Þjóðviljinn - 03.08.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.08.1962, Blaðsíða 1
lflLllilil WI mSm IW im Föstudagur 3. ágúst 1962 — 27. árgangur — 172. tölublað. Óvissa um aðild Breta að EBE Sjá 12. síðu Sérhagstiumaklíkcm í síídarúivegsnefnd: Hvers vegna vildu þeir soltunarbann? • Síldarútvegsnefnd hefur samið um sölu á 220 þúsund tunnum saltsíldar. Þar af eru 140 þús. í sérverkanir, sem nokkrir gæðingar síldarútvegs- nefndar „úthluta“ sjálfum sér eða vildarmönnum sínum, enda segir Alþýðublaðið í gær, að „salt- endur sjálfir“ — nánar til tekið meiri hluti síldar- útvegsnefndar, — hafi ráðið banninu! Ástæðurnar eru augljósar: Þessir menn geta haldið áfram að salta af fullum krafti upp í sérverkanirnar, með- an öllum þorra saltenda er bannað að salta. Aí þeim 220 þúsund tunnum saltisí’.dar, sem síldarútvegsnefnd hefur þegar samið urn sölu á munu um 140 þús. tunnur vera sérverkanir krydd- og sykur- saltaðrar síldar fyrir markað í Svíþjóð, Vestur-Þýzkalandi, Nor- egi o.g Bandaríikjunum. Nokkrir gæðingar síldarútveg's- néfndar hafa nú fengið sérstök umboð frá kaupendium í þessum löndum fil þess að úthluta sölt- un þessarar síldar Svo einkenni- lega vill til að ,,uuibeðsoiennirn- ir“ eru ýmist saltenclur síálfir, — og jafnvel nieðiimir í sjldar- útvegsnefnd, eða í nánum tengsl- um við meirihluta nefndarinnar, sem ákvað söltunarbannið. Af þeim 220 þúsund tunnum_ sem búið er að selja, eru þannig ein- ungis 80 þús., sem síldarsaltend- ur fá almennt að keppa um sölt- un á. Hinir útvöldu Hinir útvöldu gæðingar meiri- hluta síldarútvegsnefndar, geta hins vegar haldið áfram að salta af fullum krafti í trauisti þess að samningar náist um sölu salt- síldar til Sovétríkjanna. En öll- um þorra síldarsaltenda er bann- að að viðlagðri refsingu að salta. Þessi vinnubrögð meiriihlutans í síldarútvegsnefnd enu fáheyrt hneyksli. Nefndin gerir alla viðskiptasamninga um sölu síld- arinnar, en gefur noikikrum gæð- ingum aðstöðu til að sölsa beint undir sig eða ,,úthluta“ að eig- in geðþótta meira en helmingi þess magns, sem búið er að selja. Þetta er í fyrsta skipti sem s5ík vimnuibrögð eru viðihöfð í sí’.darsölumólum olkkar. Sem dæmi uni val ,,umboðs- manna“ má nefna, að sonur Sveins Benediktssonar úthlutar siiltun fyrir Ameríkumarkað, Valtýr Þorsteinsson (í síldarút- vegsnefnd) hefur umboð fyrir Noreg og Þjóðverji að nafni Beatke (nú íslenzkur ríkisborg- ari) hefur Vestur-Þýzkaland. Söltunarbannið af því að saltendur vilja ekki salta! Allþýðuiblaðið segir í gær að saltendur hafi sjálfir meiriihluta í síldarútvegsnefnd og kemist m. a. að eftirfarandi niðurstöðu: „Sannlcikurinn er sá, að það eru fyrst og fremst síldarsaltendur Þeir hafa meirihluta í Síldarútvegsnefnd SALTENDUR RÉDU SJÁLF- IR BANNINU Þriggja dálka aðalfyrirsögn á forsíðu Alþýðublaðsins í gær, fimmtudag. sjálfir, sem ekki vilja salta með- an ekki er vissa fyrir því að unnt verði að selja meira magn salt- síldar“. Það er ástæða trl þess að spyrja AHþýðublaðið, hvers Framhald á 4. síðu. LÖGÐU í GÆR UPP í ORLOFSFERÐ ASl I gærmorgun lagði 17 manna hópur af stað héðan í hálfsmánaðar orlofs- og' sumarleyfisferð til Norður- landa á vegum Alþýðusam- bands íslands. Fararstjóri er Pétur Pétursson, fyrrum út- varpsþulur, en ferðalagið er skipulagt í samráði við Reso, ferðaskrifstofu sænsku al- þýðusamtakanna og sam- vinnuhreyfingarinnar í Sví- þjóð. Hópurinn fór suðui' á Kefla- víkurflugvöll árdegis i gær, en skömmu eftir hádegi var lagt þaðan upp með finnskri leiguflugvél . áleiöis til Málm- eyjar í Svíþjóð. Síðan skyldi haldið um Suður-Svíþjóð yfir í borgina Simrishamn og 'það- an með skipi til Borgundar- hólms. Þar á eynni munu ís- lendingarnir dveljast í 5 daga, en halda þá til Kaupmanna- hafnar, þar sem höfð verður ■nokkurra daga viðdvöl. Til Reykjavíkur verðui' flogið að morgni 14. ágúst. — Myndin var tekin í gær- morgun framan við Ferða- skrifstofu ríkisins í Gimli, skömmu áður en ferðalang- arnir lögðu af stað til Kefla- víkurflugvallar. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Sœttir í Alsír ALGEIRSBORG 2/8 — Fullar sættir hafa tekizt með leiðtogum Serkja í Alsír, sem barizt hafa um völdin í landinu allan þann mánuð sem lið- inn er síðan það fékk sjálfstæði samkvæmt Evi- ansamningunum. Samkomulagið er mikill sigur fyrir Ben Bella og menn hans, þar eð það stað- festir að stjórnarnefnd sú sem hann stofnaði fær pólitísk völd í sínar hendur. Sáttagerðin var kunngerð eft- ir að fulltrúar hinna andstæðu af’.a höfðu komið saman öðru sinni í Algeirsborg: Ben Ktoider fyrir hönd Ben Bella og stjórn- arnefndarinnar og Belkacem Krim o.g Boudiaf fyrir hömd briáðabirgðastjórnarinnar. Fund- urinn í dag stóð í röska tvo 'khikkutíma. Samkcmulag varð um að viðurkenna stjórnarnefnd- ina sem æðstu valdastofnun landsins, eins og áður segir. Almenmar þingkosningar verða haldnar 27. ásúst, eða fimmtán dögurn siðar en áður hafði verið ákveðið. o,g (þjóðbyltingarráðið iverður kvatt saman fil fundar viiku eftir Ikosningarnar. Skipan stjórnar- nefndarinnar Ilöfuðverkefni þjóðbyltingtor- ráðsins verður að ákveða hvern- ig stjórnarnefndin skuli skipuð. Nú eru í henni sjö menn. 'höfuð- leiðtogarnir þrir Ben Bella Bel- kacem Krim og Boudiaf...Qg fjór- ir aðrTr, sm allir eru: ta’.dir sjuðningsi-né.Hn' Ben Bel'a. Búizt við að í>eífri.^Tirn og Boudiaf muni krefj'ast að fjö’gað verði stu ð n i n gsmön nu m þeirra í nefndinni Yfirlýsing Boudiafs Boudiaf hafði fyrst neitað að taka sæti í stjórnarnefndinni og í yfirlýsingu sem hann gaf út í dag segir hann að afstaða hang til nefndarinnar hafi ekki breytzt. Hann hafi hins vegar fallizt á að taka sæti í henni í Framh. á 10. síðu ÆFR-fer í Þórsmörk um helgina ÆFR efnir til ferðar i Þórs- , mörk um verzlunarmanna- i helgina. Farið verður frá 1 Tjarnargötu 20 klukkan 2 e.h. á morgun (Iaugardag) og ckið , i mörkina. Til baka verður i-fariö á mánudag. Nánari Upp- 1 lýsingar eru gefnar í skrif- * stofu ÆFR, sími 17513 kl, —7 síðdegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.