Þjóðviljinn - 24.06.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.06.1953, Blaðsíða 6
G) .— ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 24. júní 1953 plÓOViyiNN Ctgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnúa Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttasíjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 linur). Áakriftarverð kr. 20 á rnánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 1T annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakib. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. ReyrasSsn er ólýgnust Menn minnast þess þegar ÞjóSvarnarfélag íslands starfaði með mestum blóma hér í Reykjavík. Það gekkst ivrir mjög öflugum og glæsilegum samkomum, þar sem mótmælt var einarðlega öllu afsali landsréttinda og skor- að var á þjóðina að ganga sem tryggilegast frá því aö aldrei kæmi til þess að ísland yrði hemumið á friðar- t'Ímum. Starfsemi þessa félags var tekiö með miklum fögnuði af þjóðinni, fundir þess voru allir fjölsóttir og urðu minnisstæðir vegna þess aö þar var talaö máli al- þýðunnar, allra óbieyttra íslendinga. Félag þetta átti sér fjölmenna stjórn og í henni sátu kunnir menn úr ýmsum flokkum. Má meðal forustu- rnannanna nefna Hanníbal Valdimarsson, Gylfa Þ. Gísla- t,on, Rannveigu Þorsteinsdcttur og ýmsa fleiri sem ekki voru nokkur tök á að kenna við „kommúnisma11 eins cg óspart var reyr.t af þeim sem mest óttuöust þessi samtök. En jafn minnisstæð og þessi samtök voru, eins eftir- minniieg uröu síðari örlög þeirra. Þegar kom að úrslita- stund, sjálfu hernáminu, sveik nokkur hluti þeirra manna sem mest höfðu hreykt sér í forustu þessa félags. Herfi- iegust urðu svik þeirra þriggja sem áðan voru talin, Hanníbals, Gylfa og Rannveigar. Þau höfðu öll komizt á þing vegna þess aö þau hétu því að hvika aldrei fyrir erlendri ásælni, en þegar til efndanna kom notuöu þau atkvæöi sín til þsss að kalla herinn inn í landið. Lítil- mannlegri svik getur ekki í íslenzkri stjórnmálasögu. En hvernig skiptist þá Þjóövarnarfélagið þegar til úr- slitanna kom? Sú skipt/ng er ofur Ijós og e/nföld. Þeir sviku sem höfnuðu samvinnu við Sósíal/staflokk/'nn, v/ð verkalýðshreyfinguna, sem ekki töldu sig geta stað/'ð við hlið h/'ns v/'nnand/ fjölda. Það var prófraunin sem réð/ úrslitum, ofur e/'nföld, en mjög lærdómsrik. En þótt þetta fólk sviki var þaö aöeins lítill kiofn- ingur út úr þeim samtökum sem stóöu aö Þjóðvarnarfél. íslands. Og það er sérstök ástæða til þess aö þakka því lólki sem hélt vöku sinni og tryggð við hagsmuni þjóð- arinnar. Má þar nefna Hallgrím Jónasson kennara, for- mann Þjóövarnarfélags íslands, Sigríði Eiríksdóttur, Aö- albjörgu Sigurðardóttur, Lárus Rist og fjölmarga aðra, auk sósíalistanna sem voru kjarninn í þeim fjölda sem stóð að félaginu. Þaö er sérstök ástæða til þess að rifja þsssa sögu upp nú, vegna þess að enn á ný eru hliðstæðir atburðir að gerast. Litil klíka manna hefur tekið upp á því að kalla sig flokk og reynt að ræna nafni gamla félagsins. For- sprakkar þessa litla hóps berja sér á brjóst og sverja meö engu minni hávaða en Hanníbal, Gylfi og Rannveig forðum. En þe/'r hafa þegar gengið undir prófraunina. Sósíalistaflokkurinn bauð þeim til viðræðna um hugs- anlegt samstarf í kosningunum til þess að tryggja aö andstæðingar hernámsins tvístruöust ekki, en þeir þver- neituðu jaínvel viðtali! í staðinn hafa þeir beitt sér sérstaklega til þess aö fella þá sem lengst og bszt hafa barizt gegn hernáminu, Finnboga Rút Vaidimarsson og Gunnar M. Magnúss. Þeir liafa lýst yf/'r því eins og Hanní- bal, Gylf/ og Rannveig að þeir vilj/ cnga samvinnu hafa við flokk verkalýðshreyf/'ngarinnar, þeir séu of „fínir“ til þess að standa v/'ð h!?'ð hins v/nnandi fjölda. Það I/ggur því ofurljóst fyrz'r af þessar/' prófraun hvert traust er hægt aö bera t/'l þe/'rra, enda er það þegar komið í Ijós af verkunum. Þjóðvarnarfélag íslands hefur nú veriö endurskipulagt á breiöara grundvelli undir forustu Gunnars M. Magnúss, AÖalbjargar Siguröardóttur, Sigi'íðar Eiríksdóttur, Lái’us- ar Rist og annarra ágætra manna og flytur boðskap einingarinnar. Gunnar M. Magnúss er 1 baráttusætinu í Reykjavík, og Reykvíkingar munu sýna á sunnudaginn kemur að þeir kunna aö draga ályktanir af reynslunni með því að gera sigur hans sem mestan. Eins og menn muiia, voru kosningarnar 1949 látnar fara fram einu ári áður en regluleg- ar kosningar skyldu vera. Hver var tilgangurinn með því? Tím- inn skýrði frá því fyrir síðustu kosningar, þegar blaðamennirn- ir gættu sín ekki og hraut óvar- legt orð af munni í heimilis- erjunum við samherjaná. Yfir- lýsing Tímans var á þá leið, að ekki væri hægt að gera neina raunhæfa hluti í aðkallar.di mál um, t. d. væri ekki hægt að fella gengið, fyrr en kosningar væru um garð gengnar, þ. e. fyrr en búið væri að blekkja kjósendur til þess að kjósa þrj- flokkana enn á ný á lognum for- sendum. Annað stjórnarblað, Vísir, sagði að eftir kosningar mundi verða haldið áfram sömu stefnu. En hins vegar mundi enginn hafa þorað að taka málin þeim tökum, sem nauðsyn kref- ur, þegar þing kemur saman í haust, ef kosningar hefðu verið framundan. Þess vegna hafi ver- ið sjálfsagt að efna til kosninga. Þarna getið þið glöggt séð, til hvers kosningar eru nytsamar í auguin „lýðræðisflokka”. í einni ræðu sinni á Alþingi í vetur sagði Hermann Jónasson: „Ilér liggur fjöldi mála, sem hafa verið lögð til liiiðar, vegna þess að við álitum að siðasta þing fyrir kosningar sé svo óró- legt, að það sé vandfarið með svo viðkvæm mál á slíku þingi.” Svo það var meira en mál að koma kosningunum af. Hver voru þessi mál, sem bráðlá svo á að koma í fram- kvæmd 1949, að kosningar urðu að fara fram ári fyrr en lög stóðu til, vegna þess að: „eng- in mundi hafa þorað að taka þau þeim tökum, sem nauðsyn kref- ur . . . ef kosningar hefðu verið framundan”? Það var verðfelling íslenzku krónunnar, fölsun vísitölunnar og Iögboðin kauplækkun, báta- gjaldeyririnn og hernám íslands. Allt þetta var framkvæmt að kosningum loknum. Hvaða mál eru það þá, sem nú „voru lögð til hliðar”, vegna þess að þau eru of „viðkvæm” Srtsr: Stofnaður íslenzhar hes, íslenzkar auð- lindir afhentar. víg- kúnaður stéfaukinn til þess að hægt sé að afgreiða þau fyrr en kosningar ei'U um garð gengnar? Við vitum það nú með fullri vissu. Þessi „viðkvæmu” mál eru: 1. Stofnun íslenzks hers. 2. Afhending íslenzkra auð- linda til amerísks auð- magns. 3. Stóraukin vígbúnaður á íslandi, lierskipahafnir og nýir hernaðarflugvellir. — Alveg efalaust innflutn- ingur amerískra verka- manna í stórum stíl, þar sem Bandaríkjamenn gera ráð fyrir 5—6000 manns í hei’naðarvinnu á næstunni. Fái hernámsflokkarnir þrír traust þjóðarinnar, verður allt þetta framkvæmt að kosningum loknum. Við sögðum fyrir hvað gerast mundi eftir kosningarnar 1949. Það stóð allt heima. Það er hægt að segja með enn meiri vissu hvað nú muni gerast, ef þjóðin tekur ekki í taumana. Um þetta verður kosið á sunnudaginn kemur. Þeir sem greiða atkvæði með hei'námsflokkunum, íhaldi, Framsókn eða Alþýðuflokknum, greiða atkvæði með íslenzkum her, afhendingu íslenzkra auð- linda til amerísks auðvalds, og stórauknum vígbúnaði á íslandi. Þeir sem eru andvígir þessu, þeir sem kjósa sjálfstæði ís- lands, kjósa C-listann. os‘0 um aí í kosningunum á sunnudaginn Þegar þið Þjóðvarnarflokks- menn eruð að rökstyðja framboð ykkar, segið þið sem svo: Enginn heiðai'Iegur Islendingur getur kos ið hernámsflokkana, því að þeir sviku erlendan her inn á þjóðina. Sósíalistaflokkinn er ekki heldur hægt að kjósa, því að hann lýtur boði og 'oanni Rússa. — Þannig talið þið, og leggið þá að jöfnu svik hernámsflokkanna, sem er ömurleg staðreynd, og hina marg- nefndu Rússagrýlu Morgunblaðs- ins. Finnst ykkur þetta í raun og veru heiðarlegur málflutningur, að leggja að jöfnu ömurlega stað- reynd annars vegar og ímvndaða hræðslu hins vegar? Þið viður- kennið fúslega, að Sósíalistaflokk- urinn hafi staðið fast gegn her- náminu, einn íslenzkra stjórn- Þa<l er mál ti! koiiifð mé seinja viá starlsstáikur á spiiöiioBa í hálft ár samfleytt hafa starfstúlku!- á spítölum átt í strönru við ráðamenn spítal- anaa út af kaupi og kjörum. Þetta hófst með því að stjórn Ríkisspítalanna hóf skyndilega og óvænt árás á kjör starfs- fólksins með 100 krónu verð- hækkun fæðis á mánuði, þvert ofan í desembersamningana. I lok april s.l. varð stjórn spítal- anna vegna einliuga mótspyrau starfsstúlknanna að hopa í þessu máli og endurgreiða hina ósvífnu fæðishækkun til starfs- fólksins. Stjórn Ríkisspítalanna liefir þó ekki látið af andstöðu sinni við hagsmuni starfsfólksius, því enn standa starfsstúlkurnar í máli við forráðamenn spítal- anna samtímis. Hefur af þess- um ástæðum verið samnings- laust milli stéttarfélags starfs- stúlknanna og spítalamia nærri heilau mánuð, og hefur til þessa strandað á forráðamönn- um spítalanna. Framkoma spítalastjórna í þessum málum gagnvart fólk- inu sem vinnur á spítölunum er sannarlega táknandi fyrir hið nána samstarf Framsóknar og íhalds um stjórn opinberra stofnana og afstöðuna almennt til vinnandi fólks svo elcki sé nii gleymt „drengnum honum Katli“, kratahöfðingjunum, sem hafa í nánu samstarfi við þrí- fylkingarbræður sína í Alþýðu- sambandi og fulltrúaráði verka- lýðsfélaga reynzt atvinnurek- endum hin mesta hjálparhella í þessum málum, gegn starfs- stúlkunum. Nú síðustu daga hafa að vísu forráðamenn spítalanna sýnt nokkra tilburði í samningaátt. En af framkomu þeiri'a undan- farna máauði má hugsa sér að hér sé um að ræða þetta venjulega kosninga- bros og upp verði tekinn sami þursahátturinn juegar kosning- um er lokið, svo framarlega sem sta.rfsstúlkurnar ekki fylgja nú fast og einarðlega eftir kröfum sínum um samn- • inga. málaflokka. Eigi að síður hillist þið til að bjóða þannig fram, að veikja aðstöðu hans, og látið ykk- ur sæma að bjóða fram á móti jafn ágætum þjóðvarnarmanni og F. R. Valdimarssyni. Ber að skilja þá afstöðu ykkar þannig, að þið teljið málstað íslands betur borg- ið, ef þið gætuð fellt Finnboga Rút frá þingsetu? Þið segið hik- laust, að Þjóðvarnarflokkurinn sé til kominn vegna hinnar amer- ísku yfirdrottnunar hér, þ. e. hlut- verk hans á að vera að vinna gegn hinni bandarísku stefnu. Haldið þið virkilega, að þið gerið eitt- hvert gagn í þá átt með framboð- um ykkar? Sé svo, þá er fíflska ykkar meiri en allra annarra ís- lendinga, og litil kurteisi að kenna slíka flónsku við þjóðvarn- ii'. Allir íslendingar, sem á annað borð eru þjóðvarnarmenn í al- vöru, munu sjá, að eina ráðið til að hnekkja valdi hernámsflokk- anna, er að fylkja sér um Sósíal- istaflokkinn og bandamenn hans. Hafið þið Þjóðvarnarflokks- menn veitt því athygli, að Morg- unblaðinu er fremur hlýtt til ykk- ar? Haldið þið, að það sé ein- göngu kristileg meðaumkun? Sei, sei, nei; Morgunblaðið sér, eins og allir nema þið sjálfir, að hvert atkvæði, sem þið kunnið að fá, er beinn styrkur við hernámsöfl- in. Þetta liggur svo í augum uppi, að manni hrýs hugur við skamm- sýni ykkar, þegar þið neitið að viðurkenna það. Framboð Þjóð- varnarflokksins hefðu því aðeins verið afsakanleg, ef yfir okkur hefði vofað rússneskt hei'nám, eða eitthvað slíkt, þó því aðeins, að Sósíalistaflokkurinn hefði tekið sömu afstöðu til þess og her- námsflokkarnir hafa tekið til bandaríska hernámsins- Afsakan- leg, segi ég, af því að það getur engan veginn talizt afsakanlegt athæfi að ganga til liðs við her- námsflokkana undir fölsku þjóð- varnarflaggi í jafn öi'lagaríkum kosningum og nú standa fyrir dyr um. Þess vegna þurfa allir heið- arlegir íslendingar að sýna Þjóð- varnarflokknum þá fyrirlitningu, sem -hann verðskuldar, og fylkja sér um Sósíalistaflokkinn og bandamenn haris. Og hvenær hef- ur heiðarlegur íslendingur brugð- izt helgustu skyldu sinni? B. G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.