Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						6 - DAGUR - Fimmtudagur 27. apríl 1989
Trésmíðaverkstæði í kjallara í Mosfellsbæ:
í smíðju orgelsmiðsins
Björgvins Tomassonar
- fyrstu orgelin komin upp í tveimur kirkjum í Eyjafjarðarsýslu.
í bflskúr einum í Mosfellsbæ er nú starfrækt dálítið sérstakt
verkstæði. Þar vinna tveir menn fullan vinnudag, og rúmlega
það, við að smíða pípuorgel. Yfirsmiðurinn er Björgvin Tóm-
asson, orgelsmiður, en hann hefur nýlokið við að smíða 9
radda pípuorgel í Ólafsfjarðarkirkju og hafði þar áður smíðað
lítið pípuorgel í Akueyrarkirkju. Þessi tvö orgel eru fyrstu
hljóðfærin sem hann smíðar í eigin nafni frá því hann kom frá
námi í orgelsmíði í Þýskalandi en auk þess að smíða orgel fæst
hann einnig við stillingar og lagfæringar á pípuorgelum.
Björgvin segir að sér þyki mjög ánægjulegt að tvö sín fyrstu
hljóðfæri skuli hafa farið í sömu sýsluna en bætir því hlæjandi
við að kaupendurnir njóti líka góðs af því vegna þess að fyrir
vikið hafi hann stillt verðinu verulega í hóf.
„Ég tók því nú eiginlega ekki smíði í fjögur ár að afloknu
alvarlega þegar þeir í Ólafsfirði sveinsprófi.
og á Akureyrí færðu það í tal við
mig að smíða orgel. Maður vildi
bara ekki trúa því að maður fengi
tækifæri svo fljótt eftir námið,"
segir Björgvin. Fag sitt lærði
hann á 8 árum í Þýskalandi, fyrst
var hann á samningi hjá meistara
í fjögur ár og tók jafnframt bók-
legt nám fyrir hljóðfærasmiði en
síðan vann hann ytra við orgel-
„Þetta byggist mjög mikið á
reynslunni. Þrátt fyrir að maður
viti hvernig á að gera hlutina og
hvernig þeir virka þá felst reynsl-
an í því að sannprófa þetta allt
sjálfur og taka þátt í smíðum og
uppsetningu á hljóðfærunum. En
síðan verður þetta meira „rút-
ína" þegar frá líður."
Yildi sanna að hægt væri
að smíða orgel hérna
„Nei blessaður vertu, það gat ég
ekki hugsað mér eingöngu,"
svarar Björgvin þegar hann er
spurður hvort hann hafi meira
stefnt á viðgerðir og stillingar
þegar hann kom heim eftir
námið. „Nei það að gera við ein-
hver eldgömul og illa farin hljóð-
færi er eiginlega leiðinlegri hluti
starfsins. Mér finnst skemmti-
legra að fást við nýsmíðina."
Og Björgvin heldur áfram að
ræða um starfið ög þörfina fyrir
kunnáttu á pípuorgelum hér á
landi. „Ég vissi að hér væri vönt-
un á svona manni, einhverjum
sem einbeitti sér að pípuorgel-
um. Hér hafa verið menn sem
eru í píanóum og orgelum jafn-
framt en hér á landi hefur ekki
skapast sú hefð sem er úti í
Þýskalandi þar sem menn láta
líta reglulega á pípuorgelin.
Hérna hefur maður verið að
koma að hljóðfærum sem á að
Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5
Akureyringar - Nærsveitamenn
Úvalid er hjá okkur
Komið og vcrslið í okkar
stórglæsiletga kjötborði
T.d.: Svínarif í Bar-B-Q-sósu • Fyllt svínasíða.
Kry'ddlegnar lambaframhryggssneiðar • Fyllt sælkeralæri
Ekki má gleyma okkar stórglæsilega salatbar.
MatreiÖslumaöur gefur faglegar ráðleggingar.
TILBOÐ * TILBOÐ * TILBOÐ
Lambakrebenettur á aðeins 598 kr. kg.
Látið sjá ykkur *
Verið velkomin
E
Hrísalundur
stilla og það er kannski allt annað
nauðsynlegra, hljóðfærin eru
mörg hver í því ástandi að maður
verður að eyða mörgum dögum í
viðgerðir áður en hægt er að huga
að stillingum."
Þegar talað er um pípuorgel
dettur mönnum fyrst og fremst í
hug kirkjuhljóðfæri. Björgvin
segir að í flestum tilfellum sé
pípuorgelin að finna í kirkjunum
en þó séu þess dæmi að organist-
ar eigi sjálfir pípuorgel. En í
hvernig ástandi eru þau pípuorg-
el sem eru í kirkjum landsins.
Þarf víða að taka til hendi?
„Mér finnst ástandið víða bág-
borið. Þessi hljóðfæri eru hins
vegar ekki ónýt enda þarf mikið
að vera að þeim til að svo sé. Það
er alltaf hægt að gera þau upp en
spurningin er hversu mikið þú
vilt leggja í uppgerðina. Mér
finnst sá hugsunarháttur ríkjandi
hjá íslendingum að ef hluturinn
er farinn að láta á sjá þá sé best
að henda honum og kaupa nýtt.
Þetta finnst mér alltof ríkjandi
hér á landi og einmitt þess vegna
þótti mér virkilega vænt um að
Ólafsfirðingar og Akureyringar
báðu mig um að smíða hljóðfæri
þó þeir hefðu aldrei sé hljóðfæri
eftir mig. Með þessu sýndu þeir
mér mikið traust en vildu jafn-
framt styrkja það að þessi
atvinnugrein fengi að sanna sig
hér heima. Ef ég ætti að fara
reikna tímakaupið við þessi tvö
hljóðfæri þá yrði það ekki hátt en
fyrir mig var aðalatriðið að sanna
að hérna væri þetta líka hægt,"
segir Björgvin.
Landsbyggðarfólkið leitar
meira til mín
Björgvin hefur nú þegar einn
mann í vinnu hjá sér. Sá er Peter
Fuchs, Þjóðverji sem útskrifaðist
á sama tíma og Björgvin úr nám-
inu. Þessa dagana er stund milli
stríða hjá þeim félögum, orgelið í
Ólafsfjarðarkirkju er komið í
notkun en undirbúningur að nýju
orgeli fyrir Fáskrúðsfjarðarkirkju
að hefjast. En sér Björgvin fyrir
sér að hann geti byggt þessa
smíði sína svo upp að hann ráði
fleiri menn í vinnu?
„Ég er viss um að ég gæti haft
tvo til þrjá menn í vinnu og skilað
þannig hljóðfærunum miklu fyrr.
Núna er afgreiðslufrestur á hljóð-
færi frá mér hartnær tvö ár enda
hef ég núna fengið pöntun fyrir
tveimur minni orgelum á næsta
ári. Sjálfsagt þætti mörgum í iðn-
aði gott að hafa tvö ár planlögð
fram í tímann.
Margir hafa samband við mig
og spyrjast fyrir um orgel en ég
veit líka að margir snúa sér beint
til útlanda og þá mest til Dan-
merkur. Reyndar er ekki sama
hvar fólk er. Ég hef orðið var við
að það er meira landsbyggðar-
fólkið sem leitar til mín um að
smíða orgel, Reykvíkingarnir
snúa sér frekar annað. Kannski
er samheldnin betri hjá fólkinu
úti á landi og ákvarðanirnar í
sóknunum einfaldari. Það að
safna fyrir nýju orgeli á stöðunum
úti á landi er miklu einfaldara
heldur en í þessu stóru sóknum í
Reykjavík.
Oft teknar rangar
ákvarðanir
Talinu er nú vikið að kirkjubygg-
ingunum sjálfum og vali á pípu-
orgeli eftir stærð húsanna.
Björgvin staðfestir að mikilvægt
sé að rétt sé staðið að vali á
hljóðfærum í kirkjurnar og oft á
tíðum sé fólk að velja pípuorgel
inn í kirkjur af mikilli vankunn-
áttu. Þess séu jafnvel dæmi að
keypt hafi verið margraddað pípu-
orgel í kirkju sem ekki rúmaði
meira en minnsta orgel.    ^
„Maður ergir sig oft yfir því
þegar fólk er að taka svona
ákvarðanir án þess að leita sér
ráðlegginga. Oft ræður þarna
vankunnátta en sérstaklega finnst
mér þó ergilegt þegar organistar
eru farnir að tala um einhverjar
ákveðnar raddir inn í kirkjur
sínar. Þessu ræður bara einfalt
lögmál."
Eitt af því sem ræður miklu um
hvernig hljómburður er í kirkjum
er hvernig efni eru notuð á gólf
og bekki. Björgvin segir að því
miður sé sú árátta hér á landi að
teppaleggja kirkjugólfin og drepa
þannig niður hljómburðinn.
„Það er aldrei leitað til fag-
manna þegar ráðist er í fram-
kvæmdir af þessu tagi. Það er sök
sér með bólstrun á bekkjum
vegna þess að þegar kirkja er
fullsetin fólki þá dempar fólk
meira hljóminn en hins vegar eru
teppin mun alvarlegri hlutur. Ég
yrði feginn því ef fólk leitaði ráða
til mín eða annarra fagmanna
vegna þess að allur tónlistarflutn-
ingur  í  húsum  með  góðum
	tep;    j^m
1^.35,	jf^l
!	i*f  f     i   1
A vígsluhátíðinni voru samankomnir í Ólafsfjarðarkirkju núverandi þjón-
andi prestur ásamt fjórum fyrrverandi prestum í Ólafsfirði. Frá vinstri: Séra
Úlfar Guðmundsson, séra Kristján Búason, séra Einar Sigurbjörnsson, séra
Svavar Alfreð Jónsson og séra Hannes Örn Blandon.
Mynd: Óskar Þór Sigurbjörnsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12