Þjóðviljinn - 25.04.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.04.1954, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTUINN — Sunnudagur 25. april 1954 þlÓOVIUINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþý3u — Sóalalistaflokkurlsm. Ritstjórar: Magnúa KJartanssoa (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, BJarni Benedlktason, Guð- mundur VigfÚ3Son, Magnúa Torfi Ólafsson. ! Auglýaingaátjóri: Jónsteinn Haraldsson. Kltstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7600 (3 línur). Aakriftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavík og nágrenni: kr. 17 ; annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmlðja Þjóðvlljans h.f. Friðarspiilar Sú staðreynd er nú augljósust allra, að ný lieimsstyrjöld myndi hafa í för með sér algert hrun siðmenningarinnar og óvíst hversu mikill hluti mannkynsins myndi lifa af. Skiptir í því sambandi litlu máli hver myndi kasta siðustu vetnissprengjunni. Árum saman hefur friðarhreyfingin beet á þessi augljósu f-armindi, og nú eru þau orðin sameiginleg eign almennings um allan heim, eftir vetnissprengjutilraunir Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. Hvarvetna benda menn af öllum stjórnmálaskoðun- um á að kapphlaupið í þágu dauðans sé. brjálæði: aðeins sam- komulag stórveldanna sé leið út úr ógöngunum. Hvérsu injög serc ráðamenei þessara ríkja kunna að tortryggja hver annan verða þeir að setjast að samningaborði, og það er hlutverk al- rnertnings að fylgjast sem bezt með því sem fram fer og einangra þá sem spilla samningum. f vetur tókst að tryggja þeirri kröfu friðarhrej-fingarinnar íramgang að fjórveldin héldu með sér fund í Beriisi. Það hefur yerið mælt að lítill árangur hafi orðið af þeim fimdi, en allt bráðlæti er ástæðulaust: Heidur sajnningatilraunir áratuguin saman en eins dags stríð. Og fjórveldafundurinn leiddi þ<í m.a. til þess að á morgun hefst í Genf ný ráðstefna með þátttöku Kínverja. Álmenningur um allan heim vonar og biður að fundurinn í Genf verði til þess að þoka málstað friðarins eitthvao á leið. Er, í sambandi við aðdraganda þess fundar hefur það birzt á irjög lærdómsríkan hátt hverjir það eru sem ekki vilja sam- komulag og gera allt sem þeir megna til þess að spilla því að nokkur árangur fáist. Ráðameitn Bandaríkjanna hafa hegðað sér eins og óðir menn undanfarnar vikur. Þeir Iiafa ekki lokið svo sundur skoitum að ekki yitu út úr þeim hótanir og ógnanir. AlLar aðgerðir þeirra og ummæli í sambandi við vetnissprengj- una hafa borið vott um þvilíkt ábjTgðarleysi að þjóðirnar hefur hryllt við. Þeir hafa reynt að breyta styrjöldinni i' Indókína 5 aúlsherjarstyrjöld, skömmu áður en reyna átti að semja frið. Og nú síðustu dagana hafa þeir biásið upp eina próvókasjónina af annarri, einn daginn í Ástralíu, annan í Berlín, og siðan lát- ið blöð sín birta þær fréttir að ráðamenn Sovétrikjanna væru ailir launmorðingjar, sem ekki væri hægt að semja við; það þyrfti aðeins að afmá þá í vðtnisstjTjöld. Það er vissulega eng- ín tilviljun að þetta' moldríöri kemur upp rétt áður en Genfar- fundurinn á að byrja. Þetta 'brjálæðisfulla atferli bandarískra ráðamanna gefur ekki góðar vonir um árangur í Genf. Og l>ó er friðurinn ean sem fyrr í höndum almennings um allan heim. Þrátt fyrir allt hefur jiokazt mikið í samkomuJagsátt á undanfömum úrum, almenn- ingsálitið hefur orðið æ sterkari brjóstvörn friðarins. Og enn verður haldið áfram á sömu braut af óbilandi þoiinmæði og festu, meðan valdhafamir í Washington afhjúpa sig æ betur. • ’< Sársaakalaus launmorð >Iorgunblaðið skýrir frá því í gær á forsíðu að Rússar ráði nú yfir merkum tækjum til launmorða þeirra sem eru æðsta hugsjón valdhafanna. Blaðið segir: .JÞeir voru allir vopnaðir sérstökum (!) morðvopnum, sem voru hljóðlaus og sársaukalaus. Voru það litlar byssur, sem skutu örsmáum eiturskeytum, er ollu bráðri eitrun og dauða, er eitrið komst í blóðið.“ Samkvæmt þessu stunda Rússar ekki aðeins iðju sína á hug- vrrssamlegan hátt, heldur einnig af fyllstu mannúð. Skejiin úr iiyssunum pru „sársaukalaus". Fómaixlýrin finna ekkert fyrir árásinni og vita ekki fyrr en þau eru dauð. Það fylgir einnig frá- sögninni að byssunum sé „komið fyrir í sígarettuhylkjum og vin.diakveikjurum", og samkvæmt þvi gengur liver sá maður í opinn dauðann sem þiggur sígarettu af Rússa eða lætur hann kveikja í vindli hjá sér og er þess að vænta að vestrænlr valda- menn hafi það í huga á Genfarráðstefnunni. Virðist ekki þurfa nerna örlitla fullkomnu« þessara vinnubragða til þess að hægt sé að sanna að öll dauðsföll í vestrænum löndum stafi af völd- ím Rússa — að minnsta kosti þau sem sársaukalaus eru. Einhver kann að vilja draga í efa að frásögn Morgunblaðsins um sársaukalausa og hljóðlausa dauðann sé sönn. Hver sá sem séð hefur vitsmuni Þorsteins Thorarensetis speglast á ásjónu hans veit þó að hann trúir henni fullkomlega. Og auðvitað er hún eins f-önn og önnur atriði frásagnarinnar — gott ef ekki sannari. Bandarísk uppnsuhátíð Um páskana í fyrra tók Ólafur Ottesen siðustu and- vörpin, aldraður maður sem hafði fengið að\ kjmnast persóciulega þeirri vernd sem íslenzku þjóðinni var tryggð fyrir þremur árum. Nýlega hefur Hæstiréttur kveðið upp dóm út af því máli, og eru skjölin mikil bók, þar sem nákvæmlega ei lýst öllum atriðum þessarar vestrænu hetjudáðar. Er þar m.a. rakið hvernig garparnir börðu fyrst Ólaf Ottesen þar til hann missti rænu, settust svo að drykkju og mikl- um gleðskap, gengu síðan að mannininn þar sem hann lá utan dyra meðrít- undarlaus og kváðu má! að „svæfa hann" eiidanlega, börðu hann enn og skám, en héldu síðan drykkjuveizl- umii áfram fram undir morgun að unnum fuilurn sigri. Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til þess að sú vest- ræna hetja sem verkið vann sæti lengur en þrjú ár í fangelsi, þótt lög geri ráð fyrir allt að sextán ára vist, og hefur þá eflausl haft í huga að hermennirnif eru einmitt þjálfaðir tii slíkra afreksverka og hingað komnir í boði isletrzkra stjórnarvalda vegna ágætrar kunnáttu í manndrápum. Ýmsum er þó spum hvort dómui-inn hefði ekki orðið þyngri ef fyrir verkinu heiði orðið íslenzkur ráðneiTa, t.d. að afloknu bingóspili eða öðrum gleðskap sem ís- lenzkir valdamenn hafa sótt á Keflarikurflugvöll. Vonandi þarf Hæstiréttur þó aldrei að le>~sa úr því lögfræðilega vandamúli í verki. f Réttu ári eftir að Ölafur Ottesen lifði síðustu stund- ir sínar var boðið til mikils gleðskapar á Keflavíkurflug- velli. Var til þess valin upp- risuhátíð kristinna manna, en svo herma sagnir að þann dag hafi Kristur horfið úr gröf sinni, en hann Itafði þá tveimur dögum áður verið tekinn af lífi af agentum erlends valds í herhumdu Gyðingalaiidi. Herinenn hinn ar kristnu vestrænu menn- ingar minntust dagsins nieð ákafri drykkju og urðu meiin brátt öióðir hundruð- um saman, en sér til skemmtunar höfðu þeir nokkrar kornungar stúlkur, sem faldar höfðti verið í herbúðunum um dymbilvik- una og gengið milli manna, en voru nú illa á sig komnar og mjög drukknar í þokka- bót. Þótti upprisuhátíð þessi takast með ágætum. en þó átti hún eftir að ná há- marki sínu. Islenzka lög- reglan á vellinum féklc sem sé pata af þvi að stúikum- ar voru þama niður komn- ar, og þar sem htin hafði ekki enn öðlazt skilning á vestrænu helgihaldi ög frið- helgi þess voru þrír lög- regiuþjónar sendip af stað að sækja landa sina. 1 Þegar lögregiúþjónamir birtust á hinni bandarísku upprisuhátið þótti iúönnum loks hafa fengizt. boðlegt skemmtiatriði. Eins og kunnugt er telst það ánægju- legust íþrótt fyrir vestan að ráðast á hömndsdökka menn við slik tækifæri, en svo lieima fróðir menn að blökkumenn megi teljast virtir og dáðir í Bandaríkj- unum í samanburði við þann liug sem ve.mdararair á Keflavikurflugvelii bera til himia vernduðu. Enda var nú lostið upp miklum her- ópum þess efnis að lögregiu- þjónarnir skyldu fá að finna fyrir verndinni, Því miður dró það iir skemmtuninni að hermennirnir höfðu skilið vopn sín eftir er þeir fóm til hátíðarinnar og urðu i staðinn að beita hósgögn- um og flöskum. Það eitt forðaði lögregluþjónunum frá örlögum Ölafs Ottesens að hermennirnir voru svo ölóðir að þeim fataðist við það eina starf sem þeir kunna, og sluppu lögreglu- þjónarnir eftir skamma við- ureign út í nóttina, ei«n með heilahristing, hinir ataðir blóði eftir egghvöss flösku- brot. En hermennimir sneru sér aftur að fyrri iðju, en höfðu síðan stúlk- urnar á brott til herbúða sinna, og þar dveljast þær eflaust en« í skjóli vernd- arinnar. ■ Undir næstu páska num svo Hæstiréttur kveða upp dóm j’fir einhverjum her- mönnum som verða látnir taka á sig ábyrgð þessa upp- risufagnaðar og þeim verð- ur skammtað eitthvert brot þeirrar refsingar sem ls- lendingum er ætluð fyrir hiiðstæð verk. Siðau munu blöðin birta fregnir um á- gæta röggdemi íslenzkra stjórnarvalda. En þeir sem raunvemlega bera ábyrgð- ina, jafnt á dauða Ólafs Ottésens og éráainni á lcg- regluþjónana þrjá, þeir al- þingismetan þriggia flokka, sém leíddu hemámið yfir þjóðina fyrir þremur ámm, verða eicki dærndir, og sumir Jieirra munu jafnvel þvo hendur sínar á prenti samkvæmt kimnu fordæmi, iíkt og sjá mátti í Alþýðu- blaðinu fyrir nokkrum dög- um. Þó komast þeir ekki hjá því að verða fyrir æ áleitnari spumingum þjóð- arinnar: Hvers vegna hefnr þessi andstyggð verið ieidd yfir ísland? Hveisu mörg glæpaverk á að viima, iiversu marga menn á að svipta lifi, áður en nóg er komið? Hingað t:.l hafa heraáms- menn svarað þessum spum- ingiun með þvi að segja að íslendingar verði einhverju að fórna fyrir öryggi sitt og að þetta séu smávægileg ó- þægindi í samanburði við það sem ýmsar aðrar þjóð- ii verði að þola. Gegnum hroða og illvirki til öryggis hefur verið kennisetuing þeirra, og engin orð eru jafnþvæld á síðustu árum og þau að hernámið sé ill nauð- syn. Nú liefur nauðsvunn verið nmnin brott með vetn- issprengjutilraunum . Banda- rikjamanna á KvTrahafi, og það illa er eitt eftir. Her- námsmenn geta ekki lengur haldið því fram að þeir vinni verk sín í grandaleysi; Þjóðviljinn hefur undan- farnar vikur spurt og spurt i þaula hvert öryggi þessir vestrænu hórkarlar og drykkjusvolar geti fært Is- lendingum ef til styrjaldar kemur á atómöld, en ekkert svar hefur fengizt. Jaxnvel Morgunblaðið treystist ekki til að halda því fram að her- mennirnir geti vemdað eitt einasta íslenzkt mannslíf eða bægt eyðileggingu frá einu eitiasta mamivirki, en hætt- an sem smáninni fylgir er slcýrari og algerari en nokkru sinni fyrr. ■ Ef til vill telst það ekki til stórtíðinda á þessum tímum, þótt aidurhnlginn maður hafi verið sviptur lífi í fyrra, þótt rej’nt væri að senda þrjá lögregluþjóna sömu leið í ár, þótt íslenzk- ar stúlkur séu gerðar að skækjum, þótt spillkrg og sið leysi sé stærsti liöur í inn- flutningi íslands frá Banda- ríkjunum. En þó ætti hv.er sæmilega uppalinn borgari að finna hjá sér þörf til að hreinsa þennan flór, e'cki sízt eftir að ljóst er orðið að i hroðanum dafnar hvoriri öryggi, frelsi né iýðræði. Vonandi renna þeir páskar senn upp, að íslendingar þurfi ekki að kynnast þvi af eigin raun hvemig Banda rikjamenn fara að því að halda heilaga upp- risuhátíð. A rtjMó

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.