Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1990, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990.. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990. 21 Messur Guðsþjónustur 28 janúar. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma kl. 11 árdegis. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Fyrir- bænastund miðvikudag kl. 16.30. Æskulýðsfundur kl. 20. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kafíi eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son. Breiðholtskirkja: Kynningardagur á starfi Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Valdís Magnúsdóttir kemur í heimsókn. Guösþjónusta kl. 14. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði prédik- ar. Barnakórinn syngur. Organisti Daníel Jónasson. Áð lokinni guðs- þjónustu sýna þau Valdís og Kjartan myndir frá kristniboðsakrinum og svara fyrirspurnum. Tekið á móti gjöfum til kristniboðsstarfsins. Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30. Fyrirbænaefni má koma á framfæri við sóknarprest í viðtals- tíma hans þriðjud.-fóstud. kl. 17-18, s. 71718. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Þorvaldur Björnsson. Fermingarbörn og íjölskyldur þeirra eru hvött til þátttöku. Miðvikudagur: Félagsstarf aldraðra kl. 13-17. Æsku- lýðsfundur kl. 20. Sr. Pálmi Matthías- son. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaöarheimilinu viö Bjarnhóla- stíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. Dómkirkjan: Laugardagur 27. jan.: Barnasamkoma kl. 10.30. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Sunnudagur 28. jan. Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Messa kl. 14. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Landakotsspítali: Messa kl. 13. Org- anisti Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guömundsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Magnús Bjömsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Fella- og Hólakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Ragnheiður Sverris- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Mánudag- ur: Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Miðvikudagur: Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur Sr. Hreinn Hjartar- son. Organisti Guðný M. Magnús- dóttir. Sóknarprestar. Frikirkjan í Reykjavík: Guðsþjón- usta kl. 11. Helgistund kl. 17. Orgel- leikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Grafarvogsprestakall: Messuheimil- ið, félagsmiðstöðinni' Fjörgyn við Foldaskóla. Barnamessa kl. 11 Sunnudagspóstur - söngvar. Aðstoð- arfólk Guðrún, Valgerður og Hjört- ur. Skólabíll fer frá Hamrahverfí kl. 10.45. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Fermingarböm og foreldrar þeirra hvött til þátttöku. Kirkjukór Grafar- vogssóknar syngur. Organisti Sig- ríður Jónsdóttir. Sr. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Messa kl. 14. Org- anisti Ámi Arinbjarnarson. Almenn samkoma fimmtudag kl. 20.30. Æskulýðsfundur föstudag kl. 17. Biblíulestur og bænastund laugar- dag kl. 10. Prestamir. Slunkaríki: Jean-Paul Franssens sýn- ir á afmælissýningu í tilefni fimm ára afmælis Slunkaríkis á ísafirði er efnt til sýningar á verkum hollenska lista- mannsins Jean-Paul Franssens. Jean-Paul Franssens er fæddur í Groningen 1938. Hann fór ungur að mála og heillaðist af expression- ískri myndlist. Um tvítugt hlaut hann styrk til söngnáms og stefnt var að óperusöng. Eftir hálft annað ár söðlaði hann um og sneri sér að óperustjórn og starfaði í Hollandi og Vestur-Þýskalandi fram til árs- ins 1975. Frá og með því ári hefur hann helgað sig myndlist og rit- störfum og orðiö vel ágengt. Franssens hefur sýnt verk sín á fjölmörgum einka- og samsýning- um á meginlendinu og ritverkum hans hefur verið lofsamlega tekið. Skáldsagan De wisselwachter (Brautarvörðurinn) kom út 1981 og vakti mikla athygli og var kvik- mynduð 1987. Sýning Jean-Paul Franssens verður opnuð laugardaginn 27. jan- úar kl. 16 og stendur hún til 18. febrúar. • Slunkaríki er opið fimmtudaga til sunnudags kl. 16-18. Leikfélag Kópavogs: Blúndur og blásýra Nýhöfn: Olíu- verk Guðrún Einarsdóttir opnar málverkasýningu i Nýhöfii, Hafharstræti 18, laugardaginn 27. janúar kl. 14-16. Á sýningunni veröa olíumálverk unnin á síð- astliðnu ári. Guörún er fædd 1957 í Reykja- vík. Hún stundaði nám viö Mynd- lista- og handíöaskóla Islands á árunum 1984-1989. Þetta er önnur einkasýning Guðrúnar en hún sýndi 1988 í Hafnargalleríunu, Hafnarstræti 4. Sýningin stendur til 14. febrúar. Hún er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18. Leikfélag Kópavogs sýnir á sunnudagskvöld kl. 20.00 gaman- leikinn Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring í þýðingu Ævars Kvaran. Leikritið fjallar um syst- urnar Abby og Mörthu Brewster sem af góðmennsku sinni taka upp á því að eitra fyrir einmana körl- um. Einnig koma við sögu bræðra- synir þeirra þrír, hver öðrum dul- arfyllri. Einn þeirra heldur sig vera Ronald Reagan, annar er eftirlýst- ur fyrir morö. Sá er í slagtogi með hinum undarlega lýtaiækni Dr. Einstein. Miðasala er opin milli kl. 16 og 18 virka daga og símsvari tekur við pöntunum þess á milli. Sýnt er í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2. Guðný Magnúsdóttir ásamt einum leirskúlptúr eftir hana. Múrristur í sparisjóðnum í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14 í Breiöholti, verður opnuð sýning á múrristum eftir Gunnstein Gíslason á sunnu- daginn kl. 14. Gunnsteinn Gíslason er fæddur 13. september 1946. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1963-67 í kennara- deild og frjálsri myndlist. Hann innritaðist í Edinburg College of Art 1967 og lagði stund á vegg- myndagerð og glerhönnun. Hann kom heim 1969 og setti upp vinnu- stofu í Reykjavík auk þess sem hann kenndi myndlist. Haustið 1972 hóf Gunnsteinn nám í kennslugreinum myndmennta við Konstfacksskolan TI í Stokk- hólmi og lauk þaðan prófi 1975. Þá var hann ráðinn kennari og deild- arstjóri við myndlistardeild Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. 1988 var hann settur lektor við Kennarahá- skóla íslands. Gunnsteinn hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin að Álfa- bakka 14 mun standa yfir til 27. apríl og veröur opin frá mánudegi til föstudags frá kl. 9.15-16.00. Norræna húsið: Kvikmyndasýning og fyrirlestur um vetrarstríöið í Finnlandi Um þessar mundir eru liðin fimmtíu ár frá því vetrarstríðið var háð í Finnlandi 1939-40. Undanfar- in ár hefur verið unnið að rann- sóknum á vetrarstríðinu og nýjar niðurstöður hafa nýlega verið birt- ar. Auk þess var frumsýnd kvik- mynd sem gerð var eftir skáldsögu finnska rithöfundarins Antti Tu- uri, Talvisota, undir íslenska heit- inu Vetrarstríðið. Hefur sú kvik- mynd vakið mikla athygli. Á sunnudaginn kl. 16 mun Jarl Kronlund liðsforingi, hernaðar- sagnfræöingur frá Helsinki, halda fyrirlestur í Norræna húsinu um vetrarstríðið. Kronlund stundar rannsóknir við sagnfræðistofnun liðsforingjaskólans í Helsinki. Eftir fyrirlesturinn verður sýndur tutt- ugu mínútna langur útdráttur úr fyrrnefndri kvikmynd. Orgeltónleik- ar í Hall- grímskirkju Listvinafélag Hallgríms- framt haldnir til fjáröflunar kirkju gengst á sunnudaginn fyrir orgelsjóð Hallgrímskirkju kl. 17 fyrir orgeltónleikum í og rennur aðgangseyririnn Hallgrímskirkju. Hörður óskiptur í orgelsjóð. Áskelsson, organisti kirkjunn- Seint á síðasta ári var undir- ar, leikur orgelverk eftir Bach ritaður kaupsamningur um 70 og Buxtehude, meðal annars radda orgel við orgelsmiðjuna í Passacaglíur beggja höfund- Bonn. Smíðatími er tvö og hálft anna. Auk þess leikur hann ár og verður að greiða orgelið preludíur og fúgur og sálmafor- að mestu á þeim tíma. Verið er leikir beggja höfundana eru á að undirbúa átak til fjáröflunar efnisskránni. sem Listvinafélagið á aðild að.- Hörður leikur á tíu radda kór- Á tónleikunum á sunnudaginn orgel kirkjunnar. Þessir tón- verður sýnd teikning af vænt- leikar, sem eru áskriftartón- anlegu Klaisorgeh Hallgríms- leikar hjá félaginu, eru jafn- kirkju. Tolli sést hér vera að setja upp eitt verka sinna. Kjarvalsstaðir: Olímálverk eftir Tolla - og leirmunir eftir Guðnýju Á laugardaginn verða opnaðar tvær nýjar sýningar á Kjarvalsstöðum. Þorlák- ur Kristinsson eða Tolli eins og hsta- mannsnafn hans er opnar sýningu á olíu- málverkum. í sambandi við opnun sýning- ar Tolla verður haldin kvöldvaka á sunnu- dagskvöldið sem ber yfirskriftina Upphaf aldarloka. Þar munu koma fram Megas, Bubbi Mortens, Sigfús Bjartmarsson, Ein- ar Már Guömundsson, Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Tolli fæddjst 3. október 1953 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Myndlista- og handfðaskóla íslands 1978-1983 og viö Hochschule der Kúnste í Vestur-Berlín 1983-1984. Hann hefur haldið fjölda einka- sýninga og verið með í samsýningum. Síð- ustu þrjár einkasýningar hans voru ahar erlendis. Ein í Seoul í Kóreu um leið og ólympíuleikarnir stóðu yfir 1988 og í fyrra sýndi hann bæði í Kaupmannahöfn og í Uppsölum í Svíþjóð. Sýning Tolla stendur til11. febrúar. í vesturforsal sýnir Guðný Magnúsdóttir skúlptúr og veggmyndir úr leir. Verkin eru unnin á síðasta ári. Þetta er sjötta einkasýning Guðnýjar og sú fjórða í Reykjavík en tvær einkasýningar hélt hún í Helsinki þar sem hún starfaði í fjögur ár, 1981-1985. Guðný héfur tekið þátt í fjölda samsýn- inga á íslandi, Norðurlöndunum, í Frakkl- andi, Japan og Bandaríkjunum. Sýning Guðnýjar er opin til 11. febrúar. Einar Jóhannesson og Philip Jenkins á tvennum tónleikum Hörður Áskelsson. Einar Jóhannesson klarínettu- leikari og Philip Jenkins píanóleik- ari munu leika á tvennum tónleik- um um helgina, aðrir verða í Borg- arnesi, en hinir í Reykjavík. Á laug- ardaginn kl. 16 munu þeir félagar leika í Borgarneskirkju á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar. Eru þetta þriöju tóleikar félagsins á þessu starfsári. Á sunnudaginn munu þeir svo halda tónleika í íslensku óperunni á vegum Tónlistafélags Reykjavík- ur og hefjast þeir kl. 17. Báðir eru þessir listamenn vel þekktir. Auk þess að vera 1. klar- íneettuleikari Sinfóníuhljómsveit- ar íslands og leika í Blásarakvint- ett Reykjavíkur verður Einar á ferðinni á næStunni í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem hann mun leika bæði með hljómsveitum og á einleikstónleikum. Síðan Phihp Jenkins flutti frá Akureyri aftur til Bretlands 1972 hefur hann starfað sem prófessor í píanóleik við Royal Academy of Music í London, auk tónleikahalds. Nýlega tók hann við píanódeildinni í Konunglega skoska tónlistar- háskólanum í Glasgow. Hann hélt síðast hér tónleika 1987 þá með Guðnýju Guðmundsdóttur. Einar Jóhannesson, sem ásamt Philip Jenkins mun halda tónleika i Borgarneskirkju og íslensku óperunni um helgina. Hallgrímskirkja: Laugardagur: Sam- vera fermingarbarna kl. 10. Sunnu- dagur: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Org- eltónleikar Listvinafélagsins kl. 17. Hörður Áskelsson leikur á kórorgel Hahgrímsirkju verk eftir Dietrich Buxtehude og Johann Sebastian Bach. Þeir sem vilja bflfar hringi í Hahgrímskirkju í síma 10745 eða 621475. Þriðjudagur 30. jan. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur 31. jan. Opiö hús fyrir aldraða kl. 14.30. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Bamaguös- þjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Hhðarnar fyrir og eftir barnaguðs- þjónustuna. Hámessa kl. 14. Sr. Arn- grímur Jónsson. Kvöldbænir og fyr- irbænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. Prestarnir. Kársnesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimihnu Borgum sunnu- dag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund bamanna kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þórhahur Heimisson. Hjallaprestakall: Messusalur Hjalla- sóknar í Digranesskóla. Barnamessa kl. 11 en hálfri klukkustund áður hefst föndurstund. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn að- stoöa við messuna. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Laugarneskirkja: Laugardagur 27. jan. Guðsþjónusta í Hátúni 10 b, 9. hæð, kl. 11. Sunnudagur 28. jan. Messa kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Kafií á könnunni eftir messu. Opið hús hjá samtökum um sorg og sorg- arviðbrögð þriðjudagskvöld kl. 20-22. Helgistund kl. 22. Kyrrðarstund í hádeginu fimmtudag. Orgelleikur, fyrirbænir, altarisganga. Léttur há- degisverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Sóknarpestur. Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14. Leikmenn sjá um ritningarlestra. Björn Bjömsson syngur einsöng. Organisti Jónas Þórir Þórisson. Þor- steinn Ragnarsson safnaðarprestur. Seljakirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. Mánu- dagur. Fundur hjá KFUK, yngri stúlkur kl. 17.30, eldri kl. 18.30. Fund- ur í æskulýðsfélaginu kl. 20. Mið- vikudagur. Fundur hjá KFUM, yngri drengir kl. 17.30, eldri kl. 20. Neskirkja: Laugardagur 27. jan. Fé- lagsstarf aldraðra. Farið verður í Þjóðminjasafnið. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 15. Sunnudagur 28. jan. Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Sig- ríður Óladóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Munið kirkjubílinn. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Miðvikudagur. Guðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Frank M. Hahdórsson. Fimmtudagur. Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Seltjarnarneskirkja: Fjölskyldu- guðsþjónusta í beinni útsendingu í útvarpi kl. 11. Organisti Gyða Hall- dórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Bamastarf á sama tíma. Umsjón hafa Adda Steina, Sig- ríður og Hannes. Æskulýösfundur mánudagskvöld ki. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriöjudag kl. 17.30. Ópið hús fyrir foreldra ungra barna fimmtudag kl. 15. Halla Jónsdóttir kemur og talar um þroska barna, 3 ára og eldri. Takið börnin með. Fríkirkjan, Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Einar Eyjólfsson. Eyrarbakkakirkja: Messa kl. 14. Sóknarprestur. Stokkseyrarkirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sóknarprestur. Keflavíkurkirkja: Sunnudaggskóli kl. 11 í umsjón Málfríðar Jóhanns- dóttur og Ragnars Karlssonar. Mun- ið skólabílinn. Messa kl. 14, altaris- ganga. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti örn Falkner. Sóknarprest- ur. Tilkyimingar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi veröur á morgun, 27. janúar. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Gönguglaðir Kópavogsbúar heilsa þorr- anum með vaxandi bjartsýni og þátttöku í bæjarröltinu. Kemst þó hægt fari er sannleikur þar sem gangan er fyrir alla. Einkunarorð eru: samvera, súrefni og hreyfing. Nýlagað molakaffi. Göngu-Hrólfur hittist að Nóatúni 17, laugardaginn 27. febrúar kl. 10. Göngunni lýkur að þessi sinni með því að koma saman í safnaðar- heimili Langholtskirkju og fagna þar þorra með söng' og kaffiveitingum. Félagsvist Breið- firðingafélagsins Breiðfirðingafélagið í Reykjavík verður með félagsvist í kvöld, 26. janúar, kl. 20.30 í Breiðfirðingabúð. Góð verðlaun. Dans- að frá kl. 23. Húnvetningafélagið Félagsvist spiluö laugardaginn 27. janúar kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir vel- komnir. 10 ára afmæli íslenska kvikmyndavorsins Áratugur er liðinn frá frumsýningu fyrstu íslensku kvikmyndarinnar í hinu svokallaða „kvikmyndavori", eða frá því að samfelld kvikmyndagerð hófst í landinu. í tilefni þess hyggst Félag kvik- myndagerðarmanna efna til ráðstefnu í „Rúgbrauðsgerðinni", Borgartúni 6, í dag kl. 17. Á ráðstefnunni verður horft yfir farinn veg og reynt aö meta stöðu is- lensku kvikmyndarinnar í dag. Ávörp á ráðstefnunni flytja: Þorsteinn Jónsson, form. Félags kvikmyndagerðarmanna, yigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Ágúst Guðmundsson, form. Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Þrá- inn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður og Svavar Gestsson menntamálaráð- herra. Safnaðarkvöld í Laugarneskirkju í kvöld, 26. janúar, kl. 20.30 verður al- mennt safnaðarkvöld í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Dr. Sigurbjörn Einars- son biskup flytur erindi er hann nefnir: Sorgin og trúin. Einnig mun strengja- kvartett úr Tónlistarskólanum í Reykja- vík spila verk eftir Mozart. Boðið verður upp á laffi. Kvöldinu lýkur með stuttri helgistund í kirkjunni. Fyrsta hestamót ársins Fyrsta hestamannamót ársins verður haldið á Hellu laugardaginn 27. janúar kl. 14. Mótið er nefnt „Vetrarmót Geys- is“ og er fyrirkomulag þess með nýstár- legu sniði því það er stigamót þar sem keppnishestar safna stigum á fimm mót- um sem haldin verða i janúar, febrúar, mars, apríl og maí. Á hverju móti verða veittir 10 verðlaunapeningar og þrír efstu hestar á öhum mótunum fá veglega verð- launabikara auk þess sem eigandi efsta hestsins fær folald í verðlaun. Það er hrossaræktarbúið á Árbakka á Landi sem gefur folaldið. Keppt verður í tölti með útsláttarfyrirkomulagi, þannig að loks verður bestu hestunum raöað í sæti eitt til tíu. Að auki er svo ætlunin að keppa einnig í skeiði og í barnaflokki en þar verður ekki um stigasöfnun að ræða milli móta. Vetrarmót Geysis er bundiö við að keppnishestar verði í eigu félags- manna en knapar mega koma hvað- anæVa að. Islandsgangan 1990 Skógargangan sem er fyrsta keppnin í „íslandsgöngunni" fer fram á Egilsstöð- um nk. laugardag, 27. janúar, kl. 13. Gengnir verða 20 km með hefðbundinni aðferð. Einnig verður boöið upp á 10, 5 og 2,5 km. hringi. Hér er um að ræða trimmkeppni fyrir almenning og eru verðlaun veitt fyrir flokka kvenna og karla 17-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. Allir þátttakendur fá viðurkenn- ingu. Skráning og nánari upplýsingar í símum 97-11891 og 97-11470. Það er UÍA sem stendur að Skógargöngunni, sem nú er haldin í 5. sinn. Islandsgangan er röð 5 trimmkeppna á gönguskíðum fyrir al- menning og eru næstu göngur þessar: 17. feb. Fjarðargangan, Ólafsfirði, 10. mars Lambagangan, Akureyri, 24. mars Blá- fjallagangan, Reykjavik, og 5. mai Fossa- vatnsgangan, ísafirði. Stig þátttakenda eru reiknuð út eftir hverja göngu og eru bikarverðlaun veitt fyrir bestan saman- lagðan árangur eftir veturinn í fyrr- greindum flokkum. Þátttaka í þremur göngum nægir til þess að vera fullgildur í bikarkeppninni. Kristniboðskynning í Breiðholtskirkju Sunnudaginn 28. janúar verður í Breið- holtskirkju í Mjódd kynning á starfi Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga. Munu hjónin Valdís Magnúsdóttir og sr. Kjart- an Jónsson kristniboðar annast þessa kynningu en þau eru nú í ársleyfi eftir að hafa starfað í Kenýa í tjölda ára. Bamaguðsþjónusta verður kl. 11 og mun Valdís þá koma í heimsókn og segja böm- unum frá, sýna myndir og kenna söngva frá Kenýa. Guðsþjónusta verður síðan kl. 14. Mun sr. Kjartan þá predika og barnakór kirkjunnar syngur. Að guðs- þjónustunni lokinni sýna þau síðan myndir frá kristniboðsstarfmu og svara fyrirspumum. Einnig verður sýning á myndum og munum frá kristniboðs- akrinum í anddyri kirkjunnar. Kvikmyndasýning og fyrirlestur um vetrarstríðið í Finnlandi Sunnudaginn 28. janúar kl. 16 mun Jarl Kronlund liðsforingi, hernaðarsagnfræð- ingur frá Helsinki, halda fyrirlestur í Norræna húsinu um vetrarstríðið. Jarl Kronlund stundar rannsóknir við sagn- fræðistofnun liðsforingja-skólans í Hels- inki. Eftir fyrirlesturinn verður sýndur u.þ.b. 20 mínútna langur úrdráttur úr kvikmyndinni Vetrarstríðið eftir sögu Antti Tuuri. Smekkleysukvöld Smekkleysukvöld verður haldið á Hressó í kvöld, 26. janúar, kl. Ú. Fram koma hljómsveitirnar Bless, Ham og Bootlegs. Miðaverð kr. 500. Tónleikar Ljóðatónleikar í Gerðubergi Eins og menn mun gekk yfir fárviöri mánudaginn 8. janúar. Þetta kvöld vom ljóðatónleikar í Gerðubergi og vegna fjölda tilmæla hefur verið ákveðið að verða við þeirri áskorun að endurtaka ljóðatónleikana laugardaginn 27. janúar kl. 15. Um er að ræða þriðju tónleika í ljóðatónleikaröð sem haldin er á vegum Geröubergs nú í vetur. John Speight, baríton syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Fluttur verður laga- flokkur eftir B. Britten svo og sönglög effir Purcell, H. Wolf, F. Schubert, R. Schumann, C. Ives o.fl. Ferðalög Ferðafélag íslands Þorrablót í Þórsmörk 2.-4. febrúar. Kynnist Mörkinni í vetrarbúningi. Skipulagðar gönguferðir á daginn. Þorra- blót og kvöldvaka á laugardagskvöldinu. Siðamaður: Árni Björnsson. Fararstjór- ar: Hilmar Þór Sigurðsson og Kristján M. Baldursson. Aíbragðs gistiaðstaða í Skagfjörösskála, Langadal. Verið með í fyrstu þorrablótsferðinni í Þórsmörk. Pantið strax. Farmiðar á skrifst. Sunnudagsferðir 28. jan. kl. 13 A. Hraun - Grindavík Staðarhverfi. Létt og fróðleg ganga milli gömlu hverf- anna: Þórkötlustaða - Járngerðarstaða og Staðarhverfis. Staðkunnugur heima- maður slæst í hópinn og fræðir um sitt- hvað sem ber fyrir augu. Rútan fylgir hópnum. Áð við Bláa lónið á heimleið. Verð 1000 kr., frítt f. böm m. fullorðnum. Brottfor frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin, (í Hafnarf. vfKirkjug.). B. Skíðaganga á Hellisheiði. Nú er um að gera að dusta rykið af göngu- skíðunum og drifa sig með. Hreyfing og útivera með Ferðafélaginu er ein besta heilsubótin. Verð 800 kr. Brottfór frá Umferðarmiöstöðinni, austanmegin. Útivistum helgina Þórsmerkurgangan, 2. ferð sunnudaginn 28. jan. Gengin verður gamla Seljadalsleiðin frá Árbæ upp í Leirdal, norður fyrir Reynis- vatn, sunnan í Reynisvatnsási síöan aust- ur Langavatnsheiði að Miðdal. Þetta er elsta Þingvallaleiðin og liggur hún um fjölbreytilegt vatnasvæði. Brottfór kl. 13 frá Umferðarmiðstöð - bensínsölu. Verð 600 kr. Skiðagöngunámskeið sunnudaginn 28. jan. Brottfór kl. 13 frá Umferöarmiðstöð bensínsölu. Vanur skiðakennari. Verð 600 kr. Myndakvöld Útivistar verður fimmtu- daginn 1. febrúar í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109, og hefst kl. 20.30. Margrét Margeirsdóttir sýnir myndir úr hálendisferð sumarið 1989 og myndir frá Grænlandi. í hléi er boðið upp á góðar kaffiveitingar sem eru innifaldar í miða- verði. Aðgangseyrir 450 krónur. Fundir 3. framkvæmdastjórnar- fundur JC íslands verður haldinn laugardaginn 27. janúar kl. 9-18 að Skipholti 70, 2. hæð. Allir JC félagar velkomnir. 22. ráðsfundur III. ráðs ITC á íslandi verður haldinn í félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, Kópavogi, laugardaginn 27. janúar. Fundarstef: Vex vilji ef vel geng- ur. Fundurinn hefst kl. 9 og er áætlað að honum verði slitið kl. 16.30. Umsjónar- maður fundarins er: Jóhanna Óskars- dóttir, ITC Fífu, sími 42232. IU. ráði ITC á íslandi tilheyra ITC Þöll, Grundarfirði, ITC Ösp, Akranesi, ITC Stjarna, Rangár- þingi, ITC Seljur, Selfossi, ITC Melkorka, Reykjavík, og gestgjafadeild þessa ráðs- fundar, ITC Fifa, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.