Þjóðviljinn - 11.05.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.05.1939, Blaðsíða 1
Stlfipn Bandalags siétfar Sktrífsloía opnudfí ffafnatrsfiræfá Stjórn sú, sem Bandalag stétt- arfélaganna kaus nýlega hefur nú skipt með sér verkum. Formaður er Ingólfur Einarsson ritari í Járniðnaðarmannafélaginu, ritari Hermann Guðmundsson úr Hafnarfirði, gjaldkeri Guðjón Benediktsson og varaformaður Guðmundur Ó. Guðmundsson. Auk þessara manna eiga sséti í stjórn- inni Héðinn Valdimarsson, Helgi Sigurðsson og Ölafur H. Guð- mundsson. Síðar verður bætt við 4 mönnum í stjórn. Bandalagið opnar í dag skrif- stofu í Hafnarstræti 19 í húsi Helga Magnússonar. Stjórnin hefur ráðið Benjamín Eiríksson sem starfsmann banda- lagsins. ViUINN FIMMTUDAGUK 11. MAI 1939. 107. TÖLUBLAÐ IV. AKGANGUR Verð á bræðslusíld hækkar stórlega En samkomulag l náðíst ekkí í verksmíðjustjórnínní um hve hátt það skyldí verða Benjámín Eirtksson. Sigfús Eiiarsson Sigíús Einarsson tónskáid and- aðist gær. Var hann staddur inni í verzlun einni í Austurstræti, er hann hneig skyndilega niður. Var þegar brugðið við og hringt á sjúkrabifreið og flutti hún Sigfús á Landspítalann, en er þangað kom var hann látinn. Sigfús Einarsson var fæddur að Eyrarbakka 30. janúar 1877. — Dvaldi hann í foreldrahúsum til 1892 að hann réðist til náms í Latínuskólanum og útskrifaðist hann þaðan vorið 1898. Að loknu stúdentsprófi fór Sigfús til há- skólans í Kaupmannahöfn og hugðist að leggja stund á lög- fræði. Hugur hans hafði ungur hneigzt að tónlist og er hann kom til Hafnar mun laganámið hafa orðið að þoka um set fyrir tón- listaráhuga hans. Fékk Sigfús nokkru síðar nokkurn styrk frá Alþingi til hljómlistarnáms og lagði hann þá lögfræðina alveg á hilluna. Sigfús lærði söng hjá Valdemar Linche og tónskáldskap hjá danska tónsákldinu August Enna, og undir hans leiðsögn hóf liann fyrstu tónverkasmíðar sínar, 'og að undirlagi Enna raddsetti hann ýms íslenzk þjóðlög. Á þcssum árum hélt hann einnig hljómleika bæði í Danmörku og Noregi.', Árið 1906 flutti Sigfús alfarinn heim til Islands og um Hkt leyti kvæntist hann danskri konu, Val- borg* Hellemann. Hefur hann síð- an gegnt hér margskonar störfum í þágu tónmennta, svo sem kenn- ari, söngstjóri, tónskáld og orgel- leikari. Sigfús var söngkennari Kenn- araskólans frá byrjun og hann tók við söngkennslu í Menntaskólan- um nokkru síðar, er Brynjólfur Þorláksson fór vestur um haf. Ár- ið 1913 varð hann organleikari við Dómkirkjuna. Þá stofnaði hann karlakórinn „17. júní”, sem starf- aði hér um nokkur ár og Hljóm- sveit Reykjavíkur stofnaði hann árið 1926 og veitti henni forstöðu um hríð. Áskrifendur, munið að tilkynna bústaðaskipti á afgreiðslu blaðs- ins Austurstræti 12, sími 2184. Sigfús Einarsson hefur samið mikinn fjölda tónverka og yrði það langt mál að telja þau upp. Sigfús Einarsson var maður gáfaður og fjölfróður í list sinni. Vinsæll maður var hann af öllum, er höfðu nokkur kynni af honum. Og þó að hann sé nú látinn mun íslenzkt tónlistarlíf lengi búa að störfum hans, bæði sem tónskálds og söngkennara. Sijórn síldarverksmiðjanna hef- I ur að undanförnu setið a rökstól- | urn líér í bænum til þess meðal ! annars að taka áltvarðanir eða gera tillögur um verð á bræðslu- ; síld í sumar. | Samkomulag hefur ekki náðst um þessi mál innan verksmiðju- stjórnarinnar og hafa báðir aðilar sent ríkisstjórninni tillögur sínar. Meiri hluti verksmiðjustjórnarinn- ar: Þormóður Eyjólfsson, Þor- steinn M. Jónsson, Sveinn Bene- diktsson og Jón Þórðarson leggja til, að bræðshisíiclarverð verði í surnar kr. 6,70 á síldarmál. Minni hluti stjórnarinnar: Finn- ur Jónsson framkvæmdastjóri leggur hinsvegar til að greiddar verði kr. 7,00 fyrir hvert síldar- mál. Mun þao nú liggja fyrir ríkis- stjórninni að skera úr ágreiningi þessum og ákveða hvort verðlagið skuli gilda. Bræðslusíldarverðið var í fyrra kr. 4,50 á mál, svo að hér er um verulega hækkun að' ræða, hvor tillagan, sem kemur til fram- kvæmda. Hinsvegar hefur það nokkur á- hrif á „premíu” til sjómanna, hvort verðið verður kr. 6,70 eða kr. 7,00. Lætur Attlee að fortölum Leon Blums ? LONDON 1 GÆRKVÖLDI (FÚ). Leon Blum, aðalleiðtogi franskra jafnaðarmanna, er nú í Englandi til þess að ræða við Mr. Attlee og aðra leiðtoga brezka Verkalýðs- flokksins. Atti hann viðtal við Att- lee þegar í gær, og hafa menn fyr- ir satt, að hann muni hafa leitt honum fyrir sjónir, að franskir jafnaðarmenn ættu ákaflega bágt með að skilja og sætta sig við þá mótstöðu, sem brezki Verkalýðs- flokkurinn sýnir herskyldufrum- varpinu. Leon Blum fór í dag í bifreið í -eimsókn til Winston Churchills á sveitaheimili hans í Kent og ræddi við liann. Á fundi í neðri málstofu brezka þingsins í dag kvaddi Mr. Dalton, einn af leiðtogum Verklýðsflokks- ins sér hljóðs og stakk upp á því, ao Halifax lávarður færi til Moskva og ræddi þar per- sónulega við Molotoff, en Chamb- erlain svaraði því, að hann teldi réttara að bíða eftir svari rúss- nezku stjórnarinnar, áður en frek- ara væri aðhafst í málinu. LONDON I GÆKKV. FÚ. Frá Varsjá er símað, að pólska stjórnin hafi tilkynnt stjórnum Bretlands, Frakklands og Svíþjóð- ar, en þær eiga fulltrúa í þeirri þriggja manna nefnd, sem Þjóða- taandalagið skipaði til. eftirlits með Danzig — að hún teldi það ekki æskilegt að breyta núverandi skipun á málum Danzigborgar né heldur að skipta um fulltrúa Þjóðabandalagsins þar. Pólvcfjaif krefjast þjóð- arafkvæðís i Tékkíu! Eitt af helztu blöðum í Varsjá skýrir frá því í dag, að ef Þýzka- land stingi upp á þjóðaratkvæða- greiðslu í Danzig um sameiningu borgarinnar við Þýzkaland, þá mundi pólska stjórnin stinga upp á, að þjóðaratkvæðagreiðsla verði látin fara fram í Bæheimi og Mæri um sameiningu þessara héraða við Pólland. Pólsk yfirvöld hafa rekið úr landi 15 Þjóðverja, þar á meðal tvær konur. Er þeim' gefið að sök að hafa tekið upp fjandsamlega afstöðu gegn pólska ríkinu. Fki ’ Kanton. LONDON i gÆæKVÖLDI (FÚ) ; Japönsku yfirvöldin í Kanton hafa lýst yfir mjög ströngurn hernaðarlögum í borginni. Útlend- ingar í Kanton skýra svo frá, að skothvellir heyrist nú úr þeirri átt, sem járnbrautin liggur frá Kanton til Hankau. I gær var haldinn annar fund- ur í hinu „innra ráðuneyti” Jap- ans, sem í eru fimm ráðherrar, og var þar enn rætt um Evrópumálin. Meðal þeirrai sem viðstaddir voru, má telja forsætisráðherrann, ut- anríkismálaráðherrann og hermála ráðherrann. Japanskar hernaðarflugvélar réðust í gær á hafnarborgina Amoy ' í Suður-Kína og vörpuðu yfir hana sprengjum og skutu á hana af vélbyssum. Áfásum Japana á sendí~ hertrabúsfaðí Brefa og Frakka mófmaelh Sendiherra Frakka í Tokíó hef- ur mótmæit við japönsku stjórn- ina skemmdum, sem gerðar hafa verið á ræðismannstaústað Frakka í Chungking, meðan stóð á loft- árásum á borgina undanfarna daga. Sendiherra Breta hefur ver- ið falið að bera fram svipuð mót- mæli fyrir hönd brezku stjórnar- innar. Norskii verkalfðsfélðgii hvetja til alþjóðaráOstefnQ gegn strlði og fasisma Enga samnínga váð Hítler! Einkaskeyti til Þjóðviljans Khöfn í gærkvöldi. Stjórn verkalýðsfélaganna í Os- ló ræddi í gær alþjóðaástandið og samþykkti einróma kröfur til Landssambands verkalýðsfélag- anna um stuðning við hngmynd- ina um alþjóðlega verltalýðsráð- stefnu gegn stríði og fasisma. Var farið fram á í ályktuninni að Landssambandið beitti sér iyrir því að stjórn Alþjóðasambands verkalýðsfélaganna kæmi saman til að vinna að þessu máli. I ályktuninni er lokið lofsorði á framkomu Roosevelts forseta í al- þjóðamálunum og talið sjálfsagt að tilboði Hitlers um ekki-árásar- samning við Norðurlönd verði hafnað. Með þeirri samþykkt hafa verk- lýðsfélögin í Osló tekið sömu af- stöðu og verkalýðsfélögin í Trond- heim, Bergen og Stavanger. Hinsvegar hefur Verkamanna- flokkurinn ekkert aðhafzt í þess- um málum. Fréttaritari. FarfngJabanda- lagið seínr npp skrifstofn. Ferðamannanámskeið Banda Lags ísleinzkra farfugla lauk lum síðustu helgi með því a«5 þátttakendur fóru í ferðaleg tif Krísuvíkur. Námskeiðið stóð yfir í þrjár vikur og hefur verið kennt í fyrirlestrum. Jón Oddgeir Júns son flutti fyrirlestur um hjálp í viðlögum, Steinþór Sigurðs- son talaði um notkun áttavita og korta, Guðmundur Einarsson frá Miðdal talaði um ferðaút- búnað og Pálmi Hannessonum ferðalög og ferðamenningu Auk ]mss kenndu skátar verk- lega hjálp í viðlögum. Var nám skeiðið vef*sótt. Bandalagið opmjajr í dag skrif- ! stofu í Menntaskólanum, og | verður hún framvegis opin á ; fjmmtudögum milli 6 >og 7 og j á laugardögum frá kl. 1—2,og ; 5. Á skrifstofunni verða gefnar upplýsingar um starf- semi bandalagsins og allt er við kemur ferðalögum. Er ætl- azt til að þeir, sem hugsa til ferðalaga en vantar ferðáfé laþia geti snúiðisér til skrifstof- unnar og fengið þar bent á menn, sem hafa lrug á svipuð um ferðalögum. Peir sein óska að ganga í einhverja farfugladeildina^ geta snúið sér til skrifstofunnar og fengið þar farfuglaskírteini Pofemkín í Varsjá Potemkin, aðstoðarutanríkis- málaráðherra Sovétríkjanna, átti viðtal við Beck, utanríkismálaráð- herra Póllands, í Varsjá í dag, og leggur hann síðan af stað til Moskva í kvöld. Eru viðræður þeirra álitnar mjög þýðingarniiklar með tilliti til þess, hverjar horfur eru í álfunni. En opinberlega er sagt, að þetta hafi verið einkavið- ræður og óviðkomandi stjórnmál- um. (FÚ) i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.