Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						Föstudagur 23. júní_1944.
Skattar og skyldúr
Eitt áf því sem sjálfsagt þykir við rekstur fyrirtækja er, að
þau gefi þann arð að þau standi undir rekstrinum. Geri þau það
ekki, fer illa.
Þjóðfélag byggir einnig tilveru sýna á því að fjárhagsafkoma
þess sé örugg. Það leggur skatta á borgarana bæði beina og
öbeina til að standast daglegt viðhald og framkvæmdir sem kraf-
ist er. Þetta þykir eðlilegt og sjálfsagt.
íþróttahreyfingunni má líkja við dálítið þjóðfélag, sem bygg-
pr tilveru sína á fjárhagslegri velferð.
íþróttafélögunum má líkja við fyrirtæki, sem reka verður
sem allra mest fjárhagslega sjálfstætt, því félaust félag er líflaust
félag. Félagarnir kalla á framkvæmdir, sem bæta aðstöðuna til
íþróttaiðkana. Þeir krefjast þess, að kennarar séu fengnir og tæki
séu til, sem nota þarf.
Eini öruggi tekjustofn félaganna eru því skattarnir, sem
félagarnir borga, til að standast reksturinn. Og hvað er eðlilegra
«n að við sem njótum þess sem félagið hefur að bjóða borgum
það sem yið kostum félagið. Væri það ekki óeðlilegt, að það
þyrfti að gefa með mér eða þér í því félagi, sem við störfum í.
En staðreyndin er því miður sú, að það mun undantekning
éf það finnst félag sem hefur hærri tekjur af gjöldum félagsmanna
Sinna en sem nemur 15—20% af daglegum rekstri félaganna. Það
Sem á vantar verða duglegir fjáröflunarmenn að afla með ýms-
um ráðum og ærinni fyrirhöfn, má þar nefna, hlutaveltu, happ-
¦drætti, dansleiki, samskot, sýningar.
'Á sama tíma sem sárfáir duglegir menn í sama félagi afla
því tekna á framangreindan hátt til að standast daglegan rekst-
ur þess, er ekki gerð meiri krafa til félagsmannanna almennt en
eð greiða 5—15 kr. árstillag. Margir sem þetta lesa munu segja:
^Eg held þetta sé nóg t'illag; ég sem keppi alltaf fyrir félagið;
ég mæti á hverja æfingu; ég aðstoða við hlutaveltur, og geri
margt fleira fyrir félagið." Menn gleyma því algjörlega að það
sem þeir gera, gera þeir fyrir sjálfa sig, af þeirri einföldu ástæðu,
að þeir eru félagið. Því miður hefur ekki tekist betur með félags-
legt uppeldi félagsmannanna en raun ber vitni um, enda hefur
að ýmsu leyti verið svo að því staðið, að það er varla á betra von.
Hvaða áhrif halda menn að hih takmarkalausa smölun í félögin
hafi? Munu menn ekki fljótt finna það að því fylgir ekki mikil
ébyrgð, að ganga í félag eða vera í félagi, það er ekki hátíðleg
stund, þar sem búast má við að dvölin þar hafi varanleg áhrif
é líf einstaklinganna. Nei, það er krækt í menn á öllum aldri
Éil þess að eignast vonina í því að þeir geti gefið stig, gefið sigur.
Á. skyldur við félagið er ekki minnzt.
íþróttahreyfingin getur ekki unað þessu lengur, hún verður
að gera alla þá sem að þessu vilja^vinna, hvort sem það er í stjórn
eða utan, félagslega og fjárhaglega ábyrga fyrir starfseminni, og
ef til vill er hægt að láta þetta haldast í hendur. Við eigum að
vinna að því að sníða árgjöldin eftir því hvað daglegur rekstur
er mikill. Við eigum að nota aðrar fjáraflanir til þess að bæta
aðstöðuna til íþróttaiðkana, sem allstaðar vantar. Eg hef nokkuð
kynnt mér hvað árgjald í félögum erlendis er, og er það frá 5—10
kr. á mánuði, eftir því hve félagið er gott og eftirsóknarvert.
Okkur hér ætti því ekki að vera skotaskuld úr því að greiða
3—5 kr. á mánuði. Þetta er svo alvarlegt mál að íþróttamenn ættu
að bindast samtökum um það að gera alla þá ábyrga sem vilja
kalla sig íþróttamenn. Vekja almennan áhuga í félögunum fyrir
þeim skyldum sem þeir bera við þau og að eðlilegt sé að skatt-
ar manna séu miðaðir við eyðslu og kröfur sem við gerum til
ingunni ómetanlegt gagn á mjög margan hátt.
starfseminnar. Takist okkur þetta, þá vinnum við íþróttahreyf-
ÞJÓÐVILJINN
IÞRÍTTIR
¦£.    RlTSTJÖRl:  FBÍMANÍf  HELQASOM
Knattspyrnufélagið Hörður á
Isafirði 25 ára
Þann 27. maí s.l. varð eitt öfl-
ugasta íþróttafélagið á Vest-
f jörðum 25 ára: Knattspyrnufé-
lagið Ilörður. Byrjaði það sem
knattspyrnufélag en hefur nú
tekið upp flestar íþróttagreinir
sem það hefur aðstöðu til að
iðka.
Stofnstaður félagsins var í
Sundstræti 41 á ísafirði, árið
1919, og voru stofnendurnir 12,
þeir Þórhallur Leósson, Guð-
brandur Kristinsson, Þorsteinn
Kristinsson, Helgi Guðmunds-
son, Ólafur Ásgeirsson, Garðar
Ólafsson, Hjörtur Ólafsson, Dag
bjartur Sigurðsson, Kristján Al-
bertsson, Jón Albertsson og Ax-
el Gíslason, en fyrsta stjórn fé-
lagsins var skipuð Þórhalli Le-
óssyni form., Dagbjarti Sigurðs-
syni, og Helga Guðmundssyni.
Fyrstu árin eru heldur dauf
hvað knattspyrnu snertir, því
Fótboltafélag ísfirðinga líður
brátt undir lok, enda höfðu flest
ir stofnendanna leikið þar „án
þess að vera löglegir félagar,"
eins og segir í afmælisriti félags
ins. Helztu leikirnir voru því við
sjóliða af Beskytteren og Fylla.
En árið 1926 kemur Vestri
fram á sjónarsviðið, og við það
glæðist öll starfsemi félagsins.
Árið 1931 er II. fl. stofnaður og
sama ár verður III. fl. til, en það
eru þeir menn sem mest hafa
gert ísfirzka knattspyrnu sig-
ursæla og fræga og má þar
nefna för III. fl. til Reykjavík-
ur 1936, sem var glæsileg og
1939 sigra þeir í landsmóti I. fl.,
sem var mjög vel gert.
Árið 1933 stofnar félagið hand
knattleiksdeild kvenna, og hef-
ur handknattleikur verið æfður
þar æ síðan.
Sumarið 1937 gengst félagið
fyrir námskeiði í frjálsum íþrptt
um, og er sú starfsemi orðin all-
mikil þó skilyrði séu slæm.
Skíðaferðir iðka Harðverjar
mikið þó ekki hafi enn orðið úr
skálasmíði. Fimleikar koma
á dagskrána 1940, og hafa verið
iðkaðir síðan á vetrum. Félagið
hefur gengist fyrir mörgum
heimsóknum knattspyrnuflokka
og farið margar knattspyrnu-
ferðir víðsvegar um land. Feng-
ið kennara í ýmsum greinum
yfir lengri eða skemmri tíma
nú síðastliðinn vetur í glímu,
sem félagið hefur líka tekið
upp.
Skráin yfir knattspyrnuleiki
félagsins lýtur svona út: I. fl.
44 leikir: Unnið 26, tapað 18,
sett 94 mörk, fengið 55. II fl.
17 leikir: Unnið 9, tapað 8, sett
31 mark gegn 12. III. fl. 15 leik-
ir: Unnið 13, tapað 2, sett 51
mark, fengið 13. Má þetta telj-
ast góð frammistaða.
Formenn félagsins frá byrjun
hafa verið: Þórhallur Leósson
til 1922, Helgi Þorbergsson 1924
—'25, Helgi Guðmundsson 1926
—1935, Sverrir Guðmundsson
1936—1942.
Núverandi stjórn skipa: Karl
Bjarnason, form., Pétur Þórar-
insson, varaform., Guðríður
Matthíasdóttir, ritari, Herbert
Sigurjónsson,   gj.,   Sveinbjörn
Kristjánsson fjrit., Sigríðuc
Hagalín meðstj., Þófður Krist-
jánsson meðstj.
í tilefni af afmælinu hefur
félagið gefið út mjög myndar-
legt afmælisrit, þar sem rakin
er félagssagan og ýmsir gamlir
félagar rifja upp „gamla daga".
Þá er þar mörg ávarpsorð, auk
þess sem ritið er prýtt fjölda
mynda.
íþróttasíðan náði tali af form.
félagsins, Karli Bjarnasyni, sem
var hér á ferð, og spurði hann
um íþróttastarfið og lífið á ísa-
firði.
— Við bindum miklar vonir
við sundlaugina sem þegar er
búið að byggja undirstöður und
ir og búningsklefa. Vonum við
að geta steypt hana mikið tíi
upp í sumar. Hafa menn sýnt
mikinn áhuga, og gefið fjölda
dagsverka.
Það sem bagar okkur mest er
skortur á íþróttakennurum í
sem flestum greinum, eða þá
einn fjölhæfan fastan kennara.
Þá eru það vallarskilyrðin sem
mjög draga úr allri starfsemi.
Þá vil ég geta þess, segir
Karl, að samstarfið við Vestra
er gott, og gerum við okkur von
ir um að aukið samstarf þýði
aukin átök í því sem gera þarf
að sameiginlegum málum og að-
kallandi er. Þá vil ég geta þess
hér, að í afmælishófi félagsins
afhenti bæjarstjórn félaginu til
ráðstöfunar 10 þús. kr., og lít ég
á þetta sem viðurkenningu á
starfi íþróttamanna fyrir bæjar-
félagið, segir Karl að lokum.
Fyrsta kapplið félagsins 1922. Ta'ið frá vin-stri: Einar 0. Krktjánsson, Hjörtur Ólafsson, Matthías
Sigurðsson, Karl Kristinsson, Helgi Guðmundsson, Þórhattur Leós, Jón Alberts, Guðbrandur Krist-
insson, Þ>orsteinn Kristinsson, Dagbjartur Sigurðsson og Garðar Óafsson. Sitjandi Ólafur Kárason.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
4-5
4-5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8