaðist
Gullhálsmen tapaðist í veitingahúsinu
Hollywood eða í nágrenninu laugardags-
nóttina 24. júní. Þetta er gullplata með 8
egypskum táknum. Finnandi vinsamleg-
ast hringi í síma 44245.
Fress týntfrá
Grenimel
Sasha er 2 ára ffessköttur, geltur og nflög
mannelskur. Hann er bröndóttur með
brúnum skellum og hvítur á kviðinn.
Hann var merktur og með gula ól. Hann
gegnir nafniriu Sasha. Hann hvarf sl.
mánudag frá Grenimel. Allar upplýsing-
ar eru vel þegnar í síma 671759 á dagin
og kvöldin og í s. 18039 á kvöldin.
Ráðstefnnr
Ráðstefna Arkitektafélags
Islands
Dagana 6.-9. júlí nk. gengst Arkitektafé-
lag íslands í samstarfi viö evrópsk og
bandarísk kennarasamtök fyrir ráð-
stefnu um menntun arkitekta með sér-
stöku tUliti til stofnunar arkitektaskóla
hér á landi. Þau kennarasamtök sem um
ræðir eru ACSA (Association of Colleg-
iate Schools of Architecture), sem eru
bandarfsk samtök, og EAAE, (European
Association of Architectural Education)
sem eru hliöstæð evrópsk samtök. Nils
Ole Lund, fyrrum rektor og nú prófessor
við arkitektaskólann í Árósum, flytur
fyrirlestur í Ásmundarsal í kvöld,
fimmtudaginn 6. júlí, kl. 21. Fyrirlestur-
inn mun flalla um grunnmenntun arki-
tekta og er aögangur heimill öllum er
áhuga hafa. Föstudaginn 7. júlí mun Step-
hen Grabow, fyrrum rektor og nú próf-
essor við háskólann í Kansas flyfla fyrir-
lestur í Ásmundarsal kl. 21. Fyrirlestur
hans ber heitiö „New Devolopments in
Old Theories: Architecture is stfll the
Bridge between Art and Science." Fyrir-
lestur Grabows er öllum opinn.
ÖLVUNARAKSTUR
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu
Sigríðar B. Kristinsdóttur
Grensásvegi 58, Reykjavík.
Alfreð Jónsson
Arnleif Alfreðsdóttir Jón Þór Ásgrímsson
Aðalheiöur Alfreðsdóttir Halldór Borgþórsson
og barnabörn.
Meiming
Yousuf Karsh - Picasso.
Meistari mikilleikans
Yousuf Karsh er einn af frægustu
portretfljósmyndurum fyrr og síð-
ar. Það er ekki nóg með að allir sem
nokkra nasasjón hafa af ljósmynd-
un þekki nafn hans heldur munu
flestir, þótt aldrei hafi heyrt
mannsins getið, kannast við ein-
hveijar mynda hans. Ef þú, lesandi
góður, getur kallað fram í hugan-
um mynd af ChurchiU eða Castró,
Hemingway eða Shaw þá er ekkert
líklegra en að sú mynd sé eftir
Karsh!
Sérgrein Karsh og ástríða var (og
er) að ljósmynda frægðarmenn
samtímans, stórstimi á himni
stjómmála, kvikmynda og lista.
Hann fæddist árið 1908 í Armeníu
en hefur lengst af búið í Kanada. í
seinni heimsstyijöldinni ferðaðist
hann á vegum Kanadastjómar og
ijósmyndaði forystumenn hinna
stríðandi þjóða. Frægðarferill hans
hófst með magnaðri mynd af
Churchill þar sem skín úr svip leið-
togans óbugandi þrjóska bolabíts-
ins; þetta varð táknmynd hins
breska sigurvilja. Allar götur síðan
hefur Karsh ferðast heimshoma
milli með myndavél (fyrir 18x24 cm
filmu) og ljós, og sótt heim að búum
sínum ljóðfrömuði og öndvegis-
menn allra landa auk þess aö taka
á móti verðugum í stúdíói sínu
vestanhafs. „To be karshed" er
haft að orðtaki fyrir vestan og þýð-
ir að komast til svo hárra metorða
að gamla manninum í Ottawa
þóknist að taka mynd.
Tapaður mikilleiki
Á laugardaginn var opnuð á
Kjarvalsstöðum sýning á úrvali
ljósmynda eftir þennan meistara
mikilleikans. Þetta er bróðurpart-
ur sýningar sem fer um mörg Evr-
ópulönd og barst hingað nær fyrir-
varalaust svo tókst með naumind-
um að hýsa hana á gangi Kjarvals-
staða þar sem hún mun þó standa
fram í júlílok.
í kynningu með sýningunni er
lagt út af orðum Shakespeares um
mikilleikann sem getur efdr atvik-
um veriö mönnum meðfæddur,
áunninn eða álögð byrði. En er
„mikilleiki" annars ekki undarleg
þýðing á „greatness"? Orðið er að
vísu skiljanlegt viö umhugsun en
getur samt varla kallast íslenskt;
enginn íslendingur talar um „mik-
illeika" nema píndur til sagna á
enskuprófi; þaö er gerviorð. Eins
er með „mikilmennsku“; segðu það
og „bijálæði“ er strax komið á
tungubroddinn. „Mikilmenni“
köllum við íslendingar heldur eng-
an nema í háöi. Á hinn bóginn
gengur okkur ágætlega að tala um
neikvæðar hhðar manngildis:
„Aumingi", „vesalingur“ og „ræf-
ill“ eru allt góð og gild íslensk orð
í daglegri notkun. Yfir þeim er
Ljósmyndun
Davíð Þorsteinsson
meira að segja viss heiðríkja og
notalegur andblær samúðar! Við
íslendingar eru ræfladýrkendur
sem höfum tapað „mikilleikanum“
úr orðaforða málsins.
Er þessi öfugþróun orðin vegna
þúsund ára afdalamennsku eða er
þetta kannski breyting sem byijaði
þegar lestri íslendingasagna lauk
og rímumar hljóðnuðu, og þegar
upphófust á skerinu sjálfumglaðir
stertimenn og hundadagakóngar
sem ár og síð eru að skipa sjálfa
sig ráðherra, stórriddara og heið-
ursdoktora svo klígju setur að öll-
um lýðnum? Af illri reynslu erum
við svolítið á verði gegn stór-
menni. En hvað sem því líður þá
er hingað kominn öldungur sem
hefur helgað sig heimsfrægð og
mikilmennsku og býður oss að
ganga í salinn og líta á handverk
sitt.
Rosalegur portrettisti
Ég verð að játa að ég var ekki
sérstakur aödáandi Karsh fyrir.
Myndir hans sem ég hef séð á bók-
um fannst mér einum of tæknilega
fágaðar, of hetjulegar í útfærslu og
myndefnið féll ekki heldur í kramið
hjá þjóðlegum ræflarómantíker.
En augliti til auglitis við orginalana
hverfur allur vafi; karlinn er rosa-
legur portrettisti. Myndbygging og
meðferð Ijóss er glæsileg og hann
höndlar stórlaxana eins og sá sem
valdið hefur. Merkilegt nokk eru
myndimar yfirleitt ekki graíkyrrar
uppstillingar eins og verða vill þeg-
ar unniö er með stórformat heldur
oftar en ekki ólgandi af hreyfingu
og krafö. Sumar virðast teknar á
krítísku augnabliki í heitum sam-
ræðum (t.d. Robert Frost) og frá
flestum stafar sterk útgeislun ein-
stæðrar persónu.
Þarna em margar ágætar myndir
af þjóöarleiðtogum, kvikmynda-
sfjömum og vísindamönnum (t.d.
meistaraverk af Einstein og Jung),
rithöfundum (sjáið Shaw og Wells)
og meira segja ijósmyndurum
(gaman að Steichen róandi báti
fram hjá trénu sínu góða við ár-
bakkann). Best lætur Karsh að fást
við listamenn. Þama eru ljóslifandi
komnir músíkantar eins og Cortot,
Casals og Solti að ógleymdum Sí-
belíusi auk annarra snilhnga; efn-
istökin em klassísk og sama má
segja um mannvaliö (hvar er El-
vis?). Mörg gullvæg portrett eru af
myndlistarmönnum: Picasso, Ep-
stein, Miró, Giacometti o.fl., o.fl.
sem eru hvert öðra betra.
Ræktun mikilleikans hefur gert
Karsh mikinn karl. Sóknin að
markmiði sínu segir hann aö hafi
haldið sér síleitandi og ungum alla
ævi enda hafi hann ávallt vitað að
hugur og hjarta séu hin eiginlegu
verkfæri ljósmyndarans. Eins og
skáld konunga forðum hefur hann
hlaðið óbrotgjaman lofköst sem
mun lengi standa.
DÞ