Dagur - 09.10.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 09.10.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Raunvextir og erfiðleikar atvinnuveganna Atvinnufyrirtæki eiga við gífurleg vandamál að etja um þessar mundir — svo mikil að við liggur að sum þeirra þurfi að hætta rekstri. Þó að raunvaxtastefnan sé allra góðra gjalda verð og eigi að geta dregið úr óarðbærum fjár- festingum, þá hefur komið í Ijós, að fyrirtækin geta ekki hætt lán- tökum umsvifalaust og þola ekki þessar miklu vaxtagreiðslur. Ástandið í þjóðfélaginu er óeðlilegt, vegna hinnar miklu verðbólgu. Fyrirtæki og einstakl- ingar hafa á umliðnum árum fjár- fest meira en góðu hófi gegnir í þeirri vissu, að sífellt megi velta boltanum á undan sér í óðaverð- bólgunni. Lán hafa verið tekin í stórum stíl, jafnvel til ónauðsyn- legra framkvæmda og neyslu, og greiðslum slegið á frest með nýj- um lántökum og þannig koll af kolli. í dag eru einstaklingar og fyrir- tæki einfaldlega að súpa seyðið af of miklum og jafnvel óarðbærum fjárfestingum liðinna ára. Nú er ekki lengur hagkvæmt að greiða lán með nýjum lántökum, þar sem lánsfé er orðið mun dýrara en ver- ið hefur. Til viðbótar kemur svo það, að viðskiptabankarnir eru tregir til útlána um þessar mundir. Það er því í rauninni ekkert óeðli- legt miðað við aðstæður, að at- vinnuvinnurekstur og einstakling- ar sem staðið hafa í framkvæmd- um eigi nú við mikla erfiðleika að etja. En við svo búið má ekki standa. Stöðvist atvinnureksturinn kemur til atvinnuleysis — böls sem ís- lendingar hafa að mestu verið blessunarlega lausir við um ára- tugaskeið. Raunvaxtastefnan á rétt á sér og er raunar sú eina rétta við eðlilegar aðstæður í þjóðfé- laginu, en þeir fjölmörgu sem hafa fjárfest umfram efni á síðustu ár- um og frestað sífellt skuldadög- unum eru nú að komast í þrot. Þessi annars ágæta stefna geldur nú fyrir það, að hún skuli ekki alltaf hafa verið við lýði. Nær allir í þjóðfélaginu hafa gengið á lagið og séð sér hag í því að safna skuldahala. sem rýrnað hefur í verðbólgunni. Það er Ijóst, að verðbólgunni verður ekki útrýmt með raun- vaxtastefnunni einni. Vegna erfið- leikanna sem nú steðja að kann að vera nauðsynlegt að lækka vexti eitthvað, t.d. um 5%, en áfram verður að stefna að því að lánþegar greiði það til baka með eðlilegum kostnaði, sem þeir hafa fengið að láni. Guðjón Ingimundarson hefur um árabil verið ein aðaldrif fjöðrin í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Sauðárkróki. Þaö var þvi vel við hæfi að Guðjón tæki fyrstu skóflustung- una að nýju íþróttahúsi. Það kvað við mikiö lófaklapp þegar Guðjón hafði tekið úr Fjölbraut Gagnfræðaskólans og barnaskólans Myndir: skóflustunguna. Við athöfnina voru m.a. bæjarstjóri, full- Guðni Bjömsson. trúar í bygginganefnd, margir bæjarbúar og fjöldi nemenda Fyrsta skóflustungan Þann I. október var tekin fyrsta skóflustungan að nýju íþróttahúsi Grunnskólans og Fjölbrautar- skólans á Sauðárkróki. Húsið verður samtals 3.030 m2 að stærð, þar af er salurinn I.267 m2. Húsið verður byggt í áföngum þannig að í I. áfanga verður tek- inn fyrir helmingur af sal og % hlutar af búningsklefum, ásamt annarri nauðsynlegri aðstöðu, samtals 1.330 m2. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir rými fyrir um 300 áhorfendur, en um 600 í húsinu fullbyggðu. Mikil umsvif eru og hafa verið í byggingu skólamannvirkja á veg- um Sauðárkróksbæjar á þessu ári. Auk sökkla íþróttahússins verður lokið við innréttingu nýrrar kennsluálmu við Gagnfræða- skólabyggingu, sem einnig er notað af Fjölbrautarskólanum. Þar hafa nú verið teknar í notkun 9 nýjar kennslustofur. Verknámshús Fjölbrautaskól- ans mun verða fokhelt á þessu ári. Þá er einnig verið að innrétta neðstu hæð heimavistar og verð- ur þar rými fyrir 24 nemendur, en þessi framkvæmd var nauðsynleg vegna mikillar aðsóknar að Fjöl- brautarskólanum. Samtals mun verða varið 365 milljónum króna til byggingar skólamannvirkja á Sauðárkróki á þessu ári. Hvergi grund- völlur fyrir at- vinnuleikhús hér á landi — nema til komi verulegir styrkir Málefni Leikfélags Akureyrar og atvinnuleik- húss norðan heiða hafa verið mikið til umræðu að undanförnu. Vegna fjárskorts og skulda- söfnunar var ekki unnt að hefja leikárið á venjulegum tíma, en nú er væntanlegt fjár- framlag frá ríkinu sem ætti að nægja til að rekstur atvinnuleikhússins geti hafist eftir áramótin. Rekstur atvinnuleikhússins hefur gengið brösótt og því spurðum við Guðmund Magnússon, formann Leikfélags Akureyrar hvort yfirleitt væri nokkur grundvöllur fyrir rekstri slíks leikhúss á Akureyri, þar sem markaðurinn væri svo miklum mun minni en á höf uðborgarsvæðinu: — Það má raunar segja, að það sé hvergi grundvöllur fyrir at- vínnuleikhús hér á landi, nema til komi einhverjir og það jafnvel verulegir styrkir. Reykjavík og nágrenni er undir sömu sök seld og TVkureyri í þessum efnum. Þjóðleikhúsið væri ekki rekið á sama hátt og nú er gert nema með verulegum fjárframlögum hins opinbera. Raunar er Þjóðleik- húsið sér á báti hvað styrkveit-- ingar snertir og ég held að ef við fengjum hlutfallslega eitthvað í líkingu við það sem sú stofnun fær, yrðum við ekki í miklum vandræðum með að reka hér at- vinnuleikhús. Ég tel enga goðgá þó að hið opinbera styrki leikhúsin og þá ekki síst hér á Norðurlandi, svo ekki þurfi að sækja allt suður. Á Norðurlöndunum nema styrkir opinberra aðila til leikhúsanna milli 80 og 90% af rekstrarköstn- aði þeirra. Við stöndum Norður- landabúum langt að baki í þess- um efnum. Guðmundur Magnússon. — Nú hefur því verið haldið fram, að illa gengi að samræma atvinnuleiklist og áhugaleiklist. Niðurstaðan hafi því orðið sú hér á Akureyri, að á kostnað van- megnugs atvinnuleikhúss hafi áhugalcikhús nær alveg dottið upp fyrir. Er þetta heppilegt? — Ég tel að áhugamannaleik- hús geti þrifist við hliðina á at- vinnuleikhúsi og við höfum dæmi um það, sem eru Leikklúbburinn Saga og Leikfélag Menntaskól- ans. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar og hef alltaf verið harður á því, að hér verði rekið atvinnuleikhús. Rekstur leikhúss með áhugafólki einu saman var orðinn ákaflega erfiður hér á Ak- ureyri, þegar atvinnuleikhúsið varð til. Fólk hefur einfaldlega ekki tíma frá mikilli vinnu til að sinna leikhúsmálum, sem taka gífurlegan tíma. Það er hreinlega ekki hægt að ætlast til þess til langframa, að fólk vinni fulla vinnu auk yfirvinnu og þurfi svo að stunda æfingar jafnvel 3 tíma á dag í ofanálag. Hér áður fyrr lagði fólk mikið á sig fyrir félags- starfið, en nú er svo margt sem glepur, þannig að fólk gefur sér síður tíma til félagsstarfs en áður. Áður var hægt að ganga að fólki vísu en nú er það mun erfiðara. Sem dæmi má nefna, að það hef- ur verið nokkrum erfiðleikum bundið að fá vant fólk til að koma fram í fyrirhuguðum kabarett, sem settur verður upp til styrktar lekfélaginu. — Má ef til vill segja, að áhug- inn dofni og fólk sé ófúsara að leggja mikið á sig, þegar komið er atvinnufólk jafnframt? — Það kann að vera, en ég held þó að svo eigi ekki að þurfa að vera. Hafi fólk neistann á annað borð dofnar áhuginn ekki. Ég held að það komi alls ekki til greina að skipta alveg yfir í áhugamennsku á ný og teldi það mjög mikið spor aftur á bak. Margir góðir hlutir voru gerðir af áhugafólki I leiklistinni meðan hún var og hét, en atvinnuleik- húsi er ekki hægt að líkja saman við áhugamannaleikhús. — Nú hefur verkefnaval og annar rekstur leikfélagsins nokk- uð verið gagnrýndur. Verða ein- hverjar breytingar þar á? — Við munum taka þetta allt til endurskoðunar. Vafalaust má reka þetta með meira skipulagi og ráðdeild en verið hefur og ég og fleiri höfum látið þá skoðun í ljós, að við ættum að vanda mjög val leikstjóra og verkefna og jafnvel sleppa því að ráða leikhússtjóra í vetur. e I I I I I I I I I I I I I I I I ... að gleyma ekki geðsjúkum Áður en ég týni ntér í ritsmíð þessari ætla ég að koma á fram- færi þakklæti til Kiwanismanna á íslandi fyrir „að gleyma ekki geðsjúkum". Alltof margir gleyma. Of margir hafa gleymst. Það er hafið yfir allan efa að geðrænir sjúkdómar eru með erfiðustu og fyrirhafnarmestu verkefnum heilbrigðisþjónust- unnar á íslandi eins og í nálægunt löndum. Opinberir aðilar vita þetta og skilja oft vanmátt sinn — a.m.k. í orði. Þjóðin viðurkennir þetta í verki, t.d. þegar til hennar er leitað um fjárframlög, og myndarlegar upphæðir hafa safnast til þessara mála frá al- menningi og félögum. Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri fékk að gjöf myndsegulband frá Kiwanishreyfingunni á fs- landi fyrir 5 árum. Heilalínurits- tæki barst sjúkrahúsinu að gjöf frá sömu aðiljum fáum árum síð- ar. Þökk þeim sem þakka ber. Mörg eru sporin í framfaraátt og eftir því sem vísindi og rann- sóknir færa okkur til betri skiln- ings á eðli og lækningamöguleik- urn geðsjúkdóma eins og annarra sjúkdóma, því fleiri óleyst verk- efni koma í Ijós. Lítum til baka þessu til staðfestingar: í íslenskum annálabrotum eftir Gísla Oddsson, Skálholtsbiskup segir svo í þýðingu Jónasar Ráfn- ar: „Ár 1594. Kona nokkur á Hjallasandi (þ.e. undir Jökli) hvarf frá samvistum við annað fólk i heilar 2 vikur; hennar var lengi leitað og fannst hún loks í kofa eða kytru þannig á sig kom- in, að svo er ekki vant að vera um þá, sem lifa við seyru. En það var eins og hún hefði gleymt öllu sínu, stóð hreyfingarlaus alveg utan við sig og þagði sem steinn, þangað til hún rétt kinkaði kolli til þeirra sem þrábáðu hana og áminntu". — Síðan hverfur kona þessi úr íslandssögunni með jafnsnöggum hætti og hún birtist. Margir hljóta að spyrja sig að þv. hvað gerðist fyrir og eftir þessar 2 vikur. Ekki er ólíklegt að konan hafi haft geðklofa, þótt aðrar skýringar geti komið til. Nú á dögum eru margvísleg geðlyf komin til sögunnar, en hvað skyldi hafa verið gripið til ráðs árið 1594? Konan hefur ekki lent á galdrabáli, en skyldi líftóran hafa verið kvalin úr henni á ann- an hátt vegna fordóma og þekk- ingarleysis? Eru veikustu geð- sjúklingarnir mikið betur haldnir á meðal okkar nú tæplega 400 árum síðar? Þegar á heildina er litið er svarið hiklaust já, en sem geðlæknir hlýtur maður að draga það við sig að svara spurningunni játandi á nteðan aðstöðuleysi og takmörkuð geta sjúkrahúsa knýr mann til að vitja sumra sjúklinga í þrönga og óvistlega fangelsisklefa og reyna að vinna traust þeirra við þær aðstæður. —- Það hefur mikið áunnist þegar litið er til þeirra sem eru að jafnaði sjálf- bjarga þrátt fyrir veikindi eða meira og minna stöðug sjúk- dómseinkenni. Valkostum þeirra fer fjölgandi, árangur meðferðar er batnandi með hverjum áratug. Fordómar eyðast smátt og srhátt, vandamálin fá réttari og betri greiningu og þar með er leiðin greiðari að orsökunum, vind- höggin færri þegar höggvið skal að rótum meinanna. Drykkjusýki ergott dæmi um þetta. Nýlega bárust þau válegu tíð- indi frá Danmörk að ólöglegur innflutningur eiturlyfja væri það umfangsmikill að gæsluverðir laga og réttar teldu hann vera orðinn sér ofviða. Við skulum vona að hér hafi árinni verið tekið of djúpt í. Nóg er samt. Ungt fölk í uppreisn gegn hefðum og for- eldraárhifum er of ginnkeypt fyr- ir spennandi eiturefnum hvers- konar til að hægt sé að trúa því að það lærist af sjálfu sér hvað varast ber. Dæmin eru of mörg sem sýna að lærdómur, dreginn af biturri reynslu hættulegra efna, kemur of seint. Eiturlyfjasalar eru Brynjólfur in|>varsson. glæpamenn sem þarf að stöðva hvað sem það kostar. Þeir hugsa og starfa í myrkrinu handan dagsbirtunnar. Þar eru brugguð launráð sem hrekkleysið sér ekki við. Leikurinn er ójafn og dóm- arar verða að flauta og hneppa síbrotamenn í leikbönn. Það leiðir aftur hugann að samviskulausustu spekúlöntun- um á bak við eiturlyfjasölu og dreifingu. Getur verið að purkunarlaus peningagræðgi af- myndi suma einstaklingana meðal okkar á þennan hátt? Eða er alheimsauðvaldið þarna að verki eins og sumir vinstri rót- tæklingar álíta? Eða mannhatarar sem vilja verri heim og meiri þjáningar? Eða fólk með sjúka hugsun sem ræður ekki sjálft yfir gerðum sínum og lendir af tilvilj- un í þessari „atvinnugrein" og veit bókstaflega ekki hvað það er að gera? Eða eru allar þessar or- sakir að verki samtímis og fleiri til? Allur þremillinn er til í dæm- inu. Að lokum skulum við líta okk- ur nær Það sem vantar tilfinnan- legast á Akureyri í málefnum geðheilbrigðisþjónustunnar er sérmenntað fólk. Akureyri hefur ekki aðdráttarafl til að keppa við Reykjavík í þessu efni. Ekki ennþá. Aðdráttarafl gæti aukist með markvissum aðgerðum sem eru á valdi ráðamanna en ekki almennings. Á meðan mannafla vantar er erfitt að byggja upp að- stöðu. Söfnum peningum, kaup- um tækin, tæknivæðum okkur, þá kemur sérmenntaða fólkið til Akureyrar, segja margir. Má vera. Ég get þó ekki varist efa- semdum. Við höfum að vísu veður- sæld fram yfir höfuðborgina og kannski sitthvað fleira, en þeir hafa líka margt fram yfir okkur sem hefur áhrif á búsetu sér- menntaðs fólks eins og annarra. Við skulum samt ekki leggja árar í bát. Næsta stóra skrefið á Geðdeild F.S.A. er uppbygging þjálfunar sem kostar mikla pen- inga. Þar getur t.d. eitt áhald, eins og hefilbekkur, skipt marga sjúklinga höfuðmáli, verið létt átak fyrir alntenning að fjár- magna, en mjög aðþrengdri sjúkrahússpyngjunni þungur i skauti. Tökum því málaleitan Kiwanismanna vel, nú eins og áður. Brynjólfur Ingvarsson Reykhúsum Eyjafirði I I I I I I I J I I I I I I I a ■ s Körfuknattleiksdeild ÆFINGATAFLA: Þjálfari: GARY SCHWARTZ Mánudaga: 4. fl. kl. 4,00 (Glerárskóli) M.fl. kl. 9,00 (Glerárskóli) Þriðjudaga: 3. fl. kl 10,00 (Glerárskóli) M.fl. kl. 6,30 (Skemman) Miðvikudaga: Minibolti kl. 3,00 (Glerárskóli) M.fl. kl. 10.00 (Skeniman) Fimmtudag, M.fl. kl. 9,00 (Glerárskóli) M.fl. kl. 10.00 (Skemman) Fimmtudaga: M.fl. kl. 9,00 (Glerárskóli) Föstudag. 4. fl. kl. 2,45 (Glerárskóli) 3. fl. kl. 3,45 (Glerárskóli) M.fl. kl. 7,00 (Skemman) Ungmennafélagió Dagsbrún varð Eyjafjarðarmeistari í knattspyrnu 1980. Mynd: á.þ. Þór-ÍS um helgina Um næstu helgi mun körfu- knattleikslið stúdenta koma til Akureyrar og leika tvo æfingaleiki við Þór. Fyrri leikurinn verður á laugardag- inn og hefst kl. 15.00 og sá síðari á sunnudag og hefst hann kl. 13.30. Stúdentar hafa á að skipa mjög snjöllu liði og með þeim er einn Banda- ríkjamaður, Mark Coleman. Áhorfendur eru hvattir til að fjölmenna I skemmuna og fylgjast með þessum leikjum. Efnilegur hlaupari GUÐMUNDUR SIG- URÐSSON ÞJÁLFAR LYFTINGAMENN Á frjálsíþróttamótum á Ak- ureyri í sumar hefir 14 ára piitur, Jón Stefánsson (Jón- assonar bóksala) vakið veru- lega athygli fyrir ágætan árangur. Hann hefir sett I sumar 5 ís- landsmet í 14 ára aldursflokki. þ.e. í 1500 m hl. 4:39,0, 2000 m hl. 6:33,5, 3000 m hl. 9:49,6, 2ja mílna hl. 11:32,2 og í 5000 m hl. 17:53,4. Hið síðasta varsett þ. 18. sept. s.l. og var tími hans í 2 mílum millitími í því hlaupi. Miklar vonir eru bundnar við þennan unga íþróttamann og er þess að vænta að hann bæti enn hinn ágæta árangur sinn með ástundun og æfingum. Jón Stcfánsson. Nú s.l. viku hefur Guómund- ur Sigurðsson margreyndur lyftingarmaður úr Reykjavík dvalið hér á Akureyri, og þjálfað akureyrska lyftinga- menn. Lyftingamennirnir létu mjög vel af veru Guðmundar, en hann er mjög fær í sínu starfi og ráöleggur m.a. hollt og árangursríkt mataræði fyrir þessa stráka. Blaðamaður íþróttasíðunnar fylgdist með æfingum hjá Guðmundi, og var hann mjög ákveðinn við strákana, og lagði áherslu á að þeir einbeittu sér allt frá tánum og uppúr. Stund- um heyrðist hann segja að þeir lyftu ekki nógu vel með tánum, sem virtist í fljótu bragði hlægi- legt, en tilfellið er að ef góður árangur á að nást verður sam- spil allra vöðva líkamans, svo og „símakerfi" heilans, að vera I lagi. Á sunnudaginn héldu lyft- ingamenn æfingamót fyrir þá er keppa á Norðurlandameistara- rnóti unglinga sem fram fer í Reykjavík um næstu mánaðamót. Keppendur voru þrír þeir Haraldur Ólafsson, og tvíbur- amir Garðar og Gylfi Gísla- synir, og náðu þeir allir mjög góðum árangri. Guðmundur smyr bak eins kappans með einhverskonar kraftakremi. Mynd: Ó.Á 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.