Þjóðviljinn - 30.11.1974, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.11.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. nóvember 1974. AF DÆMISÖGU Islendingar hafa æði oft verið látnir finna fyrir því að þeir eru ,,fáir fátækir og smáir" og eru það eins og vænta má þeir sem eru ,,margir auðugir og stórir", sem ríka til- hneigingu hafa til þess að neyta þess, sem kallað hefur verið ,,afIsmunur". Þessi tilhneiging virðist vera mjög rík í mannskepnunni, ekki síður en í dýrum merkurinnapog hef ur þetta sannast hvað best í landhelgisdeilum okkar við hin vinveittu stórveldi og bandalagsþjóðir, sem sækja það ákafast að granda fjöreggi íslendinga, f iski- miðum landsins. Nú síðasta eru það þjóðverjar, sem gera sig líklega til að neyta aflsmunar og beita ís- lendinga alls konar þvingunum, sem orðið gætu til að setja strik í lifsaf komu þjóðarinnar amk. um stundarsakir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við höfum verið í sömu aðstöðunni og Davíð forðum, en rétt er að haf a það hugf ast, hver urðu endalok Golíats,og mættu pótintátar stórveldanna vel taka nótis af því. Mér finnst einhvern veginn að öll þorska- stríð íslendinga kristallist í litilli sögu, sem mig langar til að segja hér og má hún vel skoð- ast sem dæmisaga. Það var fyrir rúmum tuttugu árum að for- eldrum mínum kom saman um það að ef til vill væri hugsanlegt að gera úr mér mann. Þessi stórfrumlega hugmynd skaut upp koll- inum eftir að ég hafði slampast gegnum stúdentspróf við lítinn orðstír. Og það átti ekki einasta að gera úr mér mann, heldur var mér ætlaður ekki minni vegsauki en það að verða tannlæknir. Námsferill minn varð ekki langur^en þeim mun viðburðarríkari/ og mun ég vafalaust gera honum verðug skil í sjálf sævisögu minni, sem kemur væntanlega út á næstu árum. En snúum okkur nú að dæmisögunni. Það var eitt sinn á fögru haustkvöldi að Flosi Ólafsson studiosus odont við Hamborgar- háskóla var aldrei þessu vant á gangi á Rehberbanen í St. Pauli i Hamborg meðfram þeirra erinda að búa sig undir háskólapróf í því sem á íslensku hefur verið nefnt tannúð. Mann-og kvennager var á strætinu eins og endranær og var það, eins og geta má nærri, framandi söfnuður. Sem ég ætla að fara að vinda mér inn á af- skaplega huggulegt vertshús, sem bar nafnið Lilleput,heyri ég úr mannf jöldanum að nafn mitt er hrópað upp. Ég lít í kringum mig og ber ekki kennsl á neinn. Þá vindur sér að mér maður smávaxinn/æði skarpleitur og beinaber eða réttara sagt beinagrind innpökkuð í skinn, því að það hefði ég getað svarið f yrir, að kjöt- tutla væri nokkurs staðar á þessum annars snarlega manni, nema í nef inu, sem virtist eitt líkamsparta hafa þrifistog dafnað. Þetta var fyrirmannlegt kónganef ekki óáþekkt tóbaks- bauk í laginu og kom mér raunar kunnuglega f yrir sjónir, þótt ekki bæri ég kennsl á nef ber- ann, sem ég sá ekki betur en væri að sligast undan þunga þessarar veglegu andlitsprýði. ,, Hvað er þetta maður. Þekkirðu mig ekki?" sagði nefmaðurinn. ,,Neeeei og þó" svaraði ég. ,,Þetta er baukurinn maður" sagði komu- maður ,,langt síðan maður hefur séð landa." Og nú rann upp fyrir mér Ijós. Þetta var kunningi af billjardinum á Laugavegi ellefu, enginn annar en Bjarni Baukur. Þarna urðu að sjálfsögðu fagnaðarf undir og ég spurði hann hvað væri eiginlega að sjá og hvort hann væri að koma úr Ásvits eða Belsen. ,,Blessaður maður" svaraði Baukurinn. *Ég er að koma frá Suður-Afríku, búinn að liggja þar í kóleru í nokkra mánuði, en er á leiðinni heim." Ég spurði hann, hvort ég mætti ekki bjóða honum uppá glas af groggi inni á Lilleput. ,,Blessaður maður," svaraði Baukurinn.,,Þú hefðir ekki einu sinni þurft að nefna það." Síðan snöruðum við okkur inn og fengum okkur grogg. Eins og vænta má var Bjarni ekki til stórræðanna eftir hina þungbæru banalegu, sem rænt hafði hann öllu holdi og þar með æskilegu drykkjuþreki og varð hann raunar góðglaður af fyrsta glasinu. í þann mund að við vorum að fá okkur aftur í glösin heyrðum við mikinn fyrirgang og drógum af því þá ályktun að þýskasr nasistabullur væru komnar inn í forstofuna og hygðust heiðra vertshúsið Lilleput með nærveru sinni. Þetta reyndist rétt, en fyrir liðinu fór mikill beljaki og vígalegur i meira lagi. Svo ófriðlega lét þetta tröll að ég var skít- hræddur við hann, en Baukurinn, sem náði honum rétt rúmlega í mitti sagði honum pent að éta skít með þeim af leiðingum að svolanum rann í skap og hann tók Baukinn upp með annarri hendi, lagði hann á gólf ið, settist ofan á hann klofvega og barði hausnum á honum viðstöðulaust í harðar gólff jalirnar> væntan- lega í því skyni að stytta honum aldur. En þá var það að Bjarni Baukur hrópaði þá setningu, sem mun svo lengi í minnum höfð sem island byggist: „TAKIÐ ÞIÐ DJÖFULSINS MANNINN OFAN AF MÉR ÁÐUR EN ÉG DREP HANN". Og lýkur þar með þessari litlu dæmisögu um viðskipti íslendinga við ofureflið. cinci [p®g^[LQ[F Fœrið íþróttirnar Ég er ein af þeim mörgu mæðrum, sem eiga það litil börn að ég vil ekki að þau vaki fram eftir öllum kvöldum. Að sjálfsögðu eru þessi börn ekki i neinu frábrugðin öðrum börnum hvað þvi viökemur, að þau vilja horfa sem mest á sjón- varpið, sérstaklega þegar þau eiga að fara i háttinn. Á mánudögum er sjónvarpið með iþróttaþátt, oft á tiöum ágætan, En hann er að minu mati of seint á dagskrá. A undan iþróttaþættinum er framhaldsmyndaflokkur, sem krakkar hafa ekki nema tak- markað gaman af að fylgjast með. Hann tekur það frekan tima af dagskránni, að iþrótt- irnar byrja ekki fyrr en um hálf tiu, og lýkur þvi ekki fyrr en um hálf ellefu. Þetta þýðir það, að vilji maður láta börnin fara timanlega að hátta, missa þau af verulegum hluta iþróttanna, en fá aftur á móti i sinn hlut fram- haldsmyndaflokk, sem þau örugglega vildu fegin skipta á ef þeim stæöi til boða að skipta á honum og iþróttaþættinum. Ég held einnig að þeim full- orðnu, sem horfa á framhalds- myndina um skipafélagið, sé nokkuö sama hvort þeir byrja að hvorfa klukkutimanum fyrr eða seinna. Þvi fer ég þess á leit við forráðamenn sjónvarpsins, að þeir breyti sýningartima iþrótt- anna á mánudagskvöldum og færi hann næstan fréttum. Jóa Síðustu forvöð að tilkynna þátttöku á mót Eins og við skýrðum frá i Þjóðviljanum á dögunum er fyrirhugað mikið skátamót, Jamboree, i Noregi i júli á næsta ári. Þáttakendur þurfa að vera á aldrinum 14-18 ára, en þetta er einvörðungu drengjaskátamót. 200 islenskir skátar af 1400 skátum á þessum aldri i landinu, hafa möguleika á að sækja mótið, en Jamboree hefur oftast verið haldið svo langan veg frá íslandi, að ekki hefur verið kostur á þvi sem nú, að senda stóran hóp á þessi mót. Eftir að mótinu lýkur er gert ráð fyrir að islensku skátarnir dvelji nokkurn tima i Noregi eða Sviþjóð, og verða þá farnar ýmsar skoöunar- og skemmti- ferðir. Kostnaður við förina á mótið er áætlaður 27.800 krónur, en dvölin og ferðirnar eftir mótið má gera ráð fyrir að kosti 3-6 þúsund krónur. Þátttökutilkynningar þurfa aö hafa borist fararstjórn Nordjamb 1975, pósthólf 100, Hafnarfirði, fyrir 1. desember 1974. Með þátttökutilkynningu á að fylgja fyrsta innborgun á móts- gjaldi, 2.800 krónur. Siðan eiga greiðslur að vera sem hér segir: 1. jan. 1500 kr. 1. febr. 1500 kr. 1. mars 1500 kr. 1. april 1500 kr. 1. mai 1500 kr. 1. júni 1500 kr. 1. júll 10.000 kr og 15. júll það sem þá er ógreitt af heildarkostnaöi. Samvinnan komin Nóvemberhefti hinnar nýbreyttu Samvinnu er komið út. Meðal efnis þess má nefna nýja smásögu eftir Indriða G. Þorsteinsson, „Frostnótt á annarri hæö”, svipmyndir frá Eskifirði eftir Einar Braga og ljóð eftir Þórarin Eldjárn. „örlög min voru ráöin undir húsveggnum heima” nefnist viðtal við Finn Kristjánsson, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga á Húsavik, en nokkur hluti heftisins er helgaður þvi. Þá er sagt frá fræðsluráðstefnu um málefni frystihúsanna, sem Sjávarafurðadeild Sam- bandsins hélt á Húsavik og rætt við Tryggva Finnsson, forstjóra Fiskiðjusamlags Húsavikur. Sigvaldi Hjálmarsson skrifar Vanga- veltur, Eysteinn Sigurðsson bókaþátt og Sverrir Tómasson þátt um islenzkt mál. Margt fleira efni er i heftinu, svo sem barnasiða, visnaspjall og verölaunakrossgáta. Þakka hjálpina og velvildina Merkjasala Blindrafélagsins var haldin þann 10. nóvember siðastliðinn i flestum kaup- stöðum og sýslum á landinu og var margt manna, sem veitti aðstoð sina, bæði skólastjórar, kennarar, húsverðir og sölu- börn. Blindrafélagið færir þessu ágæta fólki alúðarþakkir fyrir hjálpsemina og ekki sist lands- mönnum öllum fyrir velvild þeirra i garð Blindrafélagsins á fjáröflunardegi þess. íslensk fyrir- tœki á bók Nýlega kom út hjá Frjálsu framtaki h.f. handbókin Islensk fyrirtæki ’74-’75. Er þetta fimmta árið i röð, sem bókin kemur út og hafa verið gerðar verulegar breytingar á henni. I formála bókarinnar segir m.a: „Að þessu sinni eru mun fleiri fyrirtæki og félagssamtök i bókinni en áður. Þessi viðbót gerir hana enn itarlegri og gagnlegri en fyrr. 1 þessari fimmtu útgáfu bókarinnar eru birtar nauðsyn- legustu upplýsingar um fyrir- tæki og félagssamtök, svo sem nafn, heimilisfang, sima,póst- hólf og telexnúmer. Ennfremur er sagt frá nafnnúmeri og sölu- skattsnúmeri. Greint er frá stofnári fyrirtækisins, stjórn- endum og helstu starfsmönnum. Gerð er grein fyrir tegund reksturs, umboðum og þjónustu fyrirtækjanna, svo og umboðs- mönnum ásamt öðrum til- heyrandi upplýsingum. Þá er i bókinni umboðaskrá. Allar upplýsingar i bókinni eru byggðar á persónulegum samtölum við forstöðumenn þeirra fyrirtækja og félags- samtaka sem i bókinni eru.” 1 bókinni er lögð áhersla á að hafa sem viötækastar upplýsingar sem ekki eru fáan- legar annars staðar, meðal annars um stjórnendur, starfs- menn og starfssvið. É? laupnum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.