Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.11.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. nóvember 1974 Laugardagur 2. nóvember 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9 ? V -' ÍSlgM ; : í; Grimur Geitskór velur þingstað heitir þetta iistaverk Jóhannesar Jóhannessonar, en það mun vera stærsta oliumálverk, sem málaðhefur veriðá tslandi. Þetta málverk hefur ekki veriö sýnt áöur, en það er i eigu Háskóla tslands. Vogin sú arna er frá einokunartimanum, en var gerð árið 1786, og var notuð i viðskiptum I Stykkishólmi. Nær okkur á voginni situr fimm ára snáði, Bjarni Hauksson, en fjær nemandi úr Fossvogsskóla, Guðni Skúiason. Eiginhandarrit Arnar Arnarsonar af kvæðinu Gils Guðmundsson, formaður sýningarnefndarinnar, skýrir fyrir blaðamanni myndirnar, en sú efri er um Stjána bláa. frá skútuöld, en sú neðri er tekin af uppsátri I Vestmannaeyjum. Steingervingur. Jaspis, fylltng I far eftir trjábol. Steingervingur þessi fannst i Fáskruösfiröi. Grunnreifir keflvikingar skoða vopn fornmanna. Módel af jarögufuaflsstöö smiðað af starfsmönnum Orkustofnunar. Er þetta likan af gufuaflsstöö, sem hugsanlega veröur sett upp viö Kröflu. SÝNINGIN ísland íslendingar ,,Tilgangurinn meö sýn- ingunni er sá að bregða upp einstökum völdum svipmyndum og vekja með ýmsum hætti athygli á mikilvægum atriðum í sögu lands og fólks", sagði Gils Guðmundsson, for- maður sýningarnef ndar íslandssýningarinnar að Kjarvalsstöðum, er blaða- maður og Ijósmyndari áttu leið þangað uppeftir fyrir skömmu. — Einar Hákonarson hefur ver- ið potturinn og pannan við þessa sýningu. Hann hefur verið hönn- uður hennar, stjórnað undirbún- ingsvinnu og uppsetningu. Þvl er yfirbragð sýningarinnar að veru- legu leyti hans verk. — Hvernig sýnið þið áhrif sam- býlisfólksins við landið i þessar 11 aldir? — Það er nú með ýmsu móti gert. Meðal annars er lögð tölu- verð áhersla á að sýna hvernig landið leit úr þegar landnáms- menn komu hingað, eftir þvi sem fræðimenn vita best, hvernig menn hagnýta landsgæði og ekki dregin dul á það hvernig þau gæði voru I sumum greinum misnotuð, svo sem skógarnir. — Hvert finnst þér vera aðal- einkenni sýningarinnar? — Það má segja að þessi sýning mótist að verulegu leyti af þeim mörgu og stóru ljósmyndum, sem þar eru, og sérstaka athygli vekja hinar stækkuðu litmyndir, sem eru stærri en hér hafa áður sést á sýningum. í stað sýningarskrár fylgir sýn- ingarefninu all mikill texti, og er letur hans mjög mikið stækkað og þvi aðgengilegt til lestrar. — Hér fer fram meira en bara sýning. Hvað viltu nefna okkur til af slíku efni? Auk sjálfrar sýningarinnar fer eitt og annað fram I húsinu. Þar eru allan timann, sem sýningin er opin, sýndar litskuggamyndir með töluðum skýringum. Þær myndir eru bæði náttúrufræðilegs og sagnfræðilegs eðlis. Flest kvöld sýningarinnar held- ur Gunnar Hannesson sýningu á litskuggamyndum sinum af is- lensku landsiagi. Fyrirlestrar um ýmis efni eru fluttir á vissum timum. Verða þeir alls um 20 talsins, og fjalla um efni innan þess ramma, sem sýningin spannar. i dag, laugardag, talar Hreinn Steingrimsson um rimnakveð- skap. Sá fyrirlestur hefst klukkan 3. Hreinn mun með fyrirlestrin- um leika ýmsar segulbandsupp- tökur, sem hann hefur sjálfur safnað af kveðskap gamalla rimnamanna. A morgun, sunnudag, kl. 3 flyt- ur Vilhjálmur Þ. Gislason, fyrrv. útvarpsstjóri, erindi, sem hann nefnir Skáldin og landið. Auk fyrirlestra eru fluttar dag- skrár, þar sem lesið er úr islensk- um bókmenntum. óskar Halldórsson hefur valið textana sem fluttireru. Fyrsta dagskráin, — Land mins föður, landið mitt —,, var flutt á sunnudaginn var. A morgun verður flutt önnur dagskráin, og hefst hún klukkan 5. Heiti þeirrar dagskrár er — Komstu skáld I krappan þar? — Texti: Úlfar Þormóöss. Myndir: Ari Kárason Þriðja dagskráin verður svo flutt sunnudaginn 10. nóvember. Hefur hún hlotið heitið — Fagurt er i Fjörðum. Flytjendur efnis eru Halla Guðmundsdóttir, Kristin Anna Þórarinsdóttir, Gils Guðmunds- son og óskar Halldórsson. Inn i flutning þessarar bók- menntadagskrár er fléttaður söngur Islenskra þjóðlaga, og á morgun er það Kristin Ólafs- dóttir, sem syngur þjóðlögin. — Hvernig hefur aðsóknin ver- ið? —■ Aðsóknin hefur verið allgóð og ágæt um helgar. Þeir, sem að sýningunni standa vænta þess sérstaklega, að skóiafólk sæki sýninguna, og hafi bæði gagn og gaman af þvi, sem þarna er að sjá, en skólabörn i fylgd með kennurum sinum fá ókeypis að- gang að sýningunni. —■ En þó að skólafólki sé sér- staklega bent á sýninguna, held ég, að fólk á öllum aldri hefði á- nægju af að skoða hana. Þess misskilning virðist gæta hjá sum- um, að þetta sé þurr og leiðinleg fræðslusýning. En þó að þar megi finna ýmsan fróðleik er það ein- kenni sýningarinnar, að hún er aðgengileg og skemmtilega upp sett. Engum ætti þvi að þurfa að leiðast á sýningunni, sagði Gils að lokum. —úþ að Kjarvalsstöðum Elsta mynd sem fundist hefur af gangabæ, úr handriti frá seinni hluta 16. aidar. Þannig litur búnaöarbáikur Eggerts Ólafssonar út eins og höfundur skilaði honum frá sér. Gamli og nýi timinn. Annars vegar spunnið á rokk i heimahúsum, hins vegar er ullinn unnin i stórvirkum vélum á ópersónulegum vinnustað. Nokkrum slikum andstæöum I vinnubrögðum er stilit upp á sýningunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.