Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 120. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1995
31
Menning
Stíllinn í list As-
mundar Sveinssonar
Um helgina var opnuö í Ásmundarsafni sýning sem
ber yfirskriftina „Stíllinn í list Ásmundar Sveinsson-
ar". Gunnar Kvaran fylgir sýningunni úr hlaöi meö
því að fjalla um það í veglegri skrá hvernig form-
skrift Ásmundar hneigðist í síauknum mæli að því aö
einfalda alla drætti mótífsins, draga fram eðh þess og
innsta kjarna. Að mati Gunnars var Ásmundur undir
meiri áhrifum frá súrrealistum en hinir ýmsu fræðing-
ar hafa til þessa viljað viðurkenna. Til marks um það
sé hið dæmigerða einkenni á verkum súrrealista eins-
og Maillols og Arps þar sem er ummyndun mannslíka-
Myndlist
Ótafur J. Engilbertsson
mans. Gunnar minnist þó hvergi á sjálfan Picasso sem
tengdist súrrealistahreyfingunni nokkuð í upphafi og
má sjá merkilegan skyldleika með verkum þeirra Ás-
mundar á svipuðum tíma, samanber Guernicu Picass-
os frá 1937 og Stríð og flótta Ásmundar frá 1943 þar
sem báöir leitast við að magna upp spennu með því
að reyna á þanþol mannslíkamans, þó hinn fyrrnefndi
hafi að vísu látið sér tvivíðan flöt nægja.
Formió einfaldaö í frumþætti sína
Sýningunni er þannig fyrir komið að í anddyri er
natúralískur negrastrákurlátinn heilsa upp á gestina.
Á aðalhæð kúpulhússins hefur verið komið fyrir hós-
myndum og Úkönum af byggingu vinnustofunnar í
upphafi fimmta áratugarins. í nýja tengisalnum þar
fyrir neðan gefur að líta skúlptúra Asmundar frá fjórða
áratugnum þar sem höggmyndirnar „vega salt á milli
raunsæis og tilhneigingar til að einfalda formið í frum-
þætti sína". Hér eru áberandi höggmyndir á borð við
Þvottakonurnar og Móður jörð, báðar frá 1936. Báðar
höggmyndirnar, sem og flestar aðrar í þessum sal eru
hér í hinni smærri frumgerð svo eðlisþættir hinna
kraftmiklu stóru höggmynda skila sér ekki sem skyldi
innan um svo margar myndir.
Súrrealísk ummyndun
Höggmyndir frá fimmta áratugnum í innsta salnum,
gömlu vinnustofunni sem nú hefur verið marmara-
lögð, njóta sín til muna betur. Bæði er að þar eru
stærri verk innan um eins og stór bronsafsteypa af
Móðir mín í kví kví. Eins gefur þar að líta meiri fjöl-
breytileika í efnisvali líkt og sér stað í viðarverkunum
Eitt verka Asmundar.
Höfuðlausn og í tröUahöndum. Hér birtist mun meiri
tilhneiging til einföldunar en um leið til ummyndunar
í súrrealískum anda. Líkt og kemur fram í skránni
eru náttúrutilvísanir alltaf viðvarandi í verkum Ás-
mundar. Hann hélt alltaf sambandi við móður jörð,
þrátt fyrir að á sjötta og sjöunda áratugnum hafi hann
farið út í geómetrísk járnverk líkt og má sjá nokkur
dæmi um undir kúplinum. Náttúran og frumófi henn-
ar héldu ætíð í hönd listamannsins líkt og sér greini-
lega stað í verkum á borð við Þú gafst mér að drekka
og Fuglinn Fönix.
Saga breyttrar myndhugsunar
Af sýningu þessari má ljóst vera að Ásmundur
Sveinsson var óragur við að gera formtilraunir og
reyna á þanþol myndefhis síns. Greina má þróun
módernismans hér landi í gegnum verk hans og hvern-
ig almenn afstaða til óhlutbundins myndmáls hefur
smám saman breyst á þessari öld. Þaö er ekki hvað
síst í slíku ljósi sem merkilegt er að skoða þessa sýn-
ingu og hefði mátt benda á það í sýningarskrá hve
verk Ásmundar eru í raun góðar vörður á leið þjóðar-
innar til þroskaðrar myndhugsunar á þessari öld
myndhlæðis. Gamlar og nýjar hósmyndir þeirra Krist-
ins Helgasonar og Krisrjáns Péturs Guðnasonar falla
vel saman í órofa heild í sýningarskrá sem er ágæt-
lega hönnuð af Hildigunni Gunnarsdóttur.
Sýning Soffíu Sæmundsdóttur í Stöðlakoti:
Álf ahallir og engla<
byggð á sýningu
Það svífur andi ævintýra yfir vötnunum á sýningu
Soffíu Sæmundsdóttur í Stöðlakoti að Bókhlöðustíg
6. Á sýningu Soffiu eru fimmtán verk, níu grafikverk
og sex lágmyndir, skornar út í tré. Grafíkverkin eru
öll einþrykk unnin með tréristum og við fyrstu sýn
virðast þau flest hver óhlutbundin, en við nánari skoð-
un koma í hós í gegnum þokukennda áferðina ævin-
týralegar persónur; prinsessa, engill og ferðalangur
nokkur.
Á ferðalagi um englabyggð
í sýningarskrá er að finna vísi að ævintýri eftir lista-
konuna sem væntanlega á að vera jafnframt vegvísir
um sýninguna: „í hröðum heimi reynir hún að stöðva
tímann. Hún leggst út í vorið við Alfahöllina. Finnur
vorangan... / Flauelsmjúkt vorið ber hana á höndum
sér á vit ævintýra og sagna ... / í draumi fylgir hún
litlum ferðalangi um englabyggð... hann leitar visku
og skilnings." Hér er því sýnilega um að ræða leit að
þeim sannleika og þeirri einlægni sem felst í hinu
barnslega og draumkennda, þar sem fordómar og
streita kæfa ekki sköpunarkraftinn og hina eðlilegu
framrás ímyndunarafisins.
Draumveruleikakennd
Einþrykkin hafa sum hver yfirbragð gamalla hand-
rita sem þó hafa fengið vel útilátiö af lit. Verk nr. 8,
.. .niður, er að mínu mati sérstaklega vel heppnaö aö
þessu leyti með því að þar helst draumveruleikakennd-
in í hendur við ævintýraheim myndarinnar jafnframt
því sem bernskt yfirbragð er á frágangi rammans og
verksins í heild. Verk nr. 7 og 8 hafa einnig dágóðan
skammt af næfri kennd í litasamspili sem einkennist
af djúpum og skærum tónum. Önnur verk skortir hins
vegar talsvert á þá tæru og einlægu myndsýn er þarna
birtist.
Útskornar ævintýraverur
Á lofti Stöðlakots gefur að líta útskorin smáverk.
Þar er um að ræða sömu fígúrur og birtast í einþrykkj-
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
unum. Þær njóta sín þó mun síður einar sér en á litauð-
ugum grunni grafíkmyndanna. Það er eins og hvítmál-
uð umgjörðin hefti þær frekar en hitt og smæðin ger-
ir það ennfremur að verkum að uppsetningjn á loftinu
missir nokkuð marks. Það sem þessi smáverk hafa
hins vegar til að bera er viss frumstæður kraftur sem
á einmitt samleið með fyrrnefndum bernskum tón og
þyrfti aö öðlast markvissari farveg hjá listakonunni.
Einlægni bernskunnar stendur alltaf fyrir sínu sem
útgangspunktur því þar eru hlutirnir jú í nýju ljósi
sem er ólíkt drunga hins vanabundna lífs hinna eldri
og „þroskaðri". Sýning Soffiu Sæmundsdóttur í Stöðla-
koti stendur til 19. júní.
Utboð
F.h. Skólaskrifstofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboð-
um í aðalræstingu og bónun gólfa í grunnskólum
Reykjavíkur.
Verkið nefnist:
„Aðalræsting og bónun gólfa í grunnskólum Reykja-
víkur".
Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi í 3 ár. Útboðs-
gögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13.
júní 1995 kl. 11.00.
skr. 66/5
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 2 58 00
Landsins mesta úrval
af keramikvörum
{* ':
V
íslensk
framleiðsla
£
'¦¦¦:--.-....,,,:.., .            ¦¦XX:..^r'  '"'
Gjafavara í úrvali
Listasmiðian
Dalshraun 1 - Hafnarfirði - Simi 652105 - Fax 53170
Útskriftarmen
14 k gullhálsmen með perlu
Fallegur skartgripur í útskriftina
Xtfull   Verð kr. 4.900 án festar.
öttííl   Laugavegi 49, sími 561 7740
Forysta ESAB
ertrygging
fyrir gæðum
og góðri
þjónustu.
ESAB
Allt til rafsuðu
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI2 SÍMI 91-624260

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48