Dagur - 23.01.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 23.01.1954, Blaðsíða 5
Laugardaginn 23. janúar 1954 D A G U R 5 Sigurjón Árnason frá Ási Arni Björnsson kennari sextugur Eins og áðui' hefur verið getið í „Degi“, andaðist Sigurjón Árna- son ,fyrrum bóndi á Ása á Þela- mörk, 11. des. sl. að heimili dætra sinna, Þverá í Oxnadal, en þar hafði hann dvalið síðastliðin 18 ár. Var jarðarför hans gerð að Bægisá 19. s. m. að viðstöddu fjöl- menni. Sigurjón sál. þekkti eg lengur en flesta aðra menn enn sem komið er, eða um það bil í 60 ár. Kom hann oft á heimili foreldra minna á meðan eg var að alast upp. Man eg fyrst eftir honum þegar eg var lítill drengur, lík- lega ekki meira en svo sem 5 ára, eða tæplega það, og vék hann þá góðu að mér. Síðan hafði eg alltaf nokkur kynni af honum og þó mest og nánust eftir að hann fluttist að Þverá með dóttur sinni og tengdasyni. Öll þau kynni voru á einn veg: góð, frá því að hann reiddi mig spöl þegar eg var lítill drengur og þar til eg sá hann síðast á sl. sumri, þá öldung meira en níræðan. í þessum fáu minningarorðum verður æfiferill Sigurjóns ekki rakinn að neinu ráði, enda má í því efni vísa til ágætrar greinar, sem sr. Sigurður Stefánsson á Möðruvöilum reit um hann ní- ræðan fyrir rúmlega ári síðan og birti í þessu blaði. Sigurjón var fæddur 21. desember 1862 að Hömrum við Akureyri, Var hann því nærfellt 91 árs er hann lézt. Foreldrar Sigurjóns, Árni Árnason og kona hans, Kristín Jónsdóttir, munu hafa verið fá- tæk og hefur Sigurjón því án efa alizt upp við fremur þröngan kost, enda missti hann og föður sinn ungur. Varð hann því snemma að sjá sjálfum sér far- borða og ekki einasta það, heldur var hann einnig systur sinni til mikillar aðstoðar þegar á unga aldri. Á yngri árum átti hann lengst af heima á ýmsum bæjum í Glæsibæjarhreppi, t. d. lengi á Dagverðareyri (og þar minnir mig að hann ætti heima þegar eg man fyrst eftir honum). Ekki naut Sigurjón skólamenntunar í æsku, en þó mun hann hafa verið um tíma hjá Magnúsi organista Einarssyni til að læra orgelspil, enda hafði hann alla æfi yndi af söng og hijóðfæraslætti. En þó Sigurjón nyti engrar skólagöngu varð hann af sjálfsdáðum vel að sér um margt og fróður. Um stjórnmálasögu þjóðarinnar, eink um á síðari árum, varð hann svo fróður, að eg hygg að fáir leik- menn hafi staðið honum jafnfætis þar, hvað þá framar. Skömmu fyrir síðustu aldamót kvongaðist Sigurjón Sigrúnu Bjarnadóttur frá Vöglum. Var Bjarni Arngrímsson prestur á Bægisá. Sigrún var góð kona og gáfuð vel eins og hún átti ættir til. Þau hjónin hófu búskap á Grjótgarði, síðar bjuggu þau um tíma í Stóra-Dunhaga, en árið 1904 fluttust þau að Ási á Þela- mörk og þar bjó Sigurjón síðan yfir 30 ár og var oft við þann bæ kenndur, einnig eftir að hann fluttist þaðan. Sigurjón bjó aldrei neinu stór- búi og varð ekki auðmaður, en hann bjó samt vel, einkum eftir að hann kom að Ási og varð vel megandi, enda var hann hinn rnesti forsjármaður, hygginn og gætinn. En fljótt dró ský fyrir sólu. Eft- ir fárra ára sambúð varð Sigurjón fyrir þeim harmi að missa Sig- rúnu konu sína. Höfðu þau eign- ast 2 dætur, báðar prýðilega vel gefnar: Önnu, nú húsfreyju á Þverá og Sigurrósu, sem því mið- ur hefur verið sjúklingur í mörg ár og dvelst hér á Akureyri. Sigurjón kvongaðist öðru sinni Elínu Jónasdóttur, ágætri konu, en hana missti hann einnig árið 1921. Áttu þau 3 börn, eitt þeirra dó í æsku, en hin eru: Sigrún, húsfreyja á Þverá, og Hörður, á heima í Reykjavík. Sigui-jón varð þannig að þola þunga harma. Missir tveggja eig- inkvenna og ungs sonar, svo og vanheilsa Sigurrósar dóttur hans. Allt hafa þetta verið undir sem blæddu. En lítt sá það á Sigur- jóni, að minnsta kosti út á við, því að stilling og þrek hefur hon- um verið gefið í ríkum mæli. Fáir menn fagna ellinni, enda er hún sjálfsagt mörgu gamal- menninu erfið. Svo varð þó ekki um Sigurjón. Anna dóttir hans, ágæt kona og mikilhæf, giftist Áx-manni Þoi’steinssyni frá Bakka hinum bezta di’eng. Vorið 1935 fluttu þau hjón að Þverá og Sig- urjón með þeim og var hjá þeim það sem eftir var. Nokkrum ár- um árum síðar giftist Sigrún dótt- ir hans Kára bróður Ármanns, einnig ágætum dreng. Þau hjón hafa einnig búið á hluta af Þverá síðan. Þai’na, í samvistum við 2 góðar dætur og menn þeirra, svo og mannvænleg barnabörn, dvaldist svo Sigui’jón rúmlega 18 síðustu ár æfinnar og naut þar friðsællar elli og hvíldar að loknu miklu dagsverki. Þrátt fyrir ým- iss konar mæðu og ei’fiðleika lífsins, vei'ður að telja þá mikla lánsmenn sem hlotnast slíkt æfikvöld. Sigurjón heitinn var mikill drengskaparmaður, sem dæmi um það má nefna, að þegar Svan- fi’íðui’, mágkona hans, varð ekkja, bauð hann henni til sín að Ási til ársdvalar með 6 böi-n. Hefur sonur Svanfríðar rómað þessa hjálp mjög í mín eyi’u og jafn- framt sagzt undrast það nú, hvernig slíkt var hægt í þröngum húsakynnum, en góður vilji og forsjá má sín mikils. Sigui’jón heitinn var hógvær maður og stilltur vel, en þó fastur fyrir og heilsteyptur í lund. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir, bæði í stjórnmálum og öðru, og var jafnan reiðubúinn til að vei’ja þær með hógvæi’ð.Hann var íeinu orði sagt sannur heiðursmaður. Bernh. Stefánsson. Næsti bændakiábbsfundur ræðir súgþurrkun og votheysgerð Næsti bændaklúbbsfundur verður næstk. þi-iðjudag, 26. þ. m. að Hótel KEA kl. 9 e. h. — Umræðuefni: Súgþuri’kun og votheysgerð. Dánarfregn. 5. þ. m. lézt í Reykjavík Sigtryggur Jakobsson fyrrverandi bæjai-póstur hér í Húsavík, 68 ára gamall. Var bú- inn að liggja í sjúkrahúsi í Reykjavík alllengi. —Sigtryggur var jai’ðsunginn í Húsavík 19. þ. m. a ðviðstöddu miklu fjöl- menni. — 17. þ. m. andaðist hér í Húsavík Guðfinna Guðnadóttir frá Grænavatni í Mývatnssveit, 83 ára gömul. (Frá fréttar. bl.). x B-Iistinn „Fleygar“ Páll Bjarnason Winnipeg 1953. — Útgef- andi höfundurinn. Ljóð þessi skiptast í fimm flokka: Hugsað heim. Um daginn og veginn. Ávörp og erfiljóð, og Þýðingar. Að eg minnist þessara ljóða, er af tvennum ástæðum. Þau eru ágætlega kveðin — svo að þau minna á Þorstein Erlingsson — og er þá langt til jafnað; hin ástæð- an er, að höfundurinn er fæddur Vestur-Islendingur og hefir aldrei til Islands komið, og mun það eins- dæmi að kveðið hafi verið af jafn miklum innileik til íslands og Páll Bjarnason gerir. Þess er vert að geta, að höfundurinn hefir aldrei setið á skólabekk til að nema íslenzku, en mikla rækt hlýtur sá að leggja við málið, sem getur leik- ið sér að því í ljóði, eins og Páll Bjarnason gerir. I ljóðaflokknum „Hugsað heim,“ er síðasta línan úr kvæðinu Fjall- konan, á þessa leið: Eitt smáblóm við hjarta þér hefði eg knýtt, Ef hægt væri fegurð að prýða. Ámi Björnsson, kennari við Barnaskóla Akureyrar, er sex- tugur á morgun. Árni er fæddur á Brita í Glæsibæjai’hreppi 24. janúar árið 1894. Foi’eldrar hans voi-u þau hjónin, Margrét Vig- fúsdóttir og Bjöi’n Björnsson. Árni missti móður sína, þegar hann var rúmlega eins árs gam- all. En þegar hann var 4 ára, fór hann til móðui’systur sinnar, Guðrúnar, og manns hennar, Ás- geii-s Sveinssonai-, er þá bjuggu á Stóru-Bi'ekku í Arixarnes- hreppi. Átti hann síðan heimili hjá þeim hjónum til ársins 1920. Haustið 1918 fór Árni í Hóla- skóla og lauk þaðan prófi voi’ið 1920. Þá byi’jaði hann búskap á 1/4 úr Möðruvöllum í Höx-gár- dal. Haustið 1921 var hann ráðinn kennai’i í Arnai’neshreppi og gegndi því stai-fi samfleytt í 25 ár, fyi-st sem farkennari, síðan sem fastur kennari. Samhliða kennslunni stundaði hann búskap og gegndi auk þess mörgum störf- um fyrir sveit sína, og það mun- aði alls staðar um Ái’na, hvar sem hann tók hendinni til, hvort held- ur var við kennslu, algenga vinnu eða félagsstörf. Haustið 1946 var hann svo sett- ur kennari við Barnaskóla Akur- eyrar og síðar skipaður, og hefur verið þar síðan. Árni Björnsson er úrvals mað- ur til allra stai'fa. Það sem ,mér vii’ðist helzt einkenna kennslu- störf hans er dugnaður og skyldu rækni. Hann er með alli'a dug- legustu kennurum, sem eg hef þekkt, og ef Árni kemur nemend- um sínum ekki áfram til nokkurs þroska, þá gei’a það ekki aðrir. Hann er einn af þessum mönnum, sem vinnur öll sín störf eftir sama boðoi’ðinu: Leystu öll þín verk vel af hendi. — Hann sér hvorki eftir tíma né kröftum til þess að framfylgja þessari starfsreglu. Sumum þykir Árni kannske nokkuð strangur kennari. En hann vill ná því úr hvei'jum nem- anda, sem í honum býr, og er illa við alla linku og leti. Enda nær Niðurlags erindiS á kvæðinu Eyjan mín, er þannig: Heimsfrægð þótt hún hafna v megi, Henni unna góðir menn. Kristur þótt þar kæmi eigi, Kenning hans þar lifir enn. Róm má eiga Sesar sjálfan, Síðsta ríkið Washington, Bretaveldi heiminn hálfan, Hún á Þorstein Erlingsson. í kvæði er nefnist á fullveldis- daginn, eru þessi erindi: Heill sé þér á heiðursdegi, Hafi girta fjalladrottning, Einni þér nú allir hneigja, Andlit sín í tign og lotning. Þjóðræðis og þingamóðir, Þú ert ennþá leiðarstjarna. Eins og blys um andans slóðir, Áttaviti landsins barna. í kvæði um Maríu Markan er eftir farandi erindi: Og landnám þitt í heimi hljóms, Þig hóf á frægðar tind. hann oft ágætum árangri í kennslu sinni. Ef eg ætti annars að lýsa Árna með einu orði, þá myndi eg segja að hann væri fyrst og fremst traustur maður. Við það mætti svo bæta því, að hann er góður drengur, ágætur samstarfsmaður, glaður og reifur, þótt hann í fljótu bragði virðist mikill alvörumað- ur, og það er hann einnig, þegar það á við. Síðan Árni fluttist hingað til Akui-eyrar, hefur hann nálega eingöngu gefið sig að kennslu- starfi sínu. Hann hefur þó um all- mörg ár vei’ið foi-maður Barna- verndarnefndar Akureyrar, og sýnt þar mikinn dugnað. Það er erfitt starf og ekki alltaf þakk- látt. Þá hefur hann verið í stjói’n Fi’amsóknai’félags Akureyrar um skeið. Vera má, að hann gegni fleiri störfum, en úr skólanum þekki eg Árna bezt. Þar er hann alltaf á sínum stað og skipar sitt rúm vel. Það má bæta því við, að Árni er prýðilega vel gefinn, ágætlega máli farinn og vel hag- orður, þótt hann auglýsi það ekki að jafnaði. Vegna allra þessara ágætu kosta, er Árni vin-- sæll af samstarfsmönnum sínum og nemendum, og eg hygg af öll- um þeim, er til hans þekkja. Árni er kvæntur ágætri konu, Jónínu Þorsteinsdóttur frá Sauð- árkróki, og eiga þau tvö uppkom- in og mannvænleg böi’n. Eg þakka þessum góða og trausta samstai’fsmanni mínum fyrir ágæta samvinnu undanfarin ár ,og ái’na honum allra heilla á þessum tímamótum ævinnar. Mé’r kæmi ekki á óvart, þótt margir tækju undir þá ósk. Hanncs J. Magnússon. x B-listinn Þú hrífur sálir guðs og gróms, En glepur fyrir synd, Og listargyðja lokadóms Mun líkjast þinni mynd. Fullur þriðjungur bókarinnar eru þýðingar á frægum enskum kvæðum, eru meðal þeirra Rubaiyat eftir persneska skáldið Omar Kháyyam, og Fanginn í Reading, eftir Óscar Wilde. I formálsorðum segir höfundur- inn, að sum kvæðin hafi verið þýdd af öðrum, svo sem Einari Benediktssyni, Eyjólfi Melan, Magnúsi Ásgeirssyni, St. G. Stephanssyni og fleirum, en í mörg- um tilfellum varð eg fyrri til en hinir, þó ekki hafi nema sumt af því birzt fyrr en nú. — Það, sem mér hefir þótt sérstaklega merki- legt við Pál Bjarnason,-------því eg hefi þekkt hann um langt skeið, er hversu jafnvígur hann er á tvær tungur, íslenzku og ensku, því hann þýðir og frumyrkir á báðum málunum, og veit eg ekki annan snjallari á því sviði, að öllum góð skáldum vestan hafs ólöstuðum. FriSgeir H. Berg. $H3<HS*JKHKHK8lHSlKHK85ttWKBKííBKHK85ÍHKBIHIííHíSBÍÍBÍttíttKHKH> LJÓÐ UM DAGINN OG YEGINN SKATTAFRAMTALIÐ. Nú er það komið, betta blessað blað, biaðið, sem öllum þykir fremur leitt, hefir þó til að bera undur eitt, — ýmsir þeir gerast skáld, er rita á það. Andagaft sú er ei með hrokasvip, auðmýktin þar úr hverri línu skín, hvort sem menn þarna yrkja um árslaun sín, innstæður, vexti, húseign eða skip. Ritföng eg tek og rita á seðil minn, rýmri er hann og nákvæmari en fyrr, blaðið að ýmsu, undarlega, spyr, — eins og, hvort þar sé „gifíur“ húsbóndinn. Sjá, hér er rituð saga, ekki smá, sagan um það, hve fé mitt ódrýgðist, þó að hún samin sé af mestu list, sjálfur eg gjalda skáldalaunin má. DVERGUR. 3St5»t5a«Wö*íH5£85hW«tfS<85««5t5Öí5<85*t5i5at50^ FRÁ BÚKAMARKAÐINUM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.