Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 27
39 FIMMTUDAGUR 25. MARS1993 Menning Á þessari mynd má sjá nokkra skólanemendur fá leiðsögn um sýning- una íslenskt landslag. DV-mynd GVA Ósjálfráð sýning Eins og allir vita er landslagsmálverkið langfyrirferðarmesta framlag myndlistarmanna til íslenskrar menningar. Þær stofnanir, sem hér hefur verið komið upp í kringum myndhst, einkum Lástasafn íslands og Lista- safn Reykjavikurborgar, eru fyrst og fremst varðveislustofnanir fyrir landslagsmálverk sem eru aöalstolt þeirra og í reynd bæði sverð og skjöld- ur í allri starfsemi þeirra. Hvað Myndlist Hannes Lárusson snertir aðferðir og hugmyndafræði eru verk þessara „gömlu meist- ara“ innan íslenskrar myndlistar- sögu afsprengi 19. aldarinnar með 20. aldar ívafi. Það er því ekki að undra að þær stofnanir, sem varð- veita þessi verk, séu í grundvallaratriðum byggðar upp og reknar með síð-19. aldar- eða aldamótasniði og að umgjörð og framsetning sýningar- innar á Kjarvalsstöðum sé 100 ára tímaskekkja. Þetta breytir því þó ekki að hér skjóta upp kolhnum mörg síung lykhverk íslenskrar 20. aldar myndlistarsögu. Landslag sýningarinnar Það er verðugt umhugsunarefni hvemig svona sýning er sett saman. Fyrst era mörkuð hentug timamörk en tímabilið 1900-1945 spannar hvorki meira né minna en helminginn af samfelldri myndhstarsögu ís- lendinga. Síðan er farið á stúfana og safnað saman verkum sem hafa verið gerð á tímabilinu og þau flokkuð niður eftir höfundum og ártölum. Þá era öh skilrúmin í húsinu dregin fram th að sem flestum verkum megi koma inn í húsið. Og eins og ósjálfrátt er útkoman þannig orðin eitt stórt landslagsmálverk sett saman af aðstandendum sýningarinnar og munar minnstu aö verkin nái alveg saman og Kjarvalsstaðir hafi loks náð því takmarki að verða betrekktir með hraun- og fjallaveggfóðri. Sýn- ingargesturinn á því aö geta sparað sér bíltúrinn út í íslenska náttúru og um leið fengið sér kaffiboha í kaffihorninu þar sem gamla jólakakan hans Kjarvals er í glerskápnum ásamt pahettunni hans sem reyndar er sjálf á yfirboröinu eins og storkið hraun. Það er vert að vara gesti við því að missa sjónar á bömum sínum á sýningunni því erfitt getur verið að finna þau aftur inni í völundarhúsi skhrúmanna og ef gestirnir skyldu kaha á bömin þá er eins víst að svo bergmáh í betrekkinu að undir taki í fjallasal. Að fela en ekki sýna Þegar um jafnríka og þaulsýnda hefð er að ræða og landslagsmálverkið íslenska á fyrri hluta aldarinnar mætti búast við að óþrjótandi möguleik- ar á nýjum túlkunum og efnistökum væru nýttir. En vai verkanna á sýningunni, hönnun sýningarskrár og inngangur í henni eftir Kristínu G. Guðnadóttur staðfestir þvert á móti fullkomna sjálfheldu gagnvart viðfangsefninu þar sem hinar troðnu vilhgötur era gjaman famar. Eftir- farandi thvitnun er dæmigerð fyrir stíl og efnistök inngangsins: „Nafn Kjarvals er órofa tengt Þingvöhum...“ „Auk þess að yrkja í hraunið gekk innlifun Kjarvals í náttúruna enn lengra og hann gaf sig á vald draumum, innblásinn af fegurð íslenskrar náttúru og þeim verum sem hana byggja." Hvergi er gerð thraun th að spá í eða greina félagslegt eðh hefðarinn- ar; t.d. með thhti th sambands hstamannanna og myndefnis þeirra við kaupendur verka þeirra. Ekki er gerð sannfærandi né alvarleg grein fyr- ir tengslum þessara verka við nítjándu aldar hsthugsun, s.s. rómantík, nýklassík, impressionisma og symbóhsma. Og þess vegna er ekki heldur við því að búast að talað sé um hti og htaskynjun sem er einn helsti kjam- inn í impressionismanum og þeim viðhorfum sem af honum leiddu og endurspeglast t.d. á thþrifamikinn hátt í sumum verkum Jóns Stefánsson- ar. Þessi dularfuhi fjallsrass, sem er á nær hverri mynd, virðist engar áleitnar spurningar vekja í hugum aðstandenda sýningarinnar. í texta sýningarskrárinnar örlar vart á innsýn í einstök verk, listamenn né hefð- ina í hehd. Enda undirstrikar uppsetning sýningarinnar að hér er ekki verið að sýna og varpa ljósi á uppruna eða kjarna íslenskrar landslags- hefðar og þ.a.l. íslenskrar nútímamyndhstar heldur verður sýningin frem- ur th að fela og skyggja á hann. í lok inngangsins í skránni er sagt um listamennina að þeir hafi.kveðið hver með sínu lagi óðinn th lands- ins.“ Og þrátt fyrir aht má heyra óminn af þessum óði á sýningunni en sýningin í hehd bergmálar en hljómar ekki saman. Framtakið er hins vegar óður th kerfis og stofnunar sem gín yfir hefð sem það virðist ekki lengur hafa raunverulegan áhuga eða getu th að túlka. Þegar hálf mynd- hstarsagan á íslandi hggur undir eins og hér á þá ekki að vera sjáifsögð krafa að leitað sé th hæfustu maima, innlendra sem erlendra, th að vinna verkið? Sýningin stendur út aprh og er fuh ástæða th að hvetja unnend- ur íslensks landslags th aö fara í bhtúr út í sjálfa náttúruna um næstu helgi. Norræna kvikmyndahátíðin - Háskólabíó: II Capitano: ★ Líf til Iftils Kvikmyndir í bíó í dag gerast vart leiðinlegri en þessi thgerðarlega sænska vegamynd. Hún er byggð á sönnum atburði, harmleik er reið yfir þjóðina fyrir rúmum íjóram árum þegar frnnskt flökkupar myrti heha fjölskyldu í thgangsleysi. Morðmáhð fékk ítarlega umfjöhun í blöðum á þeim tíma og var aht sem hægt var að vita um parið dregið fram á síður slúðurblaðanna meðan vikulangur flótti þess stóð yfir. Mennirnir á bak við þessa mynd, leik- stjórinn Jan TroeU og handritshöfundurinn Per Olov Enquist, hafa vhjað segja frá persónunum á bak við glæpamennina en sú hhð á málinu hefur eflaust orðið útundan í slúðurblöðunum. Máhð er bara að sagan sem þeir hafa smíðað í kring- inn atburðina er óstjórnlega leiðinleg. Myndin fylgist með parinu í nokkum tíma á undan voðaverkinu. Hún fjaUar meira um karlmanninn, Juha, og nokkur aftur- hvörf úr hans eflaust nöturlegri æsku eiga að sýna að hann hefur verið gaUagripur ansi lengi. Þegar hann hittir Maritu verður úr einkennhegt samband. Hún lætur algerlega stjómast af Juha og leið þeirra hggur th hinna Norðurlandanna í leit að áhyggjihausu lífi. Frásögn Troeh og Enquist er með eindæmum óspennandi og félagskapur persónanna tveggja verður Norræna kvikmyndahátíðin - Stóri feiti pabbi minn: Stóri feiti pabbi minn Sænska myndin Stóri feiti pabbi minn er rýr sál- fræðikönnun á samböndum innan þriggja manna fjöl- skyldu og þá sérstaklega milh sonarins, sem er 11 ára, og fóður hans. Stráksi dýrkar pabba og í fyrstu virðist fjölskyldan vera einstaklega samhent en svo kemur í ljós að pabbi er í raun drykkfeUdur draumóramaður og ekki viö eina fjölina feUdur í kvennamálum. Ástand hans versnar með degi hverjum en stráksi neitar að horfast í augu við raunveraleikann og hefur líka snú- ist gegn mömmu sinni, sem hefur þegjandi þolað þetta ástand áram saman. Það er ekki hægt að gera sálfræðidrama nema aö kafa ofan í sálarlíf persónanna og draga út einhverjar orsakir hegðunar þeirra. Stóri feiti pabbi minn forðast það eins og heitan eldinn. Þaö tekur myndina óratíma að setja upp sögusviðið en það eina sem hún gerir er að rissa upp mynd af óviðunandi ástandi og sýna hvemig sonurinn áttar sig smám saman á því. Þegar ástandið er loks farið að ná suðupunkti er eins og hendi sé veifað og vandamáhn á bak og burt. Hvort höfundamir hafa ætlað ofurgleðhegum endinum að vera kaldhæðinn eða ekki er óljóst. Hann hlýtur að vera það, því ef ekki þá era höfundarnir gjörsamlega úti á þekju. Vandamál af þeirri stærðargráðu sem þessi fjölskylda ghmir viö gufa ekki upp af sjálfu sér eins og þau gera í endann á myndinni. í báðum tilfehum er meining sögunnar óljós og sá tími sem hefur farið 1 hana til hths. Gæðaleikhópur, fahegar sveitamyndir og glefsur af góðum húmor inn á mihi bjarga þó því sem bjargað verður. Svidsljós Nýtt hús og nýir búningar Útibú íslandsbanka á Selfossi opnaði nýja afgreiðslu í nýju húsi við Austurveg hér í bæ fyrir skömmu. Starfsfólk bankans bauð viðskiptavinum upp á veglega innflutningsköku og rjúkandi kaffi í tilefnl dagsins en jafnframt notaði bankafólkið tækífærið og vígði nýja starfsmannabúninga. DV-mynd Kristján Sonurinn dýrkar föður sinn í Stóri feiti pabbi minn. Kvikmyndir Gísli Einarsson STÓRI FEITI PABBI MINN (MIN STORE TJOCKE FAR) (sænsk- 1992) 102 min. Handrlt: Magnus Nilsson, Kjell-Áke Anderson. Leikstjórn: Anderson. Leikarar: Nick Björling, Rolf Lassgárd, Anne Petren, Yvonne Schaloske, Krister Hendrikson, Lena Strömdahl. nánast óþolandi leiðinlegur um leið. Troeh teygir lop- ann óþarflega og notar furðulega mikið af khsjum, bæði myndrænum og í sögunni. Hann fómar atburða- rásinni fyrir persónuskoðun en hún er svo hroðvirkn- islega unnin að áhorfandinn fær enga innsýn í hugar- heim persónanna. Sú htla sálfræði sem er í gangi er vægast sagt einfold og byggist meira á fordómum en nokkra öðra. Síðustu mistök Troell og Enquist era að segja ekki frá því hvernig máhnu lyktaði og enda Kvikcnyndir Gísli Einarsson myndina í lausu lofti. Eina góöa hugmyndin sem þeir fá er að sýna ekki morðin, heldur setja þau á svið eftir á í íþróttasal með leikhóp frá lögreglunni og Juha sem leikstjóra. II Capitano (Sænsk - 1992) 110 min. Handrit: Per Oiav Enquist. Leikstjórn: Jan Troell. Leikarar: Antti Relni, Maria Heiskanen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.