Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1995, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1995 Afmæli Sigríður Magnúsdóttir Sigríður Magnúsdóttir, húsfreyja að Borgareyrum í Vestur-Eyjafjalla- hreppi, verður níræð á sunnudag- inn. Starfsferill Sigríður fæddist í Álfhólahjáleigu í Vestur-Landeyjum og ólst þar upp. Hún hefur verið húsfreyja að Borg- areyrumfrál929. Fjölskylda Maður Sigríðar var Markús Jóns- son, f. 6.3.1905, d. 28.7.1988, b. og söðlasmiður að Borgareyrum. Böm Sigríðar og Markúsar: Hulda, f. 24.4.1930, d. 12.10.1987, húsmóðir í Reykjavík; Hrefna, f. 23.5.1931, fyrrv. gjaldkeri við Lands- bankann; Magnús Sigurður, f. 26.4. 1932, d. 25.7.1991, rafvirkjameistari í Reykjavík; Eygló, f. 10.7.1933, hús- freyja og bóndi að Ystabæli undir Austur-Eyjafjöllum; Erla, f. 21.11. 1936, húsmóðir í Þorlákshöfn; Ester, f. 2.2.1940, d. 10.3.1945; Grímur Bjarni, f. 21.5.1942, vélvirki í Þor- lákshöfn; Ester, f. 10.7.1944, hús- móðir í Reykjavik; Þorsteinn Ólaf- ur, f. 31.1.1946, bóndi á Borgareyr- um; Ema, f. 9.8.1947, húsmóðir í Reykjavik. Systkini Sigríðar: Grímur, f. 1.3. 1907, d. 31.12.1991, læknir; Þor- steinn, f. 23.1.1910, fyrrv. bóndi; Sig- urður, f. 12.5.1912, d. 1923; Magnús, f.11.4.1917, d. 14.10.1989, sér- kennslufulltrúi; Bjarni, f. 9.9.1919, húsasmíðameistari; Magnþóra, f. 17.7.1921, húsfreyja. Foreldrar Sigríðar vocu Magnús Bjamason, f. 17.8.1877, d. 17.7.1921, b. og kennari á Álfhólshjáleigu í Vestur-Landeyjum, og k.h., Þóra Þorsteinsdóttir, f. 26.9.1884, d. 1966, húsfreyja á Álíhólshjáleigu og síðar á Amarhóh í Vestur-Landeyjum. Ætt Magnús var sonur Bjarna, b. á Kálfsstöðum, Magnússonar, b. á Fagurhóli, bróður Guðrúnar, móð- ur Andrésar, hreppstjóra og for- manns í Hemlu, fóður Magnúsar í Hvítanesi og Andrésar klæðskera. Magnús á Fagurhóli var sonur Guð- laugs, b. í Hemlu, Bergþórssonar og Margrétar Ámadóttir, b. á Kálfhóli, Magnússonar. Móðir Bjarna á Kálfsstöðum var Þuríður Ólafsdótt- ir. Móðir Magnúsar í Álfhólshjáleigu var Gróa Bjarnadóttir, b. í Ey í Vest- ur-Landeyjum, Sveinssonar, b. á Svarfhóli, Eiríkssonar. Móðir Gróu var Ólöf, systir Áma, foður Ólafs, fóður Siguijóns myndhöggvara og Gísla bakarameistara, foður Erlings leikara. Ólöf var dóttir Eiríks, b. á Mosastöðum, Guðmundssonar og Sigríðar, systur Haildórs, langafa Svanhildar, móður Sigurgeirs bisk- ups, fóður Péturs biskups. Sigríður var dóttir Ólafs Jónssonar, b. í Hreiðurborg í Flóa, bróður Hannes- ar, ættfóður Kaldaðarnesættarinn- ar, langafa Bjarna Sæmundssonar fiskifræðings. Þóra var dóttir Þorsteins, b. í Álf- hólahjáleigu, bróður Bergsteins, afa Sigurðar sýslumanns og Bergsteins brunamálastjóra. Systir Þorsteins var Ólöf, móðuramma Ólafs G. Ein- arssonar þingforseta. Þorsteinn var sonur Ólafs, b. á Árgilsstöðum, Am- bjömssonar, b. á Flókastöðum, bróður Páls, afa Þorsteins Erlings- sonar skálds. Ambjörn var sonur Ólafs, b. í Kvoslæk, Ambjörnsson- ar, ættfoður Kvoslækjarættárinnar Eyjólfssonar. Móðir Þóm var Sigríður, hálfsyst- ir Ólafs ljósmyndara, afa Davíðs for- sætisráðherra. Sigríður var dóttir Odds, hreppstjóra á Sámsstöðum Eyjólfssonar, b. á Torfastöðum í Fljótshlíð, Oddssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafsdóttir, b. á Fossi á Rangárvöllum, Bjarnasonar, ætt- fóður Víkingslækjarættarinnar, Sigríður Magnúsdótlir. Halldórssonar. Móðir Sigríðar var Ragnhildur Benediktsdóttir, b. í Fljótsdal í Fljótshlíð, bróður Helgu, ömmu Þorsteins Erlingssonar skálds. Benedikt var sonur Erlings, b. í Fljótsdal, Guðmundssonar, af ætt Guðbrands Þorlákssonar bisk- ups. Sigi'íður tekur á móti gestum að Bláhömrum 4 í Grafarvogi í Reykja- vík á afmælisdaginn, sunnudaginn 30.4.nk.,kl. 15.00-18.00. 85 ára 50 ára Þóra Finnbogadóttir, Skaftahlíð 5, Reykjavik. Sigurður Ásgeirsson, Reykjum, Lundareykjadalshreppi. 80 ára Concordia K. Níelsson, Hátúni 10, Reykjavik. Margrét Kristófersdóttir, Maríubakka, Skaftárhreppi. 75 ára Gunnar Sigurðsson, Hringbraut 38, Hafnarfirði. Haraldur Guðmundsson, Grandargötu 1, Dalvík. Jóhann Pétursson, Smáratúni 21, Keflavík. Ása Páisdóttir, Blönduhlíð 28, ReVkjavík. 70 ára Jóhann Kristinn Gunnarsson, Garðarsbraut 57, Húsavík. 60ára Jóhanna Kristín Guðmundsdótt- ir, Krókatúni 13, Akranesi. Kristín Sigurlásdóttir, Hásteinsvegi 60, Vestmannaeyjum. Gyöa Þórarinsdóttir, Hvassaleiti 34, Reykjavík, Óli KarloOlsen, Hlaðbæ 7, Reykjavík. Snorri Hjálmarsson, Syðstu-Fossum, Andakílshreppi. Már Sigurðsson, Hótel Geysi, Biskupstungnahreppi. Indíana Friðriksdóttir, Furuhjalia 6, Kópavogi. Sigurrós Gunnarsdóttir, Kögurseli 24, Reykjavik. Halidór Guðmundsson, Hvammi, Ölfushreppi. 40ára Viðar Guðmundsson, Engihjalla 17, Kópavogi. Hólmfriður Guðrún Pálsdóttir, Fögrabrekku 15, Kópavogi. ÞórirÞórisson, Hverflsgötu 49, Reykjavík. Bry njar Bragason, Reykási23, Reykiavík. Jón Ragnar Hjaltason, Ytra-Garðshorni, Svarfaðardals- hreppi. Ófeigur Jónsson, Hásteinsvegi 44, Stokkseyri. Haraidur Gunnþórsson, Hrísalundi 6 G, AkureyrL Dóra Sólrún Kristinsdóttir, Miöbraut 7', Seltjarnamesi. Maria Lovísa Ragnarsdóttir, fatahönnuður ogkaupmaður, Iðnbúð 5, Garðabæ. Vegna 40 ára afmælis fyrirtækisins lokum við versluninni kl. 17 í dag og verðum þar með móttöku fyrir við- skiptavini og velunnara milli kl. 18 og 20. Bílavörubúóin UÖDRIN Skeifan 2 sími 588 2550 Gylfi Jónsson Gylfi Jónsson prestur, Flókagötu 62, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Gylfi fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA1965, kennaraprófi frá KÍ 1966, embættisprófi í guðfræði frá HÍ1973 og stundaði nám í trúar- bragðafélagsfræði við háskólann í Uppsölum 1973-74. Gylfi var stundakennari við Álfta- mýrarskólaogHvassaleitisskólaí . Reykjavík 1966-70, kennari í ís- lensku við námsflokka Uppsalahá- skóla 1973-74, stundakennari við Gagnfræðaskólann á Höfn í Horna- firði 1974-77 og við Nesjaskóla í Hornafirði 1974-78. Hann var settur sóknarprestur í Staðarfellspresta- kalli í Köldukinn 1973, þjónaði í Gottsundafórsamling í Svíþjóð 1973-74, var sóknarprestur í Bjama- nesprestakalli í Austur-Skaftafells- sýslu 1974-82, rektor Lýðháskólans í Skálholti 1982-85, aðstoðarprestur í Seljasókn í Reykjavík 1985-87, heimilisprestur Elh- og hjúkrunar- heimihsins Grundar í Reykjavík 1986-88 og safnaöarprestur í Grens- ássókn í Reykjavík frá 1988-94. Gylfi var formaður Stúdentaráðs HÍ, var formaður skólanefndar Nesjaskóla, sat í fræðsluráði Aust- urlands og hefur verið umdæmis- stjóri Lionshreyfmgarinnar. Fjölskylda Fyrri kona Gylfa var Þorgerður Sigurðardóttir, f. 28.11.1945, kennari og myndlistarmaður. Seinni kona Gylfa er Solveig Lára Guðmundsdóttir, f. 13.11.1956, sókn- arprestur á Seltjarnarnesi. Hún er dóttir Guðmundar Benediktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra, og k.h., Kristínar Claessen hjúkrunarritara. Sonur Gylfa og Þorgerðar er Jón Gunnar, f. 30.3.1973, nemi. Börn Solveigar Láru af fyrra hjónabandi eru Benedikt Hermann Hermannsson, f. 31.1.1980; Kristín Anna Hermannsdóttir, f. 7.7.1988; Vigdís María Hermannsdóttir, f. Gylfi Jónsson. 13.7.1990. Foreldrar Gylfa: Jón Helgason, f. 11.9.1910, fyrrv. verkstjóri Skógerð- ar Iðunnar á Akureyri, og Petron- ella Pétursdóttir, f. 4.8.1911, d. 22.6. 1987, húsmóðir. Guörún S. Sigurðardóttir - Dúra Guörún S. Sigurðardóttir, húsmóðir og verkakona, Hhðarvegi 48, Njarð- vik,ersjötugídag. Starfsferill Guðrún fæddist í Ártúni í Vest- mannaeyjum en ólst upp í Keflavík og í Gaulveijabæjarhreppi. Auk húsmóðurstarfanna hefur hún stundað ýmis almenn verkamanna- störf. Guðrún hefur vérið félagi í St. Georgsgildi Suðurnesja, í Vest- mannafélagi á Suðumesjum og i Kvenfélagi Njarðvíkur. Fjölskylda Guðrún giftist 1.6.1946 Jóni A. Valdimarssyni, f. 5.2.1922, vél- virkjameistara. Hann er sonur Valdimars Gíslasonar, múrara- meistara í Vestmannaeyjum og Keflavík, og Helgu Jónsdóttur hús- móður sem bæði era látin. Börn Guðrúnar era Bjarni Valtýs- son, f. 25.6.1943, forstjóri í Keflavík, var kvæntur Esther Olafsdóttur sem lést 1994 og eignuðust þau tvær dætur auk þess sem Esther átti eina dóttur fyrir; Helgi Valdimar Jóns- son, f. 1.3.1946, d. 13.6.1968, vél- virkjanemi á Siglufirði, var kvænt- ur Dröfn Pétursdóttur og eignuðust þau tvö börn auk þess sem Dröfn á tvö böm með sínum seinni manni; Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 9.8.1950, starfsmaður Flugleiða, búsett í Vog- um, gift Viðari Pétur ssyni og eiga þau þijú böm; Ásdís Jónsdóttir Schultz, f. 26.3.1955, atvinnurekandi í Michigan í Bandaríkjunum, gift Donald Schultz og á hún tvö böm með sínum fyrri manni; Guðbjörg Jónsdóttir, f. 9.3.1958, húsmóðir í Njarðvík, gift Þórði Ragnarssyni og eigaþauþijúböm. Systkini Guðrúnar eru Ólöf Lilja Sigurðardóttir, verkakona í Kefla- vík, var gift Davíð Gíslasyni sem er látinn; Marteinn Brynjólfur Sig- urðsson, vélvirki og vélstjóri í Njarðvík, kvæntur Guðfinnu Jóns- dóttur; Friðrik Hafsteinn Sigurðs- son, nú látinn, vélstjóri í Reykjavík, var kvæntur Stellu Friðriksdóttur en fyrri kona hans var Jóna Þor- finnsdóttir; Gunnlaugur Kjartan Sigurðsson, vélstjóri og skipstjóri í Keflavík, kvæntur Erlu Siguijóns- dóttur. Guðrún S. Sigurðardóttir. Hálfsystir Guðrúnar, samfeðra, var Ósk Sigurrós Sigurðardóttir húsmóðir, nú látin, var gift Sigurði Ágústssyni. Foreldrar Guðrúnar voru Sigurð- ur Sigurösson, f. 13.6.1895, d. 21.2. 1984, vélstjóri í Keflavík, og Guð- björg Brynjólfsdóttir, f. 22.10.1897, d. 8.1.1980, húsmóðir. Guðrún tekur á móti gestum í Vík- inni, Hafnargötu 80, Keflavík, laug- ardaginn 29.4. milli kl. 15.00 og 19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.