Þjóðviljinn - 14.06.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.06.1950, Blaðsíða 8
Aðalfundur Eimskipafélags fslands melri en í fyrra Aðalíundur Eimskipafélags íslands h. f. var haldinn 10. þ. m. Rcksturhagnaður félagsins á siðastliðnu ári nam 7,6 m;llj. króna brúttó og er það tæpum 6 milljónum meira en á árinu 1948. Þessi mikli mismunur stafar að mestu leyti af hagkvæmari rekstri hinna nýju skipa fé- lagsins. Mestum hluta hagnaðarins er varið til afskrifta á nýju skipunum, eða samtals rúmlega 5,6 milljónum. — Illutafé er 1,7 milljónir, en skuldlaus eign er bókfærð 55,3 millj. Það sem mesta athygli vek- úr við skýrlu félagsstjórnar er það, að nú eru það eigin 3kip fclagsins, sem bera uppi rekst- urinn, en ekki Ieiguskip, eins og verið hefur að undanfömu, enda eru leiguskipin nú að mestu úr sögunni, og hefur það geysimikinn gjaldeyrissparnað í för með sér. , Milli landa voru farnar 95 ferðir, þar af aðeins 7 með út- lendum leiguskipum. Árið 1947 voru einnig faraar 95 Deilu Í.S.I. og B.Í. lokiS Hin óæskilega deila er stað- ið hefur milli l.S.Í. og B.I. er nú »lil lykta leidd með þeim hætti að báðir aðilar vilja vel við una. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt á sambandsráðsfundi 1. S.f. hinn 10. júní s.l.: „Sambandsráð Í.S.l. sam- þykkir að venjuleg blaða- mannaskírteini gildi að öllum íþróttamótum innan I.S.I. sem fara fram á opnum svæðum, þó aðeins á venjuleg s'íæði.*' „Helgaiell'' flytur skotfæri tii Grænlendinga Helgafell, Dakotaflugvél Loft- ieiða, fór í fyrrinótt til Scores 'bysund í Norður-Grænlandi og varpaði þar niður skotfærum til íbúanna, sem munu hafa verið orðnir skotfæralausir. Tókst ferðin með ágætum; var þama norður frá glaða sólsktn, þótt um hánótt væri, ferðin tók alls um 8 klukkustundir. TVÖ SÖNGLÖG Þjóðviljanum hefur borizt sönglagahefti, „Sjafnaryndi", eftir Erlu, dóttur Einars Bene- diktssonar. Eru í heftinu tvö sönglög með píanóundirleik, Vals og Aría, en íslenzkur texti er eftir Jakob Jóh. Smára. Útgefandi sönglagaheftisins er Guðmundur Gamalíelsson. Handíðaskólinn Handíðaskólinn. Prófum í kennaradeildum skólans lauk um síðustu helgi. Skólaslit fara fram á morgun kl. 4 siðdegis. — I dag-kl. 5—7 og 8—10 síðd. verða afhentar teikningar nem enda er sóttu síðdegis- og kvöldnámskeið skólans. Afhend ing teikninganna fer fram í teiknist. skólans Laugaveg 118 (hús Egils Vilhjálmssonar h.f.) ferðir milli lands, en þar af 62 með leiguskipum. Árið 1949 flutti félagið 132 þús. tonn til landsins, þar af 25,5 með leiguskipum, en 1947 128,5 þús tonn, þar af 102,3 með leigu- skipum. Kostnaður við kolakyndingu er næstum þrefaldur miðað við olíueyðslu mótorskipanna, og eru þau þó hraðskreiðari, stærri og afkastameiri en hin. Eldsneytiseyðsla á hverja sjó- mílu talið í krónum er: Detti- foss 6,29, Goðafoss 7,45, Lag- arfoss 5,64, Tröllafoss 7,10 eða að meðaltali kr. 6,76 en aftur á móti Fjallfoss 21,54 og Selfoss 13,55 eða aðmeðaltali kr. 17,20. Gamli Lagarfoss var seldur til Danmerkur til niðurrifs fyr ir rúml. 90 þús. krónur dansk- Framhald á 7. síðu. Leiðaraefni handa Yísi ★ FYRIR helgi auglýsti Vís- ir venjulegan heiðarleika slnn með því að skrifa heilan leið- ara út af augljósri prentvibu um áhrif síðustu verðlækkun- arinnar í Sovétríkjunum. I gær grípur Vísir í vandræðum sín- um tíl talna Bjarna Benedikts- sonar um verðlag í Sovúiríkj- unum, en þær tölur sýna ckkert annað en það að íslenzk króna er orðin algerlega verðlaus er- lendis. ★ EF Vísir \ildi segja rétt frá myndi hann skýra lesend- um sínum frá því að kaupgjald í Sovétríkjunum í rúblum er mjög ámóta og kaupgjald hér í krónum. Út frá reiknings- færslu Bjarna Ben. mætti segja að laun þar eytéra væru marg- falt hærri en hér. IJm verðlag i Sovétríkjunum er það að segja að þar eru ýmsar vörur sem ekki heyra til daglegrj neyzlu, enn alldýrar. Allar algeng- ustu neyzluvörur kosta hins veg ar miklum mun minna í rúblum en samsvarandi vörur hér í krónum. Sem dæmj um fæðis- kostnað má nefna að þriggja rétta máltíðir á mctstofum kosta 2—3 rúblur. Fatnaður fcr álíka dýr í rúblum og hann var hér fyrir gengislækkun. Sérstök lög eru um það að föst útgjöld, skáúiar, húsaleiga og stéttar- félagsgjöld megi ekki nema meiru en 15% af kaupi. Al- . Framhald á 7. siðu. Drengur drukknar Hornafirði 7. júní. Frá frétta ritara Þjóðviljans. Það slys vildi til hér í gær að þriggja ára drengur, son- ur hjónánna Svövu og Bjarna Bjarnasonar gullsmiðs í Áraa- nesi, drukknaði í Rornafjarð- arfljótum. Mun drengurinn hafa farið niður að fljótum, klætt sig þar úr skóm og sokk- um og vaðið út í fljótin, en fallið í leiraum og drukknað. Hömlurnar enn auknar! Sökum þeirrar miklu óvissu sem nú er rikjandi í gjaldeyris málunum, hefur verið talið nauð synlegt, að setja skorður við því fyrst um sinn, að vörur séu pantaðar til landsins án þess að tryggður hafi verið gjald- eyrir til greiðslu á þeim. Þess vegna hefur ríkisstjóm- in ákveðið, að hér eftir skuli innflutningur háður því skil- yrði, að vörur megi ekki flytja til landsins nema þær hafi ver- ið greiddar seljanda eða gjald- eyrir tryggður gegnum banka áður en vörurnar voru sendar af stað. Jafnframt er svo fyr- ir mælt, að vörur megi ekki toll afgreiða nema kaupreikningur sýni, að varan sé greidd í er- lendum gjaldeyri. 0IÓÐUIL1INN Helztu forystuntenn samvinnu- samtakanna á Norðurlöndum sitja hér aðaiíund N. A. F. dagana 24.—25. þ. m. Nordisk Andelsforbund (N.A.F.), sambancf samvinnu sambandanna á Norðurlöndum, heldur aðalfund sinn í Reykjavík dagana 24.—25. júní n.k., og er það fyrsti fundur sambandsins hér á landi. Fundinn sækja helztu forystumenn samvinnusamtakanna á Norðurlöndum. Nordisk Andelsforbund var stofnað i Osló 26. júní 1918 af samvinnusamböndunum FDB í Danmörku, KF í Svíþjóð og NKL í Noregi. Árið 1938 gengu finnsku samböndin OTK og SOK í samtökin og SÍS árið 1949. N.A.F. er eina samband samvinnufélagasambanda rikja í milli og var það stærsti ný- Nýjársnóttin í þriðju útgáfu I tilefni af vígslu Þjóðleik- hússins gaf Bókaforlagið Fag- urskinna út Nýjársnótt Indriða Einarssonar, vígsluleikrit Þjóð- leikhússins. Er þetta þriðja út- gáfa leikritsins, og hin vandað- asta. Útgáfunni fylgir mynd af Indriða Einarssyni sem ungum kandídat, en hann var 18 ára þegar hann samdi Nýjársnótt- ina í upphafi. Eufemia Waage skrifar formála að útgáfunni. Reglugerð um þetta var gef- in út í gær, 12. júní. (Fréttatilkynning frá Við- skiptamálaráðuneytinu, 13.6.). Veitíðin á Hornafirði 1005 skippund í 81 róðri HornafirÖi, 2. júní. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Eins og aö undanförnu voru vertíöarlok hér á Hornafiröi um 20. maí. Bátar þeir sem réru héðan á þessari vertíð voru 7 að tölu, fjórir hcimabátar og þrír frá Noröfirði. Aö þessu sinni varö aflahæst m.b. Guö- björg frá Norðfiröi, haföi hún 1005 skippund í 81 róöri. Annars er aflaskýrslan svo:, Nafn báts: Róðrarf j.: Gota Lifnr Fiskur litr.: litr.: skp.: .b. Guðbjörg 81 16582 35917 1 1005 Neskaupstað Gissur hvíti 70 13055 29904 760 Hornafirði - Auðbjörg 71 11160 27324 743 Neskaupstað Hafþór 66 10355 24034 625 Neskaupstað - Brynjar 62 10112 21589 545 Homafirði Hrollaugur 64 8717 20869 543 Homafirði Þristur 68 8754 21245' 533 Horaafirði ðrir bátar Samtals 482 78735 7391 188263 300 5054 Gota var öll söltuð, en lifur brædd og fengust úr henni 53 föt áf súrlýsi óg 395 föt áf meðalalýsi. lenduvöruinnflytjandi í Evrópu fyrir síðari heimsstyrjöldina. Nú standa að baki þess yfir 2 millj. norrænna fjölskyldna. Fyrsta starfsárið, 1919, nam vörusala þess 9,6 millj. danskra króna, en hafði 1939 komizt upp í nál. 75 millj. Núverandi stjómarformaður N. A. F. Albin Johansson, frá Svíþjóð kom hingað með starfs mönnum sænsku óperunnar, en hann er formaður hennar. Aðr- ir fulltrúar eru þessir: Frá Danmörku: Frederik Nielsen, framkvæmdastjóri sambands- ins, N. C. Poulsen og Ebbe Groes. Frá Svíþjóð: Hjalmar Degersted, Hugo Edstam, Gust E. Anderson, Harry Hjalmars- son, John Gillberg, Vald. Peter sen og Nils Lovén. Frá Noregi í Sverre Nilssen, Rolf Seming- sen. Frá Finnlandi: Julius Alan en, Jalmari Laakso, Paavo A. Viding, Laúri Hietanen og E. Alajoki. Frá SÍS: Vilhjálmur Þór o. fl. Flestir gestanna eru með konur sínar, og enginn þeirra mun hafa komið hingað fyrr. Samtals eru gestimir 29 að tölu, þar af 13 Svíar, 9 Finnar, 4 Danir og 3 Norðmenn. Sumir erlendu fulltrúanna munu sitja aðalfund SlS áður en fundur NAF hefst. Þá munu þeir fara norður á Akureyri og e.t.v. víð ar um landið. Þeir munu flestir fara utan með „Gullfossi" hinn 1. júlí. Styrktarsjóður Hannesar Arnasonar Úr styrktarsjóði Ilannesar Árnasonar verður veittur styrk ur frá 1. jan. 1951 til náms er- lendis í heimspekilegum fræð- um. Styrkurinn er veittur til 4 ára, og skal styrkþegi stunda nám erlendis í 3 ár, en flytja opinbera fyrirlestra í Reykja- vík fjórða árið. Styrkurinn er 4500.00 kr. á ári. Nánari ákvæði um skilyrði til þess að hljóta styrkinn og hversu námi skuli hagað eru í skipulagsskrá sjóðsins, en hún er prentuð í Stjóraartíð- indum 1912, B.—deild, bls. 276—-277 og í Árbók Háskóla Islands 1912—’13, bls. 50—51. Menn geta og snúið sér til Skrifstofu Háskóla íslands um nánari upplýsingar. Umsóknir skal senda há- skólaráði fyrir 1. nóv. næstk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.