Dagur - 09.12.1970, Blaðsíða 1

Dagur - 09.12.1970, Blaðsíða 1
FILMU HÚSIÐ Hafnarstræti 104 Akureyri Sími 12771 • P.O. Box 397 SÉRVERZLUN: LJOSMYNDAVÖRUR FRAMKÖLLUN - KOPIERING TöSuverðar skemmdir í rokinu í ROKINU í gær fuku á all- mörgum stöðum þakplötur af húsum og aðrar losnuðu. Ein bifreið varð fyrir skemmdum af fjúkandi braki. Slökkvilig að- Stoðaði með kranabíl sínum við að festa þakplötur, er voru að losna. Rafmagnstruflanir urðu í fyrrinótt og árdegis í gær og mun samsláttur á línum hafa valdið því og e. t. v. líka áfok. Vegna raforkutruflana var Gagnfræðaskólanum lokað og barnaskólum einnig hér á Akur eyri. Jólatré fauk um koll við Ak- ureyrarkirkju. Eitthvað mun hafa fokið af heyi í nágrenni bæjarins, og við Lónsbrú var töluvert af bárujárni, sem ekki var vitað hvaðan var. □ Húnaveliir, skóli A.-Húnvetninga ÞANN 7. nóv. sl. var hinn nýi heimavistarskóli þeirra Austur- Húnvetninga, Húnavellir, form lega vígður. Skólinn tók til starfa fyrir ári síðan, og fyrir- hugaðri byggingu er hvergi nærri lokið enn. Eftir er sá hlut inn, þar sem fram eiga að fara íþróttir og sund, svo og mötu- neyti. Þá er eftir að byggja íbúðir starfsfólks, annarra en kennara. SELJA FISK FYRIR FÆREYINGA STJÓRN Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna staðfesti nýlega, að dótturfyrirtæki S. H. ætli að taka að sér fisksölu í Banda- ríkjunum fyrir Foröyja fisksöla í Færeyjum. En þetta færeyska fyrirtæki hefur selt á Banda- ríkjamarkað 5—6 þús. tonn af frystum fiski á ári undanfarið. Aðilar að Föröya fiskasöla eiga 17 hraðfrystihús, en fyrir- tækið er byggt upp á svipaðan hátt og Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna. Föröya fiskasöla L/F, eða FFS, er stærsti útflutnings aðili á frystum fiski og saltfiski frá Færeyjum. Nemendur í skólanum nú eru 114, á aldrinum 9—14 ára. 76 nemendur eru í skólanum í einu, það er 38 unglingar 13 og 14 ára í tveim deildum, eru all- an tímann, eða 7 mánuði. Fara aðeins heim um helgar. Hin börnin, 9, 10, 11 og 12 ára, eru til skiptis, þannig að aðra vik- una eru 9 og 10 ára börn, en hina 11 og 12 ára, en þau eru alls 8 mánuði samtals. Við skólann kenna 4 fastir kennarar, með skólastjóra, sem er Sturla Kristjánsson. Auk þess eru 2 stundakennarar. Mat ráðskona er Björk Kristófers- dóttir, og með henni starfa 4 stúlkur. Sex hreppar Austur-Húna- vatnssýslu standa að skólanum. Skólabyggingin mun þegar hafa kostað um 38 millj. kr. Ríkið greiðir 75% byggingarkostnað- ar, en viðkomandi hreppsfélög um 25%. Skólinn stendur um 20 km. frá Blönduósi. □ „Snjókötturmn“ er afburðagott farartæki. (Ljósrn.: E. D.> Verður „Snjókötturinn" seldur burtu? NÝLEGA var auglýstur til sölu „Snjóköttur" sá, sem Baldur Sigurðsson keypti og standsetti fyrir um það bil ári síðan. En „Snjókötturinn“ er öflugur snjó- og dráttarbíll, ætlaður til heimskautaferða. Farartæki þetta var síðan not að í fyrravetur í Hlíðarfjalli hér við Akureyri og einnig voru farnar á snjóbíl þessum nokkr- ar ferðir upp á miðhálendið sl. vetur. í ferðum þessum kom í ljós að fá eða engin íarartæki munu taka þessum bíl fram í ferðalögum að vetri til um erfiðar slóðir í misjöfnum veðr- um og færi hér norðanlands, bæði í byggð og óbyggðum. Væri því afleitt ef svo illa færi, að farartæki þettfe yrði selt burt úr héraði. Er því þeirri áskorun beint til bæjar- og sýsluyfirvalda, Almannavarna hér norðanlands, svo og hjálpar stofnana, eins og Slysavarna- félags fslands, Flugbjörgunar- sveitarinnar, skátanna og hlið- stæðra aðila, að þeir beiti sér fyrir því að „Snjókötturinn“ verði áfram hér norðanlands og tryggi þannig, að þetta öryggis- tæki verði tiltækt ef óhöpp verða í byggð eða óbyggðum, þar sem önnur tæki komast ekki að. □ Við erunt læknislausir í veiur Raufarliöfn 7. des. Hér er með öllu snjólaust, sunnan gola og hláka. Vegir eru vel færir, a. m. k. jeppum og vörubílum. Samgöngur eru því með betra móti. Annars eru engar fastar ferðir til okkar nema í lofti SútunarverksmiSjan á SauSárkróki Askell Snorrason. SÚTUN AR VERKSMIÐ J AN nýja á Sauðárkróki hefur starf- að um mánaðar skeið. Fram- kvæmdastjóri hennar er Þráinn Þorvaldsson, og áætlar hann, að 100 þús. gærur verði sútaðar á þessu ári en helmingi fleiri á næsta ári. Stefnt er að því að framleiða pelsaskinn, en fyrst verða gærurnar aðeins loðsút- aðar og sumar litaðar. Um 20 manns starfa við sútunina. Þráinn Þorvaldsson segir m. a. í viðtali við Einherja: Mesta magnið af gærum til verksmiðjunnar kemur héðan úr Skagafirði. Þetta eru ágætar gærur, samt nokkuð smáar. En við eigum í erfiðleikum með gulu gærurnar og illhærur, sem mikið er af. Við væntum mikils af þeim sauðfjárræktartilraun- um, sem Stefán Aðalsteinsson vinnur að. í vetur munum við taka til vinnslu gærur af til- raunabúunum og í samráði við Stefán gera sérstaka athugun á því, hvernig þær nýtast í vinnslu. En ég veit, að það sem þarf að verða í framtíðinni, er fyrst og fremst mat á gærunum, þar sem hver bóndi fær afrakst ur erfiðis síns. □ Fiskurinn er ekki nefndur á nafn Áskell Snorrason látinn ÁSKBLL Snorrason tónskáld varð bráðkvaddur í Reykjavík 4. desember, 82ja ára. Hann var fæddur á Öndólfs- stöðum í Reykjadal 5. des. 1888, en löngum kenndur við Þverá í Laxárdal, sonur Snorra Jóns- sonar bónda þar og Aðalbjargar Jónasdóttur. Jónas bróðir hans býr þar enn, hreppstjóri sinnar sveitar. Kona Áskels Snorra- sonar var Elísabet Guðrún •Kristjánsdóttir frá Birningsstöð um í Ljósavatnshreppi, nýlátin. Áskell var nokkur ár bóndi á föðurleifð sinni, en síðan söng- kennari fyrst á Húsavík en síð- an á Akureyri, allt frá árinu 1919 og þar til hann fluttist suður til Reykjavíkur. Hann var kjörinn til margra trúnaðar starfa á Akureyri og eftir hann liggur talsvert af rituðu máli. En fyrst og fremst var hann tónskáld og munu tónverk hans lengi lifa. □ Hrísey 7. des. Við höfum ekki séð fisk og tæplega heyrt nefnd an fisk um mánaðarskeið. Ekki er það nú björgulegra en þetta. Margir karlmenn hafa vinnu við byggingar, en konurnar enga, enda eru þær nú að fara á kaf í jólaundirbúningi. Verst þykir sumum að fá ekki rjúpur á jólunum. En þær er hvergi að fá. Og enginn drepur rjúpu í eynni þótt hægt væri. En það vill nú svo til, að hér hefur engin rjúpa sézt í vetur og þykir okkur það miður því að rjúpan er okkar fugl og á hér griðland. Hér virðist vera ævintýra- F ramsóknarf l.happdr. ÞEIR, sem hafa fengið heim- senda miða, vinsamlegast gerið skil sem allra fyrst til skrifstof- unnar, Hafnarstræti 90, eða á afgreiðslu Dags. Skrifstofan er opin frá 9—19 virka daga. Þá mó einnig gera skil til næsta umboðsmanns í viðkomandi sveitarfélagi. Dregið verður 23. desember. □ laust með öllu og nokkur deyfð. En jólin eru þó framundan hér, eins og allsstaðar. S. F. einu sinni í viku, á sunnudög- um. Ekki eru gæftir fyrir minnstu bátana, enda búið að setja þá flesta. Dekkbátar hafa lítinn afla fengið. Jökull er í söluferð með 80 tonn. Atvinna var sæmileg í sumar og fram í september, en síðan misjöfn og stopul. Hún byggist að mestu á aflanum, sem hefur að verulegu leyti brugðizt. Menn hafa gengið til rjúpna en ekkert fengið. Við erum læknislausir nú í vetur, og erum því illa settir og mun verr en fyrirfarandi ár. Má það furðulegt heita, að heil- ir landshlutar þurfi að vera án læknisþjónustu. En enginn læknir er frá Vopnafirði til Húsavíkur. En hvenær sem er, geta leiðir á landi lokast og mikil vandræði skapast í heil- brigðismálum. H. H. Stórgrýti í hafnargarð á Skaga SVEITARSTJÓRINN á Skaga- strönd, Þorfinnur Bjarnason, og fleiri þar vestra sögðu blaðinu eftirfarandi á mánudaginn: Tveir bátar veiða hörpudisk, sem fannst hér úti í flóanum, en aflinn er ekki mikill, enda veðráttan með fádæmum óstillt. Hólanesið vinnur aflann og þetta er alveg lostæti, enda í háu verði til útflutnings. En afl inn þyrfti að vera meiri. Þriðji báturinn býr sig undir skelfisk- veiðarnar. Trésmiðja Guðmundar Lárus sonar er að hefja smíði tveggja fiskibáta úr eik. Verið er að kaupa til Skaga- strandar 220 tonna togskip frá Noregi. Verið er að styrkja hafnar- garðinn með stórgrýti frá Tjörn ó Skag». Snjólaust má heita. Beitar- jörð hefur verið sæmileg fyrir fé en ekki notazt sem skyldi vegna storma og umhleypinga. FRAMBOÐSLISTINN í REYKJAVÍK Á LAUGARDAGINN var fram boðslisti Framsóknarmanna í Reykjavík ákveðinn á fundi fulltrúaráðs. Tólf efstu sætin skipa: Þórar- inn Þórarinsson, Einar Ágústs- son, Tómas Karlsson, Baldur Óskarsson, Kristján Friðriks- son, Halldóra Sveinbjarnardótt ir, Solveig Adda Pétursdóttir, Þorsteinn Geirsson, Þorsteinn Ólafsson, Alvar Óskarsson, Fríða Björnsdóttir og Pétur Sörlason. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.