Dagur - 16.09.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 16.09.1993, Blaðsíða 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Áfgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI íslenska sjávarútvegssýningin: Slökkviliöið á Akureyri var kvatt að Strandgötu 39 á sjöunda tímanum í gær - skömmu eftir að slökkvi- liðsmenn höfðu flutt sig í nýjar höfuðstöðvar við Arstíg. Eldur var laus bak við húsið og allmikill reykur á götuhæð þess þar sem húsgagnabólstrun er til húsa. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkrar skemmd- ir urðu af reyk - einkum á götuhæðinni. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á Akureyri leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Mynd: r<obyn Fjögur norðlensk fyrir- tæki meðal 480 annarra ASÍ mótmælir aðgangseyri að heilbrigðiskerfinu Miðstjórn Aiþýðusambands Islands hefur mótmælt öllum áformum ríkisstjórnarinnar um að selja aðgang að heil- brigðiskerfinu en heilbrigðis- og tryggingaráðherra hyggst beita sér fyrir því að selja fólki aðgangskort að heilsu- gæslustöðvum og sjúkrahús- um. I áformum ráðherrans felst meðal annars aö þeir sem ekki kaupi aðgangskort verði að greiða ákveóið gjald vió komu á heilbrigðisstofnanir; kr. tvö þúsund við komu á heilsu- gæslustöð og kr. tíu þúsund vegna innlagnar á sjúkrahús. Miöstjóm ASI segir að gjald- taka með þessum hætti bitni þyngst á þeim sem miiuia megi sín og kostnaði við hcilbrigðis- kerfið verði að mæta með auk- inni skatthcimtu. ÞI frá 24 þjóðlöndum Fjögur norðlensk fyrirtæki taka þátt í Islensku sjávarútvegssýn- ingunni 1993, sem opnuð var í gær af Þorsteini Pálssyni, sjáv- arútvegsráðherra. Um 480 fyr- irtæki frá 24 þjóðlöndum taka þátt í sýningunni, og þar af eru 140 íslensk. Sýiúng tveggja norðlensku fyr- irtækjanna hefur þegar vakið nokkra athygli en þau eru að kynna nýjungar. DNG rafeinda- búnaður hf. í Glæsibæjarhreppi kynnir nýja færavindu, C-6000, sem kemur á markaðimi síðla næsta árs og Sæplast hf. á Dalvík umhverfisvæn fiskker, en fyrir- hugað er að hefja framleiðslu á þeim á næsta ári. Slippstöðin Oddi hf., sem reyndar sýiúr með Akur- eyrarhöfn og Jóni Amari Pálma- syni, kyiuúr víðtæka þjónustu fyr- irtækisins á sviði skipaviðgerða og einiúg vinnslu- og kælibúnað og kælikerfi fyrir veiðiskip. Ak- ureyrarhöfn kymúr þjónuslu hafn- arinnar en Jón Amar Pálmason hausingar- og kinnavél, sem hann hefur hannað og smíöað og er þegar til staðar í nokkrum togur- um. Efnaverksmiðjan Sjöfn kyiui- ir hreinsiefni fyrir fiskiðnaðinn og háþrýstitæki. A bls. 8 og 9 í blaöinu í dag er fjallað frekar um sjávarútvegssýninguna. GG Ólafsfjörður: Aðveituæðinni fram Skeggja- brekkudal skipt úr plasti í stál - allar gangstéttir með hitalögn Á vegum Ólafsfjarðarbæjar er lokið við að jafna út hæðir og hóla á skíðasvæðinu ofan bæj- arins en þessir hæðir koma fljótt upp úr snjónum á vorin og því óskaði skíðadcild íþrótta- félagsins Leifturs cftir því að svæðið yrði jafnað til þess að lcngja skíðatímann og auka notkunargildi svæðisins. Fram- kvæmdirnar eru fjármagnaðar af bæjarsjóði. Árið 1989 var einnig jafnað svæði og útbúinn hefur verið hóll utan við skíða- lyftuna sem safnar snjó á svæð- ið. Aö sögn Þorsteins K. Bjöms- sonar, tæknifræðings Olafsfjaröar- Umferðarátak á Norðurlandi: Ástand öku- tækja misjafnt - 80 áminningar og 13 kærur gefnar út á tveimur dögum Nú stendur yfir umferðarátak á vegum lögreglunnar á Norður- landi. Á tveimur fyrstu dögum átaksins voru 144 ökumenn stöðvaðir. Gefnar voru út 80 áminningar og 13 kærur vegna umferðarlagabrota og vanbú- inna ökutækja. Umferðarátakiö nær frá Hrúta- firði og austur á Langanes og mið- ar einkum að því að fylgjast með ástandi ökutækja nú í haustbyrjun. Að sögn lögreglunnar í Ólafsfirði, sem hefur umsjón með átakinu, er ástand ökutækja misjafnt og hafa áttatíu ökumenn verið ámimitir um hluti sem betur megi fara. Þá hafi 13 kærur verið gefnar út á fyrstu tveimur dögum átaksins, seni stendur fram að helgi. ÞI bæjar, er lokið að meginhluta við endurbætur á aðveituæð hitaveit- unnar, þar sem hún liggur um Skeggjabrekkudal, en hún skemmdist verulega sl. vetur í geysilegu snjófióði sem hljóp fram dalinn. Til að verja aðveitu- æðina betur er lokið að mestu við að skipta um lögnina úr plasti yfir í stál nema þar sem aðveituæðin liggur yfir ána á Skeggjabrekku- dal, en það verður gert á allra næstu dögum. Kostnaður vió þessar endurbætur gæti numið allt aö einni milljón króna. Sá hluti aðalæðar Hitaveitu Ól- afsfjarðar sem liggur um Ólafsveg var í sumar endumýjaður en þar er um 120 metra langa lögn að ræða. Einnig var um 150 metra langur spotti af aðalæðinni til bæj- arins endumýjaður og er þar með búið að endumýja lögnina gegn- um flugvöllinn, en síðasti áfang- inn í þessari endumýjun er spöl- urimi frá flugvelli og upp að tank- inum við Laugarengi. Þeim áfanga lýkur væntanlega næsta sumar. Túngata var malbikuð og verið er að ljúka viö að steypa gang- stéttir við þá götu. I allar gang- stéttir í Ólafsfirði eru lagðar hita- lagnir en fyrir því er samþykkt bæjarstjómar. Kostnaðarauki vegna hitalagna í gangstéttir er um 2 þúsund krónur á fermeter. Ver- ið er að hefja framkvæmdir vió jarðvegsskipti og skipti á öllum lögnum í Brimnesvegi. Það verk var boðið út og á því að ljúka í októberlok, en verktaki er Ár- steinn hf. í Ólafsfirði. huian tveggja ára veröur lagt slitlag á Brimnesvegimi. I sumar hefur ver- ið unnið að lagningu göngustíga frá miðbænum og aö íþróttasvæð- inu og barnaskólanum og fyrir komandi vetur verður gengið frá bílastæði við barnaskóla, íþrótta- hús og sundlaug en fyrirhugað er að ljúka malbikunarframkvæmd- um í næstu viku, sem jafnframt verða þær síðustu í Ólafsfiröi á þessu sumri. Hombrekka, heimili aldraðra, hefur verið tengt bæn- um með göngustíg um áhorfenda- svæðið ofan íþróttasvæðisins. Aö sögn bæjartæknifræðings núða þessar framkvæmdir að því að gera miðsvæöi bæjarins og næsta nágrenni umhverfisvænna. Yfir 90% af öllum götum í Ólafsfirði em nú með bundnu slitlagi. Vegagerð ríkisins er að láta sandblása og mála gömlu brúna sem liggur yfir Ólafsfjarðará norðan Aðalgötu en samkvæmt aðalskipulagi bæjarins er fyrir- hugað að byggja ný brú töluvert neðar í ósnum, norðan Strandgötu. Þessar framkvæmd kostar um 400 þúsund krónur. Á nýendurskoð- aðri vegaáætlun, sem gildir til árs- loka 1996, er ekki gert ráð fyrir þessari brúarsmíði en áætlunin verður endurskoðuð á árinu 1995 og því er ekki öll nótt úti um aó þeim framkvæmdum verði hrað- að. Verið er að koma upp lista- verki við Sparisjóð Ólafsfjaróar sem heitir Flœði, og er eftir Ól- afsfirðingiiui Kristinn Hrafnsson. Slökkvilið Akureyrar flutti í gær úr Ráðhúsi Akureyr- arbaejar í nýtt húsnæði við Árstíg 2 á Glerárcyrum þar sem áður var Heildverslun Valdimars Baldvinssonar hf. Slökkviliðsmenn óku bifreiðum liðsins í fylkingu með fullum ljósuin og hljóðmerkjum frá Gcislagötu að Árstíg. Á stærri myndinni má sjá hluta af tækjum slökkviliðsins fyrir framan hinar nýju bækistöðvar en á innfelldu myndinni eru slökkviliðsmcnn í fulluni skruða. Mynd Roby.'i.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.