Þjóðviljinn - 24.11.1964, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1964, Blaðsíða 5
HÖÐVILJINN SÍÐA 5 Þriðjudagur 24. nðvember 1964 - Landsliðið í hméknatt- leik valið Valið hefur verið í landslið það í handknattlcik sem leika á við Spánverja hér í kvöld og annað kvöld, en Ieikirnir fara fram í íþróttahúsinu á Keflavikurvelli. Liðið er þannig skipað: Þorsteinn Björnsson, Á, Sig- urður Johnny Þórðarson KR, Ragnar Jónsson FH fyrirliði, Gunnlaugur Hjálmarsson, Fr., Hörður Kristinsson, Á, Guð- jón Jónsson, Fram, Karl Jó- hannsson, KR, Sigurður Ein- arsson Fram, Tómas Tómas- son Fram, Einar Sigurðsson Á, 1 og Birgir Björnsson FH. i Dómari í Iciknum verður j Svíinn Thorild Janerstam, sem 1 talinn er góður dómari, dæmdi ! t.d. leik Fram og Skovsbakk- en á sínum tíma. Forsala aðgöngumiða að Ieikjunum er i bókabúð Lár- usar Blöndal á Skólavörðustíg , og Vesturvcri. í Hafnarfirði í Hjólinu og í Keflavík í Fons, og svo við hliðið að Keflavík- urflugvellinum cftir kl. 7,30 báða dagana. Áætlunarferðir verða frá BSÍ milli kl. 7 og 8. Landslið Spánverja í gærkvöld kom spánska landsliðið í handknattleik hing- að til lands en það Ieikur tvo landsleiki við Islendinga. Leik- irnir verða háðir í íþróttahús- inu á Keflavíkurflugvelli í kvöld, þriðjudag, og annað kvöld, miðvikudag, og hefj- ast þeir klukkan níu bæði kvöldin. Spánverjarnir þreyttu land- leik í handknattleik við Norð- menn í fyrradag, sunnudag, eins og skýrt er frá á öðrum stað, og komu með flugvél frá Loftleiðum hingað til lands. Héðan halda þeir á fimmtudag til. Lúxemborgar og keppa í Belgíu á föstudaginn. Dómari í báðum leikjum hér er sænskur og heitir Torild Janerstam. Lið Spánverja er skipað eft- irtöldum mönnum. (Innan sviga landsleikjafjnldi): Antonio Eguino Vergara, Benito Molina Ramonet, Al- berto Arbizu Aranka, Miguel Medina Balenciaga (22), José Ramonó Randez Aranda, Ramón Puxia Garcia (2), Benito Tor- ccilla Oca (8), Jesús Alcalde Garcia (13). Juan Bru Masfor- ni (4), Juan Morera Altisent, José Luis ViIIa Pascual, José Lavins Fesévez, Ricardo Per- ez Perez (5), José Rochel Mo- bales (2), Santiago Gil Nieto (7), Angcl Linares Mejia (14). Alejandro Hargufndev Larios (11) og Miguel Prats Palau. Fararst.jórar eru þessir: Don Carlos Albert Aceituno. for- maður snánska handknatlleiks- sambandsins Salvador Santos Campano. . Domingo Barcenas Gonzalez og Rodolfo Alvarez. Hver arti Framhald af 7. síðu. þeirra hafa verið birtar á : prenti og nokkrum sinnum fyrr hef ég gert grein fyrir höfundi , rangfeðruðu vísnanna, sem hér I INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1964 ÚTBOÐ Fjármálaráðherra hefur ákveðið að nofa heimiíd í lögum frá 20. þ. m. til þess að bjóða út 50 milljón króna innlent lán ríkissjóðs með eftirfarandi skiimálum: SKILMÁLAR 1. GREI N Hlutdeildarbréf lánsins eru nefnd spariskírteini, og eru þau öll gefin út til handhafa. Þau eru í þremur stærðum, 500, 2.000 og 10.000 krónum, og eru gefin út í töluröð eins og segir í aðalskuldabréfi. 2. GREI N Skírteinin eru lengst til 10 ára, en frá 10, janúar 1968 er hand- hafa í sjálfsvald sett, hvenær hann færskírteini innleyst. Vextir greiðast eftir á og í einu lagi við innlausn. Fyrstu 5 árin nema þeir 6% á ári, en fara síðan hækkandi, eftir því sem handhafi dregur innlausn, og verða tæplega 9,2% á ári síðasta ár láns- tímans. Innlausnarverð skírteinis tvöfaldast á 10 árum og verður sem hér segir að meðtöldum vöxtum og vaxtavöxtum: Skírteini 500 kr. 2.000 kr. 10.000 kr. Eftir 3 ár 596 2.384 11.920 — 4 ár 631 2.524 12.620 — 5 ár 669 2.676 13.380 — 6 ár 719 2.876 14.380 — 7 ár 777 3.108 15.540 — 8 ár 843 3.372 16.860 — 9 ár 916 3.664 18.320 — 10 ár 1.000 4.000 20.000 Við þetta bætast verðbætur samkvæmt 3. gr. 3. GREIN Við innlausn skfrteins greiðir ríkis'sjóður verðbót á höfuðstól, vexti og vaxtavexti í hlutfalli við þá hækkun, sem kann að hafa orðið á vísitölu byggingarkostnaðar frá útgáfudegi skír- teinis til gjalddaga þess (sbr. 4. gr.). Hagstofa íslands reiknar vísitölu byggingarkostnaðar, og eru núgildandi lög um hana nr. 25 frá 24. apríl 1957. Spariskírteinin skulu innleyst á nafn- verði auk vaxta, þótt vísitala byggingarkostnaðar lækki á tímabiiinu frá útgáfudegi til gjatddaga. Skírteini verða ekki innleyst að hluta. 4. GREI N Fastir gjalddagar skírteina eru 10. janúar ár hvert, í fyrsta sinn 10. janúar 1968. Innlausnarfjárhæð skírteinis, sem er höfuðstóll, vextir og váxtavextir auk verðbótar, skal auglýst í nóvember ár hvert í Lögbirtingablaði, útvarpi og dagblöðum, í fyrsta sinn fyrir nóvemberlok 1967. Gildir hin auglýsta inn- lausnarfjárhæð óbreytt frá og með 10. janúar þar á eftir allt árið fram að næsta gjalddaga fyrir öll skírteini, sem innleyst eru á tímabilinu. 5. G R E I N Nú rís ágréiningur um framkvæmd ákvæða 3. gr. um greiðslu verðbótar á höfuðstól og vexti, og skal þá málinu vísað tíl nefndar þriggja manna, er skal þannig skipuð: Seðlabanki ; íslands tilnefnir einn nefndarmann, Hæstiréttur annan, en i hagstofustjóri skal vera formaður nefndarinnar. Nefndin fell- j ir fullnaðarúrskurð í ágreiningsmálum, sem hún fær til með- ] ferðar. Ef breyting verður gerð á grundvelli vísitölu bygging- j arkostnaðar, skal nefnd þessi koma saman og ákveða, hvernig vísitölur samkvæmt nýjum eða breyttum grundvelli skuli íengdar eldri vísitölum. Skulu slíkar ákvarðanir nefndarinnar vera fullnaðarúrskurðir. 6. GREI N Skírteini þetta er undanþegið framtalsskyldu og er skattfrjálst á sama hátt og sparifé, samkvæmt heimild í 3. gr. nefndra laga um lántöku þessa. 7. GREI N Innlausn spariskírteina fer fram í Seðlabanka íslands. Eftir lokagjalddaga greiðast ekki vextir af skírteinum, og engin verðbót er greidd vegna hækkunar -vísitölu byggingarkostn- aðar eftir 10. janúar 1975. 8. GREIN Allar kröfur samkvæmt skírteini þessu fyrnast, sé þeim ekki lýst hjá Seðlabanka íslands innan 10 ára, talið frá 10. janúar 1975. 9. GREI N Aðalskuldabréf lánsins er geymt hjá Seðlabanka íslands. Sporiskírteinin verða til sölu í öllum bönkum, bankaútibúum, stærri sparisjóðum og hjá nokkrum verðbréfasölum í Reykja- vík. Geta væntanlegir kaupendur keypt skírteini gegn bráða- birgðakvittun frá og með mánudeginum 23. nóvember n.k., en skírteinin verða tilbúin til afhendingar í Reykjavík frá og með T. desember n.k. Afhending þeirra utan Reykjavíkur.hefst nokkrum dögum seinna eftir því sem samgöngur leyfa. 21. nóvember 1964 SEÐLABANKI ÍSLANDS haía verið tilgreindar. Læt ég svo þetta nægja að sinni. Sígríður Einars frá Munaðarnesi. t 250. tölublaði Þjóðviljans, föstudaginn U. nóvembee, er vísa»: Nú er hlátur nývakinn,.. . N eignuð Jóni á Þingeyrum. Það er rangt og sízt vildi ég að Þjóðviljinn tíðkaði það að draga frá þeim snauðu handa hinum ríku. Annars er þetta algeng missögn. Ég veit um höfundinn með vissu, því að faðir minn, Jón Magnússon bóndi frá Gafli í Víðidal, lét ekki fram hjá sér fara, ef kastað var fram góðri vísu í Húnavatnssýslu í þá daga. Hann sagði mér að þó vísan væri ýmsum eignuð væri hún þannig til komin að Jón Þorvaldsson á Geirastöðum var að koma úr kaupstað, góð- glaður eins og þá var venja. Jón Ásgeirsson ó Þingeyrum var að fara í kaupstaðinn og mætti þá nafna sínum Jóni Þorvaldssyni sem kastaði þá á hann þessari vísu. Jón á Þingeyrum var stór- ■bóndi og hávaðasamur gleð- skaparmaður, en Jón á Geira- stöðum var fáskiptinn og fá- tækur einyrki, og því hefur vísan þótt of góð sem hans eign. Höfum það er sannaea reynist. Níels S. R. Jónsson, Bjólfsgötu 1, Seyðisfirði. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.