Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.08.1975, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. ágúst 1975 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN: HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRAR óskast á deildir I, V og VI frá 1. október 1975. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 38160. HJÚKRUNARSTJÓRI óskast til starfa um óákveðinn tima frá 1. október 1975. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, simi 38160. VÍFILSSTAÐASPÍTALI: Sjúkraliðar óskast til starfa á Vifils- staðaspitala sem allra fyrst. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 42800. LANDSPÍTALINN TVO FLUTNINGAMENN.karla eða konur, vantar frá 1. september. Upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri, simi 11765. Reykjavik 22.8. 1975 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Vill fram- haldssögu Þetta bréf hefur okkur borist frá Borghildi Einarsdóttur, sem vill aftur fá framhaldssögu i Þjóðviljann. Við munum ihuga málið, en best er að lofa engu strax: Kæri ritstjóri. Ég leyfi mér hér með fyrir hönd allra góðra kaupenda Þjóð- viljans, að lýsa óánægju yfir þvi að framhaldssagan var tekin úr blaðinu. Plássleysi segið þið við blaðið, en ég segi nei. Ekki finnst mér langhundar þeir um Þorska- fjarðarheiði og hvað þær nú heita allar þessar heiðar á Vest- fjörðum, sem birst hafa i blaðinu bera vott um það. Framhalds- sagan er hálf siða á dag i fimm daga, eða tvær og hálf siða á viku, en iþróttafréttir tólfsiður á viku, eða um það mánaðarskammtur af rúmi fyrir söguna. Það er kannski synd að minnast á lang- lokuskrifin um Heimi og anda- trúna, en nú verð ég að játa, að ég var að hugleiða að senda Heimi þakkarkveðju eftir að hafa séð i sjónvarpinu hina ósmekklegu sviðsetningu og hrollvekju með Hafsteini. En eftir að Þuriður skeiðaði út á ritvöllinn hjá ykkur, lofaði ég mig sæla fyrir að vera ekki búin að þvi. Ég dáist að rit- snilld Þuriðar, enda væri hún ekki afkomandi mins gamla læknis og nábúa um skeið, kynni hún ekki að koma fyrir sig orði, en samt sem áður tók þetta æði mikið rúm i blaðinu. Iþróttasiðurnar vœtru nú pistill útaf fyrir sig, en unga fólkið segið þið. Já,gott er að kasta syndum sinum bak við það, en ég spyr: Hvað er það stór hópur ungs fólks sem er raunverulega kaupendur blaðsins7 og hvað mundi það segja ef iþróttaspjallið væri fyrir- varalaust tekið úr blaðinu? Já, semsagt, framhaldssöguna aftur i blaðið. Það er sanngjörn krafa allra kaupenda blaðsins. Vinsamlegast, Borghildur Einarsdóttir. Sigurjón Erlingsson, Selfossi: „Sumir reikna kú” 38 ha. úr landi Disastaða i Sandv.hr. 20 ha. úr landi Lækjamóta i Sandv.hr. Auk þess jörðina Haga i* Sel- fosshreppi sem mun vera rösk- lega 20 ha. A þvi er ekki vafi að þau land- svæði sem hér eru nefnd henta — vegna legu sinnar, Selfosshreppi miklu betur til útfærslu byggðar en.Votmúlaland, og eru þvi nær- tækara verkefni til fjárfestingar. Ekki hefir enn verið tekin ákvörð- un um kaup á neinu af því landi, sem hér um ræðir en Selfossbúar munu væntanlega standa saman um að kaupa það land sem hag- kvæmt er að kaupa og byggðin þarfnast. Ég vil að lokum óska þess að Sigfinni bæjarstjóra i Vest- mannaeyjum takist vel að leysa úr þeim málum, sem hann hefir þar við að glima en eyði ekki um of dýrmætum kröftum i að reikna út imyndaðan gróða eða tap fyrir selfyssinga eða Flóa-bændur. Selfossi 15. ág. Sigurjón Erlingsson. Tœplega 90 myndir hjá Steinþóri að Kjarvalsstöðum Steinþór Gunnarsson við eina mynda sinna Steinþór Marinó Gunnarsson opnar I dag málverkasýningu aö Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar 88 myndir, þar af 50 oliumálverk, 8 lágmyndir (relief) og 30 vatns- litamyndir. Allar eru myndirnar til sölu og málaðar á siðustu 5-7 árum. Margar hafa verið á sýningum hjá honum áður en þó má nefna að allar vatnslitamyndirnar eru nýjar auk u.þ.b. helmings oliu- myndanna. Sýningin verður opin til 31. ágúst. Virka daga nema mánu- daga er opið frá klukkan 4-10 en um helgar frá klukkan 2-10. —gsp kálf í 1 Votmúlanum viröist nú verða flest að sméri. Sumir reikna kálf i kú, þó kýrin aldrei beri. Af frásögn Morgunblaðsins þann 15. ág. sl. má sjá að hinn nýi bæjarstjóri i Vestmannaeyjum Sigfinnur Sigurðsson er byrjaður að taka til höndum við ýmiskonar samninga og áætlanagerð. Lætur hann frá sér fara þær upplýsingar að hann hafi nú samið viö eiganda hins fræga Votmúla um að Vest- mannaeyjakaupstaður kaupi tún- þökur af Votmúlatúni 500—1000 fermetra fyrir 60 þús. kr. Um framhald túnþökukaupa væri þó allt óráðið. Sé ekki um prentvillu I blaðinu að ræða á magntölum I þessari samningagerð.er hér um að ræða skammt til að þekja lóð kringum rúmlega eitt hús. I framhaldi af þessu fer bæjarstjórinn að gera útreikninga, — til gamans — að hann segir. Fellur hann þar i hina dýrlegustu draumóra um verð- mæti Votmúlans. Breytir hann I snarheitum allri jörðinni út i ystu mýrarskækla i silgrænan töðu- völl, sker siðan ofan af og rúllar upp. Kemst hann þá að þeirri niðurstöðu að Votmúlinn, þannig upprúllaður sé 180 miljón kr. virði. Lætur hann þess aö lokum getið að Selfosshreppur hefði á sinum tima getað fengið jörðina keypta fyrir 30 milj. kr. Gæti hrekklaust fólk, sem ekki þekkir hér til sögu freistast til að halda aö Selfoss-búar, sem nær einróma höfnuðu þessum kaupum með at- kvæðagreiðslu — hafi laglega hlaupið á sig að hafa hafnað slikri gullkistu! Nú vita þeir, sem kunnugir eru i Flóanum, að mestur hluti Vot- múla er hluti af hinni viðáttu- miklu, að mestu óframræstu og óræktuðu, mýri sem nær yfir mestallan Flóann, milli Þjórsár og ölfusár. Væru bændur i Flóa hneigðir fyrir dagdrauma hlýtur það að vera freisting fyrir þá, núna i ros- anum að imynda sér alla þessa mýri sem afskornar túnþökur sem nægja myndu til að þekja all- ar Vestmannaeyjar ekki aðeins einu sinni, heldur oft og mörgum sinnum! Gætu bændur þá séð sig I anda, baðaða í miljónum I staðinn fyrir rigningu. En að öiiu gamni slepptu má geta þess að hið margumtalaða Votmúla-mál hefir að vonum orðið til þess að ýmsir landeig- endur I næsta nágrenni Selfoss hafa hugsað sér til hreyfings meö sölu á landi til Selfosshrepps. Hefir Selfosshreppi að undan- förnu staðið til boða að kaupa eftirtaldar landeignir:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.