Dagur - 23.12.1926, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1926, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Innheimtuna annast Árni Jóhannsson í Kaupfél. Eyf. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. IX. ár Akureyrl, 23. desember 1926. 55. blað. „Bjarg aldanna“. »Og sjá, eg er með yður alla daga, alt til enda veraldar- innar«. (Matt. 28, 20.) Mitt í reginsæ tímans, þar sem eldfleygar himnanna kljúfa svarta veðurbakka, þar sem stormarnirgeisa og hafið verður æðisgengið, gnæfir krossbygður klettur hátt úr sæ. Hann stendur, greyptur bjargrótum niður í grunn tilverunnar. Hann er ímynd óbifandi staðfestu og ei- lífs trausts. — Sá klettur er »Bjarg aldanna«.* * Petta bjarg hefir staðið óbifanlegt í tímans sæ, alt frá því er menn- irnir hófu fyrst augu sín í tilbeiðslu móti ljósinu. Það er tákn hins eilífa fyrirheits, sem þeim hefir verið gefið með hverri opinberun: — eg er með yður — — alt til encia ver- aldarinnar * % * Jörðin, ásamt lofthvolfi sínu, velt- ur um möndul sinn með ærnum hraða. Misþungi lofthvolfsins, brot jarðskorpunnar valda byltingum og átökum ægilegra krafta. Stormar geisa og þeir fletja steinbyggingar við jörð, rífa tré upp með rótum, sópa öllu föstu og lausu úr slóð sinni, er slá hafið í fjallháa öldu- byngi, svo að sjóarnir opnast ná- lega til grunna. — Yfirborð jarðar innar bifast. Borgir hrynja niður í grunn. Jarðskorpan rifnar en eldur brýtst úr djúpinu. Og hann eyðir bygðum mannanna og tortímir líf- inu undir fargi hrauns og ösku. Og mennirnir eru leiksoppar enn- þá stærri krafta. Sólin ásamt reiki- stjörnum sínum geisist áfram í djúpi himnanna. Vísindin kenna, að ótölu- leg sólhverfi og stjarnasöfn rúms- ins þjóti um ákveðnar farbrautir. En þau kenna jafnframt, að lífið og tilveran flæði og fjari á strönd- um eilífðarinnar. Framundan bíður blindsker í tímans sæ. Við vitum eigi, nær siglingin, sem við erum háð, steytir á því skeri. Við vitum eigi, nær hnöttum og sólhverfum lýstur saman, til þess að sundrast leiftursnögt og hefja, sem efnisþok- ur, nýja þróunarför gegnum ómæli rúms og tíma. * Sbr. líkingarmyndina: *Rock of ages«, En við vitum hitt, að mennirnir eru háðir öflum, sem þeir fá eigi hamið eða við spornað. Þeir eru máttvana farþegar á einni af snekkj- um hinna miklu flota, þar sem hver lífshræring bíður tortímingar og hvert efnisgróm á að sundrast í deiglu heimssmiðjunnar. Og hver er sá, sem við umhugs- un slíkra hluta starir eigi spurnar- augum í djúpið? Hver er sá sem ekki finnur, að aðeins eitt stendur óbifanlegt: — »Bjarg aldanna« — tákn hins eilífa fyrirheits: „----eg er með yður alla daga, alt til enda veraldarinnar“. * * * Eigi ber mönnunum að skelfast, til hvers sem dregur um þá hluti, sem í engu eru háðir mætti þeirra eða vilja. Þar eru að baki máttar- völd og forsjón allra veralda. En hitt er skelfingarefni, að þeir hlutir, sem standa í valdi og ábyrgð mann- anna, horfa til mikillar óhamingju. Alfaðir hefir gefið mönnunum til bólfestu Jörðina góða og fagra, al- skipaða gæðum og gagnsemi, til þess að hver mannvera geti öðlast nauðþurftir sínar og menningarskil- yrði. En mennirnir haga skiftingu jarðargróðansog heimsauðsinsþann- ig, að á meðan miljónir manna svelta, rotna lífsnauðsynjar þeirra ígeymslu- búrum auðkýfinga og okurfélaga eða er brent sökum verðleysis, sem verzlunarteppur okurfélaganna or- saka. Lönd og sær bíða um víða ver- öld ónumið og óhagnýtt; — löndin í fjárgróðataki auðkýíinga, sjávarnot- in afmörkuð eftir geðþótta einstak- linga, sem fara með veltufé þjóð- anna, meðan miljónir manna eru grafnar í úthverfum stórborganna við örbirgð, óþrifnað og meira sið- leysi en frumþjóðir jarðar eiga við að búa. Mennirnir hafa öðlast stórmikið vald yfir auðsuppsprettum jarðar og yfir öflum náttúrunnar til aukn- ingar framleiðslu verðmætaogheims- gæða. Þeir hafa hlotið margháttaða þekkingu og kunnáttu til viðhalds og verndunar lífinu á jörðunni og sem mætti verða til stóraukinnar farsældar. - En þrátt fyrir alt þetta vex ófarsældin i heiminum, örbirgð- in, misréttið, rangsleitnin og heift- úðin. Stéttir og einstaklingar fljúg- ast á um hagsmuni. Nálega má Mitt innilegasta þakklæti votta eg öllum þeim, er auðsýndu mér alúð og hluttekningu við jarðarför minnar ástkæru eiginkonu Pálínu Sigríðar Friðfinnsdóttur og styrktu okkur á margvíslegan hátt í veikindum hennar. Skriðu ii. desember 1926. Páll Guðmundsson. innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát 1 og jarðarför litla drengsins okkar. Margrét Þórðardóttir. Tómas Björnsson. telja að togast sé á um hvert hand- arvik og hvern málsverð. Orð eru eigi haldin. Samningar eru rofnir. Dómstólarnir verða meir og meir önnum kafnir við að skera úr þræt- um manna á milli. Tuttugasta öld- in er öíd stéttabaráttunnar. Umbótamenn þjóðanna sumir telja, að með skipulagsbyltingu verði ráð- in bót á misferli því, er mannkynið hefir ratað i. En hver líkindi eru til þess, að jafnaðarríki verði bygt af mönnum. sem í hjarta sínu eru fullir ójafnaðar?! Nýtt sjónarmið, nýtt viðhorf til málefna mannanna, nýtt lífsgildi og lífsmið er eina lausn- in. En slík meginbreyting mun að- eins fást við sálræna byltingu: að menn vakni til vitundar um á- byrgð sína, að menn þyrpist á leið til Golgata, að menn hverfi til hans sem lét lífið, heldur en að bregð- ast hjálpræðismálefni mannanna, að mönnunum berist enn að nýju gegnum nótt harmanna, yfir storm ástríðnanna, hið eilífa, guðlega fyrir- heit: * ... eg er með yður . . . , alt til enda veraldarinnar.“ * * * Jólahátíðin nálgasti Við höfum undirbúið komu hennar eftir föng- um. Jólahaldið er, eins og margt annað í lífi okkar, háð tízkunni. Kröfurnar vaxa upp í umhverfinu. í fábreytileik og kyrð sveitanna næg- ir ein flík og nokkur smákerti, til þess að jólin verði mikil gleðihátíð í lífi barnanna. í kaupstöðum, á heimilum þeirra, sem eru nokkur- um efnum búnir, nægir ekki minna en jólatré með glitskrúði og mörg- um jólagjöfum. Við höfum undirbúið komu jól- anna hver eftir sínum föngum. Margir hafa búið við stórar áhyggjur út af vali jólagjafa handa ættingjum og ástvinum. Og á jólunum nær umhyggja margra lengra. Samvizka sumra manna kippist við og glað- vaknar, þegar fæðingarhátíð frelsar- ans nálgast. Alt um kring úir og grúir af olnbogabörnum á heimili þjóðarinnar, Kristur var málsvari smælingjanna. Ekkert var honum mótstæðilegra en ágirnd og rang- sleitni, sem orsakaði þjáningar. Miskunsemi og réttlæti voru boð- orð hans. Og á jólunum tökum við okkur til og leitumst við, — í fumi og í hjáverkum — að bæta úr einhverju af sárri neyð, sem þjakar meðbræðrunum í næsta húsi. En slíkir fyrirburðir í Iífi okkar eru næstum eingöngu bundnir við jólin. Þegar þau eru liðin, föllum við aftur í hversdagslegt -hirðuleysi um kjör mannanna og þverbrjótum vitandi og óhugsað nálega allar reglur kristilegs réttlætis með hluttöku í aðförum svonefnds þjóðfélags gagn- vart smælingjum þess. Jólagjafir okkar eru réttmætar að því leyti sem þær eiga rætur sínar í hreinum kærleika og einlægri löngun að veita gleði inn i líf ná- ungans. En hversu oft er það, að við höfum sjálft afmælisbarnið með í ráðum? Við eigum á hættu að verða afvegaleiddir af metnaði og hjegómagirnd í athöfnum okkar á sjálfum jólunum. Oft verða jóla- gjafirnar líkastar viðskiftum. Stund- um verða þær auglýsingar. Slíkt er ókristilegt. Jafnvel er hugsanlegt að jólahelgin yrði notuð í þágu lægstu hvata. Hugsum okkur auðkýfing, sem gefur meðbræðrunum kirkju í jólagjöf. Ætla mætti, að slíkt væri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.