Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 124. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGÁRDAGUR 2, JÚNÍ 1990.
21
Reykjavík fýrr og nú
Hótel Reykjavík
Árið 1905 reis á lóðinni Austur-
stræti 12 stór þriggja hæða hótel-
bygging úr timbri en þar stóðu áður
Frönsku húsin svonefndu sem ver-
ið höfðu skipbrotsmannahæli og
birgðageymslur franskra sjó-
manna.
Það voru hjónin Einar Zoega og
Margrét Tómasdóttir Klog sem létu
byggja þetta glæsilega stórhýsi.
Þau höfðu áður starfrækt Hótel
Reykjavík að Vesturgötu 17 en nú
fluttu þau hótelreksturinn í nýja
húsið. Hótel Reykjavík varð þar
með eitthvert glæsuegasta gisti- og
veitingahús hér á landi og veitti
Hótel íslandi harða samkeppni.
Hótel Reykjavík, sem er til vinstri
á gömlu myndinni, var byggt eftir
teikningu Rögnyalds Ólafssonar
húsameistara. Á fyrstu hæðinni
var gríðarmikill salur sem notaður
var fyrir dansleiki og aðrar sam-
komur. Á annarri hæðinni var
borðsalur og þar voru einnig gisti-
herbergi en starfsfólk bjó í kvist-
herbergjum á þriðju hæð. Aðaleld-
hús var í kjallara hússins sem hlað-
inn var úr grágrýti og múraöur að
innan. Þar var betur búið að eldun-
araðstöðu en áður tíðkaðist hér á
manneskjan. Hún hafði jafnan
fyrsta og síðasta orðið í öllum við-
ræðum, nema því aðeins að Einar
Benediktsson tengdasonur hennar
væri nærstaddur, þá lét hún hon-
um eftir forystuna."
Þessi lýsing er höfð úr endur-
minningum Kristínar Dalhsted
sem starfaði á Hótel Reykjavík áriö
1905 en Kristín átti sjálf eftir að
hasla sér völl í veitingahúsarekstri
Umsjón:
Kjartan Gunnar
Kjartansson
svo um munaði, enda röggsamur
kvennmaður, ekki síður en frú
Margrét.
Annar starfsmaður hótelsins um
þessar mundir, sem átti eftir að
verða þekktur í bæjarlífinu, var
Guðjón Jónsson, síðar kaupmaður
á Hverfisgötu 50, faðir Péturs loft-
skeytamanns og framkvæmda-
stjóra sem nú er látinn fyrir nokkr-
umárum.
DV-mynd GVA
landi. Þó var sá galli á kjallaranum,
eins og víðar í miðbænum, að hann
vildi leka, einkum í stórstraums-
fjöru, og var hann af þeim sökum
nefndur „pumpan" af starfsfólk-
inu.
Frú Margrét Zoega
Einar og Margrét bjuggu sjálf í
húsinu og þar bjuggu, a.m.k. fyrsta
veturinn sem hótehð var starfrækt
við Austurvöll, Valgerður dóttir
þeirra og hennar maður, Einar
Benediktsson skáld.
Frú Margrét var skörungur. Um
hana má m.a. lesa eftirfarandi:
„Frú Margrét Zoega var fremur
fn'ð kona, hávaxin og feitlagin. Þar
sem hún var á ferð var hún aðal-
Gulllóðin
Húsið austan við Hótel Reykjavík
var Syndicatið, reist árið 1913, í
eigu verslunarfélags Einars Bene-
diktssonar, British North Western
Syndicate Ltd. Þar var m.a. rekin
vefnaðarvöruverslun Th. Thor-
steinssonar.
Syíidicatið stóð þar sem áður var
Guðný Möllershús, kennt við eig-
anda sinn, ekkju H.P. Möllers
kaupmanns, en hún rak þar lengi
matsölu. Um svipað leiti og Hótel
Reykjavík var fullbyggt keypti Ein-
ar Benediktsson Guðný Möllershús
og lóð þess og lét fyrir fimmtán
þúsund krónur. Það þótti óheyri-
legt verð fyrir ekki stærri ióð sem
nú var talin dýrasti blettur á
r
Utboð
Þorlákshafnarvegur,
Núpar - Bakki
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk. Lengd kafla 4 km, fyllingar og burðar-
lag 20.000 rúmmetrar og bergskeringar 3.000
rúmmetrar.
Verki skal lokið 1. október 1990.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 6. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stóðum
fyrir kl. 14.00 þann 18. júní 1990.
Vegamálastjóri
V
landinu. Lóðin var því aldrei nefnd
annað en guhlóðin.
Bruninn mikli 1915
Syndicatið og Hótel Reykjavík
voru eflaust með glæsilegustu ný-
byggingum síns tíma. En hvorugt
húsið átti eftir að setja svip sinn á
miðbæ Reykjavíkur til frambúðar.
Aðfaranótt 25. apríl árið 1915 varð
eldur laus í Hótel Reykjavík með
þeim afleiðingum m.a. að bæði
þessi hús brunnu. Eldsvoðinn varð
sá mesti í sögu Reykjavíkur en í
honum brunnu til grunna tíu hús,
auk þess sem tvö hús stórskemmd-
ust. Lengi eftir brunann var stór
hluti miðbæjarins gapandi bruna-
rúst og reynar leið heill áratugur
áður en lokið var við að byggja á
rústum allra þeirra húsa sem
þarna týndu tölunni.
Með brunanum mikla árið 1915
urðu þáttaskil í reykvískri bygg-
ingasögu. Eftir brunann voru ekki
byggð stórhýsi úr timbri í mið-
bænum og reynar dró mjög úr allri
byggingu~timburhúsa allt fram á
síðustu ár, en þess í stað var öld
steinsteypunnar gengin í garð.
KGK
Ljósmynd Magnús Ólafsson
INNLAUSN
hlutabrefai
Sajvivinnubanka
íslands hf.
-m.samræm1 vif> samning lannsðanka islands vib samvinnu-
banka íslands hf. u m sameiningu bankanna hefuh
landsbankinn að undanförnu leyst til sfn hlutabréf f
Samvinnubankanum.
j-/andsbankinn hefur leyst þessi bréf til sfn a 2,749-földu
nafnverbi og mibast kaupin vib 1. janúar 1990. petta felur f
sér að greiddir eru vextir a kaupverbid fra þeim tlma.
-m.nnlausn hlutabréfa er nú langt komin en vegna fjolda
ÓSKA FRA HLUTHÖFUM HEFUR VERIFJ AKVEDID AB LENGJiA FRESTINN
SEM  HLUTHAFAR HAFA TIL INNLAUSNAR.  FRESTURINN  RENNUR
OT  10. JÚLl N. K.
^—^LLUM HLUTHÖFUM HEFUR VERID SENT BRÉF SEM HEFUR AD
GEYMA TILBOD BANKANS. N A UBS Y N LEGT ER AB HAFA TILBOBS-
BRÉFIB  MEÐFERÐIS PEGAR GENGIÐ  ER  FRA  INNLAUSN.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
V
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56