Þjóðviljinn - 23.11.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN —- (7 Gunnar Gunnarsson kemur út úr pýzka stjórnarráðinu 20. marz 1940 eftir viðtal við Adolf Hitler, vœntanlega um manntign og menningarvarnir. Höfundurmn og verk hans Gunnar Gunnarsson hefur undanfarna daga birt ófagr- ar lýsingar á andstæðingum sínum, og er illt til þess að vita að þjóð vor skuli enn ala þegna sem helzt verður jafnað til úlfa þegar þeir eru verst á sig komnir, með froðu um fláan kjaft. Hitt er þó bót í máli að samtím- is skuli vera uppi hinir beztu menn, og sérstaklega kann Gunnar Gunnarsson að meta sjálfan sig að verðleikum öll- um öðrum fremur. í ræðu sinni á Heimdallarfundinum kvaðst hann vera hinn á- gætasti leiðtogi frelsis, vest- rænnar menningar, lýðræðis og kristinnar trúar, enda teldi hann „árvekni, erfiði og jafnvel lífið sjálft auðvelda fórn á altari manntignar og til menningarvarna". Það er því ekki að undra þótt hinir breyskari líti til þessa göf- ugmennis sem fyrirmyndar og grandskoði sérstaklega feril háns, því trú ber að sýna af verkum. B Árið 1936 höfðu nazistar ráðið ríkjum í Þýzkalandi í þrjú ár og þegar unnið stór- felld afrek á sviði manntign- ar og menningarvarna. Á næstu tveimur árum áður höfðu þeir svipt 10.000 stjórnmálaandstæðinga lífi, kveðið upp 225.000 pólitíska dóma og námu þeir saman- lagt 600.000 ára tukthúsvist. Þeir höfðu hreinsað til af mikilli röggsemi meðal skálda og listamanna, og ekki van- þörf á að mati Gunnars Gunnarssonar sem segir um einn þeirra ofsóttu, hinn heimsfræga rithöfund Bert Brecht. að kjörorð hans hafi verið og sé: „Sökktu þér í fenið og faðmaðu böðulinn". Á sama hátt höfðu þeir tek- ið til hendi í fræðimennsku og vísindum, meðal annars sannað að stærðfræði gyð- inga væri úrkynjuð og ann- ars eðlis en sú sem germ- anir tíðkuðu, og síðan breyttu þeir í samræmi við þá sönnun. En nú voru ménn- ingarvarnirnar mikið til full- komnaðar og manntignin ríkti ein, og af því tilefni skyldi boðið til mikillar veizlu. Til þess var valið 550 ára afmæli háskólans í Heid- elberg; á þeim merku tíma- mótum átti að fagna unnum sigrum og boða nýja sókn á sömu braut. Þó tókst ekki eins vel til og vonazt hafði verið eftir, því svo mikil var skammsýnin um þær mundir að enginn erlendur háskóli fékkst til þess að senda fulltrúa í veizluna. Sem betur fór voru þó til einstaklingar \ staðinn sem höfðu fullan skilning á því sem gerzt hafði, voru óðfús- ir að hylla hina röggsömu valdamenn og stuðla að því að festa sem bezt í sessi hina nýju menningu. Auð- vitað var Gunnar Gunnars- son fremstur í þeim hópi, maðurinn sem telur „lífið sjálft auðvelda fórn á alt- ari manntignar og til menn- ingarvarna“, og honum var ákaft fagnað af leiðtogum Þriðja ríkisins, er sæmdu hann doktorsnafnbót sem fullgildan boðbera þess anda sem einkenndi bókmenntir, listir og vísindi Þýzkalands. •Hlaut skáldið af þessu mik- inn frama, auk þess sem mjög var keppzt um að gefa út bækur hans á þýzku gegn góðum ritlaunum til þess að fylla upp í skarðið eftir hin- ar sem brenndar höfðu ver- ið. En að sjálfsögðu höfðu þær afleiðingar aldrei hvarfl- að að Gunnari Gunnarssyni, því í Morgunblaðinu í fyrra- dag kveðst hann vera mað- ur „er eigi sé falur hvorki gegn verði né vinmælum“. I Nú liðu tímar fram. Naz- istar höfðu lokið afrekum sinum heimafyrir, og röðin var komin að öðrum þjóðum. Þeir höfðu lagt undir sig Tékkóslóvakíu og Austurríki, gleypt hálft Pólland en verið stöðvaðir þar í bili af rauða hernum, og nú skyldi stefnt að algerum heimsyfirráðum. Þá sókn þurfti að undirbúa með aðstoð andlegra afreks- manna, og enn er Gunnar Gunnarsson' til kvaddur. I ársbyrjun 1940 er hann kom- inn til Þýzkalands og þar er tekið á móti honum eins og þjóðhöfðingja, hann er hyllt- ur í blöðum og tímaritum, hvarvetna þyrpast að hon- um einkennisbúnir leiðtogar manntignar og menningar- varna, berja saman hælum og rétta fram handleggi. Gunnar Gunnarsson kemur fram í hakakrossprýddum ræðustólum í Liibeck, Rends- burg, Hannover, Halberstadt, Kiel. Braunschweig, Stettin, Sehneidenmuhl, Königsberg, Tilsit, Insterburg, Guben, Forst, Potsdam, Hindenburg, Dresden, Chemnitz, Leipzig, Reissenberg, Aussig osfrv. -- alls í 44 þýzkum borgum. Og auðvitað lét hann ekki hjá líða að heimsækja Súdeta- þjóðverja í hernumdum hér- uðum Tékkóslóvakíu, né held- ur hermennina á vesturvíg- stöðvunum — þá sem biðu eftir fyrirskipun um innrás- ina í Danmörku og Noreg. Sigurförinni lauk svo með því að Gunnar Gunnarsson gengur á fund Hitlers 20. marz 1940, og þeir eiga með sér langt viðtal. Umræðu- efnið er ókunnugt, en hitt er víst að eftir þetta kemur mikill ferðahugur í Gunnar Gunnarsson; hann tínir í skyndi saman pjönkur sínar í Danmörku, geisist til Nor- egs og kemst úr landi með síðustu ferð Lyru 8. apríl 1940 — einum degi áður en nazistar ráðast inn í Norð- urlönd. I Og enn .liða tímar fram. Því miður gera Vesturveldin sig sek um það „meinfræga vitfirringsofboð" að hjálpa Sovétríkjunum við áð leggja nazismann að velli, eins og Gunnar Gunnarsson komst að orði í ræðu sinni á Heim- dallarfundinum, þannig að hann fékk ekki tækifæri til þess að stuðla hér á landi að þýzkri manntign og menn- ingarvörnum. En einnig þetta sorgartímabil leið hjá þótt þungbært væri, og nú eru sömu gömlu góðu leið- togarnir komnir til valda í Vesturþýzkalandi, auðhring- arnir hafa fengið eignir sín- ar aftur, hershöfðingjarnir hafa látið sníða á sig nýja einkennisbúninga, æskumenn eru aftur þjálfaðir í morð- tækni — og forlög gefa af miklu kappi út ritverk þókn- anlegra höfunda og eru ó- sínk á ritlaunin. Og enn stendur Gunnar Gunnarsson í ræðustóli og flytur sama boðskapinn og fyrr. Það eitt er breytt að nú er ekki haka- kross á ræðustólnum, heldur ránfugl sem er að hefja sig til flugs. þess að vita ef menn mis- skilja orð hans og gerðir. Það er þó bót í máli að slíkir menn eru'ekki af betra tag- inu, haldnir „gáfnakröm“ og illa innrættir: „Sjálfsmyndin sæmir þeim: vargur, mátt- vana, með froðu lyga og gíf- uryrða um fláan kjaft“. Því miður kemur það fyrir að hin aríska þjóð vor elur slíka syni, og mætti rekja_ mörg dæmi þess. Hér skal þó aðeins rifjuð upp ein hlið- stæð lýsing til stuðnings þessu sjónarmiði Gunnars Gunnarssonar, en liún er tekin frá einum mikilsvirt- asta syni þjóðarinnar, Ein- ari Jónssyni myndhöggvara. Hann segir svo í Minningum sínum um mann sem hann kynntist endur fyrir löngu úti í Kaupmannahöfn: „Ég þekkti einnig annan af líkri Gunnar Gunnarsson í haka- krossprýddum rœðustóli í Königsberg. tegund, er að andlegu at- gervi var svo farið, að hann sýndi óviðráðanlega minni- máttarkennd sína í því, að fá sig til að draga aðra nið- ur með háði og lygum, ef ske kynni að meðalmennsku hans sjálfs yrði þar með að einhverju leyti betur bjarg- ar upp á einhvern háveldis- stól, því þrjár óskir virtist hann bera í brjósti öllum öðrum óskum fremur: völd, metorð og auðlegð, og allt virtist snúast um þetta þrennt, og áttu þá — sem forspil, — allar pjötlu- brúðurnar í skáldsögum hans að stíga dansinn kring- um geislandi helgihreinleik og mikilleik sjálfs hans, er öllum átti svo að verða starsýnt á, í mótsetningu við listamennsku hinna. Sér- staka unun virtist hann hafa af því að níða einkan- lega nokkra af sínum fornu vinum og velgjörðamönnum — og þá, er af fátækt sinni veittu honum þá hjálp, .er þeir megnuðu, og hann þó tók á móti „mæddur af fá- tækt“.“ — Það er rétt þjá Gunnari Gunnarssyni að það er hverri þjóð hollt að var- ast slíka þegna, og sem bet- ur fer koma þeir oftast uþp um sig í verfei á langri ævi, Þessa mynd birti danska tímaritið „Kurturkampen“ í september 1936 eftir að Gunnar Gunnarsson hafði verið sœmdur doktorsnafnbót nazista í Heidélberg. .1 Það er rétt hjá Gunnari Gunnarssyni að leitt er til emmitt þegar reynir ámann- tign og menn- ingax*vamir. A m s ■s - m m m ■ : I •*•■••••«•! !■•■••••«■■■••■■■■•■•■■■■■•■■ •■••■•■•»••■•••••••••*■■*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.