Þjóðviljinn - 26.01.1952, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.01.1952, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. janúar 1952 — 17. árgangur — 21. tölubúið m x » E I ffl B Forseti íslands, herra Sveinn Björnsson, lézt í fyrrinótt, og var banameir hans hjartaslag. Var fráfall forsetans mjög óvænt; hann hafði að vísu barizt við vanheilsu um alllangt skeið og dvaldist á sjúkrahúsi er hann lézt, en þó virtist heilsa hans fara batnandi, þar til hjartað brást snögglega. Sveini Björnssyni var falið embætti ríkisstjóra árið 1941, og 17. júní 1944 var Iiann kjörinn for- seti íslenzka lýðveldisins- Var hann síðan sjálfkjör- inn, reinast 1949. Mun hans jafnan minnzt sem fyrsta forseta íslenzka lýðveldisins. Sveinn Björnsson varð sjö- tugur á síðásta ári, fæddur 27. febrúar 1881. Foreldrar hans voru Elísabet Guðný Sveins- dóttir og Björn Jónsson rit- stjóri og siðar ráðherra, en hann var um skeið einn áhrifa- mesti stjórnmálamaður þjóðar- innar, og frá honum tók Sveinn Björnsson að erfíum áhuga á þjóðmálastarfsemi. Stúdentsprófi lauk Sveinn Björnsson í Latínuskólanum aldamótaárið og sigidi siðan til Hafnar að nema lög. Því námi lauk hann 1907 og flutt- ist þá heim til Reykjavíkur og gerðist málfiutningsmaður við Landsyfirréttinn. Hann var á- samt Eggert Claessen fyrsti Is- lendingur sem lauk Hæstarétt- arprófraun, 1920, og málfærsla var aðalstarf hans á þessu tímabili. Jafnframt tók hann mikinn þátt í opinberu lífi, var í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912—1920 og Alþingisma'ður fyrir Reykjavík 1914—’16 og 1919—’20 og gegndi í því sam- bandi ýmsum mikilvægum trún- aðarstörfum. Hann var mikili hvatamaður að stofnun Eim- skipafélagsins og fyrsti for- maður félagsstjórnarinnar. — Einnig átti hann mikinn þát-t í stofnun Sjávátryggingafélags- ins, h.f. Isaga, h.f. Hamars, fyrsta bifreiðafélagsins sem hér starfaði og fyrsta flugfé- iagsins. Forustu hafði hann um stofnun Rauða krossins. Forstjóri Brunabótafélagsins var Sveinn Björnsson 1916— ’20 og 1924—’'26. Sveinn Björnsson var skipað- ur fyrsti sendiherra íslands 1920 og hafði aðsetur í Kaup- mannahöfn. Var hann siðan ó- slitið sendiherra til 1940, a'ð undanskildum tveim árum, 1924—’26, er embættið var fellt niður. Voru sendiherrastörf hans að sjálfsögíu mjög um- svifamikil meðan hann var eini sendiherra landsins, m.a,- tók hann þátt í mjög mörgum verzl- unar- og samninganefndum sem störfuðu í mörgum , löndum Evrópu. Þegar Dánmörk var hernum- in kölluðu önnur störf að Sveini Björnssyni. Honum tókst að komast heim til Is- lands, og varð ráðunautur rík- isstjómarinnar í utanríkismál- um 1940—’41 og fjallaði um þau vandasömu verkefni sem þá biöu lausnar. Eins og áður segir varð hann ríkisstjóri 1941 og endurkjörinn tvívegis til þess starfs þar til hann varð með lýðveldisstofnuninni fyrsti forseti lýðveldisins. Bjó hann að Bessastöðum, sem rík- isstjóri og ' átti mikinn þátt í að sá staður var valinn for- setasetur. Hafði forsetinn m.a. mikinn áhuga á búrekstri þar og möguleikum ísleuzks land- búnaðar. Kvæntur var forsetinn danskri konu, Georgia Hoff-Hansen, og átti hún ríkan þátt í störfum hans alla tíð. Þegar fregnin um andlát for- setans barst út í gærmorgun voru fánar hvarvetna dregnir í hálfa stöng. Forsætisráðherr- ann, Steingrímur Steinþórsson, sagði þjóðinni tíðindin í hádeg- „Góðir íslendingar! Ég flyt íslenzku þjóðinni sorgarfregn. Forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, andaðist í Reykja- vík klukkan hálf fjögur í nótt. Forsetinn' hafði fyrir skömmu gengið undir uppskurð erlendis og virtist á góðum batavegi, en að vonum máttfarinn eftir mikla og hættulega aðgerð. Þegar ég átti tal við forset- ann í fyrradag, glaðan og hressan í anda, grunaði mig sízt, að sá fundur yrði okkar síðasti, enda lét hann í ljós von um, að þreytan mundi hverfa með vori og hækkandi sól, svo að hann gæti þá tekið til starfa fyrir land sitt og þjóð með endurnýjnðum kröft- um. Islenzka þjóðin mun jafnan minnast hins mikilhæfa, góð- viljaða og hugljúfa forseta síns með virðingu og þökk og meta að verðleikum störf hans í þágu lands og lýðs bæði meðan hann gegndi vandasömu sendiherra- embætti um langt skeið og eins er hann mótaði og markaði stöðu hins íslenzka þjóðhöfð- ingja sem fyrsti forseti hins íslenzka lýðveldis. I dag sýnir þjóðin samúð sína með því áð störf í skrif- stofurn og verzlunum bæði hjá einstakhngum og ríkisfyrirtækj isútvarpi í gær, eri útvarp féll sífran niður. Oþinberum skrif- stofum, verzlunum og fjölmörg- um fyrirtækjum var lokað í gær til virðingar við hinn látna þjóðhöfðingja. I ræðu sinni til þjóðarinnar komst forsætisráðherra þannig að orði: um eru felid niður frá hádegi og hverskonar samkomum af- lýst og skólum lokað. Hugur vor beinist sérstak- lega í dag til forsetafrúarinnar, Georgiu Björnsson, og barna og annarra vandamanna for- setahjónanna með hluttekning- arkve-íjum,- ■ Vér íslendingar munum ávalt minnast hins fyrsta forseta ís- lenzka lýðveldisins, herra Sveins Björnssonar, með miklu þakklæti og óblandinni virð- ingu. Guð blessi hann og alla ástvini hans“. inni Ismailia viö Súesskurö. I sex ldukkutíma orustu skutu Bretar lögreglustöðina í rúst með skriðdrekum, drápu að eigin sögn 42 lögregluþjóna en særðu 58. Þegar tíðindin frá Ismailia bárust til Kairo kom egypzka stjórnin þegar sarnan á skyndi- Lík forseta ílutt að Bessastöðum Lík forseta var flutt frá Landakotsspítala í Reykjavík heim til Bessastaða í gær. Fyigdu því, — auk forsetafrú- arinnar, barna og tengdabarna forsetahjónanna, sem heima eru, — handhafar forsetavalds, ríkisstjómin, forsetar Alþingis, sendiherra Norðmanna f.h. fulltrúa erlendra ríkja hér, biskup, lögreglustjórinn í Reykjavík og sýslumaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu. Við sjúkrahúsið stóðu lögreglu- menn heiðursvörð, er líkið var flutt brott. Samáðarkveðjur Sendiherrar . erlendra ríkja. og forstöðumenn erlendu sendi- ráðanna í Reykjavík gengu laust fyrir hádegi á fund utan- ríkisráðherra og vottuðu hon- um samúð sína í tilefni af frá- Franihald á 7. síðu. fund. Þúsundir mamia fóru um götur Kairo og Alexandríu og kröfðust vopna til að koma fram hefndmn á Bretum og var neyðarástandi lýst yfir í báðum borgum. Viðureignin í Ismailia hófst í gærmorgun, er 1500 manna SÞ samþykkt Stjórnmálanefnd þings SÞ samiþykkti í gær með 21 atkv. gegn 12 tillögu Sovétrikjanna um að skora á öryggisráðið að veita í einu fjórtán ríkjum inn göngu í bandalagið. Fulltrúar 25 ríkja sátu bjá. Fulltrúi Bandar.íkjanna hafði forystu fyrir andstöðunni gegn tillög- unni en fulltrúar Bretlands og Frakklands sátu hjá. Frekkar flytia her tli Túnis I gær kom franskt beitiskip til Bizerta í Túnis með deild úr frönsku ríkislögreglunni og fallhlífasveitir og stormsveitir úr franslta hernum eru á leið- inni. I fyrrinótt settu þjóðernis- sirinar í Túriis tvær járnbraut- arlestir útaf sporinu. Franskt lið skaut ■ á útifund þjóðernis- sinna í Túnisborg. I öðrum borgum úom til smærri á- rekstra. Alexander land- varnaráðherra Fullyrt er í London að þess verði skammt að bíða, að Alex- ander lávarður verði útnefndur landva»'naráðherra Bretlands. Churchill hefur undanfarið gegnt þessu embætti jafnframt forsætisráðherraembættinu. Wiðskipii Japans og Sovétrikjanna I gær hófust í Tokyo fyrstu viðræður um viðskipti milli Sovétríkjanna og Japans, sem farið hafa fram síðan stríði lauk. I þeim taka þátt fulltrú- ar frá sovétsendinefndinni á Japan og fulltrúar samtaka japanska stáliðnaðarins, kola- iðnaðarins, vefnaðariðnaðarins og útgerðarmanna. IJfoya licrstöð Vestiirvelda Fulltrúi Egyptalands í auka- stjórnmálanefnd SÞ lagði til í gær, að Bandarikjamönnum, Bretum og Frökkum yrði skip- að að verða á brott með her sinn úr Líbyu innan sex mán- aða. Sagði fulltrúinn, að ómögu legt væri að telja Líbyu sjálf- stæða meðan þar væru erlend- ar herstöðvar. brezkt lið búið Centurion skrið- drekum og brynvörðum bílum umkringdi lögreg’ustöðina og krafðist þess að lögreglan léti af hendi vopn sín. Er því var neitað hófu Bretar skotliríð og Egyptar svöruðu með hánd- vopnum. Stóð bardagi.nn lát- laust þangað til lögreglustöðin var orðin sundurskotin. Hand- tóku Bretar þá um 800 lög- regluþjóna. Segja Bretar þrjá menn hafa fallið og 13 særzt af sínu Hði. Tilkynning forsætisráðherra Dregur til stórtíðinda í Egyptaiandi Brefar skfófa lögieglusföðma í Esmaília í rúsf — Egypzka stjóniin á siöðug- um fuitdum — Mmeriitingur krefst aogerða gegn Brefum í Egyptalandi getur á hverri stundu dregið til mikilla tíðinda. Þetta var einróma álit fréttaritara í gærkvöldi, cftir að Bretar höfðu ráðizt á egypzku lögregluna í borg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.