Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 19

Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 19
16. desember 1983 - DAGUR -19 Raufarhöfn má muna fífil sinn fegri, álíta margir sem þangað koma nú á dögum. Staðurinn ber mikinn svip af því að þar var í eina tíð geysimikil síldarsöltun. Hverri stöðinni á fætur annarri var hróflað upp - ekkert allt of mikið vandað til verksins - enda hámarksgróði háleitasta markmið margra þeirra sem umsvifamestir voru. En þegar síldin hvarf hurfu at- hafnamennirnir og létu Raufarhafn- arbúum eftir hrófatildrin, sem þeir hafa síðan verið að rífa niður smátt og smátt með ærnum tilkostnaði. Auðurinn varð ekki eftir á Raufar- höfn, en þar hefur engu að síður blómstrað mannlíf. Þar vinnur fólk hörðum höndum við að skapa verð- mæti, handa sér og sínum og öllu þjóðfélaginu. Þegar öllum bröggun- um fór að fækka kom í ljós, ef svo má að orði komast, lítið og niðurnítt guðshús. Það hafði staðið innan um allt athafnalífið og sjálfsagt fæstir tekið eftir því, enda hin veraldlegu verðmæti meira verið í hávegum höfð en hin andlegu. En þessi kirkja var reyndar meira en guðshús. Hún var merkileg bygging í sjálfu sér, enda teiknuð af einhverjum frægasta arkitekt sem ísland hefur átt fyrr og síðar, Guðjóni Samúelssyni. Hún er kannski athyglisverðust fyrir það hversu gífurlega ólík hún er öðrum verkum arkitektsins, Þjóðleikhús- inu, Háskólanum og Akureyrar- kirkju, svo einhver séu nefnd. Rauf- arhafnarbúar rifu síldarbraggana en endurreistu kirkjuna sína. Frá því sagði m.a. séra Guðmundur Orn Ragnarsson, sóknarprestur á Rauf- arhöfn, í grein í Degi fyrir rösklega þremur árum. Við rifjum upp þessa sögu hér á eftir. -H.Sv. „Hér á Raufarhöfn er steinkirkja sem reist var 1927 eftir teikningu Guð- jóns Samúelssonar. Hún var vígð 1. janúar 1928. Haustið 1978 tók ég við prestsembætti hér en þá hafði staðið umræða um framtíð kirkjuhússins í nokkur ár, eða síðan 1975. En á því ári var kirkjan orðin svo illa farin af veðri og vindum að hún þarfnaðist endur- uppbyggingar eða hún varð að víkja fyrir nýrri kirkju. Ýmsir vildu nýtt kirkjuhús þar sem hið gamla var svo illa farið. Kirkjan hafði verið óeinangr- uð frá upphafi enda tíðkaðist ekki að einangra kirkjur. Ofnar voru notaðir til upphitunar en aðeins fyrir athafnir. Við notkun kirkjunnar höfðu því tíðar og miklar hitasveiflur talsverða raka- myndun í för með sér sem aftur olli fúa í tré. Svo var hitt að 1928 stóð kirkjan í miðri húsaþyrpingunni á staðnum. En nú hafði sú gamla byggð verið að mestu lögð undir síldarplön og síldar- bragga sem reyndar ryð og fúi eyða nú. En íbúðarhúsabyggð færst mjög til suðurs. Stóð nú kirkjan utan við byggðakjarnann. En fleiri, og það mikill meirihluti íbúa hér, eins og kom í ljós þegar gerð var markviss skoðana- könnun, vildu endurbyggja kirkjuna sem er sérstaklega fallegt hús. Enda teiknuð af einum besta arkitekt sem ís- lendingar hafa átt. t>á stendur kirkjan á mjög fögrum stað. Síldarbraggar sem vonandi hverfa hið fyrsta afskræma þó fagurt umhverfi. Síðast en ekki síst má geta þess að þegar siglt er inn í höfnina hér, þessa stórkostlegu höfn náttúrunnar, þá blasir kirkjan við beint fram undan stefni skipsins. Um áratugaskeið var rautt innsiglingarljós í kirkjuturninum. Kirkjan hefur því löngum boðið sjó- menn velkomna hingað. Haustið 1978 var því ákveðið að endurreisa kirkjuna og var hafist handa þegar í stað. Smiðir frá Tré- smiðjunni Borg á Húsavík komu hér í byrjun október og skiptu um þak á kirkjuhúsinu og múrarinn Óskar Stef- ánsson á Raufarhöfn, tók til við múr- verkið. Síðan var unnið stöðugt í kirkj- unni um veturinn og var svo langt kom- ið um vorið að hægt var að taka hana í notkun á ný. Raufarhafnarkirkja var aftur tekin í notkun 3. júni 1979 á hvítasunnudag og sýndi biskup íslands okkur þann heiður að vera hér við at- höfnina og predika. Einnig þjónaði biskup fyrir altari ásamt prófasti Þing- eyjarprófastdæmis séra Sigurði Guð- mundssyni, sóknarprestinum á Skinna- stað, séra Sigurvini Elíassyni og mér sjálfum. Á afskekktum stöðum ganga allar stórar framkvæmdir hægt og eru mjög dýrar og erfiðar vegna slæmra sam- gangna. Nú brá svo við að endurbygg- ing Raufarhafnarkirkju gekk eins og í sögu. Allt lagðist á eitt um að fram- kvæmdin gengi vel. Það skal tekið fram að sóknarnefndin hér er líklega ein sú besta á landinu. Og þau rösklega eitt hundrað heimili sem hér eru í sókn gáfu hvert og eitt fé og vinnu fyrir tugi þúsunda króna. Áður en til viðgerðar- innar kom hafði ekki verið messað í kirkjunni um þriggja ára skeið. En messur fóru fram í skólanum. Þó fóru útfarir fram í kirkjunni vegna þeirrar sérstöðu sem slíkar athafnir hafa. En á meðan hin vetrarlanga viðgerð stóð yfir höfðu menn áhyggjur af þeirri stöðu sem kynni að koma upp ef dauðsfall yrði. En enginn dó þennan vetur og ekki fyrr en nokkrum dögum áður en kirkjan var tekin formlega aftur í notkun og var þá hægt að jarða frá kirkjunni og strax á eftir urðu hér nokkrar útfarir. Erum við Raufarhafn- arbúar ekki í vafa um að Drottinn byggði húsið - þar vorum við ekki ein að verki.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.