Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1991, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1991. 33 Fólk í fréttum , - - - — ■ ■ Þorlákur Jónsson Þorlákur Jónsson verkfræðingur er í landsliöi íslands sem tryggði sér heimsmeistaratitilinn í bridge í Yokohama nú í morgun. Starfsferill Þorlákur fæddist í Kaupmanna- höfn 13.7.1956 en ólst upp í Reykja- vík til 1960 og síðan í Kópavogi. Hann lauk stúdentsprófi frá MK 1976, verkfræðiprófi frá HÍ1981 og MA-prófi frá University of Californ- iaíLos Angelesl984. Þorlákur starfaði í Bandaríkjun- um 1984-85. Hann kom síðan heim og starfaði fyrst hjá Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns en hóf síð- an störf hjá Almennu verkfræðistof- unni þar sem hann starfar enn. Þorlákur spilaði bridge með skóla- hði MK og tók um þær mundir þátt í Norðurlandamótum og Evrópu- mótum í yngri flokkum. Hann var landsliösmaður er íslendingar urðu Norðurlandameistarar 1988, varð ís- landsmeistari í sveitakeppni 1982 og 1989, í tvímenningskeppni 1986 og í parakeppni ásamt konu sinni 1988. Fjölskylda Kona Þorláks er Jacqui McGreal, f: 26.3.1957, ritari hjá Flugleiðum. Hún er fædd í San Francisco. Böm Þorláks og Jacqui era Gwen- dohn Nicole, f. 5.3.1982, Konráð James, f. 13.4.1984 og Daníel, f. 22.12. 1987. Systkini Þorláks eru Brynjólfur, f. 1954, bæklunarskurðlæknir við Borgarspítalann, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Dagnýju Guðnadóttur, og eiga þau þrjú böm; Þorgerður, f. 1957, framhaldsskólakennari, bú- sett í Gautaborg, gift Eiriari Stefáni Bjömssyni lækni og eiga þau þrjú börn; Guðrún Ragnheiður, f. 1960, skrifstofustjóri hjá Verdandi í Sví- þjóð, og er unnusti hennar Haraldur Ólafsson veðurfræðingur; Jón Erl- ingur, f. 1965, BA í heimspeki og starfsmaður við Siðfræðistofnun HÍ; Þuríður, f. 1967, í tónlistarnámi í Bologna á ítahu, gift Atla Ingólfs- synitónskáldi. Foreldrar Þorláks eru Jón Erling- ur Þorláksson, f. 27.10.1926, trygg- ingafræðingur í Kópavogi, og kona hans, Sigrún Brynjólfsdóttir, f. 2.6. 1928,fuhtrúiviðHÍ. Ætt Jón Erlingur er sonur Þorláks, hreppstjóra á Svalbarði í Þistilfirði, Stefánssonar, b. í Dal, Þórarinsson- ar. Móðir Þorláks var Guðrún Guð- munda Þorláksdóttir. Móðir-Jóns Erlings var Þuríður, systir Aðalbjargar, móðurömmu Steingríms J. Sigfússonar, fyrrv. ráðherra. Þuríður var dóttir Vil- hjálms, b. á Skálum og í Ytri-Brekk- um á Langanesi, Guðmundssonar. Móðir Þuríðar var Sigríður, systir Árna, langafa Björns Teitssonar, skólameistara á ísafirði, og Árna Harðarsonarsöngstjóra. Sigríður var dóttir Davíðs, b. á Heiði í Sauða- neshreppi, Jónssonar og Þuríðar, systur Jóns á Skútustöðum, langafa Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttar- dómara, Jónasar Jónssonar búnað- armálastjóra og Hjálmars Ragnars- sonar tónskálds. Þuríður var dóttir Árna, b. á Sveinsströnd í Mývatns- sveit, bróður Kristjönu, móður Jóns Sigurðssonar, alþingismanns á Gautlöndum, ættföður Gautlands- ættarinnar. Sigrún er dóttir Brynjólfs, kenn- ara að Ytra-Krossanesi við Akureyri Sigtryggssonar, b. að Hólkoti í Hörg- árdal, Sigurðssonar. Móðir Brynj- ólfs var Guðrún Emelía ljósmóðir, systir Sigríðar, langömmu Stefáns Baldursson þjóðleikhússtjóra. Guð- rún var dóttir Jóns, hreppstjóra að Laugalandi í Þelamörk, Einarsson- ar, hreppstjóra þar, Ólafssonar, bróður Jóns á Barká, langafa Magn- úsar ráðherra og Halldórs Þormars, sýslumanns frá Mel. Móðir Sigrúnar var Guðrún Rós- inkarsdóttir, b. í Kjarna í Eyjafirði, bróður Jakobs, afa Kristjáns Ragn- arssonar hjá LÍÚ. Rósinkar var son- ur Guðmundar, b. og hreppstjóra í Æðey í Djúpi, Rósinkarssonar, b. í Æðey, Árnasonar, umboðsmanns í Vatnsfirði, Jónssonar, sýslumanns í Reykjarfirði, Arnórssonar, bróður Sigríðar, móður Arnórs, prófasts i Vatnsfirði, langafa Hannibals Valdi- marssonar, en Arnór var einnig for- Þorlákur Jónsson. faðir Jóns Baldvinssonar alþingis- manns og og Auðar Auðuns, fyrrv. ráðherra. Móðir Guðmundar í Æðey var Elísabet Rósinkar Guð- mundsdóttir, b. og hreppstjóra í Arnardal í ísafjaröardjúpi, Bárðar- sonar, ættfóður Arnardalsættarinn- ar Illugasonar. Móðir Guðrúnar Rósinkarsdóttur var Septína Þor- gerður Sigurðardóttir, b. á Kjarna í Arnarneshreppi, Konráðssonar, b. í Grenivík, Jóhannessonar. Afrnæli Jón Þorsteinsson Jón Þorsteinsson söngvari, til heimilis í Amsterdam í Hollandi, er fertugurídag. Starfsferill Jón fæddist á Ólafsfirði og ólst þar upp. Hann gerðist félagi í Pólýfón- kómum í Reykjavík tvítugur að aldri. Jón hóf söngnám í Ósló 1974 hjá Marit Isene, einum virtasta söngkennara Norðmanna, og hélt síðan náminu áfram við Den Norske Musikhoghskole. Eftir þriggja ára dvöl í Ósló hélt Jón til Árósa og nam þar söng í þrj ú ár við Det Jyske Musikkonservatorium. Þaðan hélt hann til Modena á Ítalíu þar sem hann stundaði nám hjá hinum heimsfræga söngkennara, Maestro Arrigo Pola. Um tveggja ára skeið söng Jón, fyrstur íslendinga, í óperakór Wagner-tónlistarhátíðarinnar í Bayreuth í Þýskalandi. Hann flutti síðan til Hollands þar sem hann réðst til Ríkisóperunnar í Amster- dam en þar hefur hann sungið yfir fimmtíu hlutverk. Þá hefur hann sungið einsöng á óperusviði og með kóram í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann hefur iðu- lega komið fram með íslenskum kórum, með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og íslensku hljómsveitinni. Jón vann fyrstu verðlaun í kirkju- tónlistarkeppni Konunglega kirkju- tónlistarsambandsins í Hollandi og hefur á síðustu árum getið sér frægðarorð á meginlandi Evrópu fyrir snjalla túlkun á sígildri kirkju- tónlist og nútímatónlist. Fjölskylda Systkini Jóns era Bergþóra Þor- steinsdóttir, f. 20.9.1949, sérkennari, gift Jóhanni Runólfssyni banka- starfsmanni og er sonur hennar Þorsteinn Kristjánsson; Þorsteinn Jakob Þorsteinsson, f. 17.1.1953, skrifstofustjóri, kvæntur Sigríöi H. Þórðardóttur og eru synir þeirra Jón Steindór, Páll Arnar og Þórður Þorsteinssynir; Þyri Emma Þor- steinsdóttir, f. 6.8.1957, sölustjóri, gift Karli Geirssyni og er dóttir þeirra Arnhildur Lilly Karlsdóttir; Ragnhildur Fanney Þorsteinsdóttir, f. 14.3.1961, kennari; Kristín Þor- steinsdóttir, f. 20.8.1962, ritari, og er sambýlismaður hennar Pálmar Magnússon en dóttir þeirra er Hólmfríður Hulda Pálmarsdóttir; Arnheiður Sólveig Þorsteinsdóttir, f. 6.2.1965, afgreiðslustúlka. Foreldrar Jóns eru Þorsteinn Jónsson, f. 13.5.1928, forstjóri, og Hólmfríður Jakobsdóttir, f. 20.11. 1929, húsmóðir. Ætt Þorsteinn er sonur Jóns Steind- órs, járnsmiðs í Ólafsfirði, Frí- mannssonar, b. á Þverá í Ólafsfirði, Steinssonar, b. í Tungu í Stíflu, Jónssonar. Móðir Frímanns var Guðrún Sveinsdóttir, b. á Hring í Stíflu, Jónssonar. Móðir Sveins var Halldórá Steingrímsdóttir, b. í Hring, Jónssonar, b. í Tungu í Stíflu, Jónssonar, smiðs á Melum í Svarf- aðardal, Jónssonar, fóður Péturs, afa Baldvins Einarssonar og lang- afa Guðmundar, langafa Önnu, móður Matthíasar Johannessen skálds. Móðir Þorsteins er Emma Jóns- dóttir, járnsmiðs í Ólafsfirði, Þor- steinssonar, b. á Stóra-Brekku í Fljótum, Jónssonar, b. á Tjörn í Svarfaðardal, Sigurðssonar, b. á Sauðanesi, Pálssonar, bróður Gott- skálks, langafa Benedikts, fóður Jón Þorsteinsson. Bjarna forsætisráðherra. Móðir Jóns á Tjöm var Guðrún Guð- mundsdóttir, systir Stefáns, afa Stephans G. Stephanssonar. Hólmfríður er dóttir Jakobs bólstrarameistari Einarssonar á Finnastöðum á Látraströnd Þor- valdssonar. Móðir Hólmfríðar er Þórunn El- ísabet, leikkona Sveinsdóttir, verka- manns á Þingeyri, Akureyri og í Reykjavík, Bergssonar, sjómanns í Pálshúsum og Bergskoti, Pálssonar, sjómanns, Magnússonar. Móðir Bergs var Helga Bergsdótt- ir. Móðir Sveins Bergssonar var Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, b. á Efri-Mýrum í Refasveit, Jónssonar og Ingibjargar Skúladóttur. Móðir Þórunnar Elísabetar, móð- ur Hólmfríöar, var Ingibjörg Jóns- dóttir, b. í Skálmardal í Múlasveit, Jónssonar, b. á Litlanesi í Múla- sveit, Einarssonar. Móðir Ingibjargar var Björg Guð- mundsdóttir, b. á Kleifarstöðum í Gufudalssveit, Böðvarssonar. Til hamingju með afmælið 11. október Jón Sigurðsson, Lundi, Vahahreppi. Pétur Einarsson, 85 ára Engilbert Þorvaldsson, Heiðarvegi 57, Vestmannaeyjum. Vatnsstíg 11, Reykjavík. Guðbj ört Guðbj artsdóttir, Kleppsvegi 32, Reykjavík. 50ára Anna Salóme Ingólfsdóttir, Hofgerði 2, Vogum, Vatnsleysu- strönd. 75 ára Jón Páll Ingibergsson, Álfatúni 13, Kópavogi. Sigrún Oddsdóttlr, Nýjalandi, Garöi. HalldórGislason, Ráöhússtig8, Akureyri. Elin Þorvaldsdóttir, Valhúsabraut 15, Seltjamamesi. Birna Júlíusdóttir, Laugateigi42, Reykjavík. Arnaldur Árnason, Holtsbúð 97, Garðabæ. Helga Gunnarsdóttir, Brautarási 1, Reykjavík. 70 ára Jóhannes Þór Ellertsson, Þórðargötu 30, Borgarnesi. Björn Teitsson, ísafirði. Ingibjörg Antoníusdóttir, Borgarlandi 5, Djúpavogi. Guðni V. Björnsson, Heiðvangi 12,Hafnarfirði. Jón Ámundason, 40ára Hjallavegi 9, Flateyri. Friðrik Valdimarsson, Tunguvegi4, Njarðvíkum. ÁstþórGíslason, Birkihvammi 13, Kópavogi. Leifur Hauksson, Háteigsvegi 14, Reykjavik. 60ára örn B. Magnusson, Stóragerði 22, Reykjavík. GarðarMýrdal, Drápuhhð 5, Reykjavík. Guðbjörg Ósk Hauksdóttir, Áshamri 69, Vestmannaeyjum. Valgerður Gunnarsdóttir, Hofgörðum 3, Seltjarnamesi. Carlos Pallé Balboa, Fögrukinn 15, Hafnarfirði. Guðmundur Einarsson, Brekkugerði 32, Reykjavík. Steindór Árnason, Þinghólsbraut 31, Kópavogi. FjóIaEiðsdóttir, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Ásgrimur Gunnarsson, Einholti 10E, Akureyri. Guðfinna Eugenía Magnúsdóttir Guðfinna Eugenía Magnúsdóttir, nú vistmaöur á Hrafnistu í Hafnar- firði,ersjötugídag. Starfsferill Guðfinna fæddist í Ytri-Njarðvík og ólst þar upp og í Skeijafirðinum. Hún lauk gagnfræðaprófi og stund- aði síðan nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Auk húsmóðurstarf- anna hefur Guðfinna stundað skrif- stofustörf og hótelstjórn. Fjölskylda Guðfinna giftist 1.11.1948 Sigurði Normann Júlíussyni, f. 14.7.1918, hótelstjóra. Foreldrar hans voru Júlíus Sigurðsson, prentari á ísafirði, í Vestmannaeyjum og í Vík- ingsprent í Reykjavík, og Sigurbjörg Eiríksdóttir húsmóðir. Börn Guðfinnu og Sigurðar eru Magnea Áslaug Sigurðardóttir, f. 23.2.1947, starfskona á dagheimili, búsett í Hafnarfirði, gift Siguröi Bjarnasyni húsasmíðameistara og eiga þau þrjú börn; Erhng Jóhann Sigurðsson, f. 10.6.1948, viðgerðar- maður hjá Pfaff-umboðinu, búsettur í Reykjavík, kvæntur Þórunni Ein- arsdóttur kennara og eiga þau fimm börn; Sigurbjörg Siguröardóttir, f. 26.1.1950, búsett á Seltjarnarnesi, gift Kristni Hrauníjörð og eiga þau fiögur börn; Gunnar Þór Sigurðs- son, f. 15.10.1956, verslunarmaöur, búsettur í Hveragerði, kvæntur Kol- brúnu Þorgeirsdóttur og eiga þau saman tvö böm auk þess sem hún á eitt barn frá því áður. Foreldrar Guðfinnu: Júlíus Magn- ús Magnússon, f. 10.7.1896, og Þor- björg Sigurfinnsdóttir, f. 27.6.1881. Guðfinna mun taka á móti gestum á 5. hæð að Hrafnistu í Hafnarfirði, laugardaginn 12.10. milh klukkan 15.00 og 17.00. Guðfinna Eugenia Magnúsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.