Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Föstudagur 1. maí 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Körfuknattleikur:
Laugaskólí missir 1. deildarsætiðvegna ólöglegs leikmanns
í fyrrakvöld tók dómstóll
Körfuknattieiksráðs Reykja-
víkur fyrir kæru frá Bolvíking-
um á hendur íþróttafélagi
Laugaskóla (ÍFL) fyrir að hafa
notað ólöglegan leikmann í
úrslitakeppni 2. deildar
íslandsmótsins í körfuknattleik
sem lauk fyrir skömmu. Eins
og fram hefur komið varð ÍFL
sigurvegari í deildinni og
hreppti sæti í 1. deild en dóm-
stóllinn komst að þeirri niður-
stöðu að liðið hefði notað
ólöglegan leikmann sem þýðir
að það niissir bæði 1. sætið og
sæti í 1. deild á næsta tímabili.
Leikmaðurínn  sem  hér  um
ræðir heitir Sveinbjörn Sigurðs-
son og sagði Siguröur Valur Hall-
dórsson, formaður dómstóls
Körfuknattleiksráðs Reykjavík-
ur, að niðurstaðan hefði verið
einróma þar sem Sveinbjörn
hefði aldrei skipt í ÍFL. Hann lék
áður með Grindvíkingum en
ekkert á síðustu tveimur keppnis-
tímabilum. ÍFL getur áfrýjað
dómnum til dómstóls KKI og
hefur viku frest til þess.
Verði þetta endanleg niður-
staða þarf að taka upp keppni í 2.
deild á nýjan leik. Bolvíkingum
var dæmdur 2:0 sigur í viðureign-
inni við ÍFL og við þau úrslit fær-
Handboltamót á Húsavík:
AIls mæta 430 börn til 90 leikja
Stærsta handboltamót sem
haldið hefur verið utan Reykja-
víkur verður á Húsavík um
helgina. Um er að ræða Toyota-
mótið þar sem um 430 börn á
aldrinum 8 til 14 ára munu
keppa, 34 lið munu leika alls
90 leiki, þar sem átta lið keppa
í fjórum flokkum. Flokkarnir
sem um er að ræða eru: 6. fl
karla, 5. fl. karla, 5. 11.
kvenna, 4. fl. kvenna. Fjögur
liðanna koma af Reykjavíkur-
svæðinu: frá Gróttu, IR,
Fjölni og UMF Bessastaða-
hrepps. Tvö liðanna frá Akur-
eyri: KA og Þór. Huginn frá
Seyðisfirði, Höttur frá Egils-
stöðum og Völsungur frá
Húsavík. AIIs er reiknað með
að á sjöunda hundrað manns
sæki mótið, að meðtöldum
þjálfurum, fararstjórum og
foreldrum.
Undirbúningur mótsins hefur
staðið frá því í febrúar. í fyrra
var Toyotamótið haldið í fyrsta
sinn og þá tóku um 200 börn þátt
í því. Mótið tókst frábærlega vel,
að sögn Bjarna Ásmundssonar,
formanns handknattleiksdeildar
Völsungs og Péturs Péturssonar
sem er framkvæmdastjóri móts-
ins í ár. Þeir sögðu að feikileg
vinna væri við undirbúning móts
af þessari stærð. það er ekki sett
upp þátttökugjald fyrir mótið og
fyrir velvilja skólayfirvalda tekst
að hýsa þátttakendur án gisti-
kostnaðar. „Við njótum hjálpar
foreldra handknattleiksbarna og
þetta gengi ekki upp nema fyrir
velvilja margra," sagði Pétur.
Félög og einstaklingar í bænum
styrkja deildina fyrir mótið.
Á laugardag býðst þátttakend-
um að skreppa í Safnahúsið á
Húsavík milli leikja og skoða þar
meðal annars Náttúrugripasafnið
með Grímseyjarbirninum. Bíó-
sýningar verða kl. 13 og 15 og 17
og um kvöldið verður kvöldvaka.
Verðlaunaafhending og móts-
Menntamálaráðherra skipar nefnd:
Útvarpslögin endurskoðuð
- Tómas Ingi Olrich formaður nefndarinnar
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra hefur skipað
nefnd undir forystu Tómasar
Inga Olrich alþingismanns tíl
að endurskoða útvarpslögin.
Er nefndinni gert að skila
drögum að frumvarpi til ráð-
herra ekki síðar en 1. septem-
ber í haust.
Aðrir nefndarmenn eru Baldvin
Jónsson, útvarpsstjóri Aðal-
stöðvarinnar, Guðni Guðmunds-
son, rektor Menntaskólans í
Reykjavík og útvarpsráðsmaður,
Hjálmar Jónsson, prófastur
Skagfirðinga og útvarpsráðsmað-
ur, Jóhann Óli Guðmundsson,
forstjóri Securitas og framámað-
ur í Islenska útvarpsfélaginu sem
rekur Bylgjuna og Stöð tvö, og
alþingismennirnir     Rannveig
Guðmundsdóttir og Sólveig Pét-
ursdóttir.
í frétt um nefndarskipunina
segir að meðal viðfangsefna
hennar sé „að skilgreina hlut-
deild ríkisins í útvarpsrekstri og
athuga hvernig tryggja megi sem
jafnasta aðstöðu ljósvakamiðla.
Jafnframt því skal nefndin í störf-
um sínum leggja áherslu á að ný
löggjöf taki tillit til tækniþróunar
og aðildar íslands að alþjóða-
samningum og -samstarfi. Nefnd-
inni er þá sérstaklega ætlað að
leita leiða til að efla innlenda
dagskrárgerð."
Núgildandi útvarpslög tóku
gildi árið 1986 en í þeim er
ákvæði um að þau skuli endur-
skoðuð eftir þrjú ár. Fyrrverandi
menntamálaráðherra var búinn
að láta endurskoða lögin en
frumvarp hans hlaut ekki af-
greiðslu á þingi í fyrra.
-ÞH
Mótorhjólaslysið á Húsavík:
Pilturinn mjaðmagrindarbrotúin
Pilturinn sem fluttur var frá
Húsavík á miðvikudag á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri
eftir mótorhjólaslys liggur á
gjörgæsludeild. Líðan piltsins
er eftir atvikum að sögn
læknis.
Að sögn lögreglunnar á Húsa-
vík hentist hinn slasaði er ók
mótorhjólinu á umferðarskilti er
hjól og bíll skullu saman á Garð-
arsbrautinni. Pilturinn var með
öryggishjálm, en strax var ljóst
að hann var töluvert slasaður.
„Þar sem pilturinn var með
meiriháttar beináverka þá var
hann sendur inn á Akureyri á
Fjórðungssjúkrahúsið. Hvort við
sendum slasaða til Akureyrar er
alltaf matsatriði og í þessu tilfelli
var það gert. Svæfingalæknir
sjúkrahússins var í fríi og því var
starfsgeta okkar takmörkuð.
Einnig var áverkinn þess eðlis að
sérfræðinga þurfti til," sagði Ingi-
mar Hjálmarsson, læknir á Húsa-
vík.
Við komuna á Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri reyndist piltur-
inn úr lið á hægri mjöðm. Hann
var dreginn í liðinn. Mjaðma-
grind er brotin og áverki er á
hægra fæti. Meiðsl eru þó ekki
fullkönnuð að sögn læknis á
bæklunardeild Fjórðungssjúkra-
hússins.                  ój
slit fara fram kl. 14-15 á sunnudag
Allir keppendur fá bol og fleiri
gjafir auk viðurkenningarskjals
fyrir þátttöku. í hverjum flokki
verða veitt þrenn verðlaun. Prúð-
asta liðið utan vallar sem innan
fær   verðlaun,   auk   besta
markmanns, besta varnarmanns
og markahæsta manns. Það verð-
ur Emil Grímsson, markaðsstjóri
Toyota, sem afhendir verðlaunin
og sennilega kemur þekkt hand-
boltahetja og verður honum til
aðstoðar.                IM
ast þeir í efsta sæti riðilsins í úr-
slitakeppninni en ÍFL niður í 2.
sætið. Bolvíkingar leika því nýj-
an úrslitaleik um sigur í deildinni
við Gnúpverja, sigurvegara i hin-
um úrslitariðlinum sem ÍFL hafði
áður sigraði í úrslitaleik.
Unnar Vilhjálmsson, leikmað-
ur og þjálfari IFL, sagði að niður-
staðan kæmi sér ekki á óvart.
„Það var okkar eigin klaufaskap-
ur að hafa ekki pappírana í lagi
en ég held líka að það hafi átt við
ansi mörg önnur lið í keppninni.
Við eigum eftir að hafa samband
við KKÍ og ákveða í framhaldi af
því hvort við áfrýjum. Hins vegar
er hæpið að við eigum erindi í 1.
deild þar sem þetta er skólalið og
mannabreytingar því örar," sagði
Unnar.
jhb
Afkoma Útgerðarfélags Dalvíkinga á síðasta ári:
Reksturinn skilaði meiru upp
í fjármagnsgjöld en 1990
Valdimar Bragason, fram-
kvæmdastjóri Utgerðarfélags
Dalvíkinga, segir að þrátt fyrir
að félagið hafi tapað tæpum 9
milljónum króna á síðasta ári
þá sé rekstrarafkoman betri en
á árinu 1990 þó svo að þá hafi
félagið verið gert upp með 74
milljóna króna hagnaði.
Skýringin á þessu er fyrst og
fremst sú að á árinu 1990 hafði
félagið mjög miklat reiknaðar
tekjur vegna verðlagsbreyt-
inga.
„í heild má segja að reksturinn
hafi skilaði meiru á síðasta ári
upp í fjármagnsgjöld og mögu-
leika tií að borga skuldir enda
lækkuðum við þær á árinu," sagði
Valdimar.
Hann segir að milli ára hafi
hagnaður hækkað um 38,1 millj-
ón króna, þ.e. hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnskostnað.
Hins vegar hafi afskriftir hækkað
verulega á síðasta ári vegna af-
skrifta á veiðiheimildum sem
félagið keypti af Kaupfélagi Ey-
firðinga og það skipti miklu um
rekstrarniðurstöðuna nú, auk
mun minni tekna vegna verðlags-
breytinga, eins og áður sagði.
JÓH

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24