Alþýðublaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.11.1968, Blaðsíða 7
1- nóvember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 MINNÍNG: SIGURÐUR ÞORÐARSON, tónskáld Sigurður Þórðarson vann tvenns konar ævistarf, og hefði hvort um sig nægt til þess, að hans verður ávallt minnzt á ís- landi sem eins af ágætustu son- um þjóðarinnar á þessari öld. Annars vegar varð hann fyrstur manna skrifstofustjóri nýstofn- aðs Ríkisútvarps og gegndi því starfi hátt á fjórða áratug, af stakri kostgæfni og samvizku- semi. Var hann hvers manns hugljúfi í því starfi, viðskipta- manna, samstarfsmanna, yfirboð- ara. Hin vegar var hann tón- listarmaður, — bæði tónskáld og söngstjóri. Hæfileikar hans á því sviði voru frá upphafi ótvíræðir, og þegar. hann fékk aðstöðu til þess að afla sér víð- tækrar tónlis'tarmenntunar, varð hann rnikiil listamaður. Allir ís- lendingar þekkja.tónverk Sigurð- ar Þórðarsonar, og þeir eru ó- taldir, sem netið hafa söngs Karlakórs Reykjavíkur undir öruggri stjórn hans, bæði heima og erlendis. Líldega hafa engir kynnt íslenzka tónmennt víðar erlendis en Sigurður Þórðarson og Karlakór Reykjavíkur. Sigurður Þórðarson var óvenjtt legur um margt. Hann var sann- ur listamaður. En jafnframt var hann maður liófsamur og miidur, maður jafnvægis í orði og at- höfn. Hann var mikill starfsmað- RúSuþurrkU' méterar 6V—12V.-24V- Einnig fyrir: Volkswagen Mercedes-Benz VarahSota- verzíyn JÓHANN ÓLAFSSON & CO. Brautarhoiti 2. Sími 44984-í ur og stjórnandi. En jafnframt var hann ljúfmenni, hann var maður góðvildar og hlýju. íslendingar munu ávallt minn- ast Sigurðar Þórðarsonar fyrir list hans og starf. Gylfi Þ. Gíslason Sigurður Þórðarson tónskáld, fyrrv. skrifstofustjórj Ríkisút- varpsins andaðist sunnudag- inn fyrstan í vetri 73 ára að aldri. Þar féll í valinn einn þeirra manna ,sem drýgstan þátt hafa átt í vexti og við- gangi útvarpsins frá upphafj þeirrar stofnunar. Sjgurður Þórðarson var bor inn og barnfæddur Vestfirðing ur. Foreidrar hans voru séra Þórður Ólafsson prestur og pró fastur að Söndum í Dýrafirði og kona hans, María ísaksdótt ir. Sigurður stundaði fyrst nám hjá séra Sfgtryggi á Núpi, en síðar í Verzlunarskólanum og snemma hneigðist hugur hans að tónlist. og stundaði hann tónlistarnám við Konunglega tónlistarskólann í Leipzig 1916 -18, en vann síðan við verzl- unar og 'SkrifstofustÖrf um nokkur ár. Á fyrsta starfsári útvarpsins, 1931, varð Sigurður skrifstofu- stjór.i þess, og er ekki ofmælt, að sú ráðstöfun hafi orðið stofnuni-nni til mikillar gæfu. Þar varð hans starfsvettvang ur æ síðan, en samt er tón- skáldið og söngstjórinn Sjgurð Ur Þórðarson sjálfsagt alþjóð kunnari fyrir ágætar tónsmíð ar og söngstjórn Karlakórs Reykjavíkur, heldur en sá Sig urður, sem sat öllum dögum í aðalskrifstofu útvarpsins. Ævi starf hans varð með ólíkind um bæði sem listamanns og starfsmanns Ríkisútvarpsins. En við, sem áttum samleið og samstarf með Sigurðí um áratugaskeið í útvarpmu mjnn umst hans kannski fyrst og fremst við skrifborðlð, þar sem hann glímdi seint og snemma við margvísleg vanda mál og úrlausnarefnj útvarps- ins. Það er ekkert oflof, þótt sagt sé, að Sjgurður Þórðarson væri frábær starfsmaður. I-Iann var fyrirmynd, sem allir hlutu að líta upp til og læra af. Reglusemi hans og árvekni var einstök, svo það taldist til stórtíðj'nda, ef hann var fjar- verandi einn dag, og raunar ef hann tók reglulegt orlof ejns og lög og.reglur heimjla. Sjgurður Þórðarson var-mað ur fríður sýnum og glæsi- . •í'penpi, í f.asi .-habs ftg. rfram- komu var virðuleiki og festa, §am£ara:-ejB^tqkn. y%lætis- leysi" og hlýr og ljúfur var Sig urður þejm, sem til hans áttu að sækja, hreinskilinn og holl ráður. Það mun sammæli okk ar samstarfsmanna hans. Hann var stjórnsamur maður, en fyrst og fremst agaði hann sjálf an sig og gerði ætíð langmest- ar kröfur til sjálfs sín, og bar hag sinnar stofnunar og starfs fólks hennar mjög fyrir brjósti. Aldrei fannst á Sigurði, að honum þætti nokkrir mein- bugir á daglegu starfi, þó að hann gengi frá útvarpinu eftir strangan vinnudag og þá be.nt til þjónustu við tónlistina, sem átti allar hans frjálsu stundir, kvöldin, helgarnar. Afköst hans og atorka var söm á því sviði og í daglegum störfum. Tónsmíðar hans og söng- stjórn mundi flestum nægt ævi starf eitt fyrir sig, og þó ærið. Hrejnleiki, elja, skapandi kraftur, allt þetta einkenndi SJgurð Þórðarson. Hann bar ávallt hreinan skjöld, á hann féll aldrei blettur, og með fögru fordæmi gaf hann þjóð sinni og samfei’ðamönnum dýr mætar gjaf’r. sem aldrei, verða metnar til fjár, en þeir þekkja sem-nutu. . . Til hinztU'stundar- yar(Sifj- urður sístarfajadi ng hélt fullri reisn og þrekj til. sálar ogjílc- ama. ..... « Brottför hans var í merki- legu samræmi við allan lífs- íerli hans. Lfkt og hann tók hatt sinn og frakka í útvarp- inu og hélt á vit ljstarinnar, ákveðinn og nokkuð fasmikill, þannig hvarf hann okkur nú til æðri heima. Ríkisútvarplð og við, sam- starfsmenn Sj.gurðar Þórðar- sonar kveðjum hann með þakk lætj og söknuði og vottum ekkju hans innilega samúð. Andrés Björnsson. Oft höfum við íslendingar á orði að við séum fáir. Að baki þeim orðum er enginn vanmáttar kennd, en öllu heldur stolt þeirr- ar fámennu þjóðar, sem skynjar tilveru sína í þessurn ljóðlínum þjóðskáldsins: í- þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga, mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. 1 hennar kirkju helgar stjörnur loga og liénnar líf er eilíft krafta- verk. í dag kveðjvnn við meið af þessum þú§und ára stofiii, rnann ;|em djkVfttr ög sterkur gekk ,-Aiót hverjum vanda, mann, sem hér 'hafa gerzt á' síðustu áratug- um. Sigurður Þórðarson, tón- skáld, söngstjóri og fyrrverandi skrif stof ust j órí RLkisútvarpsins, var einstæður maður. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var unnið af þeirrj alúð og elju, samvizkusemi og snyrtimennsku, að engan hefi ég þekkt, sem í því tók honum fram. Háttprýði hans og kurteisi við hvern mann gerðu allar ferðir á hans fund ánægjulegar, og hvers manns vanda vildi hann leysa. Góðvild hans og hógvær gamansemi gerðu allar samvistir við hann að gleði- stundum. Vinátta hans var ekki skjótfengin eða auðunnin, en tryggðin takmarkalaus, væru bundin þau bönd. Að fáum mönnum þykir mér meiri eftir- sjá en honurn. Sigurður Þórðarson var fædd- ur 8. apríl 1895, sonur sr. Þórð- ar Ólafssonar, er síðar varð prófastur að Söndum í Dýra- firði, og konu hans, Maríu ísaksdóttur. Tvítugur að aldri lauk Sigurður prófi frá Verzl- unarskóla íslands, en næstu þrjú árin stundaði hann tón- listarnám í Reykjavík og Leipé- ig. Tónlistargyðjan töfraði Sig- urð ungan, ;og sleppti jaldrei tökum frá því. Vissulega voru þar bjartsýnir fullliugar á ferð, er nokkrir ungir íslendingar sigldu til Þýzkalands heimsstyrj- aldaráranna fyrri, þeirra erinda að nema tónlist. Örugglega var það hvorki léttúð né leikara- skapur, sem hvatti þessa ungu menn utan. Enn síður mun draum urinn um auð og frama hafa freistað þeirra á þeirn árum, meðan álfan brann og ennþá voru engin skilyrði á íslandi að bjóða þá velkomna til starfa við hæfi. Heldur mun það hafa verið þráin til þroska, og þorsti eflir þekkingu í tónlistinni, sem fangað hafði hugi þeirra og hjörtu. Þrjá veit ég er samtímis voru við tónlistarnám í Leipz- ig á styrjaldarárunum.Jón Leifs, dr. Pál ísólfsson og Sigurð Þórð- arson. Hver þeirra þremenning- anna fór eigin leiðir, cn allir stefndu að sama markinu: að au.ka veg tónlistarinnar í landinu og vekja áhuga þjóðarinnar fyrir vaxandi tónmennt. Spor þeirra sjást víða og eru varan- leg. Er þá óeðlilegt að maður vilji trúa því, að hér hafi enn verið að verki sú góða forsjón, sem gert hefur líf þessarar þjóð- ar „eilift kraftaverk”? Tómstundirnar frá brauðstrít- inu voru eini tíminn, sem Sigurð- ur gat helgað þessum hugðar- efnum. Hálfan fjórða áraiug var hann skrifstofustjóri eiri'har lielztu menningarstofnunar þjoð- arinnár, Ríkisútvarpsins, og víst er að þar hefur enginn skilað varpaði - ■birtu á vegu samtíðar sinnar, mann,.-seni ' átti ,ríjkani daý§r)» ..dagsverki en lianf.^Sig- þátt í þeim kraftaverkum sem Frh. á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.