Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						14 - DAGUR - Þriðjudagur 1. desember 1992
Nauðungarsala
Nauðungarsala mun byrja
á skrifstofu embættisins
að Útgarði 1, Húsavík,
sem hér segir á eftirfarandi elgnum:
Aðalbraut 32, Raufarhöfn, þingl.
eig. örn Trausti Hjaltason, gerðar-
beiðandi innheimtumaður ríkis-
sjóðs, 8. desember 1992 kl. 10.00.
Aðalbraut 61, Raufarhöfn, þingl.
eig. Agnar Indriðason, gerðarbeið-
andi Húsnæðisstofnun ríkisins,
lögfr.deild, 8. desember 1992 kl.
11.40.
Aðalbraut 69, 2. h.t.h., Raufarhöfn,
hluti, þingl. eig. Kristján Jónsson og
Rikey Garðarsdóttir, gerðarbeið-
andi Búnaðarbanki íslands, 8. des-
ember 1992 kl. 10.10.
Austurvegur 4, Þórshöfn, þingl. eig.
Jón Stefánsson, gerðarbeiðendur
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og
Tryggingastofnun ríkisins, 8. des-
ember1992kl. 10.15.
Álftanes, Aðaldælahreppi, þingl.
eig. Völundur Hermóðsson, gerðar-
beiðandi innheímtumaður ríkis-
sjóðs, 8. desember 1992 ki. 10.20.
Duggugerði 10, þingl. eig. Guð-
mundur Árnason, gerðarbeiðendur
Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.deild
og innheimtumaður ríkissjóðs, 8.
desember 1992 kl. 10.35.
Garðarsbraut 13, e.h. og ris, Húsa-
vík, þingl. eig. Svavar C. Krist-
mundsson, gerðarbeiðandi Ríkis-
sjóður, 8. desember 1992 kl. 10.45.
Klifagata 2, hluti, (Sandhólar), þingl.
eig. þ.bú Kaupfélags Norður-Þingey-
inga, gerðarbeiðandi öxarfjarðar-
hreppur, 8. desember 1992 kl.
11.55.
Nónás 6, Raufarhöfn, þingl. eig.
Jóhann H. Þórarinsson, gerðarbeið-
andi íslandsbanki hf., 8. desember
1992 kl. 11.20.
Stekkjarholt, Reykjahreppi, þingl.
eig. Sigurður Þór Garðarsson og
Linda Björk Reinhardsdóttir, gerðar-
beiðandi Stofnlánadeild landbúnað-
arins, 8. desember 1992 kl. 11.30.
Stórhóll 77, Húsavík, þingl. eig.
Sigurður Helgi lllugason og Guðrún
Gunnarsdóttir, gerðarbeiðendur
Húsnæðisstofnun ríkisins, lögfr.deild
og innheimtumaður ríkissjóðs, 8.
desember 1992 kl. 11.10.
Ægir Jóhannsson ÞH-212, þingl.
eig. Njörður hf., gerðarbeiðandi
Olíuverslun íslands hf., 8. desem-
ber 1992 kl. 13.00.
Sýslumaöurinn á Húsavík
30. nóvember1992.
Vinningstölur
laugardaginn
!      FlrtLDf VINNINGAR | „nn^nSWa	UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA
1. 5a(5  I      2	3.264.596.-
i. 4afsHpíf   9	76.829.-
3. 4af5 I     161	7.408.-
4. aafs |  6.400'	434.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.190.941.-	
UPPLÝSINGAR: SiMSVARI 91 -681511 LUKKULlNA 991002
Lögmannshlíðarkirkjugarður
Leiðalýsing
Hjálparsveit skáta stendur fyrir leiðalýsingu í
Lögmannshlíðarkirkjugarði eins og undanfarin
ár.
Tekið á móti pöntunum í síma 24752 fram til
sunnud. 6. desember. Verð á krossi er kr. 1200.
Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sama síma.
r
10°/«
^
o
jólaafsláttur
Eins og undanfarin ár, munu
viðskiptavínir okkar njóta 10%
afsláttar fram að jólum.
Opid laugardaga kl. 10-16
IIIEYFJÖRD
™ WW  Hjalteyrargötu 4  Simi 22275
^
J
Góðir Akureyringar
og nærsveitamenn
Mæðrastyrksnefnd er að hefja starfsemi sína
fyrir jólin og óskar eftir aðstoð ykkar
eins og áður.
Tekið verður á móti fatnaði alla virka daga í
Gránufélagsgötu 5, uppi, frá kl. 17.00-19.00.
Upplýsingar í síma 21813.
Þökkum frábæran stuðning á liðnum árum.
Mæðrastyrksnefnd.
<s
MlNNING
Margrét Eiríksdóttir
húsfreyja í Blikalóni á Melrakkasléttu
Fædd 28. nóvember 1908 - Dáin 20. október 1992
Þann 20. október síðastliðinn lést
amma mín Margrét Eiríksdóttir
og langar mig að minnast hennar
í nokkrum orðum.
Hún var húsfreyja í Blikalóni á
Melrakkasléttu öll sín fullorðins-
ár og í huga mér er minning
hennar nátengd þeim stað.
Heimili hennar var þar alltaf,
einnig hugurinn þó hún væri
stödd annars staðar.
Síðastliðið vor dvaldi hún á
sjúkrahúsinu á Húsavík. Var hún
þjáð af bakveiki og átti erfitt með
að standa og bera sig um. Þegar
ég heimsótti hana varð mér ljóst
að hennar helsta áhyggjuefni var
hvort hún kæmist heim fyrir
Jónsmessu. Hún dreif sig á fætur,
gekk við stuðning grindar fram á
gang og sagði að hún væri nú að
verða svo góð að óþarfi væri fyrir
hana að vera lengur á sjúkrahús-
inu. Þarna var viljinn að verki. í
þetta sinn sem svo oft áður vann
hann og hún komst heim til að
njóta sólstöðunæturinnar sem var
henni svo kær.
Ég minnist æskuáranna þegar
alltaf var líf og fjör í Blikalóni á
sumrin. Margt fólk, mikið hlegið,
skrafað og ekki síst, borðað. Við
gerðum svolítið grín af ömmu en
hún var alltaf að hugsa um
matinn. Steikin var komin í ofn-
inn ekki seinna en strax að loknu
miðdegiskaffi og nægilega mikið
var eldað til að geta tekið á móti
hópi fólks sem kynni að koma
óvænt. Það kom sér líka oft vel.
Ámma í Blikalóni var einstök
kona og hafði mikið að gefa öll-
um þeim sem voru í návist
hennar. Hún hafði svo hlýja og
rólega framkomu og ætíð var
stutt í glettnina. Hún mátti ekki
heyra styggðaryrði um nokkurn
mann og sá alltaf það góða í fari
fólks. Aldrei heyrði ég hana
hækka róminn eða skamma
nokkurn mann.
Hannyrðir voru eitt af aðals-
merkjum hennar. Hún var sér-
staklega vandvirk og hætti ekki
við nokkurn hlut nema hann væri
óaðfinnanlegur. Á hinum síðari
árum sat hún við prjónana
tímunum saman og alltaf var hún
að prjóna flíkur til að gefa ein-
hverjum. Hún hafði mjög gaman:
af því að gefa og gjafirnar urðu
að vera rausnarlegar.
Amma var mjög trúuð kona. í
hennar huga var ekki nokkur vafi
á því að annað líf biði að jarðvist-
inni lokinni. Hún kvaddi því
örugg í fullvissu trúarinnar.
Við sem eftir lifum söknum
hennar sárt. Við söknum kær-
leika hennar, blíðlegra orðanna
og umhyggjunnar. Okkur ber að
þakka þann heiður að hafa fengið
að þekkja hana, umgangast hana
og njóta leiðsagnar hennar. Guð
blessi minningu ömmu minnar,
Margrétar Eiríksdóttur.
Margrét Jóhannsdóttir.
„Eitt sinn verða allir menn að
deyja." Þetta er nokkuð sem við
öll vitum og verðum að sætta
okkur við. I sérhvert sinn sem
kær ástvinur fellur frá, hvort sem
hann er gamall eða ungur, sitjum
við eftir með tárin í augunum og
eigum erfitt með að sætta okkur
við orðinn hlut. Mér leið á þenn-
an veg eftir að hafa fengið þær
fréttir að amma mín í Blikalóni
væri dáin.
Hún amma hét Margrét Eiríks-
dóttir og bjó að bænum Blikalóni
á Melrakkasléttu frá því að hún
giftist afa, Þorsteini Magnússyni,
en hann dó 1978. Þau eignuðust
saman sex börn og helgaði amma
sig börnum og búi.
Pabbi minn, Sigmar Þorsteins-
son, var eitt barn ömmu og afa.
Hann fluttist ungur suður, stofn-
aði fjölskyldu og við systkinin
(Sigurborg, Margrét og Þor-
steinn), erum uppalin í Reykja-
vík og síðar í Kópavogi. Nær sér-
hvert sumar fórum við í sveitina,
norður í Blikalón. Það er mikil
lífsreynsla fyrir börn sem búa í
borg að fara í sveitina og upplifa
alveg annan heim en borgarlífið
býður uppá. í Blikalóni var
amma, ekta amma, eins og sagt
var frá í sögunum, með langar
fléttur niður í mitti sem litlir fing-
ur elskuðu að greiða og flétta.
Amma var alltaf blíð og góð, hún
skammaði okkur ekkert þó að
við værum stundum svolítið
Öþekk og hjá ömmu fengum við
oft eitthvað gott. í Blikalóni
brölluðum við margt sem okkur
fannst óhugsandi að gera fyrir
sunnan. Mér er sérstaklega minn-
isstætt sumarið sem ég og frænka
mín höfðum okkar eigin búskap í
gömlu húsi rétt við bæinn. Þá
fengum við oft að baka kökur úr
brúnu hveiti í ofninum hjá
ömmu. Við veiddum líka silung í
lónunum, tíndum æðardún,
skoðuðum fugla, gáfum heima-
alningum, spiluðum og spjölluð-
um.
Síðustu sumur hef ég venju-
lega komið norður í Blikalón
hvert sumar. Alltaf er það jafn
góð tilfinning að koma inní
bæinn, inní stórá eldhúsið og fara
svo inn til ömmu. Við amma
töluðum saman um allt mögu-
legt, hvort sem var um trúmál,
barnauppeldi, menntun, handa-
vinnu eða heimsmálin. í sumar
sem leið kom ég norður ásamt
fjölskyldu minni, sem nú telur
fjóra. Amma fékk þá að sjá
yngsta langömmubarnið sitt,
hann Huga Jóhannesson, þá
þriggja mánaða gamlan. Lang-
amma var hrifin af þessum strák
sem brosti breitt til hennar og
ekki var hún síður glöð að sjá hitt
langömmubarnið sitt, hana
Heru, sem þá var nær fjögra ára.
Núna er amma dáin, hún dó á
spítalanum á Akureyri 20. októ-
ber síðastliðinn. Við eigum
minninguna um góða konu,
ömmu og langömmu og við það
verður að sitja. Amma hafði
ákveðnar hugmyndir um það
hvað við tæki af lífinu hér á þess-
ari jörð og ég vona að hún sé nú
komin í húsið sitt einhvers staðar
handan móðunnar.
Megi Guð geyma ömmu.
Margrét Sigmarsdóttir.
Tveir á báti
- jóladagatal Sjónvarpsins 1992
Hið árlega jóladagatal Sjón-
varpsins verður á dagskrá 1.-24.
desember, í upphafi dagskrár og
verða þættirnir endursýndir rétt
fyrir fréttir, eins og verið hefur
undanfarin ár..
Jóladagatalið í ár nefnist Tveir á
báti og fjallar um Séra Jón og
ævintýrin sem hann lendir í.
í Stóru-litlu-Bugðuvík býr ekki
margt fólk en einn af þeim fáu
sem þar búa er tónskáldið og
hringjarinn Séra Jón. Á hverjum
sunnudegi og á öllum stórhátíð-
um stendur Séra Jón uppi í
kirkjuturni og hringir kirkju-
klukkunum þannig að allir þorps-
búar heyri og komi til kirkju.
Séra Jón gerir þó meira en að
hringja klukkunum. Hann er
trillusjómaður og fer í róður á
hverjum morgni á trillunni sinni
henni Hallgerði. Einn morgun
snemma í desember þegar hann
leggur frá bryggju er Séra Jón
afskaplega syfjaður því hann
hafði vakað lengi fram eftir við
að semja nýtt jólalag til að leika á
klukkurnar á aðfangadagskvöld.
Á meðan báturinn skríður út
fjörðinn leggst Séra Jón fyrir í
koju og fær sér blund en báturinn
siglir á fullu stími út í hafsauga.
Þegar Séra Jón vaknar aftur er
báturinn olíulaus og hvergi sést í
land. Nú eru góð ráð dýr því jólin
nálgast og Séra Jón verður að
komast heim til að hringja þau
inn.
Höfundur handrits er Kristín
Atladóttir en leikstjóri Ágúst
Guðmundsson. Leikarar í aðal-
hlutverkum eru þeir Gísli Hall-
dórsson, Kjartan Bjargmunds-
son, Stein Ármann Magnússon
og fleiri.
Jólaföndur og leikur
/ pakkanum með jóladagatali
Sjónvarpsins er stór örk með
myndum af ýmsum hlutum.
Myndirnar  eru  fyrirmyndir  af
föndri, sem sýnt verður daglega í
stuttum þáttum sem birtast á eftir
jóladagatalinu. Föndurþættirnir
verða ekki endurteknir þegar
jóladagatalið er endursýnt fyrir
fréttir. Til þess að geta tekið þátt
í föndurþáttunum þarf að hafa
við höndina skæri, heftara, lím-
stifti, nál og tvinna að ógleymd-
um litum og pappír (karton).
Pappírinn sem notaður er í þátt-
unum er marglitur en það má líka
notast eingöngu við hvítan pappír
og liti.
Jólaleikurinn er aftan á daga-
talinu eins og verið hefur. Allar
upplýsingar um hann er að finna
þar.
<
4
Séra Jón lendir í ýmsum ævintýrum í þáttunum „Tveir á báti
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16