Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992. Iþróttir Þarf Pétur að hætta? Pétur Guömundsson, körfu- knattíeiksmaður í liöi Tindastóls frá Sauðárkróki, er með brjósklos í baki og nokkrar líkur-eru á þvi að feriil þessa snjalla körfuknatt- leiksmanns sé á enda runninn. Ekki er ólíklegt aö Pétur þurfi að gangast undir uppskurð öðru sinni vegna þessa. Pétur fann fyrst fyrir brjó'sklos- inu þegar hann var á samningi hjá hinu þekkta liöi Los Angeles Lak- ers í NBA-deildinnL Þá varð hann að gangast undir uppskurð og bijósklosið gerði það að verkum að Pétur gat aldrei sýnt sitt rétta andlit hjá Lakers. „Það var svo um síðustu áramót að ég fór að finna fyrir þessu aftur og undir lok síð- asta keppnistímabils var ég alveg aö drepast. Ég er í meöferð sem stendur og uppskurður gæti oröið þrautalendingin. Ég sé ekki aö ég geti beitt mér 100% í körfuknatt- leiknum framar. Og ef þetta endar með uppskurði gæti farið svo aö ferillinn væri á enda. Gólfið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki er miög hart og það er heldur betur búið að fara illa með mig. Ég vona þó það besta en útíitið er aHs ekki bjart,1' sagði Pétur Guömundsson í samtali við DV 1 gær. Hann er í meðferð hjá lækni í Reykjavík og eftir eina til tvær vikur ættí aö vera Ijóst hvort Pétur þarf að fara í aðgerð eða ekki. -SK Friðrik þjálfar KR- inga næsta vetur - hættir hjá UMFN og skrifar undir hjá KR1 dag við þjálfun KR-liðsins af Birgi Guö- bjömssyni sem náöi ágætum árangri með liðið á síðasta keppnistímabili. Þaö vakti mikla athygh á sínum tíma er Friörik var ráðinn þjálfari hjá Njarðvík. Hann hafði ekki þjálfað áður og var rétt rúmlega tvitugur að aldri og hafði verið leikmaður með hðinu nokkur árin á undan. En ár- angurinn í þjálfarastarfmu lét ekki á sér standa og strax á fyrsta ári hans meö lið Njarðvíkinga varð hðið ís- landsmeistari. Á síðasta keppnis- tímabili misstu Njarðvíkingar af ís- landsmeistaratitlinum en Njarðvík- ingar urðu þá bikarmeistarar. Á þessu sést að Friðrik náði frábærum árangri með hð Njarðvíkinga og nú nýverið var hann ráðinn aðstoðar- landsliösþjálfari. Erfiður vetur framundan hjá KR í körfunni? Hætt er við að erfiður vetur bíði KR-inga. Eins og greint er frá í DV í gær er Páh Kolbeinsson genginn í Tindastól og nær öruggt er tahð að gamla brýnið Axel Nikulásson leiki ekki með liðinu næsta vetur. -SK Hinn ungi og efnilegi þjálf- inu og í dag skrifar hann undir hjá ari Njarðvíkinga síðustu úrvalsdeildarliði KR. Ekki er enn tvö árin, Friðrik Rúnars- vitað hver verður eftirmaður Frið- son, er á förum frá félag- riks hjá Njarðvík en Friðrik tekur Friðrik Rúnarsson „messar" yfir sínum mönnum í ieik með Njarðvíkingum í vetur. Friðrik hefur náð frábærum árangri með lið Njarðvíkinga síðustu tvö árin. Hvað hann gerir með lið KR kemur í Ijós næsta vetur. DV-myrd GS Einar Vilhjálmsson, lengst til hægri, ásamt þeim Sigurði Einarssyni og Sigurði Matthíassyni. Einar náði lágmarkinu - kastaði 83 m 1 Lissabon 1 gær Einar Vhhjálmsson spjótkastari náði ólympíulágmarkinu í gær á móti í Lissabon í Portúgal. Einar kastaðLlengst 83 metra á mótinu. Einar er fyrsti spjótkastarinn til að ná lágmarkinu en líklegt verður að teljast að þeir Sigurður Einarsson og Sigurður Matthíasson nái lág- markinu, 80 metrum, fljótiega. Einar kastaði þrívegis í gær yfir 80 metra, 83 metra slétta, 81,02 metra og 80,88 metra. Þegar hér var komið sögu var Einar orðinn þreyttur og kastaði 78 metra í íjórða kastinu. Einar fer í lyfjapróf í Portúgal í dag. ’ -SK Reykjavlkurmótið í hestaíþróttum: Sigurbjörn fékk átta gull af tíu mögulegum Sigurbjöm Bárðarson gefur ekk- ert eftir þegar hann er að keppa. Átta guh lágu á Reykjavíkurmeist- aramótinu í hestaíþróttum í Víði- dal um helgina. Hann hefur keppt í rúmlega tuttugu ár á hestamótum en heldur sama staðh og fyrr. Lhja Jónsdóttir fékk þrjú gull í barnaflokki, Edda Rún Ragnars- dóttir þrjú guh í unglingaflokki og Maríanna Gunnarsdóttir þrjú guh í ungmennaflokki. Upphaflega átti Reykjavíkur- meistaramót Fáks að vera um næstu helgi, en þar sem úrtaka fyr- ir hvítasunnukappreiðar Fáks verður 29. og 30. maí þóttu mótin vera of nálægt hvort öðru og því var dagsetningu breytt. Hvítasunnukappreiðamar verða veglegri en nokkurn tíma fyrr, meðal annars verður kynbóta- hrossasýning. Þátttakan náði ekki hámarki hjá Fáki. í flokki fuhorðinna vom flest- ir keppenda þekktir þungavigt- arknapar, 17 skráðir í tölt, 12 í fimmgang og 10 í gæðingaskeið og þar voru einungis tvær konur: Sig- ríður Benediktsdóttir og Franziska Laack, sem keppti sem gestur. Sig- ríður stóð karlmönnunum fylhlega á sporði, var í þriðja sæti í fjór- gangi á Árvakri og fjórða sæti í tölti. Stúlkum gekk nokkuð vel, th dæmis vom fjórar stúlkur í úrsht- um í tölti og fjórgangi í barnaflokki. Sigurbjöm Bárðarson sat þrjá hesta á leið sinni á toppinn. í hlýðni- keppni, hindrunarstökki og ólymp- ískri tvíkeppni fékk hann guh í öll- um þremur greinunum á Hæringi, í tölti, fjórgangi og íslenskri tvíkeppni fékk hann guh í öhum greinum á Oddi og í gæðingaskeiði og skeiðtví- keppni fékk hann guh á Höfða og silfur í fimmgangi. Þá fékk hann silf- ur á Snarfara í 150 metra skeiði. Þeir sem náðu að bera sigurorð af Sigurbimi eru: Sveinn Ragnarsson, sem sigraði í fimmgangi á Felix, og Alexander Hrafnkelsson sem sigraði í 150 metra skeiði á Tígh á 14,49 sek., sem er aldeihs frábær tími svo snemma árs. Edda Rún Ragnarsdóttir, Steinar Sigurbjömsson og Sigurður Vignir Matthíasson skiptu með sér guh- verðlaunum í unglingaflokki. Edda Rún sigraði í tölti á Örvari en hlýðni- keppni og fimmgangi á Sindra. Steinar Sigurbjömsson sigraði í fjór- gangi og íslenskri tvíkeppni á Hauki og Sigurður V. Matthíasson sigraði í hindmnarstökki á Greifa og einnig varð hann stigahæstur knapa. Lhja Jónsdóttir var sigursæl í bamaflokki á Geisla og fékk þrenn guhverðlaun, fyrir tölt, íslenska tví- keppni og fyrir aö vera stigahæsti knapinn. Ragnheiður Kristjánsdótt- ir sigraði í fjórgangi. í ungmennaflokki sigraöi Mar- íanna Gunnarsdóttir þrefalt á Kol- skegg: í tölti, fjórgangi og íslenskri tvíkeppni, en Gísh Geir Gylfason var stigahæsturknapa. -E.J. Sigurbjörn Bárðarson var sigursæll á Reykjavikurmeistaramótinu í hestaiþróttum. Hér situr hann Odd. DV-mynd E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.