Dagur - 10.02.1989, Blaðsíða 15
10. febrúar 1989 - DAGUR - 15
íþróttir
Alpatvíkeppni 15-16 ára:
Fyrsta skíðamót
í I níðarljaili
- núna um helgina
Fyrsta punktamót vetrarins á
Akureyri verður haldið í Hlíð-
arfjalli um helgina. Það er
alpatvíkeppni í flökki 15 og 16
ára og verður keppt bæði á
laugardag og sunnudag.
Keppnin hefst á laugardag kl.
10 með svigi stúlkna og stórsvigi
pilta. Á sunnudag hefst keppnin
einnig kl. 10 og er þá keppt í svigi
pilta og stórsvigi stúlkna.
Verðlaunaafhendingin fer síð-
an fram að Skíðastöðum kl.
15.00 á sunnudag.
Stjörnuleikur KKÍ:
Valur og Ejjólfur í
stjömuliði landsins
- gegn suðurnesjaúrvali
Landsliðsnefnd KKÍ stendur
fyrir stjörnuleik nk. sunnu-
dagskvöld í Iþróttahúsinu í
Keflavík og munu þar etja
kappi úrvalslið Suðurnesja og
úrvalslið frá öðrum iandshlut-
um. Auk þess verða ýmsar
uppákomur, s.s. troðslukeppni
og 3ja stiga skotkeppni. Valur
Ingimundarson og Eyjólfur
Sverrisson Tindastóli hafa verið
valdir í úrvalslið landsins, auk
þess sem þeir keppa í 3ja stiga
skotum, og Haraldur Leifsson
Tindastóli mun keppa í troðslu-
keppninni.
Keppni í þriggja stíga skotum
hefst á undan leiknum, kl. 19.15,
og leikurinn hefst kl. 20.15. í
hálfleik fer síðan troðslukeppnin
fram.
í liði Suðurnesja eru leikmenn
úr þremur liðum, Njarðvík, Kefla-
vík og Grindavík. Auk Vals og
Eyjólfs í úrvalsliði landsins eru
Matthías Matthíasson og Tómas
Holton Val, Sturla Örlygsson ÍR,
KR-ingarnir Ólafur Guðmunds-
son, Birgir Mikaelsson og Guðni
Guðnason og Haukarnir Henn-
ing Henningsson og Pálmar Sig-
urðsson. -bjb
Það verður í nógu að snúast hjá Eyjólfi Sverrissyni um helgina. Á laugardag
keppir Tindastóll við KR í Bikarkeppninni og á sunnudag keppir hann með
Úrvalsliði landsins gegn Suðurnesjaúrvali.
Staðan í Flugleiðadeildinni
Flugleiðadeildin í körfubolta
Ameríkuriðill:
Njarðvík
Grindavík
Valur
Þór
ÍS
Evrópuriðill:
ÍBK
KR
Haukar
ÍR
Tindastóll
2119- 2 1847:1544 38
22 14- 8 1775:1659 28
21 12- 9 1791:1647 24
20 2-18 1552:1891 4
21 1-20 1320:1946 2
20 15- 5 1723:1482 30
21 15- 6 1656:1522 30
21 11-10 1848:1726 22
22 11-111720:1708 22
21 5-16 1711:1838 10
Stigahæstir: Stig
Valur Ingimundarson, Tindast. 558
Eyjólfur Sverrisson, Tindast. 486
Guðmundur Bragason, Grindav. 445
Pálmar Sigurðsson, Haukum 431
Teitur Örlygsson, Njarðvík 407
Guðjón Skúlason, ÍBK 386
Konráð Óskarsson, Þór 377
Tómas Holton, Val 375
Ekkert verður leikið í Flug-
leiðadeildinni um helgina
vegna Bikarkeppni KKI. Þar
tckur m.a. Tindastóll á móti
KR á Sauðárkróki á morgun
laugardag.
Jóhannes Baldursson frá Akureyri keppir á punktamótinu í Iilíðarfjalli um
helgina. Mynd: TLV
Handknattleikur:
Þór
keppir við
bestu lið
landsins
— á fjölliðamóti 2. flokks
Strákarnir í 2. flokki Þórs
standa í stórræðum um helg-
ina því þeir leika í 1. deild
síns aldursflokks á Akur-
eyri. Keppnin hefst á föstu-
dagskvöld og verður fram
haldið á laugardag og
sunnudag.
Ásamt Pórsurum mæta
bestu 2. flokks lið landsins.
Pað eru lið Stjörnunnar, ÍR,
FH, Fram og Vals eða Vík-
ings. Flestir piltanna leika
með meistaraflokksiiðum fé-
laga sinna þannig að búast má
við hörkuviðureignum í Höll-
inni um helgina.
Það er því vert að hvetja
fólk til að mæta í íþróttahöll-
ina til að sjá handknattleik,
eins og hann er leikinn bestur,
í þessum aldursflokki.
Norðurlandamótið í lyftingum:
Undirbúningur gengur vel
- segir Haraldur Ólafsson lyftingakappi
Undirbúningur undir Norður-
landamótið í lyftingum sem
haldið verður á Akureyri um
miðjan aprflmánuð er nú haf-
inn af fullum krafti.
Að sögn Haraldar Ólafssonar
lyftingakappa, sem hefur veg og
vanda að undirbúningnum fyrir
hönd LRA, eru margir þegar
búnir að bjóða fram aðstoð sína
vegna þessa móts og þó nokkrir
þeirra hafa ekki verið neitt
tengdir lyftingum áður. „Það er
ánægjulegt til þess að vita að
Norðlendingar eru tilbúnir að
leggja hönd á plóginn til þess að
gera mótið sem glæsilegast úr
garði þannig að mót og móts-
stjórn verði okkur til sóma,“
sagði Haraldur.
Búist er við að allar Norður-
landaþjóðirnar sendir þátttöku-
sveitir og þá má búast við að
keppendur verði um 40 á mótinu.
Að vísu var einhver uggur í Finn-
um því þeir töldu ekki líklegt að
hægt væri að halda mótið utan
Reykjavíkur. „Við ætlum hins
vegar að sýna þeim að Akureyr-
ingar geta haldið alþjóðlegt mót
á glæsilegan hátt,“ sagði Harald-
ur Ólafsson.
Norðurlandamótið er haldið
árlega en það var seinast haldið
hér á landi 1983 og þá í Reykja-
vík. Síðan þá hefur það ekki ver-
ið inni í myndinni að íslendingar
héldu mótið þar til nú að LRA
bauðst til að vera framkvæmda-
aðili að mótinu.
Að ýmsu þarf að hyggja þegar
haldið er svona stórt mót. Það
þarf að sérbyggja keppnis- og
æfingapall og sjá um að fjár-
magna allar framkvæmdir tengd-
ar mótinu. Lyftingasamband
íslands er umsjónaraðili að mót-
inu en Lyftingarráð Akureyrar er
framkvæmdaaðili á keppnis-
staðnum, þ.e. Akureyri.
Haraldur hefur annars í nógu
að snúast. Hann keppir á lyft-
ingamóti sem sýnt verður í beinni
útsendingu á Stöð 2 á laugardag.
Haraldur Ólafsson keppir í beinni útsendingu á Stöð 2 á morgun, laugardag.
Hann er nú á fullu að undirbúa NM-mótið í lyftingum sem verður á Akureyri
í apríl.
Þar keppa auk Haraldar Þorsteinn'
Leifsson og gamla kempan Guð-
mundur Sigurðsson. Má búast
við hörkuátökum og góðum lyft-
um því allir þrír eru þekktir
keppnismenn.
Ásta í Þór
Kvennaliði Þórs bætist góð-
ur liðstyrkur næsta sumar
því Ásta Baldursdóttir fyrir-
liði FH mun leika með lið-
inu í 1. deildinni næsta
sumar.
Ásta kemur hingað með
unnusta sínum Leifi Garðars-
syni sem mun leika með Þórs-
urum í 1. deildinni næsta
sumar.
Ásta var fyrirliði FH-liðsins
í fyrra og var þar að auki kos-
inn besti leikmaður liðsins eft-
ir keppnistímabilið síðasta
haust.
Ásta Baldursdóttir.