Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšviljinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšviljinn

						6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. nóvember 1956
fc.
lOÐVHJINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðu — Sðsíalistaflokkurinn
Þjóðin verður sjálf að ráða
yf ir bönkum sínum
Tveir tengdasynir Thorsar-
anna, báðir bankastjórar,
bafa vakið á sér sérstaka at-
hygli að undanförnu. Jóhann
Hafstein. bankastjóri Útvegs-
bankans, hafði tilburði til þess
að ráðast á forseta neðri deild-
ar Alþingis í síðustu viku, og
tveimur dögum síðar hafði Pét-
ur Benediktsson, bankastjóri
Landsbankans, forustu fyrir
Heimdellingum í aðför þeirra
að sovézka sendiráðinu. Al-
rnenningur setur þetta fram-
ferði bankastjóranna í samband
við það. að núverandi ríkis-
stjórn hefur heitið því að end-
ursk'oða bankalöggjöfina, og
iiggur í augum uppi að þar er
rétt tii getið. Það var eitt sein-
asta verk thorsaraklíkunnar,
meðan hún fór með völd í land-
inu, að sölsa undir sig yfirráð
yfir tveimur aðalbönkum þjóð-
arinnar, og nú óttast hún um-
fram allt að hún fái ekki ,að
halda þessum ránsfeng sínum
Jengi.
1 Imenningur í landinu fær nú
- ¦¦ óþyrmilega að finna fyrir
því að það . eru annarleg öfl
sem stjórna lánastofnunum
þjóðarinnar. Eitt ferskasta
dæmið er það hvernig komið
er hraðfrystihúsum þeim sem
verið er að reisa í Hafnarfirði
og á Akureyri. Fr.ystihús þessi
eru hin mikilvægustu fyrirtæki,
jafnt   fyrir* atvinnulíf   þessara
staða og þjóðina i heild, og er
búið að festa í þeim tugmillj-
ónir króna. En nú hafa allar
framkvæmdir verið stöðvaðar,
þegar aðeins vantar herzlumun,
byggingarframkvæmdir        eru
hættar og ekkert er unnið að
niðursetningu véla; var þó hin
brýnasta nauðsyn að t.d. frysti-
húsið í Hafnarfirði yrði fullgert
í byrjun vertíðar í vetur. Á-
stæðan til stöðvunarinnar er sú
og sú ein að bankastjórar
Thorsættarinnar hafa neitað
um nauðsynlegt lánsfé; þeir
hafa engan áhuga á því að
verið sé að efla atvinnulíf
landsmanna. Á sama tima ausa
þeir milljónum á milljónir of-
an í ættarfyrirtækin og gróða-
fyrirtæki annarra íhaldsgæð-
inga, en einn saman Kveldúlf-
ur skuldar nú yfir 100 milljón-
ir króna af almanna fé.
TKetta er að sjálfsögðu alger-
* lega óþolandi ástand. Þjóð-
in hefur ekki stofnsett banka
sína til þess að þeir yrðu mjólk-
urkýr fámennrar peningaklíku.
Almenningur leggur ekki fé
sitt í banka í því skyni að
nokkrir auðmenn geti notað
það í sína þágu. Þjóðin verður
sjálf að ráða yfir bönkum sín-
um og það þolir enga bið ef
framfaramál núverandi ríkis-
stjórnar eiga að komast í fram-
kvæmd.
Vilhjálmur hefur talað!
Tjað hefur vakið almenna at-
*7 nýgli að þegar íhaldið
flutti tillögur sínar um áfram-
haldandi hernám Islands
fylgdi þeim engin greinargerð.
1 stað greinargerðar voru að-
eins fáeinar ívitnanir í Tím-
ann og Alþýðuhlaðið, rifnar
út úr samhengi. Hefur þetta
að vonum þótt fáæklegur til-
Jöguflutningur, óg sýna vinnu-
ferögðin bezt að jafnvel for-
sprakkar íhaldsins geta engar
röksemdir sótt í stóratburði
síðustu tíma til að réttlæta
hemámíð. Atburðirnir eru
sjá'fir hin alvarlegasta áköll-
un til Islendinga um að
tryggja sér fullt og óskorað
sjá!fstæði í landi sínu.
"fvitnanir íhaldsins í Tímann
¦*• og Morgunblaðið eru ekki
teknar úr neinum yfirlýsing-
um fiokkanna sem að þeim
b'öðum standa, heldur úr ýms-
um greinum þar sem farið
er hörðum orðum um atburð-
ina í Ungverjalandi. Eina til-
vitnunin sem tekin er úr Al-
þýðublaðinu er sótt í smálet-
ursgrein eftir Vilhjálm S. Vil-
hjálmsson, þátt þann sem
kenndur er við Hannes á
horninu. Má vissulega segja
að mikill sé orðinn frami Vil-
hjálms, þegar hann er orðinn
hinn óvefengjanlegi spásagn-
arandi íhaldsins um heims-
viðburði og örlög Islands.
Sjálfstæðisflokkurinn segir
aðeins: Vilhjálmur hefur tal-
að, hvað þurfa menn framar
vitnanna við?
F^etta er ný aðferð sem ef-
* laust á eftir að verða í-
haldinu til mikilla hægriverka.
Nú þurfa forustumenn þess
ekki lengur að þisa við að
reyna að gera skynsamlegá
grein fyrir máli sínu, enda
hefur það oft reynzt óvinn-
andi vegur; nú geta þeir látið
sér nægja að raða saman til-
vitnunum úr kynlegustu heim-
ildum. Og sízt þarf að efa
að árangurinn verður eins og
til er unnið.
Pípur
Pípumunnstykki
Pípuhreinsarar
Kveikjarar
Steinar í kveikjara
Kveikir
Söluturninn
við Arnarhól.
Móðurmálskeimski í skóiunum
Það er enginn sérlegur að-
alshragur á síðasta hefti Nýs
Helgafells, en það flytur þó
eina ritgerð sem mér þykir
merkari en allt annað sem ég
hef lesið í íslenzkum tímarit-
um á þessu ári — grein Her-
manns Pálssonar: Um móður-
málskennslu í íslenzkum skól-
um. Veitist höfundur harðlega
að hinu dauða málfræði- og
réttritunarstagli sem um sinn
hefur verið höfuðgrein ís-
lenzkukennslunnar, og er
sjónarmið hans skýrt þegar í
upphafi ritgerðar:
„Móðurmálið á að vera víð-
tækasta námsgreinin í barna-
skólum, miðskólum og mennta-
skólum, enda er góð móður-
málskunnátta undirstaða alls
skólanáms og menntunar. Að-
alhlutverk móðurmálskennslu
á að vera að þjálfa nemendur
í að hugsa, auðga andlega
reynslu þeirra, kenna þeim
nýjan hugmynda- ög orða-
forða og þjálfa þá að rita
málið í samræmi við þær venj-
ur, sem nú tíðkast í íslenzku
.... Móðurmálskennslan á að
kynna nemendum nýjar hug-
myndir og kenna þeim að
koma vel orðum að hugsun-
um sínum. Segja má, að góð
móðurmálskennsla þjálfi nem-
endur í þekkingarfræði, rök-<S>
fræði og ritlist í víðtækustu r
merkingu þessara orða".
Höfundur rekur siðan hvern-
ig alltof miklum tíma sé varið
til að kenna skólanemendum
beygingarfræði, hljóðsögu,
setningarfræði og stafsetn-
ingu; og segir hann m.a. um
hljóðsögukennsluna: „Talið er
nauðsynlegt, að menn verði
að læra töluvert hrafl í germ-
anskri hljóðsögu til að geta
stafsett íslenzku. Og þess má
geta til gamans, að einn fræði-
maður vísar til indógerm-
anskra hljóðbreytinga til að
skýra fyrir mönnum, hvernig
eigi að rita orðin beiskur og
breyskur. Okkur kemur það
harla lítið við, hver form
skyld orð höfðu í gotnesku
og sanskrít, vandamál móður-
málsins eru margþætt og f lest
þeirra nærtækari en saga ein-
stakra hljóða um árþúsunda
bil. Ef stafsetning okkar er
svo fjarstæð, að nemendur
verði að leggja á sig svo fá-
nýtan lærdóm til að geta num-
ið hana, þá á hún engan rétt
á sér. Skólarnir hafa þarfara
hlutverki að gegna en grauta
óvísindalega í málfræði með
nemendum, sem engin tök
hafa á að skilja þessa fræði-
grein að nokkru ráði. ..."
Um setningarfræðikennsl-
una segir höfundur: „.. Einn
kennari í íslenzku lét sjöttu-
bekkjarnemendur greina alla
Völuspá eftir kennisetningum
þessarar fræðigreinar, og má
af því marka, hve' mikilvæg
hún er, þegar eitt af stórverk-
um íslenzkra bókmennta er
Iátið sæta slíkri meðferð.
Hvers vegna er setningarf ræði
kennd í skólum? Er það gert V.
til að þjálfa menn á svipaðan
hátt og þeir þjálfast við ráðn-
ing • krossgátu ?. Eða er það
flótti kennara frá þarfari við-
fangsefnum, svo sem kennslu
orðaf orðans ?. ..." Og síðar
segir í kafla um Bókmennta-
lestur:......Eg þekki greind-
an stúdent, sem sagði mér
eftir stúdentspróf, að sér hefði
aldrei komið til hugar, að
Völuspá væri bókmenntir.
Kennarinn hafði vanið hann á
að líta á kvæðið sem hráefni
fyrir iðkanir í setningafræði
og fórnað skáldskapnum fyrir
andlög og sagnfylling. Ef
kennarar eru ekki færir um
að lesa annað út úr Völuspá
en setningarhluta og orð-
flokka, þá eiga þeir að sýna
henni þá virðingu að lesa
hana ekki með nemendum.
Neikvæð kennsla er verri en
engin".
Höfundur leggur mikið upp
úr því að skólanemendum sé
kenndur sem fjölbreyttastur
og auðugastur orðaforði, því
„höfuðhlutverk móðurmáls-
kennslunnar ætti að vera fólg-
ið í því að kenna mönnum að
hugsa". Orðaforða verða menn
að heyja sér með lestri lif-
andi hókmennta, nútímalegs
efnis. Sömuleiðis á einn þátt-
ur móðurmálskennslu að vera
„fólginn í því að þenda neni-
endum á erlend 'orð og orð-
tæki í málinu, gera þeim Ijós-
ari takmörk móðurmálsins".
Það skal þó tekið fram að
höfundur er ekki málhreins-
unarmaður ; þröngum skiln-
ingi. „Eg veit ekki hvernig
móðurmál okkar væri nú, ef
málhreinsun hefði verið rekin
skipulega undanfarnar níu
aldir, en mig hryllir við þeirri
tilhugsun. Sennilega væri
tungan þá með öllu dauð, og
íslenzk menning væri alger-
lega tortímd".
Umbótatillögur höfundar
eru ekki eins skeleggar og
ádeila hans, enda sízt að
vænta* þess að einn maður
leysi í einni svipan allan þann
vanda sem margir menn hafa
stofnað til á löngum tíma.
Hins mætti vænta að ritgerð
Hermanns Pálssonar gæti orð-
ið hvöt til að færa íslenzku-
kennsluna í skólum okkar í
hetra horf en verið hefur um
sinn. Mikil nauðsyn rekur til
slíkra umbóta, ef við viljum
halda tungu okkar framvegis.
í fullum heiðri, menningu okk-
ar og dýran arf.
B.B.
Ýmsir lesendu^- Þjóðviljans hafa minnt á það að Pétur
Benediktsson þjóðbankastjóri og fyrrverandi sendiherra
hafi einatt áður en nú opinberað kynlega eiginleika og
komizt í kast við lög. Þannig hélt hann endur fyrir
löngu fræga veizíu sem lauk með sérkennilegu móti. Af
því tilefni orti Jón Helgason það alkunna gamankvæði
sem hér fer á eftir:
Sú spurning f innst ýmsum
Sú spurning finnst ýmsum yfirtak flókin og vönd,
hvort ísland skal hafa fulltrúa víða út um   lönd^
Menn nefna þá löksemd þó sjaldnast er sízt murídi
skeika,
hve samkvæmislífið mundi aukast að tilbreytileika.
Því veizlurnar fara hjá flestum á eina lund:
í fínheitum sitja menn blíðmálgir dálitla stund
og dreypa tungunni í eitthvert ónytju glundur,
en eftir það þakka þeir, kveðjast og tínast í sundur.
En það er til marks þegar þrýtur hin íslenzku boð
að þjónarnir framreiða karbólvatn, gasbindi og joð,
og síðan er ekið með örugga leiðsögn úr hlaði,
og ekki verið að dreifast í marga staði.
Því gestunum öllum er værasti náttstaður vís
í veglegum sölum á Hótel de Ia Police,
og veitandinn er ekki í rausn sinni hrár eða hálfur,
heldur fylgir hann boðsmönnum þangað sjálfur.
Það hringlar í lásum er hver þeirra fer inn til sín;,.
á hátíðleg andlit hinn rólegi kveldlampi skín;
þeir kveðjast með umli, en ekki með framréttum
höndum,
þeir eru víst farnir að þreytast á handaböndum.
JL
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12