Þjóðviljinn - 16.07.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.07.1972, Blaðsíða 12
12. SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 16. júli 1972 GENGH) Á HVALFELL Séft inn eftir llvalfirAi. Fremst er Hvitanes og samnefnt eyðibýli. Fyrir miðju er Múlafeil og yfir það ber llvalfell. Fjær cru svo Botnsúlur og til hægri er Þrándarstaðafjall. farið vestur af fellinu og niður að Botnsárgljúfri og fossinum Glym. Skemmti- legri leið, en nokkuð lengri, er að fara austur af fellinu og niður að Hvalvatninu og ganga meðfram því bakvið Hvalfellið, að þeim stað þar sem Botnsá rennur úr vatninu. Leiðin niður með Botnsánni er afar skemmtileg. Þarna verður fyrst á leið okkar Breiðifoss en neðar tekur við gljúfrið þar sem fossinn Glymur steypist niður sína liðlega 200 metra. Sjálft gljúfrið er bæði sérkennilegt og fallegt. Við höldum niður með gljúfrinu og getum valið á milli þess að fara yfir Botnsá neðarlega eða sömu leið og við komum, yfir Hvalskarðsá og siðan yfir Botnsá á göngubrúnni rétt hjá Stóra-Botni. Myndirnar hér á síðunni eru allar teknar úr göngu- ferð á Hvalfell. Útsýni til austurs yfir Hvalvatn af Hvalfelli. Til vinstri er Kvígindisfell, þá Skjaldbreiður og Skriðan til liægri. Fyrir þá, sem hyggjast fara i eins dags fjallgöngu ekki alltof fjarri þéttbýli Faxaflóa, er vissulega um margt að velja. i þetta skipti verður fyrir valinu Hvalfell inn af Botnsdal í Hvalfirði. Við sláum upp í bókinni Landið þitt eftir Þorstein Jósepsson og finnum þar eftirfarandí lýsingu: „Botnsdalur gengur inn úr Hvalfirði. Um dalinn rennur Botnsá, sem kemur úr Hvalvatni. í dalbotn- inum er móbergsfjallið Hvalfell, 848 m, en það hlóðst upp í gosi undir jökli síðla á ísöld. Botnsdalur var fyrir HvalfelIsgosið mun lengri, en við gosið lokaðist dalbotninn og varð við þaðdjúp kvossem siðan fylltist vatni. I kvosinni er nú næstdýpsta stöðuvatn landsins, Hvalvatn, sem er 160 m djúpt." Af þjóðveginum í Hval- firði er hægt að aka inn Botnsdal, inn undir Stóra- Botn. Og þegar gangan hefst er haldið sunnan við túnið á Stóra-Botni og yfir göngubrú sem þar er á Botnsá. Við göngum upp með ánni nokkurn spöl, upp að litilli þverá, Hval- skarðsá, förum yfir hana og erum komin á mel- tungu, sem ber nafnið Ásmundartunga, og höldum upp hana í beina stefnu á Hvalfellið. Þetta er hvorki erfið né mjög brött leið, en það er samt ástæðulaust að fara hana í einum spreng, án þess að gefa sér tíma til að líta um öxl og virða fyrir sér útsýni út Hvalfjörð. Við höfum þá Múlafjallið á vinstri hönd og Þyrilinn á þá hægri. Ot yfirfirðinum sést svo Akra- fjall og nær okkur, fyrir mynni Botnsvogarins, gengur Þyrilsnes út frá Þyrli. Yfir Þyrilsnesið sést svo lítill hólmi í firðinum, Geirshólmi. — Við höldum nú áfram á topp Hvalfells, sem er suðaustantil á fellinu. Héðan er útsýni hið fegursta bæði til vesturs, norðurs og austurs. Við skulum láta myndirnar hér á síðunni tala sínu máli um útsýnið. Það er nú um ýmsar leiðir að velja ef við ætlum okkur ekki að halda sömu leið til baka. Við getum Við Hvalvatn, sem lengi var talið dýpsta stöðuvatn landsins, eða þar til Öskjuvatn mældist dýpra. Háasúla gnæfir í baksýn. MYNDIR OG LEIÐARLÝSING: BÖÐVAR PÉTURSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.