Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						
22
U
MIDWIKUOAGUHill. OKTÓBERÍ989.   .
Utanferðir
Ástralía:
Andfætlinga-
landið stóra
Þegar íslendingar eru spurðir til
hvaða lands þá langi helst að ferðast
ber Ástralíu oft á góma. Það er
kannski engin furða því landið er
heil heimsálfa og fjölbreytt eftir því.
Fjarlægðin sveipar landið einnig
ævintýralegum blæ en Ástralíubúar
eru andfætlingar okkar íslendinga
og því þarf að ferðast yfir hálfan
hnöttinn til að komast á áfangastað.
Ævintýraleg
saga landsins
Saga landsins er heillandi og
óvenjuleg að mörgu leyti. Mark Twa-
in skrifaði á sínum tíma að saga Ástr-
alíu væri eins og lygasaga, full af
óvæntum uppákomum, ævintýrum
og margvíslegum ótrúlegum hlutum.
Ástralía dregur nafn sitt af Terra
Australis Incognita sem þýðir hið
stóra land í suðri. Talið er að fyrstu
íbúarnir hafi komið til landsins fyrir
um 40.000 árum. Þeir dvöldu í
landinu óáreittir þar til á 18. öld þeg-
ar Bretaveldi sló eign sinni á Ástral-
íu og fyrstu innflytjendurnir byrjuðu
að streyma yfir hafið.
Frumbyggjarnir voru á þessum
tjma um 300 þúsund en eru nú ekki
nema rétt tæplega helmingur af því
eöa um 150 þús. Þeir búa nú aðallega
á lokuðum svæðum, oftar en ekki
þeim afskekktustu og hrjóstrugustu.
Fanganýlenda Breta
Á 17. öldinni villtust evrópskir
landkönnuðir stöku sinnum til
landsins, aðallega að norður- og vest-
urströndinni, og leist illa á það sem
fyrir augu bar: „Ekkert drykkjar-
Sydney og hið heimsfræga óperuhús.
vatn, engir ávextir og eymdarlegasta
fólk í heimi."
Það var því ekki fyrr en 1770 þegar
kapteinn James Cook lenti fyrir til-
Tannlækningar
í Búlgaríu
Farid verdur í 2ja til 3ja vikna fferðir
med ffólk til hvíldar og tannvidgerda til
Búlgaríu i allaii vetur.
Haffið samband vid skriffstoffuna.
FERÐAÍÍIZVAL hf
Hafnarstræti 18 - simar 14480 • 12534
FARKÐRT Fíf!
vihun á austurströnd Ástralíu,
byggilegasta hluta landsins, að ber-
ast tóku sögur af sólríkri og frjós-
amri jörð.
Cook sló eign breska konungsveld-
isins á landið og ekki leið á löngu þar
til Bretar fundu Ástrahu hlutverk;
landið skyldi verða fanganýlenda og
létta þannig á yfirfullum fangelsum
Bretlands. 1788 lögðu fyrstu skipin,
troðin sakamönnum, að í nýja
landinu, nánar tiltekið þar sem nú
heitir Sydney Harbour í Nýju Suður-
Wales. Fangasendingarnar lögðust
síðan ekki af fyrr en 80 árum og
meira en 160.000 sakamönnum síðar.
Gullæði
grípur um sig
Mikil breyting varð á högum íbúa
fanganýlendunnar þegar gull byrjaði
að finnast þar í stórum stíl upp úr
1851. Gullæði gekk yfir og fólk frá
öllum heimshornum flykktist til
Ástralíu í von um skjótfenginn
gróða. Varanlegur hagnaður í kjölfar
gullfundarins varð þó aðeins eftir í
höndum örfárra manna.
Fljótlega eftir gullfundinn fóru að
heyrast raddir um sjálfssrjórn og
árið 1901 varð Ástralía svo sjálfstætt
samveldisríki sem samanstendur af
GRIPTU TÆKIFÆRIÐ
MEÐAN ÞÚ ERT UNGUR
ÆVINTYRAFERÐIR
UM ASÍU, AFRÍKU OG SAMERÍKU
MEÐ
ENCOUNTER OVERLAND
f f NÝIR FERÐAMÖCULEIKAR hafa bæst f safnið.
§§ SKÍPULAGÐAR HÓPFERÐIR á sérbyggðum trukkum í boði.
¥ HEIMSREISUR - ævintýraferðir með sveigjanlega
brottfarardaga og gildistíma
Kynntu þér okkar verð á heimsreisuferðunum í nýja bæklingn-
um sem við gáfum út í samvinnu við stúdentaferðaskrifstofur
á Norðurlöndum.
VIÐ BJÓÐUM EINNIG almenna ferðaþjónustu,
málaskóla í flestum löndum, Interrail og
námsmannafargjöld um allan heim.
o
w
>
tr
sex fylkjum og tveimur sjálfsstjórn-
arhéruðum.
Höfuðborg Ástralíu er Canberra,
borg sem ekki margir þekkja. Can-
berra var byggð frá grunni til að
þjóna þeim tilgangi einum að verða
höfuðborg. Áður höfðu borgirnar
Melbourne og Sydney barist hart um
títilinn svo að leið málamiðlunar var
farin og Canberra reist miðja vegu
milli þeirra.
Sydney;
sólrík og spennandi
Borgin Sydney og ótvírætt tákn
hennar, óperuhúsið, er sennilega það
fyrsta sem fólki dettur í hug þegar
talað er um Ástralíu. Sydney er elsta,
fjölmennasta (3% millj.) og líflegasta
borg Ástrah'u. Bæjarstæðið er ein-
staklega fallegt og á hafnarsvæðiö,
Sydney Harbour, mestan þátt í því.
Hafnarsvæðið er fullt af lífi enda eru
þar veitingastaðir og kaffihús á
hverju strái. Fallegar strendur og
víkur heilla sóldýrkendur og allar
hugsanlegar vatnaíþróttir blómstra
þar.
í nágrenni Sydney er mikla fiöl-
breytni að finna í landslaginu. Þar
eru grænir akrar og eyðimerkur,
himinhá fjöll og glæstar strendur.
Snowy Mountains, SnjófjöUin eru
skammt undan. Þar leika Ástral-
íubúar sér á skíðum á sumrin enda
er þeirra vetur frá júní til ágúst.
Kóralrifið mikla
Á norðausturströnd ÁstraMu er að
finna hið mikla náttúruundur, The
Grear Barrier Reef eöa kóralrifið
mikla. Rifið, sem er eins og nafnið
gefur til kynna einungis samsett úr
kóröllum og því lifandi, heldur sér
sífellt við. Það nær yfir meira en 2000
kílómetra langt svæði og tekur hin
margbreytilegustu form og liti.
Inn á milli er aö finna hundruð lí-
tílla paradísaeyja með pálmatrjám
þar sem tilvalið er að dvelja og eyöa
tíma í að skoða þetta undur veraldar
með því að taka þátt í neðarisjávar-
skoðunarferðum í litlum kafbátum
eða bara kafa sjálf(ur).
Auðnin heillar
Outback er nafnið sem Ástralir
hafa gefið hrjóstrugasta hluta lands
síns. Hér er aðallega um að ræða
miðhluta landsins en auðnin teygir
anga sína um stór svæði Suöur- og
Vesrur-Ástralíu.
Þetta er gífurlegt landflæmi sem
samanstendur af eyðimörkum,
klettalandslagi, draugabæjum og
regnskógaflæmum. fbúarnir, gamlir
harðjaxlar, gullgrafarar, landkönn-
uðir og frumbyggjar eru örfáir en
afar vingjarnlegir þegar svo ólíklega
vill til að einhver á leið um þessi
svæði.
Sem dæmi um fámennið komast
allir íbúar Norður-Ástralíu, sem er
landflæmi álíka stórt og Frakkland,
Spánn og ítalía til samans, fyrir á
aðeins 81 síðu í símaskránní!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32