Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						8'- DAGUR - Föstödagur 15. desémber 1989
Sagajólatrésins:
Sívalur staur með álmum
skreytt með lyngi og eini
- algengt á Islandi á fyrri hluta þessarar aldar
Jólatréð er nú orðið ómissandi þáttur í jóla-
haldi á íslandi. Það er líka tákn jólanna um
allan hinn kristna heim og víðar. Fáar heim-
ildir eru til um sögu þessa siðs en í bók Árna
Björnssonar þjóðháttarfræðings, Jól á Islandi
er saga jólatrésins rakin.
Árni segir jólatréð tiltölulega
nýkomið til sögunnar sem slíkt
og ekki meira en 100 ár síðan
það varð algengt í Evrópu í lík-
ingu við það sem það er nú.
Fyrsta heimild um jólatré er frá
Strassburg árið 1605 en þar er
þess getið að í herbergi hafi ver-
ið stillt upp grenitré á jólakvöld
og á það hengt epli, oblátur og
gylltur pappír. í lok 17. aldar
finnast fleiri heimildir um jólatré
í Þýskalandi en á mynd frá Nur-
berg frá aldamótunum 1700 er
sýndur eins konar vöndur af
laufgreinum sem stungið er nið-
ur í vatnsker. Á því hanga smá-
hlutir, epli, kökur og englamynd-
ir. Fyrir utan þetta er næstum
því alltaf talað um grenitré eins
og tíðkast í dag.
Ræturnar liggja í
fomri trjádýrkun
Það var ekki fyrr en eftir alda-
mótin 1800 að jólatréssiðurinn
breiðist  út  á  Norðulöndum.
Fyrsta jólatré mun hafa komið til
Kaupmannahafnar skömmu eftir
aldamót og litlu síðar til Svíþjóð-
ar. Um miðja 19. öld hefur siður-
inn náð verulegri útbreiðslu á
Norðurlöndum. Kemur hann
fyrst fram í borgum eins og í
Þýskalandi en berst þaðan út til
sveitanna og almúgans í borgum
og sveitum.
Flest er á huldu um uppruna
jólatrésins. Talið er að rekja
megi elstu rætur þess til ein-
hverskonar trjádýrkunar, en í
Róm var siður í fornöld að
skreyta hús sín um nýárið með
grænum greinum eða gefa þær
hver öðrum sem þótti gæfu-
merki. Frá því um 1100 voru
kristnar hugmyndir um skiln-
ingstré góðs og ills teknar upp í
helgileikjum bæði innan sem
utan kirkjunnar. Þar á meðal var
fjallað um sköpun mannsins,
syndafallið og burtreksturinn úr
aldingarðinum Eden. Stóð skiln-
ingstréð þá tíðast á miðju svið-
inu, það var grænt tré og héngu
á því epli og borðar. Líktist það
talsvert jólatré nema á það vant-
aði kertin.
Víða ógerlegt að ná
í grenitré á íslandi
Árni segir í bók sinni að fyrsta
jólatré  muni  hafa  borist  til
íslands í kringum 1850 en þó
aðeins í einstaka staði í kaup-
stöðum. Eftir það hafi siðurinn
breiðst afar hægt út og ekki orð-
ið algengur að neinu marki fyrr
en komið var fram yfir aldamót. í
jólablöðum „Unga íslands" á
fyrstu áratugum aldarinnar var
rekinn mikill áróður fyrir því að
allir væru með jólatré, lesendum
var kennt að búa til skraut á það
og annað þess háttar. í raun tel-
ur Árni það eðliegt að siðurinn
hafi ekki fest fljótt rætur á ís-
landi því víðast hvar hafi verið
ógerlegt að verða sér úti um
grenitré en snjallir menn kunnu
ráð við því. Víða fundu menn sér
mjóan staur, sívalan eða
strengdan sem stóð á stöðugum
fæti. Á hann voru negldar álmur
eða boraðar holur í hann og
álmunum stungið í. Voru þær
lengstar neðst en styttust upp-
eftir. Á þeim voru jólakertin látin
standa og oftast var tínt sortu-
lyng, beitilyng eða einir og tréð
skreytt með því. Veit Árni dæmi
um að slík jólatré sem lýst hefur
verið, hafi verið notuð á svo til
hverjum bæ í Dalasýslu fram til
ársins 1940 að byrjað var að
flytja erlend jólatré inn í stórum
stíl.
Önnur tíð
Nú er svo komið að jólatré eru
sett upp á vel flestum heimilum,
a.m.k. þar sem börn eru. Skóg-
ræktarfélag Eyfirðinga bjóst t.d.
við að selja nálægt 2000 tré fyrir
þessi jól. Skrautið sem nú er sett
á trén á lítið skylt með sortulyngi
og rafmagnsljós eru komin í stað
kertaljósa.      VG tók saman.
Grftaferí
Einu sinni sem oftar þurfti Grýla
gamla að fara til læknisins, hans
Sprautu Trölla í Læknamiðstöð-
inni í Hofsjökli. Grýla átti það
nefnilega til að fá gigtarköst og
nú vildi hún fá bót á því fyrir
1000 ára afmælið sítt sem var á
næstunni. Sprautu Trölli sagði
að hún yrði að endurhæfa sig,
stunda leikfimiæfingar og iðka
sund.
Næstu tvær vikur lærði svo
Grýla gamla að synda. Það er
sögn  allra  fræðimanna,  fræði-
trölla og visindadverga að sund-
lagið hennar Grýlu eigi ekki
neina hliðstæðu í víðri veröld.
Sumir segja, að það líkist einna
helst sundlagi sæskjaldbökunn-
ar.
í leikfimitímunum var Grýla
fremur óþekk, það álitu að
minnsta kosti flestir sem til sáu,
en sannleikurinn var nú sá, að
Grýla gamla var ekkert að leggja
sig fram í því að læra hvor fótur-
inn er sá vinstri eða hægri. Það
sama átti við um handleggina.
JVu er Grýla farín að trímma. Hér er hún í leikfiminni
Hún rak bara þann upp í loftið í
það skiptið, sem henni líkaði
best. Hún nennti ekkert að sinna
skipunum eins og þessum:
Hægri fót til hliðar, eða: Vinstri
handlegg upp. Hún brölti venju-
lega eitthvað á báðum fótum og
sveiflaði handleggjunum báðum
í senn.
En Grýla liðkaðist smám sam-
an i öllum liðamótum og það
skipti nú mestu máli.
Fyrsta kvöldið, sem Grýla
skokkaði kringum Hofsjökul með
Sprautu Trölla var hún klædd
þremur peysum og fjórum
pilsum. Þau urðu að koma við í
Kerlingafjöllum og biðja menn-
ina sem stjórna skíðaskólanum
þar, um hressingu. Að öðrum
kosti hefði Grýla aldrei komist
alla leið, af því að hún var allt of
mikið klædd. Það var komið
langt fram á nótt, þegar þau
komust loksins hringinn og heim
í læknamiðstöðina. Sprautu
Trölli var þá orðinn svo reiður að
hann varð að rífa upp á sér
munnvikin með fingrunum til
þess að Grýlu gömlu sýndist
hann brosa þegar hann bauð
henni loksins góða nótt.
Svona næturgaman gat auð-
vitað ekki gengið, Lukka læknis-
frú tók til sinna ráða og saumaði
þennan fína íþróttagalla handa
Grýlu gömlu. Nú gekk henni
ágætlega að skokka með Sprautu
Trölla á kvöldin. Mest dáðist
hann að skotthúfunni sem kon-
an hans hafði saumað. Hún var
með hvítum dúski sem hossaðist
upp og niður á herðunum henn-
Teikningar e.
Bjarna Jónsson.
Sprautu Trölli læknir tekur á móti Grýlu gömlu, hjá læknamiðstöðinni i
Hofsjökli.
ar Grýlu gömlu, þegar hún þandi
sig yfir sandana.
Smám saman hætti að braka í
liðarriótunum hennar Grýlu og
hún yngdist upp og liðkaðist,
eins og Sprautu Trölli hafði sagt
fyrir. Svona er hægt að endur-
hæfa sig þó maður sé orðinn
gamall. Sjálfur léttist Sprautu
Trölli um sjötíu og fimm kíló.
Hann laumaðist til að horfa á sig
í stórum gljáfægðum ísspegli,
þegar enginn sá til, nema þá
Lukka læknisfrú. Yfirlæknirinn
þandi brjóstið og spennti vöðv-
ana á handleggjunum, svo þeir
urðu harðir eins og grjót. Hann
brosti sælu brosi framan í sjálfan
sig og hugsaði um hve hollt væri
að trimma með Grýlu gömlu
kringum Hofsjökul. Mest þótti
honum þó gaman að doka við hjá
mannfólkinu í Kerlingafjöllum á
hverju kvöldi. Mennirnir sem
stjómuðu skíðaskólanum þar,
voru strax búnir að bjóðast til að
kenna honum á skíðum.
En þá kom dálítið leiðinlegt
fyrir: Lukka læknisfrú varð svo
afbrýðisöm út í Grýlu gömlu að
hún hætti að geta sofið á nótt-
inni. Sprautu Trölli sagði Lukku
þá loksins einn daginn, að það
væri eina ráðið að drífa sig í
skokkið með þeim Grýlu gömlu.
Á þann eina hátt myndi afbrýði-
semin læknast. Síðustu kvöldin
slógust ein tuttugu tröll og trölla-
börn í hópinn og hlupu hring-
inn í kringum Hofsjökul í kvöld-
rökkrinu.
Allir voru ánægðir og fannst
gaman að trimma. - Kuldaboli
og Kári vindakóngur urðu svo
hissa, þegar þeir sáu hlauparana
að þeir störðu dáleiddir á þá ofan
af jöklinum. Þeir gleymdu sér
alveg og nenntu ekki að gera
áhlaup á tröllin niður á sandana.
Þess vegna var hlýtt og kyrrt
þetta sumar uppi á Öræfunum og
iíka niðri í Mannabyggðum.
Úr bókinni Hátíð í Grýlubæ e.
Kristján Jóhannsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20