Þjóðviljinn - 14.08.1952, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.08.1952, Blaðsíða 7
 .Fiixuntudagur. 14. úgust 1952 — ÞJÓÐ-V13LJINN'— t-7 - Afmœliskveðjur til Einars Olgeirssonar - l Framhald af 6. síðu. ríska kúgunarvalds síðustu árin. Fimmtugum flyt ég Einari hjartanlegar ' hamingjuóskir. Það er von mín, eins pg tug- þúsunda annarra íslendinga, að íslenzk alþýða og flokkur hennar, land vort og þjóð fái sem lengst notið frábærra hæfileika hans og forustu hæfni. Megi honum endast líf og heilsa til þes að leiða verka- lýðsstétt íslands og þjóðina alla til fullkomins frelsis og óskoraðra yfirráða í landi sínu. Sú ósk er ekki afmælis- barninu einu til handa heldur öllu því fólki sem byggir þetta land bæði í nútíð og framtíð. Guömundur Vigfússon. ★ Einar Olgeirsson er sonur alþýðunnar, með reynslu og baráttu hénnar við skilyroi og örlög íslands um þúsund ár í blóði sínu. Hver taug hans er hlaðin hugsjónaauðgi og bjart- sýni borgaralegrar menningar, eins og hún reis hæst í þjóð- lífi íslendinga og á alþjóða- vettvangi í vorskrúði drauma- ■ lífs síns á 19. öld. Sósíalisminn er hið eina rök- rétta framhald af háþróun borgaralcgs skipulags. Hann er uppfylling þess djarfasta og bezta, sem lá í draumum og á- i formum borgaralegrar menn- ingar. Þetta veit hver sósíalistL Og þetta er staðreynd í hverri taug og tilfinningu Einars Olgeirssonar. Frá æskuárum stendur hanh í lifandi sam- bandi við örlagastundir ís- lenzks þjóðlífs, hefur lifað þær með hverri genginni kynslóð, beðið ósigra þeirra án þes að gefast upp, drukkið í sig ó- möguleika þess að unna sér hvíldar eða láta hugfallast. Þetta er veigamesta atriði þess, að það hefur fallið í hans hlut að vera glæsilegasti foringi íslenzkrar þjóðfrelsisbaráttu á mestu örlagatímum þjóðarinn- ar. Því er það, að það erum ekki aðeins við félagar hans undir merkjum sósíalistískrar baráttu, sem berum í brjósti brennheita ósk um hreysti og heilbrigði til handa formanni flokks okkar, óbilaðan starfs- þrótt og hinn sama óslökkv- andi eldmóð um sem flesta ára- tugi enn. Það er vitund heils þjóðlífs sem knýr á með þá ósk. Gunnar Benediktsson. ' ★ „Ég hef nú alls eklci tíma til þess, en ég get ekki neitað ykkur,“ svaraði Einar einu sinni, þegar nokkrir skólanem- endur fóru þess á leit, að hann leiðbeindi þeim í leshring um sósíalisma. Ávallt, þegar yngstu félag- arnir leituðu til hans um ræðu- flutning . eða leiðbeiningar í starfi sínu, voru tilsvörin þessu lík, og jafnan reyndi Einar að hliðra svo til, að hann gæti sinnt óskiun unga fólksins og með sínum alkunna eldmóði glætt'hjá því þekkingu og bar- áttukjark. Slíkir menn eldast ekki, þótt almanakið segi þá fimmtuga, heldur verða síungir. Megi Einar Iengi enn varð- veita æsku sína. Haraldur Steinþórsson. ★ __ Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa til Einars Ol- geirssonar. Margt ber til þess, ekki sízt það, að hann gerði mig að sósí- alista. Það var haustið 1929 norður á Akureyri. Einar las þá Kommúnistaávarpið með okkur nokkrum menntaskóla- piltum. Við nemendurnir brut- um að vísu reglugerð skólans, sem bannaði öll afskipti af stjórnmálUm — og varðaði brottrekstri ef út af var brugð- ið — cn yfir fáum sporum í lífi mínu gleðst ég meir en þá er ég gekk á fund Einars. Að heyra hann lýsa því og. færa rök fyrir hvernig allt mannkyn — marghrellt um árþúsundir — gæti lifað mann- sæmandi lífi aðeins ef mann- vitinu væri rétt beitt — það var unun, sem ég aldrei gleymi. Ég fæ seint fullþakkað Einari grundvallarkennsluna þarna nyrðra um haustið, sú kennsla hefur gefið mér svc mikið. Annað sem veldur hug mín- um til Einars er það hvernig maðurinn sjálfur, Einar Ol- geirsson, er gerður. En þar sem ég veit að honum er lítið gefið um lofið þá sleppi ég því hér. Sú er ósk mín til Einars í dagl uað honum .megi auðnast að sjá íslenzku þjóðina frjálsa og sjálfstæða að nýju. Sú ósk in er honum dýrmætust, sann- íslenzkur eins og liann er. Haukur Hclgason. ★ Kæri vinur og félagi. Alla starfsorku þína og vits- muni hefur þú helgað barátt- unni gegn fátæktinni á íslandi. Gegn þeim bölvaldi hefur þú risið af dæmafárri einurð og festu með vísindalega hag- fræðikenningu að vopni og vís- að alþýðunni í landinu veginn til hins réttláta þjóðfélags alls- nægtanna. Sigrar alþýðunnar undanfarin ár eru tengdir nafni þínu, starfi þínu, lífi þínu. Þess vegna fylgir af- mæliskveðjunum í dag hjart- ans þakklæti fyrir hið liðna og einlæg ósk um að þín muni njóta við enn um langa hríð Við, sem erum ungir enn og eigum að erfa landið, þökkum þér fordæmið, sem þú hefur gefið okkur með starfi þínu. Afmælisljóð okkar til þín eig- um við að yrkja í dáðum landi og þjóð til heilla á næstu áfum. Sérstaklega ber okkur að þakka þér ósérhlífni þína og það þrek, sem þú hefur sýnt i baráttunni fyrir sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar og óskor- uðum rétti hennar til alls landsins. Lifðu heill. Ingi R. Helgason. ★ Kæri Einar. Þegar þú komst til liðs við okkur róttæka verkamenn fyr- ir nærri 30 árum, ungur menntamaður tæpast kominn af unglingsskeiði, þá höfðu ýmsir af helztu foringjum okk- ar brugðizt vonum okkar, byrjað að stilla upþ slagorðum í stað baráttunnar og ræna okkur sjálfstrú, á meðan sá hjó er hlífa skyldi. —: Þá kom- - uð þið Billinn utan úr heimi með alvæpni marxismans og færðuð okkur aftur trúna á samtök pkkar, trúna, á sjálfa okkur, pg réttuð fylkinguna. — Fyrir þénna liðsauka gát.um við með stofnun Kommúnista- flokks íslands strax 1930 bætt okkur liðhlaup Alþýðuflokks- ins, háð með miklum árangri baráttuna á tímwm fyrri kreppunnar með alla aðra stjórnmálaflokka landsins á móti okkur; náð höndum sam- an í Sameiningarflokki alþýðu 1938 við stéttarbræður okkar í Alþýðuflokknum og beztu menn hans eins og t. d. Sigfús Sigurhjartarson, skapað bar- áttueiningu með stéttarsyst- kynum okkar úr öllum stjórn- málaflokkum innan Alþýðu- sambands íslands og markað sigurbraut íslenzkyar alþýðu á tímabilinu 1942—1948. Um leið og ég þakka þér í dag þitt ómetanlega forystu- starf Á.égJiá.feÞ þezta að mál-. staður xalþýðu og„,sósíalisma, málstaður íslands, megi njóta þín sem lengst og að ykkur lijónum megi auðnast að sjá ávexti hins mikla starfs í sós- íalistisku þjóðfélagi á Íslandi. Jón Rafnsson. ★ Þegar andstæðingar okkar eru að býsnast yfir því, hverj- um firnum það sæti að flokk- ur okkar skuli vera stærri og öflugri en sósíalistiskir flokk- ar í næstu nágrannalöndum og leita á því íjarstæðukennd- ustu skýringa, skyldi þá aldrei renna grun í hið raunverulega orsakasamhengi þegar þeim kemur þú í hug, Eiiíar? Þeir vita með sjálfum sér, hvert mannsbarn á íslandi, sem kom- ið er til vits og ára, veit það að enginn núlifandi íslending- ur er íslenzkari en þú. Is- lenzk saga, íslenzkur skáld- skapur, íslenzk örlög eru runn- in þér svo í merg og bein að þegar þú gcrðir það að lífs- starfi þínu að hæfa boðskap sósíalismans íslenzkum stað- háttum hlaut árangurinn að verða sá, að þessi eina, gró- andi þjópmálastefna nútím- ans festi óbifanlega rætur í íslenzku þjóðlífi. Það braut- ryðjandastarf verður þér aldr- ei íullþakkað. M. T. Ó. ★ Um leið og ég óska Einari Olgeirssyni til hamingju með afmælisdaginn, er sú ósk eig- ingirni blandin, þar sem ég óska honum langra lífdaga og góðrar heilsu. Ekki fyrst og fremst vegna hans sjálfs, held- ur öllu fremur vegna okkar hinna, sem hann hefur barizt fyrir í öll þessi ár. Því meðan i-aust hans gellur og réttlætis- kennd hans bilar ekki finnst mér þó von um andlegt og efnahagslegt frelsi hins f átæka manns. En án Einars yrði sú von harla lítil. Eitt sinn sagði greindur maður, að óortu kvæðin værú bezt. Einar mun fá margar óskir og góðár í dag í bundnu og óbundnu máli. En hoitasta óskin og þökkin held ég sé þó sú, sem- hið hljóða handtak siggróna lófans veitir, og þá yrði Einar sárhentur, ef hann ætti að taka í allar þær lúnu hendur, sem hefðu kosið að þrýsta hendi hans í dag. Oddgeir Pétursson. ★ " Er Þjóðviljinn gat þess fyrir nokkru, að Einar Olgeirsson yrði fimmtugur í dag, spurði einn kunningi mig: „Getur það verið, að Einar sé ekki nema íimmtugur? “•'■’Mér "kom þesái spurning einkennilega fyrir. sjónir. Við,- sem sjáum Einar svo að segja daglega, undrumst að liann er orðinn fimmtugur, svo er hann ungur í sjón og ungur í anda. En í sjálfu sér er þessi rspurning eðlilegt við- bragð við þessari frétt. Af- burðamenn einir geta skilað þjóð sinni jafnmiklu starfi og Einar fyrstu fimmtíu ár ævi sinnar. Á örlagastundum undanfarin ár, er hinu nýfengna sjálf- stæði íslands var glatað, þreyttist Einar aldrei á að vara þjóðina við. En jafnframt hef- ur hann í ræðum sínum og greinum bent til þess, sem framundan er. Hann hefur skýrt rétt okkar, smíðað okkur vopn, hvatt þau og haslað okkur völl í baráttu fyrir ís- lenzkri menningu, islenzku þjóðerni, endurheimt íslenzks sjálfstæðis, fyrir sósíalistísku íslandi. Það er afmælisósk mín til þín, Einar, að þú megir sjá sigursæl lok þeirrar baráttu. Ragnar Ólafsson. ★ Ekki man ég það lengur hvenær ég, heima í afskekktri og einangraðri sveit, heyrði fyrst Einars Olgeirssonar get- iS, en víst er að það var með ólíkindum snemma, og löngu áður en ég sá nokkurt sósí- aliskt blað eða bók. Svo mikill styr stóð þegar á ungum aldri um þennan vígreifa baráttu- mann. Síðan, þegar Einar var fyrir löngu viðurkenndur sem einhver snjallasti og dáðasti forvígismaður sósíalismans hér á landi, sá ég hann í fyrsta sinn og kynntist honum lítið eitt og voru atvikin sem leiddu til þeirrar kynningar ekki með öllu ósöguleg, þó að það verði ekki rakið hér. Fann ég fljótt að Einar var í flestu meira en meðalmaður og fannst mér þó mest til um eldmóð hans og snarræði til að leysa hvern vanda, smáan sem stóran. Ég veit að þessir hæfileikar hans hafa verið flokki okkar ómetanlegir á þeirn tímabilum í sögu hans þegar erfiðleikarn- ir virtust meiri en svo að und- ir yrði risið. Og nú þegar aft- urhaldið í landinú liefur í svip að fullu rétt sig við eftir stutt tímabil nýsköpunár og nægrar atvinnu og sameinast um leyndar og ljósar ofsóknir gégn sósíalistum og verkalýðn- um með amerískt auðvald og hervald að bakhjarli, þá er gott að njóta forustuhæfileika Einars Olgeirssonar, bjartsýni hans og sigurvissu. Á fimm- tugsafmæli hans er sú ósk bezt honum til handa, flokki hans og alþýðu þessa lands, að okk- ur megi auðricst að halda með honum hátíð sigursins. Runólfur Rjörnsson. ★ ■ýið rúmlega tvítug kynni af Einari Olgeirssyni minnist ég margra góðra stunda, yljaðra bjartsýni hans og krafti. Þær munu jafnan verða mér meðal kærustu minninga frá önn þessara umbrotasömu ára. Af- mælisosk.-’tnín til Einars er sú, að flokkur alþýðunnar megi varðveita og ávaxta æskuþrótt hans og sjálfur megi hann á komandi árum sækja síaukið þrek og vizku i sjóð hennar. Stcfán Ögmumlsson. ★ Það hefur ekki verið venja að gera sér dagamun þó að ein- hver úr hópnum ætti afmæli. Samt fannst mér ástæða til að senda Einari Olgeirssyni skeyti fertugum, enda var mér þá margt í fersku minni frá stofn- dögum Komúnistaflolcksins og baráttu fyrsta áratugsins. Löngu seinna frétti ég að skeytið hafi aldrei komizt í gegn um hina bandarísku rit- skoðun. Þessvenga langar mig til að biðja Þjóðviljann að koma til skila kveðju til Ein- ars á íimmtugsafmælinu. Það er um leið áranðarósk og þökk til alþýðu manna fyrir að hafa kosið sér hann að leiðtoga og málsvara. Megi honum jafnan endast áræði og þrek að gegna því starfi. Þorvaldur Þórarinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.