Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						AKUREYRINGAR!
Styðjið hraðfrystihússmál-
ið! Kaupið hlutabréf Ú. A.
DAGUR
kemur tvisvar í viku til
jóla, á miðvikudögum og
laugardögum.
XXXVII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 24. nóvembetr 1954
51. tbl.
^T-^^m^1
á nýja v
n
«ta»ll—l, ¦¦¦¦¦¦¦ ¦.»»«:¦!.
Möðruvallakirkja í Hörgárdal. Myndin er tekin sl. sunnudag.
Menn horfðu á för þína, ó pB,
sonwarar eru \ lariroío
Hátíðlég atliöfn í Möðruvallakirkju s.l. sunnud..
er kirkjuorganistinn var kvaddur
eftir 50 ára starí
Á sunnudaginn var þess minnzt
með háííðiegum hætti, að orgcl-
leikarinn og forsöngvarinn í
Móðruvallakirkju um áratugi,
Jón Kristjánsson frá Glæsibæ,
fyr'rum bóndi í Bragholti, lætur
af starfi En hann lék fyrst í kirkj-
unni 1904 og hefur verið kii'kju-
organisíi lengst af síðan, þótt
nokkur hlé hafi orðið á.
Séra Sigurður Stefánsson pró-
fasiur flutti fallega prédikun og
minntist gildi söngs og tóna í til-
beiðslu guðs. Valdi hann sér að
texta þessi orð úr 68. sálmi Da-
víðs: ,,Menn horfðu á för þína, ó
guð. Söngvarar eru í farar-
broddi". Séra Sigurður fór við-
urkenningarorðum um allt starf
Jóns fyrir kirkju og söfnuð um
svo langan tíma og lofaði þá
fölskvalausu virðingu og ást, er
hann bæri til tónlistarinnar og
kirkjunnar.
Fyrsta orgelið fyrir 80 árum.
., Að lokinhi messu ávarpaði séra
Sigurður kirkjugesti og rakti
með nokkrum orðum sögu oigel-
leiks í 'Möðruvallakirkju. En
þangað kom fyrsta orgslið, er
fluttist hingað til héraðsins, og
var það árið 1875. Var fyrst leikið
á orgelið þá um haustlð. Eiu því
ekki nema tæp 80 ár frá því að
orgeltónar hljómuðu fyrst í ey-
firzkri kirkju. Fyisti organisti
kirkjunnar var Ólafur Tryggvi
Jónsson frá Skriðu, síðar bóndi í
Dagvercartungu, en síðan hafa
aðeins fáir menn gegnt starfinu.
Þá ávarpaði formaður sóknar-
nefndar, frú Þóra Stefánsdóttir,
hinn fráfarandi ovganista, þakk-
aði honum störfin og afhenti hon-
um falleganborðlampa að gjöf frá
sóknarnefndinni.  Var  lampinn
svo vígður með því að kveikt var
á honum á altarinu Að lokinni
messu sat organistinn, söngfólk,
sóknarnefnd og nokkrir aðrir
gestir kaffiboð presthjónanna
heima á staðnum.
Við    kirkjuorganistastai finu
tekur nú Jóhann O. Haraldsson
tónskáld.
Jón Kristjánsson frá Glæsibæ í
kirkjudyrum á Möðruvöllum sl.
sunnudag. Jón útskrifaðist ungur
frá Möðruvallaskóla, nam orgel-
leik hjá Haraldi Pálssyni á Dag-
verðareyri og Magnúsi Einarssyni
organista og fór með söngfélaginu
Heklu í Noregsferðina 1905. —
Hannibalistar og komm-
únistar náðu undir sig
Alþýðusambandinu
Þingi' Alþýðusambands fs-
liinds lauk í Reykjavík í gær-
morgun. Þaðgerðistsögulegastá
þessu þingi, að samvinna tókst
með Hannibal Valdimarssyni
og fylgismönnum hans og
kommúnistum, en lýðræðis-
sinnaðir Alþýðuflokksmenn og
aðrir lýðræðissinnar urðu und-
ir. Var Hannibal kjörinn forseti
sambandsins og með honum í
stjórn 4 Hannibalistar aðrir og
2 kommúnistar. Voru það Ed-
vard Sigurðsson og Snorri
Jónsson frá kommúnistum og
Þuríður Hannesdóttir, Magnús
Bjarnason, Ásgeir Guðmunds-
son og Kristján Guðmundsson
frá Hannibalsdeild Alþýðu-
flokksins. Fulltrúar í sam-
bandssíjórn utan af landi voru
kjörnir 2 hafnfirzkir kratar. —
Alþýðublaðið var í gær mjög
harðort um allt framterði
Hannibals, en annars er enn
allt á huldu, hvernig Alþýðu-
flokksforustan snýst við þess-
um tíðindum, og hver áhrif
valdataka Hannibals og komm-
únista kann að hafa á stefnu
Alþýðusambandsins. En hætt
er við, að sagan frá 1938 endur-
taki sig og kommúnistum tak-
izt enn að höggva skarð í þunn-
skipaða fylkingu Alþýðufl.
Þrír bátar í siiiíðiim lijá Skipasmíða-
stöð KEA - lagt til að Akureyrabær
styðja átgerðarniami liér til að kaupa
76 lesta vélbát
A bæjarstjórnarfundi í gær var til umræðu og ályktunar tíilaga
bæjarráðs um að styðja Július Halldórsson útgerðarmann hér í bæ
til þess að kaupa 70 lesta vélbát, sem nú er í smíðum hjá Skipasmíða-
stöð KEA, með því að ábyrgjast SOO.þúsund kr. lán til kaupanna.
Stofnað félag til að
sýna klassískar kvik-
myndi
ír
Verið er að stofna hér fclag,
sem bera á nafnið Filmía, og er
hliðstætt félagsskap með því
nafni í Reykjavík, og raunar
víða um lönd. Tilgangur féíags-
skaparins er að veita félags-
mönnum kost á að sjá klassísk-
ar kvikmyndir, sem ekki er að
vænta að komi til sýningar á
kvikmyndahúsunum. Er þetta
fjölmennt félag orðið í Reykja-
vík og starfar af fjöri. Er það
félag í sambandi við Det danske
Filmia Museum. Félagið hér
mun hafa náið samstarí við
Reykjavíkurfélagið. Það eru
þeir Magnús Björnsson verzl-
vmarmaður og Sig. .Tónasson
skrifstofumaður, sem bcita sér
fyrir félagsskap þcssum. Geta
þeir, sem áhuga hafa á málinu,
íátið skrá sig í bókabúð Axels.
Félagsrcttindum fylgir að-
gangur að öllum kvikmynda-
sýningum félagsins. Þetta félag
mun fá fyrstu myndina hingað
norður næstu daga og hefjast
sýningar í Nýja-Bíó um hclg-
ina. Þetta er myndin „Stórlyg-
arinn Munchausen", þýzk
mynd.'gerð á stríðsárunum. —
Aðeins félagsmenn fá aðgang
að þessum sýningum.
Vildi bæjarráð veita ábyrgðina
að því tilskildu, að til kaupanna
fáist 200 þús. kr. atvinnubótafé
frá ríkissjóði, og gangi það til
lækkunar á ábyrgðinni, ennfrem-
ur að settar verði tryggingar, aðr-
ar en veð í skipinu. sem bæjar-
stjórn getur sætt sig við. Gert er
ráð fyrir að Fiskveiðassjóður láni
allt að 3/4 kostnaðarverðs til
kaupa á bátnum. Sambykkti bæj-
arstjórn þessa tillögu bæjarráðs
og er þar með teynt að stuðla að
því, að vélbátaflota bæjarmanna
verði haldið í horfinu, en á því er
hin mesta rtauðsyn. Svo horfir nú,
að tvö skip verði flutt héðan
buitu, og nýlega hefur stór vél-
bátur verið seldur suður á land
frá Dalvík. Má því segja, að
óvænlega horfi með vélbátaútveg
hér í Eyjafirði, ef ekki er unnið
kappsamlega að því að fá ný skip
í stað þeirra, sem í burtu eru seld.
Þrír bátar í smíðum hjá KEA.
Auk þessa 70 lesta báts, sem er
í smíðum hjá Skipasmíðastöð
KEA,  er  nú  að  hefjast  smíði
tveggja minni vélbáta, 7—8 smá-
lesta, fyrir eyfirzka útvegsmenn.
Báðir minni bátarnir eru smíðað-
ir fyrir útvegsmenn á Árskógs-
strönd, annar fyrir Sæmund
Benediktsson á Litla-Árskógs-
sandi, hinn fyrir þá Kjartan
Valdimarsson og Sveinbjörn Jó-
hannsson á Hauganesi. Þessir
bátar eru báðir gerðir eftir teikn-
ingu Tryggva Gunnarssonar
skipasmíðameistara, en hann er
yfirsmiður á Skipasmíðastöð
KEA. 70 lesta skipið er smíðað
eftir teikningu Gunnars Jóns-
sonar skipasmíðameistara. Ætl-
unin er að minni vélbátarnir
verði tilbúnir fyrir vertíð í vor,
en 70 lesta báturinn fyrir síldar-
vertíð, ef kaupandi fæst að hon-
um nú fljótlega. En eins og áður
er greint frá hér í blaðinu, var
hafin smíði á þessum bát án þess
að fyrirfram væri vitað um kaup-
anda, til þess að viðhalda skipa-
smíðaiðnaði hér og auka atvinnu.
Á Skipasmíðastöð KEA starfa nú
13—14 smiðir og hefur veriS
hörgull á smiðum í seinni tíð.
Frá smíði 70 lesta vélbáts á Skipasmíðastöð KEA- Myndin var tekin
i sumar er leið. Smiði bátsins er nú miklu lengra komið, en myndin
sýnir. Maðurinn á myndinni er Tryggvi Gunnarsson skipasmíða-
meistari, yfirsmiður á skipasmiðastöðinni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8