Þjóðviljinn - 14.06.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.06.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagur lá. júní 1950. ÞJÓÐVILJI "N 9 Undanbrögð rikisstjórnarinnar TAK FRÁ OSS ÞENNAN KALEIK! í gengislækkunarlögunum, sem Aiþingi samþykkti end- anlega 19. marz í vetur, var sem kunnugt er lævíslegt á- kvæði, sem var ætlað það hlutverk að draga úr áhuga verkalýðsins fyrir grunn- kaupshækkunum. Lögin bönn uðu að vísu ekki hækkun grunnkaups og var það af falsmönnum gengislækkun- arinnar talið mikið örlæti af hálfu ríkisstjórnarinnar og sýna velvilja hennar og rétt- sýni gagnvart verkalýðnum og samtökum hans. í stað beinnar kaupbindingar var hinsvegar sett eftirfarandi á- kvæði í niðurlag 6. gr. lag- anna; sem fjallar um útreikn- ing og greiðslu vísitöluupp- bótar þeirrar, sem lögin gera ráð fyrir: „Skilyrði launalækkunar isamkvæmt þessari grein er, a ð launagreiðslur hækki ekki af öðrum ástæðum en lög þessi mæla, frá því sem þær voru 19. marz 1950 eða samkvæmt síðasta gildum kjarasamningi fyrir þann dag.“ Með þessu ákvæði var verkalýðnum sagt: Þú skalt velja í milli þess að sætt-a þig við þá vísitölu, sem rík- isstjórnin skammtar á móti allri kjaraskerðingu gengis- lækkunarinnar, en hána færðu aðeins með því að halda grunnkaupinu ó- breyttu; eða leggja út í kaup- hækkunarbaráttu og afsala þér þar með vísitöluuppbót- inni. Þannig hugðist ríkisstjórn- in og sérfræðingar hennar koma í veg fyrir grunn- kaupshækkanir eða torvelda þær að minnsta kosti. Stéttar félögum verkalýðsins, sem legðu í kauphækkunarbar- áttu til þess að rétta hlut meðlima sinna, skyldi refsa með því að svifta þau rétt- inum til vísitölunnar. Að vonum mæltust gengis- lækkunarlögin í heild illa fyrir meðal launþega, svo stórfellda kjaraskerðingu sem þau höfðu í för með sér. En þó munu fá eða eng- in ákvæði þeirra hafa komið ver við fjölda verkalýðsfé- Iaga, sem ekki höfðu gætt þess að færa kaupgjald sitt fyrir- gildistöku laganna til samræmis við það bezta, sem samningsbundið var í hverri starfsgrein. Hlaut þessi grímuklædda kaupbinding að koma enn ver við þau félög, en félögin sem búa við skárstu kjörin. Það var ekki laust við kaldhæðni, að þessi „bless- un“ -ríkisstjórnarinnar hitti fyrst og fremst meðlimi þeirra jfélaga, sem búa við stjórn og jfor'ustu fylgismanha aftur- fjféddsins, sem -ábyrgt er fyfir gengislækkunarlögunum ogl öllum afleiðingum þeirra. En ríkisstjórnin og lið hennar á* þingi var svo visst um ágæti og gagnsemi þessa dulbúna kaupbindingarákvæðis, að allar tillögur um afnám þess voru kolfelldar á Alþingi við meðferð málsins. Að vonum vakti þessi af- greiðsla réttláta reiði og and- úð verkalýðsins. Mun ríkis- stjórnin hafa orðið þess vör og talið óhjákvæmilegt að taka málið til nokkurrar end- urskoðunar til þess að draga úr megnustu óánægjunni og gera tilraun til þess að bjarga sér frá þyngstu áfellisdóm- unum a. m. k. um stundar- sakir. Árarígurinn af þessum heila- brotum ríkisstjórnarinnar varð sá, að hún sá sér ekki annað fært en að flytja og fá samþykkt á Alþingi frum- varp um breytingar á „við- reisnarlöggjöf“ sinni. Sam- kvæmt því skal það „ekki varða missi vísitöluuppbót- arj þótt verkalýðsfélag færi kauptaxta sinn til móts við vegið meðaltal kauptaxta ó- faglærðra verkamanna, þó ekki yfir 3 kr. grunnkaup á klukkustund.“ Ennfremur er það ákvæði í frumvarpi þessu, að „standi yfir vinnudeila eða samninga umleitanir við gildistöku lag- anna, skal það talið jafngilt kjarasamningi fyrir 19. marz 1950, ef deiluaðilar semja síð- ar um kaupgjald, sem sannan lega lá' fyrir sem fast tilboð frá atvinnurekendum fyrir þann dag“. Með þessu ákvæði öðluðust þrjú félög, sem sömdu um kauphækkun eftir 19. marz s. 1. lagalegan rétt til hugs- anlegiar vísitöluupprbótar, en þessi félög eru: Flugvirkja félag íslands, Bakarasveina- félag íslands og verkalýðs- félagið Hörður 1 Hvalfirði. Samkvæmt hinu ákvæðinu fengu 39 verkalýðsfélög laga- legan rétt til vísitölugreiðslu þótt þau færi kaupgjald sitt til móts við hið svonefnda vegna meðalt. sem fundið er með því að margfaldci meðlima tölu hvers félags með kaup- taxta þess og deila síðan meðlimatölu allra félaganna í summuna af þeirri útkomu. Hinsvegar eru 35 verkalýðs- félög með kr. 3,00—3,08 í grunnkaup (samþv. gömlu reglunni). í þeim hópi er t.d. Dagsbrún og önnur stærstu félögin í samtökunum. Fram- takssemi óg dugnaðar þess- ara félaga í kaupgjaldsbar- áttunni verða nú þau félög aðnjótandi, sem aftur úr eru, eins og jafnan áður. Er þess nú að vænta, að þau félög sem eru með kaupgjald sitt undir hinu vegna meðaltali, dragi ekki lengur en óhjá- kvæmilegt er, vegna upp- sagnarákvæða, að hækka kaupgjaldið eins og nú er komið, svo auðvelt ætti það að vera. Þetta undanhald ríkis- stjórnarinnar getur þó ekki á nokkurn hátt bætt fyrir þá stórfelldu árás hennar á lífskjör alþýðunnar, sem felst í gengislækkun krónunnar og afleiðingum hennar. Smá- vægileg ■ kauphækkun hjá dreifðum og fámennum verkalýðsfélögum hingað og þangað um landið og marg- fölsuð „vísitala11 ríkisstjórn- arinnar, sem reyndist aðeins 5 stig fyrir maimánuð, veg- ur smátt á móti þeim gífur- legu verðhækkunum á Öllum lífsnauðsynjum almennings sem dag hvern dynja á heim- ilum verkamanna og annarra launþega. Til þess að bæta það upp þarf annað og meira. Undir þá baráttu þurfa nú samtökin í heild að búa sig á grundvelli verkalýðsráð- stefnunnar, sem markaði leiðina svo skýrt sem verða mátti, bæði í kaupgjaldsmál- unum og þeim þjóðmálum öðrum, sem afkoma og fram- tíð alþýðunnar byggist á að séu tafarlaust tekin nýjum og öðrum tökum en verið hefur síðustu árin. g. v. Iðulega ber það við, að rödd þess sem er að tala í útvarp vórt, eða lagið sem þar <v verið að leika, fær á sig næsta annarlegan blæ, dvínar smám saman og þagnar loks alveg, en við taka gríðarlegir skruðn- ingar, vofeiflegt ískur, firnaháir hvellir og önnur ófögur há- reysti. Eftir nokkrar mínútur linnir þessum dynkjum og þul- urinn biður hlustendur afsök- unar á hlénu, sem hafi stafað af smávægilegri rafmagnsbilun. Slík hlé eru svo hversdagsleg að naumast tekur því að minn- ast á þau á prenti, enda segja fróðir menn að íslenzka ríkis- útvarpið sé í þann veginn að verða heimsfrægt fyrir allskon- ar truflanir og rutl; en því að- eins er á þetta drepið hér, að útvarpshlustendur, sem eru þó ýmsu vanir, hafa nú orðið fyrir nýrri reynslu. sem gerir brest- anda brak af völdum smávægi- legra rafmagnsbilana allt að því æskilegt. Reynsla þessi hófst í septem- ber í fyrra, ef ég man rétt. Fyrrverandi rakari og núver- andi forseti og æðsti prestur félags þess sem heitir Alvara, tók allt í einu að lesa frumort Ijóð í útvarpið með miklum fjálgleik og óþrotlegri kurt, eins og við mátti búast af jafn gerhelgum manni. Hlustendur munu yfirleitt hafa talið að óðmæringur þessi hefði verið kvaddur að hljóðnem- anum til að auglýsa á Vestrænt lýðræði Landráðablaðið Landvörn er gefið út á kostnað ýmissa þeirra atiðmanna sem nú stjórna landinu. 1 því blaði birtast eftirlætishugrenningar valdaklíkunnar, og oft er þar sagt fyrir um þau ætlunarverk sem síðan koma fram. Nýjustu óskir klíkunnar sjást glöggt í grein eftir annan ritstjórann, Helga Lárusson, í síðasta tölublaði landráðablaðsins. Fer hér á cftir kafli úr grein hans, þar sem hún er einkar táknræn fyrir raunverulegar skoðanir þeirra manna sem hæst hrópa um „vestrænt lýðræði“. „Stjórn Astralíu hefur nú hafið þá einu réttu aðferð, sem allar lýðfrjálsar þjóðir ættu tafar- ^ laust að beita gegn fimmtu her , deildinni, það er að banna , kommúnistana og alla starf semi þeirra með öllu, hvort sem þeir birtast undir réttum nöfn- um eða blekkiiigarheitum. Kommúnistar eru hættulegustu glæpamenn hvers lands. Hverju frjálsu landi ber því skylda til áð láta þyngstu dóma fyrir stór glæpi dynja á þeim. Þar með er. aðeins notað þeirra eigið vopn, enda er það eina örugga vopnið, sem bítur þá, alveg eins og ill- þýðið í gömlu þjóðsögunum okk ar. Á Islandi er ekkert gert enn- þá til að verjast eyðingaröflum þessum, eða hindra starfsemi þeirra. Stórveldi héimsins telja sér áríðandi af öryggisástæðum að víkja kemmúnistum úr öll- um trúnaðarstörfum. Hér á Is- landi vaða kommúnistarnir ,uppi óhindraðir í flestum eSa öllum opinberum stofnunum og í fjölda fyrirtækja. Skólar landsins eru líka flestir gegn- smognir af „möðkum'1 þessum. Hér getur því nagdýrsiðjnn haldið áfram óhindruð, eftir fyrirskipunimi yfirboðanna í austri. Hver trúir því, að ls- land hafi sérstöðu þanpig, að hér sé ekki að óttast eyðilegg- ingarstarfsemi kommúnist- anna? Því getmr enginn trúað, sem hefur opin augun og óbrjál aða skynsemi. Hér er hættan vissulega meiri en nokkurs staðar á byggðu bóli. Við ís- léndingar erum minnsta þjóðin algjörlega varnarlaus og fá- tæk. Hér má þvi ekki dotta, Framhald á 7. síðu. eftirminnilegan hátt menning- arviðhorf þeirra höfðingja sem dagskránum stjórna, en sumir einfeldingar bjuggust þó fastlega við því, að þulur- inn bæði landslýð afsökunar á svo stórfelldri truflun, og lcti þess getið um leið, að hún hefði stafað af bilim í útvarpsráði. Auðvitað var engin afsökun fram borin, og sennilega mundi öngvum hafa dottið í hug að kvarta undan þessu tiltæki' út- varpsráðs, ef forseti Alvöru hefði ekki verið leiddur að hljóð. nemanum að nýju, ekki einu sinni á þessu ári, heldur þrisv- af, cg látinn lesa upp nokkra metra af frumortum kvæðum með æfintýralegum hátíðleik og fágætum raddþunga. • Nú fer því víðs fjarri, að ég vilji' á nokkurn hátt hnýta í þann helga mann sem hér á hlut að máii, því að kvæði hans munu vera prýðilega fallin til upplestrar á félagsfundum I Alvöru og njóta þar ugglaust mikilla vinsælda. Þess eru ófá dæmi að fimustu skeggskerar hafi hiaupizt frá hnííum sínum og klippum og tekið að stunda frjálslegri iðju, svo sem anda- kuk', eftirhermur, spámennsku, heimsendaboðun, kraftaverk eða flatrím, jafnvel allt þetta í senn, og dregið að sér viðeig- andi hirð til að standa undir fyrirtækinu, einkum lata for- stjóra, angurværar meykerling- ar og óhamingjusamar heldri- mannafrúr um fimmtugt. Hitt er aftur á móti fátítt í siðuðu þjóðfélagi, að stjórnendur æostu menntastofnana leiði slíka hiaupasveina í öndvegi og reyni þannig að telja gervallri þjóðinni trú um, að þeir séu eitthvert dæmalaust metfé, einhverjir óskaplegir snilling- ar og spekingar. En Islending- ar eru um margt sérkennilegir eins og allir vita. Þótt undar- legt megi virðast færist það mjög í vöxt að stjórnarvöld vcr, þjónar þeirra og faldber- ar liampi þvílíkum lýð, dásami hann með blíðu brosi og veiti honum margskonar vegtyliur, en kappkosti jafnframt að níða skóinn ofan af sumum beztu skáldum vorum, rithöfundimi ~rr menntamönnum. Til dæmis er það einkar táknrænt, að fáum dögum eftir að forseti Aivöru, barún Ljóssins og sendi bpði Raddarinnar fékk að undir sig bljoðnema iikis útvarpsins í annað eða þriðja sir.n á þessu vori cg þreyta um liríð ákafan leirslátt, þá vom tvö frábær Ijóðskáld sett h';á erm einu sinni við úthlutun fiár þess sem varið er til styrktar fögrum listum og bók- menntum. Ég hef að vísu litla trú á því að forystuliðið í útvarpsráði kæri sig um að heyra óskir hlustenda, en þó langar mig ið bera fram við þá auðmjúka bæn, því hver veit nema hóg-< Framhald á 7. siðu. v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.