Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1990, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1990. Meiming Myndverk í bönkum DV kannar: Úr afgreiðslusal Landsbankans við Austurstræti. Veggmyndin er eftir Jón Stefánsson. DV-mynd Brynjar Gauti Vinsœlustu Ustamennirnir íbönkunum 1. 2. 3. 4. 5. 6 7 7-8. Einar Hákonarson Snorri Arinbjarnar Þorvalcfur Skúlasön 9-10« Karl Kvaran 55 verk 33 - 29 - 27 - 24 - 22 - 21 - 21 - 20 - 20 - Vísast eram við íslendingar orðnir svo vanir því að sjá listaverk í banka- stofnunum að okkur kemur ekki til hugar að spyrja um ástæður þess að þau eru þarna uppihangandi. Bankamönnum með öðrum þjóð- um þykir hins vegar ekki alveg eins sjálfsagt að gleðja augu viöskipta- vina sinna með frummýndum helstu listamanna, eins og íslenskir feröa- menn hafa eflaust orðið varir við. Ekki er brennt fyrir að gamlir meistarar hangi á veggjum útlendra bankastjóra en í afgreiðslusölum og- útibúum erlendra banka er yfirleitt látið nægja að hengja eftirprentanir eða graííkmyndir. Nokkuð langt er síðan 'íslenskir bankar hófu að kaupa listaverk og þá fyrst og fremst til skreytingar og styrktar listamönnum fremur en til fjárfestingar. Enda ekki mikil gróða- von í íslenskri list framan af. Gekk Landsbankinn á undan meö góðu fordæmi er hann fékk Kjarval til að gera veggmynd af konum við salt- fiskverkun árið 1924 og stuttu síðar málaði Jón Stefánsson sveitalífs- mynd sína í afgreiðslusal bankans við Austurstræti. Um skeið voru menntamálaráð og Landsbankinn nær einu aðilamir sem keyptu eða pöntuðu verk af ís- lenskum listamönnum, þannig að óhætt er að segja að bankarnir leiki ekki ómerkt hlutverk í íslenskri myndlistarsögu. Varðveisla menningar- verðmæta Seinna fylgdu aðrir bankar í kjöl- farið en þó af nokkurri varfæmi og í samræmi við efnahagsástand hverju sinni. Síðustu tvo áratugina hafa íslenskir bankar, ekki síst ríkis- bankarnir, verið mjög stórtækir kaupendur Ustaverka og er margar lykilmyndir i íslenskri myndlistar- sögu að finna innan veggja þeirra. Hvort sem þeim líkar betur eða verr hafa bankarnir þar með tekist á hendur varðveisla menningarverð- mæta með tilhlýðilegri ábyrgð. í þessari ábyrgð felst meðal annars upplýsingaskylda og almenn fyrir- greiösla við þá sem stunda rannsókn- ir á íslenskri myndlistarsögu en til þessa hafa bankamir verið fremur tregir að upplýsa almenning um listaverkakaup sín og eignir. Því ber að fagna ítarlegu svari for- sætisráðherra við fyrirspurn sem Finnur Ingólfsson alþingismaöur lagði fram á Alþingi um Ustaverk í eigu ríkisbanka og opinberra sjóða fyrir skömmu. Bað Finnur um lista yfir öll lista- verk í eigu þessara aðila, áætlað markaðsverð þeirra, vinnureglur sem stuðst er við þegar Ustaverk eru keypt, skrásetningu þeirra og ýmis- legt fleira sem of langt mál væri að rekja hér. í svari forsætisráðherra ér tíunduð listaverkaeign Iðnþróunarsjóðs, Fiskveiðasjóðs, Stofnlánadeildar Landbúnaðarins, Framkvæmdasjóðs íslands, Seðlabankans, Búnaðar- bankans, Landsbankans og Útvegs- bankans (fyrir sameiningu). Mest í Landsbankanum AUs eiga þessar stofnanir 992 myndverk eftir rúmlega 100 Usta- menn, íslenska og erlenda. Af þeim eru aðeins 34 í fóram sjóðanna. , AthygUsvert er að enginn bank- anna telur sig eiga ýmis „nagUost“ verk innan veggja sinna, t.d. sveita- lífsmynd Jóns Stefánssonar sem áð- ur er nefnd eða vírmyndir Sigurjóns Ólafssonar í afgreiðslu Búnaðar- bankans við sömu götu. Að minnsta kosti er engin þessara veggmynda á skránni. Eins og vænta mátti á Landsbank- inn flest myndverkin eöa 418. Þar næst kemur Búnaðarbankinn með 351 verk og í þriðja sæti er Seðlabankinn með 140 listaverk. Útvegsbankinn rekur síðan lestina með 83 verk sem hann lagði í púkkiö við sameiningu bank- anna. í fyrirspurn sinni óskar Finnur Ingólfsson einnig eftir því að kannað sé hvort hlutafélagsbankarnir séu tilbúnir að veita upplýsingar um listaverkaeign sína „til að veita betri yfirsýn yfir hvar ýmsar bestu perlur íslenskrar listsköpunar eru niður- komnar.“ Slíkar upplýsingar mundu óneitan- lega fyUa upp í þá mynd af lista- verkaeign íslenskra banka sem nú er lagður grundvöllur að. Er hér með skorað á hlutafélagsbankana að veröa við ósk alþingismannsins. 180 milljónir Af bönkunum fjórum gefa aðeins Seðlabanki og Útvegsbanki upplýs- ingar um tryggingamatsverð lista- verka sinna. Samkvæmt því á Seðla- bankinn verk upp á 35,1 imlljón en Útvegsbankinn 9,4 miUjónir eða sam- tals 223 Ustaverk á 44,5 miUjónir. Með því að margfalda þessa tölu með fjórum og áætla verðgfidi Usta- verka 1 eigu sjóðanna væri niður- staðan um 180 miUjónir, sem gæti þá verið heUdarmatsverð Ustaverka í eigu ríkisbanka og sjóða á íslandi um áramótin 1989-90. Ýmislegt merkUegt kemur í ljós þegar listaverkakaup bankanna era skoðuð ofan í kjöUnn. í Seðlabankan- um ákveður bankastjórnin kaup Ustaverka „og er þá iðulega leitað álits sérfróðra aðila, bæði að því er varðar listfræðilegt gUdi verka og kaupverð," eins og segir í skýrslunni. í Búnaðarbankanum ákvaröar bankastjórinn einn kaup Ustaverka en í Landsbankanum hafa tveir menn þann starfa að „annast um myndverkaeign hans“ og „gera til- lögu til bankastjóra um kaup á lista- verkum". Útvegsbankinn lætur ekk- ert uppi um það hvernig menn báru sig að þar við listaverkakaupin. Skýrslur bankanna bera ekki vott um að menn hafi mótað sér sérstaka stefnu eða markmið í sjálfum Usta- verkakaupunum, enda þurfa þeir sjálfsagt að koma til móts við mörg sjónarmið. Ægir saman Á stundum virðast þeir kaupa til aö íjárfesta, önnur verk þurfa þeir aö taka upp í skuldir og úti á landi telja þeir sér líkast til skylt að styðja við bakið á þeim listamönnum sem þar búa. Því ægir öllu saman á veggjum bankanna, atvinnulistamönnum og leikmönnum, snifiingum og klaufa- bárðum. En þótt þeim séu mislagðar hendur við kaupin virðast bankamenn sam- mála um að það sé gott fyrir banka að kaupa og eiga listaverk. Listaverk gefa bönkum jákvæða og menningarlega ímynd, þau treysta tengslin bæði við almenning og lista- menn (PR) og síðast en ekki síst eru þau augnayndi. Öðruvísi er tæplega hægt að skilja upplýsingar Búnaðarbankans og Landsbankans um mynddreifmgu og myndlistarkynningar þær sem þar eiga sér stað með reglulegu milhbili. Þótt ríkisbankarnir virðist ekki beita sérstökum reglum við val á listaverkum leiðir skýrslan samt í ljós ákveðnar áherslur í kaupunum, bæði hvað varðar bankana í samein- ingu og hvern banka út af fyrir sig. Því verður til dæmis ekki á móti mælt að í safni Útvegsbankans voru hlutfallslega íleiri sjávar- og fiski- mannamyndir en í hinum bönkun- um. Eiríkur vinsælastur núlifenda Þaö er einnegin fróðlegt að komast að því hvaða tíu málarar eru í mestu uppáhaldi hjá íslenskum banka- mönnum, sjá meðfylgjandi töflu. Kjarval er þar á toppnum og skal engan undra en aðrir frumherjar ís- lenskrar myndlistar eru ekki á meðal tuttugu efstu. Einnig hlýtur að koma á óvart hve mörg verk eftir Snorra Arinbjarnar og Þorvald Skúlason eru í eigu bankanna. Eiríkur Smith er vinsælastur núlif- andi málara en Einar Hákonarson er yngsti maðurinn á þessum Usta. Ef htið er til yngri kynslóðar mynd- hstarmanna eiga bankarnir mest eft- ir Tolla eða 5verk. Bankarnir eiga síöan tvö verk eftir Erró og ekkert eftir Helga Þorgils Friðjónsson eða aðra unga málara sem notið hafa velgengni úti í lönd- um. Þótt Landsbankinn eigi stærsta safniö af Ustaverkum á hann ekki endilega það besta. Sjálfum þykir mér meira til safna Búnaðarbankans og Seðlabankans koma. Seðlabankinn getur til dæmis stát- að af mörgum úrvalsverkum eftir Scheving og fleiri nútímaskúlptúr- um en nokkur annar banki en Bún- aöarbankinn hefur komið sér upp vönduðu safni verka eftir Snorra Arinbjarnar, Þorvald Skúlason og Kristján Davíðsson. Landsbankinn sker sig aðallega úr fyrir mikið safn Kjarvalsteikninga og svo auðvitað fyrir áðurnefndar „helstu perlur íslenskrar Ustsköpun- ar“, veggmálverk Jóns Stefánssonar og Kjarvals og steinfellumynd Nínu Tryggvadóttur. -ai. Afríkuhátíð Áfram um Listahátíð. Salif Keita, hljómsveitarstjóri, söngv- ari og tónskáld frá MaU í Afríku, kemur hingað með 17 manna hóp hljóðfæraleikara og dansara. Keita þessi er af maUskum höíð- ingjaættum og vora forfeður hans um aldaraðir hirðtónhstar- menn konunga í Malí. En Keita verður ekki eini full- trúi Afríku á Listahátíð því að nígeríski nóbelsverðlaunahafinn Wole Soyinka hefur goldið jáyrði við að koma á hátíðina til að lesa upp. Á blaðamannafundi sagðist Valgarður Egilsson, formaður Listahátíðar, nokkurn veginn viss um að hafa talað við Soy- inka, en hins vegar væri síma- samband við Nigeríu mjög vont, svo þaö er aldrei að vita... Valgarður Egilsson með dagskrá Listahátíðar Afríkublús Áfram með Afríku. Ási í Gramminu hefur ákveðið að taka út forskot á Afríkudagskrá Lista- hátíðar með því að fá hingað ann- an þekktan tónlistarmann úr þvísa álfu, Ali Farke Toure, til að spila í Reykjavík nú um pásk- ana. Ási segir að Toure muni verða hér viö annan mann og syngja nokkurs konar Afríkublús. „Þetta eru síðustu forvöð að sjá manninn á tónleikum áður en hann verður heimsfrægur og óaðgengilegur," segir Ási. Þá vit- um við það. Haystack-styrkj- um úthlutað Nýlega var gengið frá úthlutun svokallaðra Haystack-styrkja en þeir eru veittir íslensku listiðnað- arfólki til námsdvalar við lista- skóla í Maine-fylki í Bandaríkj- unum. Styrkirnir eru veittir úr sjóði sem kenndur er við Pamelu Bre- ment, fyrrverandi sendiherrafrú Bandaríkjanna, og hafa tíu ís- lendingar þegar orðið þeirra að- njótandi. í þetta sinn sóttu 45 manns um þá tvo styrki sem um var að ræða og ákvað dómnefnd að veita þá Hilmari Einarssyni gullsmið, sem hyggst kynna sér málm- steypu, og Sigurborgu Stefáns- dóttur bókahönnuði, sem sækja mun námskeið í gerð bóklista- verka. íslensk menning í Vínarborg í síðustu viku var sagt frá þátt- töku Ingibjargar Styrgerðar Har- aldsdóttur í samsýningu í Vínar- borg. Gleymdist að geta þess að með henni á sýningunni era Kristján „allsstaðar" Guðmunds- son, Svava Björnsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson og Brynhild- ur Þorgeirsdóttir. Sýningin er haldin í Kultur- haus Favoriten en það er ein stærsta menningarmiðstöð Vín- arbúa. í tengslum við sýninguna var boðið upp á íslenskan mat, tón- leika og kynningu á íslandsferð- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.