Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur X. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Lýst er eftir Pétri Péturssyni... Jakoblna Sigurðardóttir. Lifandi vatnið. Skuggsjá 1974, 203 bls. Aftarlega i nýrri skáldsögu Jakobinu Sigurðardóttur er að finna svofellda frétt: „Maðurinn, sem hvarf úr vinnu á miðviku- dagsmorgun, og lýst var eftir i gær og leitað að fram á kvöld og aftur i morgun, er nú kominn i leitirnar, heill á húfi. Hafði brugðið sér i heimsókn til æsku- stöðvanna, en gleymt að láta fjöl- skyldu sina vita um ferðalagið!” Frétt sem vel gæti birst i raun og veru i dagblaði og mundi ekki vekja sérstaka athygli. Hann er laglega skrýtinn þessi, hefðum við sjálfsagtsagt, hefðum við tek- ið eftir fréttinni. En eins og marg- ir vita nú orðið eru fréttir lygar, ekki vegna þess sem þær segja frá, heldur vegna þess sem þær hlaupa yfir. Það er meðal annars þetta, sem Jakobina Sigurðar- dóttir er að leiða i ljós i skáldsögu sinni, fréttaskýringu sinni. Af hverju hvarf Pétur Pétursson, verkamaður á miðjum aldri, for- málalaust að heiman frá sér einn morgun? Hvað vildi hann? Hvernig er brugðist við sliku upp- átæki? Þrír fletir Býgging sögunnar er sérstæð. Hún gerist i þrem flötum og frá- sögnin breytir um sérkenni þegar hún færist á milli þeirra. A einum fleti er lýst flótta Péturs frá öllu þvi sem verið hefur lif hans. Þar blandast einstök atvik flóttans saman við vangaveltur Péturs um það sem mætir augum og eyr- um. Þessi útlistun er mjög ná- kvæm, kannski óþægilega marg- orð á köflum, sömu hugmyndirn- ar bita i skottið hver á annarri i vitahring þar til undir lokin að örvæntingin skellur yfir með fitonskrafti og kollvarpar öllum hlutföllum. A öðrum fleti, sem kalla má „einhver saknar manns” eftir einum af bókarköfl- um, er lýst viðbrögðum fjölskyldu og kunningja við hvarfi Péturs. Þessi efnisþáttur er hinn sérstæð- asti i bókinni: Hann er byggður upp á samtölum einum saman án inngangsorða, án lýsingar ytri at- vika, einskonar útvarpsleikrit sem við opnum fyrir i miðju kafi. Þessi flötur sögunnar er likast til best unninn. Samtölin miðla raunsærri mynd af hryssingslegu a'ndrúmslofti á ofur venjulegum vinnustað Péturs. Og af fjöl- skyldu hans og grönnum, sem koma aðvifandi hver með sina huggun til væntanlegrar ekkju: einn með peninga, annar með frelsara sértrúarflokks, hin þriðja með kveðju frá hinum horfna frá miðilsfundi eins og gengur og gerist á Islandi, jafnvel þótt hinn horfni sé sprelllifandi. Samtökin lýsa vel Lilju, konu Péturs, hversdagslegri gæða- konu, sem hefur kannski aldrei talað við mann sinn eða börn, kann það ekki, en hefur stöðugt á hraðbergi eitthvað það sem komi i staðinn fyrirsterk tengsli við lif- andi manneskjur — pillur eða sál- fræðinga eða matarbita. Þroskasagan í þriðja lagi er skotið inn endur- minningaköflum, rifjuð upp saga Péturs Péturssonar. Atvik, slitur úr samtölúm, i bland við hugleið- ingar sem draga saman það helsta úr hugblæ heilla timabila ævinnar. Þessir kaflar eru nokk- uð svo misjafnir. Það er til dæmis mjög skemmtilega með það farið, hvernig svör úr þrem ólikum átt- um leita á huga ungs drengs sem er að byrja sitt landnám i heimin- um — svör ömmu sem játast auð- mjúk' undir tilveruna (guðs vilja), afa sem er þrjóskur og upp- reisnarfús gegn höfðingjum þessa heims og annars og svo svör sátt- fúsrar móður. Með þessu land- námi fylgjumst við allýtarlega — hvernig bláeygt sakleysi vikur fyrir grimmd náttúrunnar, hörku lifsbaráttunnar, hvernig svipt- ingar sögunnar leiðast heim á bæ drengsins með verkfallsfrétt- um utan úr kaupstað. Hvernig hann siðar kynnist vonum hinnar rauðu byltingar, sem á sér stað- festu i Herði móðurbróður, mál- snjöllum öreiga i svörtum skúr úti á eyri. Þessi endurminninga- kafli i skáldsögu endurtekur þá á- virðingu raunverulegra endur- minninga, að bernskuárum er rækilegast lýst og kannski of mik- il rækt lögð við þau — of mikil i þeim skiíningi að margt hefur verið skrifað um þennan part æv- Jakobina Siguröardóttir innar og flest vel. Hinsvegar eru siðari kaflar þroskasögunnar miklu ágripskenndari, sam- þjappaðari og gloppóttari. Þetta er raunsæislegt að þvi leyti að þannig starfar minni manna, en það er bagalegt vegna þeirrar spurningar sem er að vefjast fyr- ir okkur: Af hverju hvarf Pétur Pétursson, verkamaður á miðj- um aldri, gæfur maður og laus við skuldasúpu, brennivin og fram- hjátökur, húseigandi sem á góða konu og börn, af hverju hvarf hann og flúði norður i heima- byggð sina þar sem móðir hans er grafin, þar sem vatnið lifandi rennur i dal undir bröttu fjaili? Týndur áfangastaður Pétur veit það ekki sjálfur. Þegar hann er kominn alla leið og sér nýleg bæjarhús þar sem bróð- ir hans býr nú, þá skilur .hann ekki lengur af hverju þessi ferð var farin. Afangastaðurinn er týndur: „Og þá er ljóst að upphaf þitt hefur horfið frá þér án vit- undar þinnar. Þér er ljóst að hægt, en án afláts, hverfur upphaf manns frá honum, svo hægt að hann verður þess varla var, fyrr en hann stendur einn i nýrri, ókunnri veröld, við vegarkant, við brú við týnda götu”. Engu að siður var þetta vand- ræðaferðalag einskonar uppreisn. Lifandi vatnið er vonbrigða- saga kynslóðar. Það er athyglis- vert að Pétur, sem tekur upp á þeim óvenjulega skratta að hverfa, hann er afar venjulegur maður. Reynsla hans algeng. Hann nemur heiminn með hefð- bundnum hætti sem aðrir bónda- drengir á kreppuárum. Hann eignast von byltingarinnar i æsku og ekkert var eðlilegra við hans aðstæður. Hann fór suður eins og aðrir, striðsveltan bætti efnaleg kjör hans, seinna eignaðist hann sinn skerf af velferðinni. Eins og margir aðrir reyndi hann það að byltingardraumurinn fölnaði i vixlverkan innlendra og erlendra tiðinda og þokaði fyrir tempraðri róttækni með drjúgum skatti af realpóltik. Hann fékk sér hvers- dagslega gæðakonu, sem getur skapað honum öryggi og skjól i heimi margra ótiðinda, áþreifan- legtverkefni aðvinnaað: heimili, afkvæmi. Hann er venjulegur maður einnig að þvi leyti, að hann er ekki virkur, hann er til hliðar, hlustar, atburðirnir koma fram á honum. Uppreisn? Samt er það þessi maður sem gerir sina uppreisn gegn von- brigðum og tilgangsleysi — látum svo vera þótt hún verði kölluð bil- un og renni út i sandinn. Okkur hefur verið sýnt, beint og óbeint, hvernig það hleðst upp einskonar þögult andóf gegn sjálfvirkni, hálfvelgju, afskiptaleysi i mann- legum samskiptum gegn hald- leysi stærri og smærri fyrirheita, gegn gervihuggun, gervifegurð, gerviæsingu sem reynt er að fylla tómleikann með, tefla gegn til- gangsleysinu. Sagan segir einnig frá þvi, að það er ekki auðhlaupið að þvi að láta þetta andóf bera einhvern jákvæðan árangur. Pét- ur kemst ekki lengra en að neita að vera með i leiknum. Hliðstæð Framhald á 22. siðu. VINDAR OG KIRKJA FYRIR NOKKRUM DöGUM hljóp Morgunblaðið upp með rokufrétt með fyrirsögninni „Stefna sósialistar að þvi að leggja undir sig kirkjuna?” Til- efni þessarar jamesbondisku samsærisfréttar var leiðari i Kirkjuritinu eftir sr. Guðmund óla ólafsson ritstjóra. Þar segir svo: „Sú guðfræði er nú mjög i móð að holdgun orðsins á vorum tim- um þ.e.a.s. prédikun kirkjunnar I samtimanum, skuli fyrst og fremst vera i brauði og rétti handa fátækum og kúguðum. Þann vind er auðvelt að rekja til upphafs sins. Annars vegar eru þar bein áhrif þeirra sósialista sem nú hyggjast leggja undir sig kristnina, hins vegar hin gamla hræðsla og feimni við heimsku fagnaðarerindisins”. Þetta eru athyglisverð um- mæli. ■ EKKI VERÐUR betur séð en ritstjóri Kirkjuritsins stilli upp tveim kostum: annaðhvort gangi á undan „heimska fagn- abarerindisins” (og þar er átt við, eins og siðar kemur fram, mýstik trúarinnar, endurlausn- arverkið) eða þá kærleiksverk („réttur fátækra og kúgaðra”). Það er alveg ljóst hvorn kostinn sr. Guðmundur Óli velur sér nú og hér, og það er vitaskuld hans mál og kirkjunnar og guðfræð- innar. En leikmanni finnst það satt að segja merkilegt, að presti finnist þurfa að rekja þann „vind” að einhverjir klerkar haldi fram rétti kúg- aðra til áhrifa sósialista, sem láti þá stjórnast af einhverjum hæpnum hvötum („hyggjast leggja undir sig kristnina”). Manni finnst skýringin mjög langsótt. Einhverntíma lásum við um þann kærleika sem er æðri trú, jafnvel þótt hún flytji fjöll. Um ávitur i garð þeirra sem ekki gáfu hungruðum sem til þeirra kom að éta og þyrstum ekki að drekka. Um rikan mann og Lazarus og nálarauga. Eins og menn vita hefur það mat sem kemur fram i þessum og öðrum skyldum ritningargreinum komið mjög við sögu i baráttu snauðra manna og þjóða, sem sóttu til þeirra styrk og rök, einkum á þeim tima, þegar öll kenning um tilhögun mannlegs félags byggðist á bibliuminnum og hugmyndum, blátt áfram vegna þess að menn þekktu enga bók aðra. Ef að þetta mat, þessi afstaða er i reynd svo fjar- læg kirkju samtlmans að hún þurfi sósialiskan áróður til að muna eftir henni, þá hlýtur það frá almennu sjónarmiði að vera heldur litið hól um kirkjuna, en þeim mun frekar kompliment i garð þeirra rauðu. ■ SR. GUÐMUNDUR ÓLI hefur bætt þeirri útskýringu við leið- ara sinn i samtali við Morgun- blaðið að „þvi væri ekki að neita að pólitisk hreyfing væri innan kirkjunnar, ekki slst innan al- heimsráðs hennar, þar sem væru öfl sem virtust hafa til- hneigingu til að fara i nólitiskar áttir”. Þetta er vissulega ekki nema rétt, en hitt er einkenni- legt, að með þessum ummælum virðist látið að þvi liggja að hér sé um eitthvert nýtt fyrirbæri að ræöa og þá uggvænlegt. Hitt er sönnu nær, að á öllum öldum hefur kirkjan verið rammlega flækt I pólitik. Enda er það ekk- ert undarlegt: Hún þurfti eins og aðrir aðilar i samfélaginu að móta stefnu gagnvart valdhöf- um hvers tima. A grundvelli annarra ritningargreina en áð- ur voru nefndar leitaðist hún við að byggja upp friðsamlega sambúð við valdið — oftast nær var hún i reynd hlýðin þessu valdi, þjónaði þvi beinlinis. Hún bað drottin um að hann „yfir- völdunum sendi lið”. Og þar með er einmitt komið að sögu- legum forsendum sambúðar- vandamála kirkju og sósial- isma. Ýmiskonar sósialistar hafa sem minnihlutahópar, ein- attilla séðir eða ofsóttir fyrir að „æsa upp lýðinn”, mætt kirkj- unni i andskotaflokki sinum miðjum. Það eru þessi sögulegu pólitisku tengsl kirkjunnar sem hafa, ekki siður en annar heims- skilningur flestra sósialista, leitt til þess að frekar fátt hefur verið á milli. Um þetta þarf ekki alltaf að fara langt að leita dæma. Það hefur meira að segja verið algengt til skamms tlma, að meinleysis- og mála- miðlunarmenn eins og foringjar sósialdemókrata á Norðurlönd- um hafa sniðgengið slna þjóð- kirkju, lifandi sem dauðir. Við- ræður marxista og kristinna manna um sameiginleg hugðar- efni eru tiltölulega nýtt fyrir- bæri, hafa að miklu leyti verið bundin við nokkur kaþólsk lönd og gengið reyndar skrykkjótt, einkum eftir að Jóhannes páfi lést. ■ MENN VITA, að um austan- verða Evrópu hafa rikjandi kommúnistaflokkar ekki staðið við fyrirheit um aðskilnað rikis og kirkju, heldur beita rlkis- valdinu til mikilla afskipta af innri málum trúfélaga. Ég er i hópi þeirra sem telja þessa i- hlutun skaðlega og niðurlægj- andi fyrir báða aðila. En að þeim aðstæðum slepptum, fæ ég ekki vel séð, hvaða veruleiki er að baki ummælunum um „sósialista sem nú hyggjast leggja undir sig kristnina”. Satt að segja er freistandi að snúa dæminu við i huganum. Menn hafa orðið varir við það, að kirkjunnar menn óttast ein- angrun hennar i nútima samfé- lagi, vegna þess að henni hafi svo sem verið úthlutað (eða hún úthlutað sjálfri sér) aðeins nokkrum siðferðilegum parti af þeim vandamálum sem á fólki brenna. Að hún komi ekki nema litið við sögu, þar sem f jallað er um skipan mannlegs félags, hungur og réttlæti. A hinn bóg- inn er augljóst, að kappræða um og afgreiðsla slikra stórmála er mjög tengd margháttuðum á- hrifum sósialiskra hugm. og hreyfinga, viðbrögðum við þessum áhrifum. Þetta vita að sjálfsögðu ýmsir þeir kirkju- menn sem óttast einangrun. Ummælin i leiðara Kirkjuritsins gefa tilefni til að spyrja, hvort kirkjan sé ekki að reyná að leggja undir sig einhvern skika af sósíalismanum — áður en það yrði um seinan. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.