Dagur - 30.05.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 30.05.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Mánudagur 30. maí 1994 Bæjarstj íórnarkosningarnar / á BI lönd luósi Frá Blönduósi. Blönduós: Meirihlutinn hélt velli Á Blönduósi voru 698 á kjörskrá, atkvæði greiddu 649 en fjöldi auðra og ógildra atkvæða var 14 en kjörsókn var 93%. Nýtt fram- boð, listi framfarasinnaðra Blönduósinga fékk 14,8% at- kvæða og kom að einum manni, Sturlu Þórðarsyni. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri manna og óháðra hélt velli. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 167 atkvæði, 26,3% atkvæða og tvo mcnn kjöma, Sigurlaugu Her- mannsdóttur og Ágúst Þór Braga- son. Listinn tapaði 2,4% atkvæða frá síðustu kosningum. Vinstri menn og óháðir hlutu 230 atkvæði, 36,2% atkvæóa og þrjá menn kjörna, Pétur Arnar Pétursson, sem jafnframt er eini fráfarandi bæjar- fulltrúinn sem situr áfram, Gest Þórarinsson og Ársæl Guðmunds- son. Listinn tapaði 8,5% atkvæða frá síðustu kosningum. Félags- hyggjufólk fékk 144 atkvæði, 22,7% atkvæða og einn mann kjörinn, Hörð Ríkharósson og tap- aði einum manni yfir til framfara- sinnaðra Blönduósinga. Listinn tapaói 3,9% atkvæða, en áttundi maður inn var 2. maður á K-lista, lista félagshyggjufólks, Ragnhild- ur M. Húnbogadóttir, sem skorti 10 atkvæði til aö fella 3. mann á H-lista. y Aórir varabæjarfulltrúar verða Oskar Húnfjörð og Guö- mundur Guðmundsson l'yrir D- lista, Sigrún Zophoníasdóttir fyrir F-lista og Gunnar Richardsson, El- ín Jónsdóttir og Hilrnar Kristjáns- son fyrir H-lista. GG Sigurlaug Hermannsdóttir: „Sjálfstæðis- menn sáttir við úrslitin“ „Það kom ekki á óvart aó við misst- um eitthvaó fylgi enda má búast við því þegar nýtt framboð bætist við. Nýja framboð- ið reitti að vísu mest lýlgi af H- listanum því það munaði litlu í síó- ustu kosningum að þeir kæmu inn fjórum mönnum en nú var þeirra þriðji maður síðastur inn. Vió Sjálfstæði- menn eru nokkuð sáttir þótt vió hefó- um viljaó sjá meira fylgi því okkar framboð er eina hreina flokksframboð- ió á Blönduósi. Mikið af sjálfstæóis- mönnum hefur flutt héóan á kjörtíma- bilinu og t.d. var ég orðinn varamður í bæjarstjóm sem skipaði 7. sætið í síó- ustu kosningum. Við byrjum á því aó kanna okkar stöðu og ég á ekki von á því að meirihlutaviðræður hefjist l'yrr en að þeim loknum.“ GG Pétur Arnar Pétursson: „Unnum varnarsígur“ „Þessi úrslit koma mér ekki á óvart því einn fráfarandi bæjarfulltrúi H-listans tók sæti á nýja framboðinu, F-listan- um, og er því klofningsframboð út úr H-listanum. Við unnum því mikinn vamarsigur með því aó halda okkar þremur bæjarfulltrúum því við vissum að þriðji maðurinn yrði tæpur eins og kom a dagmn. Við erum því sátt vió þessi kosningaúr- slit. Það kom hins vegar ekki á óvart aó F-listinn kæmi að manni. Eg geri ráð fyrir að fráfar- andi meirihluta- flokkar ræði sam- an fyrst, hugsan- lega í kvöld (sunnudagskvöld, innsk. blm.), því þeir hafi til þess styrk cn fyrst ætlum vió aó ræða stöóuna í eigin röðum.“ GG Hörður Ríkharðsson: „Býst við að H-listi ræði við F-lista“ „Þaó mátti allt eins búast við því að við misstum mann því annar fráfarandi bæjar- fulltrúa okkar og fyrsti varamaður voru á klofnings- framboðslistan- um, F- listanum, og unnu þar markvisst gegn okkur. Eg bjóst við að F-listinn næði manni en ekki aó hann yrði svona tryggur og að við værum að berjast vió þriðja manninn á H-listanum sem kom á daginn. Meirihlutinn stendur, en þeir voru að fara illa meó hvom annan í síð- ustu viku kosningabaráttunnar svo ég á allt eins von á því að H- listinn byrji á því að ræða við efsta mann á F-lista, Sturlu, enda sagt að hann væri hvort sem fjórði maður á H- listanum.-1 GG Sturla Þórðarson: „F-lístinn er óumræðanlega sigurvegarí“ „Það var ákaflega óljóst hvað þetta framboð okkar hefði að segja en ég trúði því alltaf aó við næðum manni inn og önnur úrslit urðu í samræmi við það. Eg átti einnig von á því að við mundum vinna manninum af K-listanum en það er einnig ljóst að við tókum l'ylgi af öllum listunum. Það tapaði í raun enginn kosningun- um á Blönduósi, F-listinn er þó óumræðanlega sigurvegari en K-list- inn í 2. sæti. Við munurn ræða stöð- una og ræða við okkar stuðningsfólk um stöðuna, hugsanlegt meirihluta- samstarf og fleira. H-listinn þarf aó- eins einn annan lista með sér til að mynda meirihluta en það er einnig fræóilegur möguleiki að skilja hann eftir.“ GG Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri HÁSKÓLINN A AKUREYRI ÞJÓÐARHAGUR í ÞARASKÓGI? Ráðstefna um vannýttar tegundir sjávar- dýra og sjávargróðurs verður haldin á vegum Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri á Hótel KEA þann 3. júní nk. Timi Málefni Fyrirlesari Kl. 09.00 Afhending ráðstefnugagna Kl. 10.00 Ráðstefna sett og dagskrá kynnt Kl. 10.15 ÞörungaríAusturlöndum-nýting/vinnsla ChenJiaXin Kl. 11.00 Þörungar hér vió land, magn og útbreiðsla Karl Gunnarsson Kl. 11.30 Hagnýting þörunga/möguleikar íslendinga Gunnar Ólafsson Kl. 12.00 Matarhlé - sýning og smökkun á réttum úr vannýttu sjávarfangi Kl. 14.00 Hryggleysingjar hér við land Sólmundur Einarsson Kl. 14.30 Helstu markaðir fyrir botnlæg sjávardýr Þorgeir Pálsson Kl. 15.00 Vannýtt sjávardýr - nýting/vinnsla í Austurl. Chen Jia Xin f matarhléi verður boðið upp á kínverska rétti sem verða matreiddir úr íslensku hráefni. Ráðstefnan er öllum opin og hefst kl. 09.00 með afhendingu ráðstefnugagna. Skráning fer fram dagana 30.05-02.06 frá kl. 09.00- 16.00 í síma 96- 30940. Ráðstefnugjald er 3.000 krónur og innifalið í því eru ráðstefnugögn og hádegisverður. AKUREYRARB/tR Frá Sundlaug Akureyrar Sundnámskeiö, sundleikskóli Sundnámskeið fyrir 6 og 7 ára börn hefst 1. júní og stendur til 16. júní. Sundleikskóli verður á sama tíma fyrir 3ja-5 ára. Innritun í síma 12532. Sundlaugin verður lokuð mánudag og þriðju- dag vegna viðgerða. Sumaropnun í Sundlaug Akureyrar virka daga frá kl. 07.00-21.00 laugardaga til sunnudaga frá kl. 08.00-18.00. SNÁAVCLÝSINCAR OKKflR EM STÆRRI EN ÞÚ HELDVRÍ Verð miðað víð staðgreíðslu er I.300 hrenur fyrsta bírting eg hver endurtekning 400 hrðnur. innifalinn í verði) smáauglýsingar á kránur ÞAiBÝOVR ENCINH BETVR - AUGLÝSINGAR - RITSTJÓRN • DREIFING fi Á AKUREYRI 96-24222 fi Á HÚSAVÍK 96-41585

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.