Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1993, Blaðsíða 16
lö MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 Menriing Sjálfsmynd eftir Louisu Mafthiasdóttur frá árinu 1989. Ópersónu- leg heimþrá - Louisa Matthíasdóttir á Kjarvalsstöðum Margir þeirra listamanna sem mála landslag og liti bernsku sinnar á gamals aldri eru nefndir naívistar til aðgreiningar frá þeim sem numiö hafa listina og fjarlægst þar með myndflötinn; sálarlíf þeirra og myndin á fletinum eru ekki lengur eitt og hið sama. Louisa Matthíasdóttir, Usta- kona í New York, málar enn íslenskt landslag bernsku sinnar þótt hún hafi nú búið á Manhattaneyju í fjóra áratugi. En Louisa nam á sínum tíma þá list að slíta sig frá segul- ________________________________ sviði myndflatarins og getur því ekki talist til naívista þó svo að heimþráin og dýrðarljómi bernsk- unnar eigi sér ekki síður athvarf í myndum hennar. Sá dýrðarljómi ______________________________________ er þó þess eðlis að formrænar for- sendur og einfóldun í litameðferð verða brátt aðalatriði á kostnað ævin- týra og galsa. Formfræðin verður enn fyrirferðarmeiri þegar listakonan situr inni við og lítur í spegil eða raðar upp úr innkaupakörfunni á dúk- að borð. Myndlist Ólafur Engilbertsson Átakalaust landslag Á þeirri yfirhtssýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, sem nú hefur verið sett upp á Kjarvalsstöðum, gefur að líta sýnishorn frá rúmlega fimm- tíu ára ferli listakonunnar. Flest verkin eru frá síðustu árum og má merkja af þeim að Louisa er stöðugt að þróa og víkka út formraenar undir- stöður listar sinnar. Þetta birtist vel í nokkrum Reykjavíkurmyndum frá árinu 1989 og mynd af Reykjavíkurhöfn frá 1991.1 þeim myndum vinna einföld form og sterkir, markvissir litir vel saman í átakalausri og léttleik- andi myndbyggingu. Þessi verk, líkt og önnur landslagsverk Louisu frá síðustu tveimur áratugum, einkennast af myndsýn á mörkum ab- straktgeómetríu og hefðbundins raunsæis. Það er þetta einstigi sem Lou- isa hefur fetað síðustu árin, þar sem jafnframt togast á hið persónulega líf og ópersónuleg fjarlægð frá viðfangsefninu. Eldri pensilskrift, yngra kæruleysi Elsta verkið, „Drengur að leik“, er frá 1939. Þegar verkið er skoðað er skiljanlegt það sem Louisa hefur sagt að hún hafi sjálf vart getað þekkt í sundur eigin verk og vinkonunnar Nínu Tryggvadóttur frá þessum tíma. Þaö er athyglivert að Louisa virðist á næstu tveimur áratugum hafa hneigst frá þeirri einfóldun myndmáls sem þama sést. í upphafi sjöunda áratugarins málaði hún sjálfsmyndir, uppstillingár og myndir af Temmu dóttur sinni, sem hafa mun innilegra yfirbragð en seinni tíma myndir listakonunnar. Þessar myndir era í eðli sínu meiri teikningar en hinar tæra og sterkmáluðu seinni tíma myndir og blær þeirra er mun persónu- legri. Þjálfuð pensilskriftin gerir það jafnframt aö verkum að bygging þessara eldri mynda virkar hnitmiðaðri. Þar er ekki gefið færi á allt að því klunnalegum samsetningi á borð við „Hestur í landslagi" frá 1989 og „Sjálfsmynd“ frá þessu ári. Svo einfaldar myndir að allri byggingu mega ekki við því að fariö sé út af sporinu eitt andartak. Louisa Matthíasdóttir lætur hins vegar skeika að sköpuðu og fer viljandi ítrekað út af sporinu í uppbyggingu margra verka sinna þannig að þau virðast sum hver ekki fullunnin. Það er ef til vill í þeim afslappaða kæruleysisanda sem leyndar- dómurinn á bak við slagkraft verka hennar liggur. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! Fréttir Guðrún Hjörleifsdóttir spákona: Geimverurnar sýndu mér auðn- ina á íslandi - landið nær sér á strik 1996 Geimverunum finnst við fara illa með jörðina, segir Guðrún Hjörleifsdóttir spákona og miðiil. „í mínum huga er enginn efi. Ég held að mjög merkilegt fyrirbrigði gerist á Snæfellsjökli. Eg held að all- ir muni sjá verurnar og geti tekið myndir. Ég er fullviss um að það er að myndast tenging núna,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir spákona sem féllst á að miðla lesendum blaðsins af reynslu sinni af geimverum. Guð- rún heldur fyrirlestur ásamt fleiri íslendingum um geimverur í Há- skólabíói á laugardaginn. Ráðstefnan þar stendur frá kl. 10-16.30. „Samband mitt við verurnar úti i geimi er í gegn um drauma og skynj- anir. Ég hef séð geimverur nokkrum sinnum og mér hefur verið boðið upp í geimskip. Mennirnir úr geimnum hafa aukið komur sínar síðastliðin þrjú ár. Þetta eru mjög virðulegir, gráklæddir, frekar hávaxnir menn sem ég skynja eins og vísinda- menn,“ segir Guðrún en hún segir verumar vera vinveittar og að þær hafi komið hingað í því skyni að veita upplýsingar. „Það var flogið með mig í geimfari yfir ísland og mennimir sýndu mér hversu mikil auðn væri orðin á land- inu. Einnig létu þeir mig skynja efna- hagsástandið í landinu og mér skild- ist að ísland myndi ekki ná sér upp úr efnahagslægðinni fyrr en árið 1996,“ segir Guðrún. Fimm ára áætlun Guðrún §agði í samtali vdð DV að tvær verur utan úr geimnum hefðu komið til sín fyrir tveimur mánuð- um. „Þær tóku mig með sér og mér fannst eins og þær opnuðu höfuð mitt, rannsökuðu það og lokuðu síð- an aftur. Mennirnir sögðu aö fram undan væri fimm ára áætlun. Ég tel að á næstu fimm árum standi til meiri samskipti og meðvdtund um það sem er að gerast úti í geimnum. Geimveranum finnst við fara mjög illa með jörðina, bæði hvað varðar umhverfi og andrúmsloft. Þær vilja leiðbeina okkur. Auk þess koma þær einnig hingað til þess að fá orku. Þær segja að hér sé ómæld orka. Ég datt óvart inn í þessi mál en geimverum- ar hafa áreiðanlega stjórnaö því,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir sem heldur fyrirlestur um geimverar í Háskólabíói á laugardag. -em Grasvöllur á Hellissandi Starfsmenn Neshrepps Ijúka við að þökuleggja nýja iþróttavöllinn á Hellis- sandi. Margir hafa lagt hönd á plóginn og unnið við hann í sjálfboðavinnu. DV-mynd Ægir Ægir Þórðaison, DV, Hellissandi: Fyrir ári var hafist handa vdð nýjan íþróttavöll á Hellissandi. Hann er við hliðina á gamla malarvellinum, í hraunjaðrinum fyrir ofan þorpið. Neshreppur utan Ennis stendur að framkvæmdinni í samvinnu við Ung- mennafélagið Reyni. í vor og sumar hefur vdnna verið í fullum gangi og 11. ágúst var lokið við aö þökuleggja völlinn. Settar voru þökur á u.þ.b. 8000 m2 svæði og voru þær lagðar af starfsmönnum Neshrepps ásamt sjálfboðaliðum úr Reyni. Þökurnar voru teknar í landi Gufuskála og Kjalvegs. Það eru ýmis félög og félagasamtök sem leggja til íjármagn og vdnnu til verksins, þ.á m. Lionsklúbbur Nes- þinga sem færði Reyni 300.000 krón- ur til uppbyggingar grasvallarins en Neshreppur mun ljármagna verkið að mestu leyti. Næsta sumar er áætl- að að útbúa aðstöðu fyrir fijálsar íþróttir auk þess að laga áhorfenda- svæðið. Nýi grasvöllurinn verður vígður á næsta ári en þá verður Umf. Reynir 60 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.