Þjóðviljinn - 03.10.1961, Blaðsíða 9
Nýlega er lokið miðsumarsmóti 5. fl. B. Sigurvegarar urðu Knattspyrnuféiagið FRAM. Hér birtist
mynd af hinum ungu sigurvegurum ásamt þjáifara.
Aftari röð talið frá vinstri: Bragi Benediktsson, Bernharð Stefánsson, Kristján Gunnarsson, Finnur
Sigurgeirsson, Gísli Jónsson, Marteinn Geirsson og þjálfarinn Alfreð Þorsteinsson.
Fremri röð: Bjarni Ingólfsson, Birgir Eyþórsson, Þórarinn Kristbjörnsson, Skúli Konráðsson, Ingi-
mar Einarsson og Sveinn Eyþórsson. — Á myndina vantar: Sigurgeir Sigurðsson og Jóhann P.
Heimsmethafinn í þungavigt
Floyd Patterson keppir við
Tom McNeepey í Toronto 20.
nóv. n.k. eftir því sem áreið-
anlegar fréttir herma.
★
Kúbanski hneíaleikarinn Par-
et endurheimti á laugardag
heimsmeistaratitil sinn í velti-
vigt eftif 15 lota keppni á
móti ameríkananum Emile
Griffith. Paret sigraði á stig-
um.
★
Um helgina kepptu V-Þýzka-
land og Tékkóslóvakía í frjáls-
um íþróttum og sigruðu Þjóð-
verjar með 122 stigum gegrif
90.
★
Þjóðverjinn Karl Magdenberg—
er, sem er einn af fremstu.
þungavigtarhnefaleikurum í
Evrópu, sigraði á föstudag;
Bandar.manninn Jack Johri-
son í 10 lota keppni er fram.
fór í London. Karl sigraði á
stigum.
★
Heimsmeistarakeppni skíða-
manna í vetur verður háð í
Zakepane og Chamonix. —
Keppnin í Zakepane stendutr
yfir frá 18. febrúar til 25.
febrúar, og í Chamonix frá.
10.—18. febrúar.
utan úr
Malmquist.
KR vann Hafnfíriinga
2:0 í blkarkeppnlnni
Frarn vann Val 3:0 en
úrslitin voru óréffláf
Bikarkeppnin hófst að nýju
á laugardaginn með Ieik á
milli KR og Ilafnfirðinga. KR
sigraði, 2 mörk gegn engu.
Leikurinn fór fram á Melavell-
inum.
Hvorugt liðið hafði á að
skipa sínum beztu mönnum.
1 KR liðið vantaði Helga Jóns
og Ellert Schram,- en aftur á
móti lék örn Steinssen með
þeim. Ekki er hægt að segja
að KR hafi vantað Þórólf
Beck, þar sem hann hefur sagt
skilið við KR um tíma og
hyggst undirrita atvinnu-
manna samning við St. Mirren
í Skotlandi, þó er það engan
veginn víst að hann fari inn
á þá braut, en það mun end-
anlega verða frá því gengið
siðar í mánuðinum.
Hafnfirðingar léku ón Ragn-
ars Jónssonar og Sigurjóns
Gíslasonar.
Sigur KR var í alla staði
verðskuldaður; þeir léku betur
og voru meira í sókn, en erf-
iðlega gekk þeim að skora.
Þrátt fyrir góð tækifæri tókst
þeim ekki að skora nema einu
sinni í fyrri hálfleik og var
þar að verki Reynir Þórðarson
sem fékk sendingu fram miðj-
una inn undir vítateiginn og
spyrnti föstu skoti, óverjandi
fyrir Karl markvörð ÍBH.
Hafnfirðingar fengu einnig
góð tækifæri í fyrri hálfleik
og hefði ekki verið ósanngjart
að þeir hefðu sett eitt mark.
Annað mark KR kom
Enn einu sinni fórst fyrir
leikurinn á milli Fram B og
Isafjarðar, en hann átti að leik-
ast á laugardaginn. Fór nú eins
og áður að ekki var flugveður.
snemma i síðari hálfleik og
setti það Gunnar Felixson,
eftir sendingu frá Reyrii.
Fleiri mörk voru ekki skor-
uð, en til gamans má geta
þess að síðast er lið þessi léku
saman unnu KR-ingar 7:0, þar
áður 2:1.
I KR-liðinu bar mest á
Haustmót yngri flokka héldu
áfram á laugardaginn og urðu
úrslit þessi:
2. flokkur A Fram — Þróttur
3:0. 2. fi; A Valur — KR 2:1.
2. fl. B Valur — KR 5:2. 3.
fl. A Fram — Þróttur 5:0. 3.
fl. A KR — Valur flautað af.
Það var mikið áfall fyrir
íslenzka knattspyrnu þegar
Ríkarður Jónsson meiddist og
varð að hætta að leika með.
Þetta gerðist einmitt á því ári
sem hann sýndi hvað beztan
leik. og eru þó mörg árin
minnisstæð knattspyrnuá-
hugamönnum sem fylgzt hafa
með hinum glæsilega ferli
Ríkarðs.
'Þó má segja að mest hafi
áfallið verið fyrir hann
persónulega, þar sem meiðsl-
ið var svo slæmt, að hann
hefur aldrei síðan gengið heill
til skógar og ekki getað fylli-
lega stundað sitt fag, en hann
er málari að iðn.
Þó batinn hafi verið að-
eins í áttina hefur hann geng-
ið ákaflega seint, en sérfræð-
ingar segja að ef Ríkarður
kæmist til dvalar í æfinga-
stöðvum mundi það flýta
mjög fyrir bata.
Garðari, Herði og Bjarna.
Einnig voru vel virkir Reyn-
ir og Örn, sem þó kunni illa
við sig í stöðu innh. Heimir
verður að vanda betur út-
spörkin frá markinu.
Lið Hafnfirðinga lék nú
einn af sínum betri leikjum í
sumar. Virkastir voru Einar
Sig.. Bergþór, Henning og Al-
bert, sem vann vel í þessum
leik og sýndi á köflum frá-
bæra leikni með knöttinn.
Dómari var Magnús V. Pét-
ursson og dæmdi hann vel.
H.
3. fl. B KR — Valur 3:2. 4. fl.
A KR — Valur 6:1. 4. fl. A
Fram — Þróttur 3:0. 4. fl. B.
Valur — KR 2:1. 5. fl. A KR
— Valur 3:2. 5. fl. A Fram —
Þróttur 3:0. 5. fl. B Valur —
KR 2:1.
Vegna þessara meiðsla, sem
hafa orsakað þrjá uppskurði.
hefur Rikarður tapað vinnu í
8 mánuði samanlagt, og er
það ekkert smáræði fyrir
fjölskyldumann.
Nú er svo komið að ákveð-
ið er að Ríkarður fari til
Duisburg í Þýzkalandi 14. þ.
m. þar sem hann ætlar að
dveljast í æfingastöð. en fyrst
verður þó rannsakað hvort
þurfi að skera hann enn einu
sinni, eða hvort æfingar dugi.
Hve lengi hann verður að
vera við þessar aðgerðir er
ekki vitað, en líkur benda til
þess að það verði langur
tími og að þetta verði mjög
kostnaðarsamt.
Þessar upplýsingar gaf
Sveinn Sæmundsson, blaða-
fulltrúi Flugfélags íslands,
íþróttafréttariturum í gær, en
Bikarkcppnin hélt áfram á
sunnudaginn klukkan 14.00 og
léku á Melavellinum Fram —
Valur. Fram sigraði með þrem
mörkum gegn engu.
Ekki geta það kallast réttlát
úrslit miðað við gang léiksins,
því hann var mjög jafn, en
Valsmenn áttu mun fleiri mark-
tækifæri en Framarar. Vals-
menn, fengu ekki skorað sama
hvað þeir reyndu. Þrisvar björg
uðu Framarar á „marklínu" og
fjögur stangarskot áttu Vals-
menn, en markið var þeim al-
gjörlega lokað. Eina vítaspyrnu
fengu þeir og rétt áður en
Björgvin Dan spyrnir hoppar
Geir lítið eitt í markinu og ver
spyrnuna. Dómarinn tók ekki
eftir hoppi Geirs og var það
enn eitt óhappið fyrir hina ó-
heppnu Valsmenn. Einnig áttu
þeir framhjáspyrnur úr góðum
tækifærum. Það var mál manna
á vellinu.m að sjaldan hefðu
þeir séð eitt lið svo óheppið,
hann hefur beitt sér fyrir
því að aðdáendur Rikarðs
leggi svolítið af mörkum til
þess að mæta þeim kostnaði
sem Ríkarður mun hafa af
þessu.
Hann sagði ennfremur, að
Gísli Sigurbjörnsson, sem nú
er í Þýzkalandi, hefði unnið
vel að undirbúningi máls
þessa þar úti.
Hér er því skorað á alla
að taka þátt í fjársöfnun
þessari, sem mætti skóða sem
svolítið þakklæti fyrir fjöl-
margar ánægjulegar stundir
á knattspyrnuvellinum.
Er skorað á starfsfólk á
vinnustöðum, svo og einstak-
linga að beita sér fyrir söfn-
un og er hægt að fá söfnun-
arlista á dagblöðunum, en
endanlega veitir svo Sveinn
Sæmundsson fé því sem safn-
azt móttöku — F.H.
enda sagði einn af frammá-
mönnum Fram er hann gekk út
af vellinum, að leik loknumr
það var mikið að við fengum:
einn heppnisleik!
Er fimm mínútur voru liðnap-
af leiknum stóð 1:0 fyrir Fram.
Markið kom þannig: Rúnair
Guðmundsson sem lék nú sinn
fyrsta leik um langan tíma og:
lék nú sem v. útherji fékk send-
ingu út á kantinn, lagði knött-
inn fyrir vinstri fótinn og:
spyrnti upp í loftið í átt a&'
markinu af ca. 40 metra færi.
Svo virtist sem um hættulausæ
spyrnu væri að ræða, en öllum
á óvart hafnaði knötturinn í
marki Vals og hefur þetta ef—
laust komið markverði Vals:
Björgvini Hermannssyni mest
á óvart því hann gerði enga
tilraun til að verja.
Leið svo fyrri hálfleikur án
þess að fleiri mörk fengjust:
slcoruð þrátt fyrir góðar tilraun-
ir beggja liðanna.
í síðari hálfleik bættu Fram-
arar tveimur mörkum við, en
það var sama hvað Valsmenn
reyndu, þeim tókst ekki að
skora. Aldrei gáfust þeir upp
heldur héldu áfram leitinni að*
smugunni í markið, sem þeir*
fundu aldrei.
Annað markið kom á 65„
mínútu og setti það Baldvin*
Baldvinsson, fékk hann send—
ingu inn á markteiginn ogskaut:
óhindrað í mark.
Guðmundur Óskarsson setti
þriðja markið fjórum mínútum'
fyrir leikslok með góðu skoti
framhjá úthlaupandi mark-
verði.
Framarar voru mjög hepþnir*
í leiknum og er ekki aðallega
átt við sett mörk, heldur að'
þeir skyldu ekki fá á sig 3—4
mörk. Liðið var nokkuð breytfc
frá því í sumar.
Dómari var Haukur Óskars—
son og dæmdi hann yfirleitt vel.
H.
Á sunnudaginn léku á Akur-
eyri í Bikarkeppninni Akureyri
og Keflavík og sigraði Keflavík.
með tveim mörkum gegn einu^
Söfnunin fil Ríkarðs Jónssonar
Lðik Fram og
fsafjarðar var
enn frestað
slif í haustmífunum
ritsfjóri: Frímann Helgason
Þriðjudagur 3. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (CJ