Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						wmm,

ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS

SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI

RITSTJÓRNARSfMAR: 24166 OG 24167

SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222

RITSTJÓRIOG ABYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON

BLAÐAMENN: ASKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJANSSON

AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON

ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÖHANNES MIKAELSSON

FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON

PRENTUN: DAGSPRENT H.F.

Réttur aldraðra

til sjálfsákvörðunar

Fyrst og fremst er það einstaklingurinn

sjálfur, sem taka skal mið af varðandi stefnu-

mótun í málefnum aldraðra. Nauðsynlegt er

að styðja aldraða og hjálpa þeim, en aldrei má

lama sjálísbjargarviðleitni þeirra. Öldrunar-

þjónusta má aldrei fá á sig neinn ölmusubrag.

Þannig hljóða lokaorð ítarlegrar ályktunar

miðstjórnar Framsóknarflokksins um málefni

aldraðra.

I upphafskafla ályktunarinnar segir m.a.:

„Framsóknarflokkurinn setur það fram sem

markmið sitt í öldrunarmálum, að aldraðir eigi

jafnan völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu

þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Áríðandi

er, að þessi þjonusta sé veitt án tillits til

efnahags eða búsetu og að allir eigi svipaðan

kost á að njóta hennar".

Síðan segir í ályktuninni: „Sérstaka áherslu

ber að leggja á að öldruðum sé gert kleyft að

búa á eigin heimilum og í umhverfi sínu eins

lengi og heilsa og kraftar leyfa, en fái jafnframt

notið nauðsynlegrar þjónustu á stofnunum,"

þegar hennar er þörf.

Þá ber einnig að hafa að leiðarljósi þau

grundvallarmannréttindi aldraðra sem og

annarra einstaklinga í lýðræðisþjóðfélagi,

réttinn til sjálfsákvörðunar, áhrifa og þátt-

töku".

í ályktun miðstjórnar eru síðan teknir fyrir

nokkrir helstu þættir þessara mála og verður

hér aðeins stiklað á stóru. Hlutverk ríkisins

skal vera að annast yfirstjórn öldrunarmála,

tryggja nauðsynlega samræmingu, vinna að

stefnumótun og áætlanagerð og sjá um að

fjármagn til þessa málaflokks verði aukið.

Hlutverk sveitarfélaga skal vera að annast

uppbyggingu og rekstur dvalarstofnana fyrir

aldraða og að annast heimaþjónustu fyrir þá.

Framsóknarflokkurinn vill að átak verði gert

til úrbóta í lífeyris- og tryggingamálum

aldraðs fólks, sem taki mið af því að sem mest-

ur jöfnuður ríki í lífeyrisgreiðslum. Framsókn-

arflokkurinn vill stuðla að því að aldrað fólk

geti búið sem lengst á heimilum sínum og því

umhverfi sem það best þekkir og er þeim

kærast. Lögð verði megináhersla á fjölþætt úr-

ræði í húsnæðismálum aldraðra. Efla þarf

heimilishjálp, heimahjúkrun, gefa öldruðum

kost á litlum, hentugum íbúðum og aðstoð við

viðhald fasteigna.

Varðandi atvinnumál aldraða segir svo í

ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins, að

meiri gaum verði að gefa hvernig verklokum

aldraðra sé háttað. Umskiptin megi ekki verða

of snögg, heldur beri að gefa öldruðum kost á

að draga smátt og smátt úr vinnu og skapa

þeim viðfangsefni við hæfi.

Nú eru páskarnir gengnir í garð

og það væri ekki úr vegi að rifja

ögn upp um sögu þeirra. í bók-

inni Saga daganna, sem Árni

Björnsson tók saman, er að

fínna margvíslegan fróðleik um

þessa sem og aðra merka daga.

Nú er pálmasunnudagur liðinn,

en hann var fyrsti dagur dymb-

ilviku, haldinn til minningar

um innreið Jesú í Jerúalem.

Við skulum fara á vit bókarinn-

ar og fræðast um þessa daga.

Dymbilvika

Hún heitir öðru nafni efsta vika, þ.e.

síðasta vikan fyrir páska. Hún mun

draga nafn sitt af áhaldinu dymbill,

sem notað var í katólskum sið til að

hljóðið yrði drungalegra og sorgleg-

ra (dumbara), þegar hringt var til

guðsþjónustu á þessum síðustu dög-

um föstunnar.

Ekki er hinsvegar alveg ljóst, hvað

dymbillinn var eða hvort nafnið var

notað um fleira en eina tegund út-

búnaðar. Helst var talið, að hann

hafi verið trékólfur, sem settur var í

kirkjuklukkur í stað málms, svo að

hljóðið deyfðist. Þó gæti hann ein-

faldlega verið trékylfa til að berja

með á klukkurnar, eftir að járnkólf-

urinn hafði verið bundinn fastur, svo

að ekki þyrfti að losa hann úr á

hverju ári. En einnig eru sagnir um

einhverskonar tréklöprur framan á

kirkjuþili, sem notaðar hafi verið í

klukkna stað þéssa viku.

Loks er orðið dymbill notað um

háan ljósastjaka, sem stóð á kirkju-

gólfi með fjórum örmum og þrem

ljósum á hverjum auk eins í toppi.

Skyldu Ijós þessi tákna Krist og

postulana og voru notuð í stað ljósa-

hjálma í þessari viku, svo að dimm-

leitara væri í kirkjunni en ella. En

þessi orðskýring er ósennilegri, þótt

sjálfur Árni Magnússon haldi henni

fram.

Kyrra vika er eitt nafn enn á þessu

tímabili, því að þá skyldu menn vera

hljóðari og hæglátlari en nokkru

sinni endranær og liggja á bæn.

Skírdagur

Hann hefur sjálfsagt upphaflega

heitið skírþórsdagur einsog skjær-

torsdag á dönsku og Shere-thursday

á ensku. Þó finnst ekki nema eitt

dæmi um það orð í íslenskum forn-

ritum og er það frá 14. öld.

Ástæðan er vitaskuld afnám dags-

heitanna Týsdagur, Óðinsdagur og

Þórsdagur á 12. öld, hvort sem Jóni •

biskupi Ögmundssyni er þar reíti-

lega um kennt. Hefur vafalaust þótt

meira en lítil goðgá að nefna Þór í

tengslum við svo ginnhelgan dag.

Skírdagur er haldinn í minningu

þess, er Jesú innsetti hina heilðgu

kvöldmáltíð og þó fætur lærisvein-

anna, eftir að hafa snætt páskalamb-

ið eftir þeim. Lýsingarorðið skír

merkir hreinn og nafnið lýtur að

hreinsun sálarinnar, enda var hann

ásamt öskudeginum öðrum fremur

talinn dagur iðrunar og afturhvarfs.

Heimildir eru um það frá 18. og

19. öld, að hnausþykkur rauðseydd-

ur mjólkurgrautur væri hér víða

skammtaður á skírdagsmorgun,

áður en menn fóru til kirkju. Enslík-

ur grautur sýnist lengi hafa þótt

mesta lostæti hér á landi, og er hans

ósjaldan getið sem sérstaks hátíða-

réttar. Hitt er annað mál, að grautui

þessi þótti auka svo vind, að ekki

hefði alténd verið þefgott í kirkjun-

um á skírdag.

Föstudagurinn langi

Hann heitir einnig langafrjádagur

og mun það upphaflegra nafn,'þótt

eldri bókfest dæmi finnist um hitt.

Orðið frjádagur mun semsé eldra en

föstudagur, sem er tilkomið við títt-

nefnda dagheitabreytingu á 12. öld

eða fyrr.

Frjádagur mun fela í sér gyðju-

nafn eða ásynju, sem ólftið á skylt

við þær Frigg og Freyju. Dagurinn

hét á latínu dies Veneris, Venusar-

dagur, og súgermanska gyðja, sem

helst samsvaraði Venusi, hét Fria á

þýsku og Fríg]á engilsaxnesku. Og í

Hauksbók frá 14. öld segir reyndar

berum orðum: „Én hinn 6. dag gáfu

þeir hinni örgu Venu, er heitir Frigg

á dönsku." í samræmi við þetta hét

dagurinn frígedag á engilsaxnesku

og friatac á fornháþýsku, og sjá allir

að ekki er langt milli þess.og frjádags

á íslensku.

Langifrjádagur eða langafrjádag-

ur mun hins vegar kominn til okkar

beint úr engilsaxnesku einsog fleira í

kirkjumáli. Þar hét hann langa fríge-

dág. En aldrei virðist hann hafa heit-

ið vílíku nafni á þýsku, þar sem hann

kallast enn Karfreitag. Orðið hefur

haldist í íslensku við hlið föstudags-

ins langa fram á þennan dag, og mun

það valda, að menn voru hættir að

skilja, hvað frjádagur merkti, þegar

dagheitabreytingin sigraði að mörgu

öðru leyti.

Föstudagurinn langi er til minn-

ingar um hina löngu pínu Krists á

krossinum. Nafnið höfðar sjáanlega

til þess, að dagar mótlætisins þykja

ávallt líða seint. Síðarmeir hafa

menn viljað draga svo ókristilega

ályktun, að kirkjugestum hafi fund-

ist hin langdregna guðsþjónusta

þennan dag svo leiðinleg, að nafnið

sé af því sprottið. Ekki hafi bætt úr

skák, að víða var til siðs að borða

ekkert fyrr en eftir miðaftan á þess-

um degi.

Páskar

Páskadagurinn getur fallið á tíma-

bilinu frá 22. mars til 25. apríl. Sú

regla, sem miðar við tunglmánuði og

jafndægri á vori, var samþykkt á

kirkjuþingi í Nikeu í Litlu Asíu árið

325 e. Kr. Aðrar hræranlegar kirkju-

hátíðir svosem föstuinngangur og

hvítasunna færast til í' árinu með

páskum.

Páskahátíðin er hinsvegar langt-

um eldri meðal gyðinga og var til

löngu fyrir daga Móse, meðan He-

brear voru enn hirðingjar. Var hún

þá haldin til að fagna fæðingu fyrstu

lambanna sem einskonar uppskeru-

hátíð hirðingjanna. Þá átu þeir

páskalambið með viðhöfn einsog

Jesús síðar með lærisveinum sínum.

í Evrópu blandaðist hin kritsjna

páskahátíð mjög saman við eldri

vorhátíðir, sem haldnar höfðu verið -

frá ómunatíð um svipað leyti. Þetta

sannast í einfaldastri mynd á því, að

nafnið páskar er hvorki notað um

hátíðina í þýsku né ensku. Hún heit-

ir þar Ostern og Easter, sem hvort-

tveggja er afsömu rót og orðið aust-

ur, átt sólaruppkomunnar. Var í

þessum löndum lengi togstreita um

það, hvort taka skyldi upp latneska

órðið pascha, en nafn hinnar fornu

vorhátíðar varð ofaná. Sumir hafa

haldiðfram tilveru germanskrar vorr

gyðju, Ostara, sem hefði samsvarað

hinni rósfingruðu morgungyðju Eos

hjá Grikkjum og Aurora hjá Róm-

.verjum. Það er þó enn ósannað mál.

En af þessum samruna eru óteljandi

páskasiðir í Evrópu sprottnir.

Páskaeggjasiðurinn virðist hafa

verið svotil óþekktur hér á landi þar

til í kringum 1920. Líkur benda til,

að Björnsbakarí í Reykjavík hafi

orðið fyrst til að innleiða hann. í

öndverðu tíðkuðust öskjurnar fyrr-

nefndu, en síðan súkkulaðieggin.

Það hefur aldrei orðið algengt hér að

skreyta hænuegg, þótt undantekn-

ingar finnist og þá helst harðsoðin

egg, sem síðar mátti borða.

Fyrir utan hina kirkjulegu athöfn

er naumast hægt að benda á íslensk-

ar venjur eða þjóðtrú, sem öðru

fremur sé tengd páskunum. Helst er

að nefna sólardansinn, en á páska-

dagsmorgun á sólin að dansa af gleði

nokkur augnablik nákvæmlega á

sömu stundu og frelsarinn reis upp

frá dauðum. Sumir segjareyndar, að

þetta gerist ekki nema páskadaginn

beri upp á sama dag í almanakinu og

árið sem Jesús reis upp.

Fáir telja sér hafa auðnast að sjá

sólardansinn, enda á hann að vera

flestum mennskum augum ofviða

sakir birtu og ljóma, svo að þeir fái

þau varla heil síðan. Þó eru til lýsing-

ar á honum, og sagði kona ein gömul

austanúr Hreppum, að hún ásamt

fleira fólki hefði séð, hvernig „sólin

hefði stigið upp og fram og til baka

og farið nokkrar sveiflur í hring.

Þessar hreyfingar sagði hún hefðu

verið endurteknar nokkrum sinnum

og ljóminn, sem stafaði út frá þess-

um hreyfingum hefði verið undirs-

kær og fagur." Þetta átti að hafa skeð

laust eftir 1850. Sagnir um sólardans-

inn eru kunnar í öðrum löndum, en

sumstaðar er hann talinn eiga sér

stað á hvítasunnunni.

f bók Árna er að finna frásagnir af

fleiri merkisdögum ársins. Þetta er

eigulegur gripur fyrir fróðleiksfúst

fólk.

4-BAC^R-6rfáprtí:l982

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16