Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 2. MARS 1995 Útlönd Stuttar fréttir dv Leitirmi að mannimim, sem setti Barings-bankann á hausinn, er lokið: Leeson handtekinn Nick Leeson, starfsmaöurinn sem setti Barings-fjárfestingabankann í London á hausinn með spákaup- mennsku sinni, og eiginkona hans eru nú í haldi lögreglunnar á flug- velhnum í Frankfurt í Þýskalandi þangaö sem þau komu með flugvél konunglega flugfélagsins í Brúnei í morgun. Hann mun hafa ætlað að fara áfram til London. Lögreglan beið í morgun eftir al- þjóðlegri handtökuskipun svo hægt væri að færa Leeson í vörslu sak- sóknara. „Leeson og eiginkona hans fundust um borö í flugvélinni og þau eru nú í vistarverum þýsku landamæralög- reglunnar," sagði talsmaður lögregl- unnar. Talsmaðurinn sagði aö Leeson hefði ekki verið handtekinn formlega en hann gæti ekki veitt frekari upp- lýsingar. „Það virtist ekkert óvenjulegt vera á seyði í flugvélinni," sagði einn flug- manna vélarinnar, en hann vildi ekki láta nafns síns getið. Þýska landamæralögreglan hafði beðið með myndir af Leeson við öll hhð sem farþegar frá Asíu fóru um. Heimildarmaður innan lögregl- unnar sagði aö fyrst yrði að sann- reyna að hinn handtekni væri Lee- son og þá yrði breska lögreglan upp- lýst um máhð. „Málið er þá í höndum bresku lög- reglunnar," sagði heimildarmaður- inn við Reuters. Lögregla hafði leitað Leesons um Þrír verðbréfakaupmenn í kauphollinni i Singapore baða út öllum öngum við kaup og sölu á Nikkei 225 verðbréfa- markaðinum í Tokyo en Nick Leeson setti Barings-fjárfestingabankann á hausinn með spákaupmennsku sinni á japönskum verð- og hlutabréfum. Símamynd Reuter aha Asíu og leitin hafði einnig borist til Kanada. Leeson tapaði um það bh sextíu milljörðum íslenskra króna á spákaupmennsku sinni, sem var nóg til að Barings-fjárfestingabankinn varð gjaldþrota. Leeson og Lisa, eiginkona hans, sáust síðast þegar þau fóru að heim- an frá sér í Singapore fyrir einni viku til Kuala Lumpur í Malasíu,. í gær keypti Leeson síðan flugmiða til Brú- nei frá norðurhluta Borneó. Hann greiddi fyrir miðana með reiðufé. Dagblaðið Daily Express á Borneó sagði í morgun að Leeson-hjónin hefðu pantað farið til Frankfurt á þriðjudag. Reuter í f lugvél í Frankfurt NaumursigurMíúors John Major hafði nauman sigur í at- kvæöagreiðslu í breska þing- inu umEvrópu- málin. Mikih ágreiningur er þó áíram í íhaldsflokknum um ESB og mun h: erfltt fyrir. Fréttamaður drepinn Rússneskur sjónvarpsfrétta- maður var drepinn í Moskvu í gær. Rússneska mafian er talin tengjast morðinu. Beriusconi styður fjárlög Berlusconi segist ætla að styðja afgreiðslu fjárlaga stjórnar Dinis ef það verði til þess að haldnar verði kosningar á Ítalíu fljótt. HerinnámótiJeitsín Grachev, varnarmála- ráðherra Rúss- lands, segir herinn muni á skömmumtíma brjóta niður síðustu varnir Tsjetsena. Hann og Jeltsín f( aukinni andstöðu um rússneSka het Vilja meiri grálúðakvóta Evrópusambandið mótmælir harðlega minnkun gráðlúðu- kvóta rxkja sambandsins við suð- austur Kanada. KosiðáGrænlandi Kosningar til heimastjórnar á Grænlandi verða á laugardaginn. Efnahagsmálin eru helsta bítbein stjórnmálamanna í kosningabar- áttunni sem þó þykir litlaus. Reuter/Ritzau FRÁMADAGÁt # # Föstudaginn 3. mars frá kl: 1200 til 1700 verða 35 framsækin fyrirtæki í Hátíðarsal Háskóla Islands til að kynnast nemendum skólans og stuðla að aukinni tengingu Háskólans við atvinnulífið. Þarna gefst nemendum Háskóla íslands tækifæri á að kynnast fyrirtækjum landsins og um leið að skipu- leggja nám sitt markvissar með þarfir markaðarins í huga. Láttu sjá þig og athugaðu hvað í boði er. Fyrirtæki sem taka þátt í Framadögum 1995 eru: Borgarverkfræðingurinn í Rvb. Búnaðarbanki ísiands Einar I. Skúlason hf. Endurskoðun Sig Stefánsson hf. Glitnlr hf. Hitaveita Reykjavíkur Iðntæknistofnun íslandsbanki hf. íslenskar sjávarafurðir hf ----------- --------- -------- KPMG Endurskoðun hf Kredltkort hf. Landsbanki íslands Landsbréf hf. Landsvirkjun Lýsing hf Löggiltir endurskoðendur hf. Marel hf. Mjóikursamsaian Olíufélagið hf. ESSO Pipugerðin hf. Póst og símamálastofnun Rafmagnsveitur ríkisins Rafmagnsveitur Rvk Rannsóknarst. byggingariðnaðarins Ríkisútvarpið Samment Sjóvá-AImennar tryggingar hf. Skeijungur hf. Sheli Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna TöIIvörugeymsian hf. Vegagerðln Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VISA ísland hf. Örtölvutækni hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.