Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. Menning í nýju tölublaði kvikmyndatíma- ritsins Hollywood Reporter er birt sérstök skýrsla yfir kvikmyndir í bígerð, vinnslu og dreifingu, svokall- að „Film Market Special". Þar er m.a. sagt frá myndum sem fyrirtækið SC Entertainment í Tor- onto er með á prjónunum en það yfirtók á sínum tíma handrit þeirra Hilmars Oddssonar og Jóhanns Sig- urðarsonar að kvikmyndinni Mefíi. Eins og sagt var frá á sínum tíma tók handrit Hilmars og Jóhanns gagngerum breytingum í meðfórum þeirra aðila, fyrst bandarískra og síð- an kanadískra, sem lýst höfðu yfir áhuga á myndinni, og á endanum brugðu þeir á það ráð að slíta sam- starfmu. Hins vegar kom Jón Ólafs- son í Skífunni inn í dæmið sem fjár- mögnunaraðih. i Hollywood Reporter er Mefií kynnt undir sínu upprunalega nafni sögð kanadísk og Hilmar er titlaður leikstjóri. Söguþræði myndarinnar er lýst á eftirfarandi hátt: „Fyrir slysni er eiturlyfjafarmur sendur til íslands og kemur þar af stað æsilegri atburðarás, mannráni, mútugreiðsl- um og morði.“ Það kom Hilmari á óvart að heyra að hann skyldi enn vera bendlaður við Meffí. „Það mál er varla til umræðu leng- ur. Allt bendir til þess að við séum alveg út úr myndinni. Sjálfur ákvað ég að kúpla mig alveg út úr öllu sam- an eftir ótal breytingar á handriti pg stöðugar tafir á framkvæmdum. Ég á því engra hagsmuna að gæta í þessu máli. Jón Olafsson er hins veg- ar aðili að því ennþá.“ Spennan aðalatriði Hve mikið er eftir af upphaflegum Hilmar Oddsson: „Maður verður að standa við sannfæringu sína.“ söguþræði í handritinu að Meffí eins og það er í dag ? „Það má segja að stefið sé það sama en tóntegundin önnur. Frá okkar hendi var þetta einlæg saga þriggja vina með ákveðnu spennuívafi. Vin- irnir eru enn inni í dæminu en spennuívafið hefur verið gert að að- alatriði handritsins. Þannig verður frásagnarstíllinn allt annar og æsi- legri.“ En mundi Hilmar gera mynd eftir þessu æsilega handriti ef Kanada- menn bæðu hann um það og byðu honum háar fjárhæðir? „Nú erum við farnir að gefa okkur svo margar og óljósar forsendur. Eins og stendur sé ég ekki þann möguleika fyrir mér. Maður verður að standa við sannfæringu sína.“ Geta Kanadamenn sjálfir framleitt kvikmyndina undir upprunalegu nafni? „Þvi trúi ég ekki fyrr en ég tek á því. Við Jóhann hljótum að minnsta kosti að eiga nafnið.“ Tapaður tími Sér Hilmar eftir þessu Meffí-ævin- týri? „Ég sé eftir tímanum sem fór í það. Það má segja að ég hafi misst úr 2-3 þroskaár í kvikmyndagerðinni. Ef til vill geri ég mynd númer þrjú á undan mynd númer tvö.“ Jón Ólafsson vildi fátt um Meffí segja. „Það mál er í biðstöðu. Stjórnvöld hér vildu ekki styðja gerð myndar sem hægt væri að selja á alþjóðlegum kvikmyndamarkaði og á því strand- aði allt saman, að minnsta kosti í bili. Það er hins vegar búið að eyða allt of miklu í þessa mynd til að hætta við hana. Ég á þá ósk eina að Meffí verði gerð og er að vinna að fjármögnun hennar.“ -ai Hjálmar Hjálmarsson, Þröstur Leó leika áttu bræðurna þrjá í Meffi. Gunnarsson og Helgi Björnsson, sem Meffí fyrir bí? Myndir & hugmyndir Það er hugumstór, ungur listamaður sem nú sýnir verk sín að Kjarvalsstöðum. Guðjón Bjarnason heitir maðurinn, hámenntaður bæði í byggingarlist og myndlist frá Bandaríkjunum, en hefur til þessa ekki látið til sín taka á íslensk- um myndhstarvettvangi. En það gerir hann nú og með meiri tilþrifum en maður á að venjast af nýlega heimkomnum listamanni. Á sýningu hans eru samtals 90 verk, bæði tvi- og þrívíð, og teygja þau sig bæði yfír austursal hússins og gang og allar götur út í port. Sjálf eru flest verkin mikilla stærða og virðast spanna yfir álíka mikið hugsanasvið, ef marka má tilskrif eftir höfund sem liggur frammi við innganginn. Við okkur blasa mjög áferðarmikil verk sem hvert og eitt virðist eins og sérstakur efnis- heimur. Málningin liggur í taumum og slettum upp um alla fieti, hvert lagið ofan á öðru, og þar við bætast ýmiss konar aukaefni sem listamað- urinn hefur tínt upp af götu sinni og gert sér mat úr. Þessi áferð er yfirleitt dökk og mött og seint mundi hún vera kölluð aðlaðandi, en gáruð er hún með silfurfarfa eða gulli. Þessi farfi myndar nokkurs konar útlínuteikningu ofan á öllu sam- an, eða þá að djarfar fyrir henni undir ímleitum efnismassanum, eins og leifum fomrar menn- ingar. Á einum stað í bæklingi sínum líkir Guð- jón listsköpun sinni raunar við fornleifagröft. Hvað gulHð og silfrið eiga nákvæmlega að fyr- irstilla veit ég ekki gjörla, en grunar að listamað- urinn sé hér að spila á alkemíska - eða ummynd- unarlega - þýðingu þeirra. Út úr glundroðanum En innan þessarar ringulreiðar, eða „mater- ia“, eins og höfundur kýs aö nefna hana (og birtist hrá í myndröðinni „Materia mundi“, nr. 12-79), blundar rökhyggja sem gefur dumbum glundroðanum mál og merkingu. Þar á ég fyrst og fremst við lárétta og lóðrétta skiptinguna innan hvers myndflatar, þvertré sem minna á sjónhring, lóðréttar fjalir fyrir uppréttar manneskjur, krosstré sem er augljós- DV-mynd GVA Guðjón Bjarnason ásamt myndröð sinni „Materia rnundi". lega tragísk árétting, svo og ferhymda kassa/glugga sem láta að því liggja að sérhver mynd dylji meira en hún sýnir, eigi sér beinlín- is dulvitund. Allar eru þessar viðbætur með konstrúktífu yfirbragði, tijáviðir eru grófir, naglar og skrúf- boltar blasa við, og öll samsetning liggur í aug- um uppi. Ef til vill ekki nema von, þar sem arki- tekt á í hlut. Endanlega ólokið En um leið ber hver samsetning í sér kím eig- in upplausnar, þar sem hún sýnir einnig hvern- ig hægt er að hluta verkin niöur í frumparta sína. Því eru verk Guðjóns yfirleitt eins og til bráða- birgða, endanlega ólokið, en þannig lýsti Duchamp eigin verkum. Þetta er kannski hin harmræna niðurstaða allrar listsköpunar. Hún er aldrei til lykta leidd og gengur sífellt á snið við kjarna hlutanna, hvernig sem menn leggja sig fram. Guðjón Bjarnason fær fleira en eitt prik fyrir einurð og heiðarlega úrvinnslu á því kenninga- kerfi sem hann hefur komið sér upp. Verk hans eru markverð viðbót við þá myndlist sem við- gengst hér á landi. Ég er hins vegar ekki viss um að ég hefði hjálparlaust náð að lesa þær merkingar út úr verkum hans sem ég gerði. Næsta skrefið á listferli Guðjóns hlýtur að vera að steypa saman hugmynd og mynd svo ekki sjáist í samskeytin. 13 V Kynning á tónlistar- gagnrýnanda DV Við viljum vekja sérstaka at- hygli á Kvöldstund með tón- skáldi, sem fram fer í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar annað kvöld, 20 mars. Þar verða kynnt- ar tónsmíðar eftir Áskel Másson sem verið hefur tónlistargagn- rýnandi DV síðan á haustmánuð- um. Nokkrir hljóðfæraleikarar, þar á meðal Áskell sjálfur, munu flytja tvö kammerverk eftir tón- skáldið en önnur verk verða flutt af hljómböndum. Áskell ræðir um tónsmíðar sín- ar og gestum gefst kostur á að spyrja um tilurð þeirra og annað er þá lystir. Sýning á verkum Áskels verður á 2. hæð safnsins. María Kjarval mynd- skreytir „Magasinet“. í svokölluðu „Magasíni“, sem er fylgirit sunnudagsútgáfu Pol- itiken í Danmörku, er til siðs að birta frumsamdar smásögur og láta þekkta listamenn mynd- skreyta þær. Þykir nokkur heiður að fá inni í þessu blaði með sögur eða myndir. Sunnudaginn 11. mars birtist í blaðinu saga eftir dönsku skáld- konuna Anne Strandvad og með henni stór Jitmynd eftir Maríu Kjarval, sem er yngst barna Sveins heitins Kjarval húsgagna- arkitekts. Laxnessklúbburinn Laxnessklúbbur bókaútgáf- unnar Vöku-Helgafells er nú tek- inn til starfa og gefur út að nýju endurprentanir á tveimur ást- sælustu skáldsögum Halldórs Laxness, Sölku Völku og Brekku- kotsannál. Eru bækurnar með því sígilda yfirbragði sem verið hefur á rit- safni skáldsins en með nýjum kápumyndum. Laxnessklúbburinn var stofn- aður á síöastliðnu hausti í tilefni af 70 ára rithöfundarafmæli skáldsins. Kynningarrit um verk hans verða gefin út mánaðarlega fyrir félagsmenn auk þess sem þeir geta keypt þau á lægra verði en gildir á almennum markaði. Framkvæmdastjóri norræna kvik- myndasjóðsins Eins og sagt var frá í fréttum fyrir nokkrum vikum hafa Norð- urlöndin ákveðið að stofna sér- stakan og öflugan kvikmynda- sjóð. í fyrradag var Bengt Forslund, framleiðandi margra norrænna verðlaunakvikmynda, ráðinn framkvæmdastjóri Norræna kvikmyndasjóðsins til næstu fjögurra ára. Forslund er mörgum íslenskum kvikmyndaáhugamönnum að góðu kunnur. Arið 1959 stofnaði hann kvikmyndatímaritið Chapl- in og hefur skrifað doktorsritgerð um Victor Sjöström. Fjórar kiljur fyrir slikk Þar sem nýlokið er útsölumark- aði á íslenskum bókum er sjálf- sagt að bera í bakkafullan lækinn að segja frá öðrum reyfarakaup- um sem fólk getur gert á bókum. Þó stenst skrifari ekki mátið þar sem hann er nú með í hönd- unum fjórar nýjar kiljur frá Uglu, íslenska kiljuklúbbnum, skáld- söguna Mín káta angist eftir Guð- mund Andra Thorsson, verð- launaljóðabók Stefáns Harðar Grímssonar, Yfir heiðan morgun, Óbærilegan léttleika tilverunnar eftir Milah Kundera og loks hreinræktaða spennusögu, í vígahug eftir hina góðkunnu P.D. James. Og allt þetta á aðeins 895 krón- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.