Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1992, Blaðsíða 30
34 MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1992. Fólk í fréttum dv Loftur Jóhannesson Loftur Jóhannesson flugstjóri, bú- settur í Bretlandi, var í DV-fréttum í gær vegna blaöagreinar í þýska tímaritinu Spiegel um ólöglega vopnasölu Austur-Þjóðverja til CIA, bandarísku leyniþjónustunnar. Starfsferill Loftur er fæddur 23.12.1930 í ReyKjavík og ólst þar upp í vestur- bænum á Stýrimannastíg 5. Hann lauk gagnfræðaprófl, atvinnuflug- mannsprófi 1949 en blindflugsprófi og flugstjóraprófi hjá Air Service Training í Hamble á Englandi árið 1950. Loftur var flugmaður og flugstjóri frá 1954 á fjöldamörgum flugvéla- tegundum. M.a. B-17, Douglas DC-3, Douglas DC-6, Constellation og Brit- annia. Hann er nú hættur flugi og kominn á eftirlaun. Fjölskylda Loftur kvæntist 14.3.1953 Irmgard Toft, f. 14.4.1934, verslunarmanni og ballettkennara, en hún er dóttir Hartwig Toft, kaupmanns í Reykja- vík, og konu hans, Kristínar Toft húsmóður. Loftur og Irmgard skildu 1958. Seinni kona Lofts er Sophie Genevieve Dumas. Foreldrar henn- ar: George Dumas, lögfræðingur í Monein í Frakklandi, og Hougette Dumas húsmóðir. Dóttir Lofts og Sophie: Marina Mia, f. 10.9.1979. Bróðir Lofts er Bjami Markús, f. 5.12.1939, kona hans var Olivia Bla- keney, þau skildu. Foreldrar Lofts: Jóhannes Lofts- son, f. 1.8.1903, d. 6.2.1961, verslun- armaður í Reykjavik, og Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 18.9.1905, fyrrv. for- stöðumaður Ásgrímssafns, þau skildu. Seinni maður Bjamveigar var Snorri Sigfússon, f. 31.8.1884, d. 13.4.1978, námsstjóri. Ætt Jóhannes var sonur Lofts, skip- stjóra á Seltjamamesi Loftssonar, vinnumanns í Bollagörðum á Sel- tjarnarnesi Loftssonar. Móðir Lofts skipstjóra var Guðrún Einarsdóttir, útvb. í Bollagörðum, Hjörtssonar. Móðir Jóhannesar var Guðrún, systir Björns, fóður Kristins læknis, fóður Björns prófessors. Guðrún var dóttir Jóhannesar, b. á Hóli í Lundareykjadal, Jónssonar, b. í Deildartungu, bróður Vigdísar, ömmu Zóphaníasar, skipulagsstjóra ríkisins, foður Hjalta Nick, skrif- stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu. Jón var sonur Jóns, hreppstjóra og dbrm. í Deildartungu og ættfóður Deildartunguættarinnar, Þorvalds- sonar. Móðir Guðrúnar Jóhannes- dóttur var Kristín Björnsdóttir, b. á Möðruvöllum i Kjós, Kortssonar, þess sem Írafells-Móri var sendur, Þorvaldssonar. Bjamveig er dóttir Bjama, málara í Reykjavík, bróður Vilborgar, langömmu Sigurðar Sveinssonar handknattleiksmanns. Bjarni var einnig bróðir Rannveigar, langömmu Ómars Ragnarssonar Loftur Jóhannesson. fréttamanns. Bjarni var sonur Bjarna, b. í Þykkvabæ í Landbroti, Bjarnasonar, b. í Þykkvabæ, Jóns- sonar. Móðir Bjarna málara var Rannveig Jónsdóttir frá Fagurhlíð í Landbroti, Jónssonar. Móðir Bjarn- veigar var Guðlaug Hannesdóttir, b. í Skipum á Stokkseyri, Hannes- sonar og Sigurbjargar Gísladóttur. Afmæli Bergur Sigurbjömsson Bergur Sigurbjömsson, fyrrv. al- þingismaöur og fyrrv. fram- kvæmdastjóri Framkvæmdastofn- unar ríkisins, til heimihs að Selási 17, Egilsstöðum, er sjötíu og funm áraídag. Starfsferill Bergur fæddist í Heiðarhöfn í Sauðaneshreppi í Norffur-Þingeyj- arsýslu og ólst þar upp og viðar í sveitinni. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1939, prófi í viðskiptafræði viö HÍ1943 og framhaldsnámi við Stockholms högskola 1946-48. Bergur var skrifstofumaður hjá Landsbanka íslands 1941 og hjá 01- íuverslun íslands hf. 1942-46, stund- aði hagfræðistörf hjá Fjárhagsráði 1948-54, var stærðfræðikennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1954-56, stundaði hagfræðistörf á eigin veg- um 1956-61 og vann þá m.a. fyrir Stéttarsamband bænda og tvær stjómskipaðar rannsóknarnefndir, var starfsmaður Útvegsbanka ís- lands í Reykjavík 1961-65, fram- kvæmdastjóri Kjararannsóknar- nefndar 1965-68, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi 1968-71 og 1975-82 og framkvæmdastjóri Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1972-74. Bergur var landskjörinn alþingis- maður 1953-56 og varaþingmaður Reykvíkinga 1964-65. Hann var varaformaður Þjóðvamarflokks ís- lands 1953-61 og ritari hans eftir það. Hann var kosinn á Alþingi 1956 í rannsóknamefnd milhliðagróða og skipaður 1971 í nefnd til að semja framvarp um Framkvæmdastofnun ríkisins. Þá var hann kosinn í stjóm Viðlagasjóðs 1973. Hann var ritstjóri Kosningablaðs Mýramanna 1951 og af og til ritstjóri og meðritstjóri Frjálsrar þjóðar 1952-68. Fjölskylda Bergur kvæntist3.6.1944 Hjördísi Pétursdóttur, f. 16.10.1919, d. 1.8. 1971, stúdent og húsmóður. Hún var dóttir Péturs Þórhalls Júlíusar Gunnarssonar, stórkaupmanns og endurskoðanda í Reykjavík, og konu hans, Svanfríðar Hjartardótt- ur húsmóður. Börn Bergs og HjÖrdísar eru Hjör- dís Guðný, f. 13.7.1945, listmálari og myndlistarkennari á Blönduósi, og á hún þrj ú börn; Fríða, f. 12.2. 1948, deildarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands í Reykjavik og á hún þrjú böm; Björn, f. 7.7.1949, kenn- ari við MH, kvæntur Gerði Kristins- dóttur, starfsmanni hjá DAS, og eiga þau eina dóttur; Þórunn Guölaug, f. 17.7.1957, sjúkraliði í Kópavogi, gift Jóhanni Þorsteinssyni bifvéla- virkja og eiga þau íjögur böm. Bergur kvæntist 26.12.1979 seinni konu sinni, Jóhönnu Arnljótu Ey- steinsdóttur, f. 12.2.1950, bókasafns- fræðingi og húsmóður. Hún er dótt- ir Eysteins Bjamasonar, kaup- manns og bæjarráðsmanns á Sauð- árkróki, og konu hans, Margrétar Hemmert tannsmiðs. Böm Bergs og Amljótar era Arn- Ijótur Bjarki, f. 17.9.1977, og Sigrún Dóra, f. 28.7.1981. Systkini Bergs: Líney, f. 1919, d. Bergur Sigurbjörnsson. 1959, hjúkrunarkona í Reykjavík; Hallur, f. 1921, fyrrv. skattstjóri á Akureyri, kvæntur Aðalheiði Gunnarsdóttur; Marinó, f. 1923, deildarstjóri Kaupfélags Héraðsbúa, búsettur á Reyðarfirði, kvæntur Margréti Einarsdóttur. Foreldrar Bergs vora Sigurbjörn Ólason, f. 30.4.1888, d. 15.2.1964, b. í Staðarseli í Sauðaneshreppi, og kona hans, Guðný Soffia Hallsdótt- ir, f. 25.8.1896, d. 24.8.1925, hús- freyja. Ætt Sigurbjöm var sonur Óla Jóhann- esar, b. og söðlasmiðs í Heiðarhöfn á Langanesi, Jónssonar, og Þórann- ar Gunnarsdóttur húsfreyju. Guðný Soffía var dóttir Halls Guð- mundssonar, b. á Hóh og síðar í Heiðarhöfn, Guðmundssonar, og Kristbjargar Jónsdóttur húsfreyju. Bergur veröur að heiman á afmæl- isdaginn. Magnhildur Guðlaug Stefánsdóttir Magnhildur Guðlaug Stefánsdóttir húsmóðir, Fjóluhvammi 11, Fellabæ, Norður-Múlasýslu, er átta- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Magnhildur fæddist að Sleðbijót í Hhðarhreppi í Norður-Múlasýslu og ólst þar upp. Hún lauk hefðbundnu forskólanámi og stundaði verknám einn vetur á Seyðisfirði og annan vetur á Sauðárkróki. Eftir að Magnhildur giftist bjuggu þau hjónin eitt ár að Hnitbjörgum í Hhð og síðan í fimmtíu og fjögur ár í Grófarseh í sömu sveit. Magnhildur tók ætíð virkan þátt í félagsstörfum sinnar sveitar. Hún var formaður Sleðbrjótssafnaðar og sat löngum í sfjómum ýmissa framfarafélaga sveitarinnar. Þá tók hún lengi þátt í störfum Austfirskra kvenna. Fjölskylda Magnhhdur giftist 27.5.1928 Birni Kristjánssyni, f. 17.10.1903, ættuö- um frá Svínámesi við Eyjafjörð, lengst af b. og smiður að Grófarseh. Foreldrar Björns voru Kristján Gíslason, b. á Hnitbjörgum og víðar, og Petra Bjömsdóttir húsfreyja. Börn Magnhhdar og Bjöms: Stef- anía Björg Bjömsdóttir, búsett í Hafnarfirði; Petra F. Bjömsdóttir, búsett á Egilsstöðum; Elva Björns- dóttir, búsett á Stangarási á Vöhum; Jónína A. Bjömsdóttir, búsett á Sól- brekku í Fellahreppi; Bára A. Bjömsdóttir, búsett á Seyöisfirði; Kristján H. Bjömsson, búsettur í Fehabæ; Gylfi S. Bjömsson, búsett- uraðHofiíFellum. Foreldrar Magnhhdar voru Stefán Magnhildur Guðlaug Stefánsdóttir. Sigurðsson, hreppstjóri í Sleðbijót, og Björg Sigmundsdóttir frá Gunn- hhdargerði. Magnhildur er að heiman á af- mæhsdaginn. Til hamingju með afmælið 20. maí Hreinn Magnússon, Lpgáfpld: I7G, Reykjavik. ;; Eiríkur Ingvarsson, 90 ára Gróa Hertervig, Dalbraut 27, Reykjavík. Maria Jóhannsdóttir, Hrafnístu v/Kleppsveg, Reykjavík. 85 ára Lilja Ö. Thoroddsen, Háaleitisbraut 26, Reykjavfk. Karl Björnsson, Ytri-Stóruborg, Þverárhreppi. 70 ára Guðný E. Egilsdóttir, Selvogsgötu 5, Hafharfírði. Kristinn S. Jósefsson, Veghúsum 31, Reykjavík. Geir Isleifur Geirsson, Selbraut 17, Seltjamamesi. 60 ára Kristbjörg Ólafsdóttir, Jöldugróf 22, Reykjavík. ; Eigininaöur hertnar er Sig- valdi Hjartarson. Þau taka á móti gestum á heimill sínu; laugardag- inn23. maíkl.20. Eyjólfur Pálsson, Strembugötu 20, Vestmannaeyjura. Ólafía Hutda Sigurðardóttir, Engihlíð 22, Ólafsvík. Stella Stefánsdóttir, Seljavegi 7, Reykjavfk. Bárugötu 15, Ágúst Karel Bjarmalandi Reykjavík. Kona hans Guðríður mundsdóttir fóstra. í tilefni afm; ins veröur hú$ hjá 1 hjónum í i fellowsalnum í Vonarstræti 10 á afmæl- isdaginn kl. 17-19. 50 ára Einar Kjartansson, Álfhólsvegi 89, Kópavogi. Herjolf Skogtand, Hraunbæ 18, Reykjavik. Sigrún Stefánsdóttir, Veghúsastíg 9, Reykjavfk. Guðmundur Agnarsson, Hliðarvegi 36, Isafiröi. Ásta Kristjana Ragnarsdóttir, Þórólfsgötu 21, Borgamesi. 40 ára Tryggvi Þór Tryggvason, Efstahjaila 5, Kópavogi. Kristján Birgisson, Heiðartúni 4, Vestmannaej’jum. Guðrún Jóhannesdóttir, Sandholti 44, Ólafsvík. Sigurður Jóhannes ögmundsson, Sunnubraut 24, Garði. Stefán Öndólfur Kristjánsson Stefán Öndólfur Kristjánsson bif- vélavirki, Melteigi 16, Keflavík, er fimmtugurídag. Starfsferill Stefán fæddist í Norðurhhð í Að- aldal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst upp í Aðaldal. Hann hefur starfað hjá Olíufélaginu hf. á Keflavíkur- flugvelli í tuttugu og sex ár. Stefán er félagi í Lionsklúbbi Keflavíkur og í framsóknarfélagi Keflavíkur. Fjölskylda Stefán kvæntist 10.10.1964 Oddnýju J.B. Mattadóttur, f. 10.1. 1945, verslunarkonu. Hún er dóttir Matta Ó. Ásbjömssonar og Torf- hhdar Guðbrandsdóttur frá Ólafs- vík. Börn Stefáns og Oddnýjar eru drengur, f. andvana 10.11.1963; Guð- brandur J. Stefánsson, f. 7.1.1965, nemi viö íþróttaskólann á Laugar- vatni, kvæntur Lindu B. Jósepsdótt- ur og eiga þau tvö böm; Matti Ó. Stefánsson, f. 21.6.1966, sjúkranudd- ari og er unnusta hans Unnur Magnúsdóttir og eiga þau eina dótt- Stefán Öndólfur Kristjánsson. ur; Friðrika K. Stefánsdóttir, f. 5.6. 1971, er að ljúka stúdentsprófi, bú- sett í foreldrahúsum. Systkini Stefáns: ÞórveigKrist- jánsdóttir, Ásbjörn H. Kristjánsson, Eydis Kristjánsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Jakob Kristjánsson og Agnar Kristjánsson. Foreldrar Stefáns: Kristján Jónat- ansson, f. 6.12.1891, d. 16.3.1964, og Friðrika Stefánsdóttir, f. 18.4.1908, húsfreyja. Stefán er að heiman á afmæhsdag- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.