Þjóðviljinn - 12.09.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.09.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Glœsilegur árangur Portisch í Mílanó Nú þegar þeir Karpov og Port- isch eru að tefla til úrslita á skák mótinu sem haldið var i Milanó er ekki úr vegi að rifja upp hvernig þeir unnu sér rétt til að tefla um efsta sætið. f fyrstu lotu tefldu 12 skák- meistarar um hverjir 4 kæmust i undanúrslit. 1 fyrstu tók Karpov forystuna, en eftir tap hans gegn Anderson tókst Portisch að ná honum og skjótast upp fyrir hann á lokasprettinum. Portisch vann 4 skákir, gerði .6 jafntefli og tapaði einni skák. Röð næstu keppenda kemur varla néitt á óvart. Þeir Karpov, Petrosjan, Ljubujevic, Smejkal, Browne, Tal, Anderson og Larsen voru allir jafn liklegir til að lenda i einhverju af 4 efstu sætunum. Petrosjan var eini keppandinn sem ekki tapaði skák i keppninni. Þeir Portisch, Ljubojevic og Lar- sen unnu flestar skákirnar, fjórar hver. ✓ 5. e4 Rf6 6. Rc3 Rxd 7. Dxd4 dtí 8. Be2 Bg7 9. 0—0 0—0 10. Dd3 a6 11. Be3 Betí Nú var skynsamlegra fyrir svartan að leika Bd7 og undirbúa að létta á siðustu stöðunni með b5. 12. Bd4 13. Bxg7 14. b3 15. f4 16. Khl 17. Bf3 18. Hael Bd7 Kxg7 Da5 Dc5 Rf6 HabK Hfd8 Nú átti svartur aö leika b5. 19. a4 Hér gat hvitur náð mun betri Stöðu með þvi að leika f5. V Úrslitin urðu annars þessi: 1. Portisch 7v. af 11. 2.—1. Karpov 6,5 v. Petrosjan Ljubojevic 5. Smejkal 6 v. 6.—7. Browne 5,5 v. Tal 8—11 Anderson 5 v. Gligoric Larsen Unzicker 12. Mariotti 2,5 v. Eins og sést, hefur keppnin verið afar jöfn. Arangur Portisch er að sjálfsögðu frábær og gleöur væntanlega alla skákunnendur. Hann hefur staðið sig heldur slak- lega undanfarið, en vonandi hefur hann nú rifið sig upp úr deyfðinni. Eftir forkeppnina hófust tvö fjögurra skáka einvigi milli efstu manna. Portisch tefldi viö Ljubo- jevic og vann með 2,5 v. gegn 1,5 og Karpov og Petrosjan gerðu jafntefli2v. gegn 2. Þar sem Kar-. pov varð stigahærri en Petrosjan i forkeppninni, teflir hann til úr- slita við Portisch. Um úrslitin i þeirri keppni er öldungis ómögu- legt að spá. Menn hljóta bara að biöa spenntir eftir að sjá hvernig fer. Hér kemur ein skák frá mótinu. Hvitt: Smejkal Svart: Browne. 1. C4 c5 2. Rf3 g6 3. d4 cxd 4. Rxd Rc6 19. ... Kg8 Þar fór siðasta tækifæri svarts til að létta á stöðunni. Eftir 19. .. b5 20. axb axb 21. Rxb d5 22. exd Bxd 23. cxd Hxb5 hefur svartur ágæta stöðu. 20. He3 21. f5 22. fxg 23. Rd5 24. exd 25. Hxe7 26. bxc 27. Be4 28. Dxe 29. h4 Db4 Bd7 bxg Rxd b5 bxc Bf 5 Rxe Hb7 Nú gafst Browne upp, þvi að hann er i raun algerlega varnar- laus gegn sókn hvits að svarta kónginum. Jón G. Briem. Loks fáanlegt aftur Stafróf tónfræðinnar eftir Jón Þórarinsson tónskáld Hentugasta og vinsælasta ritið sem til er á íslensku um undirstöðuatriði tónlistarinnar BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS J Stýrimannaskólinn og Vélskólinn í Vestmannaeyjum Á komandi hausti verður Vélskólinn starf- ræktur skv. ákvörðun menntamálaráðu- neytis. Hinsvegar skortir nægilega margar um- sóknir um skólavist, svo að unnt verði að starfrækja Stýrimannaskólann. Bæjarstjórnin leyfir sér að vekja athygli á þvi, að forsendur fyrir starfrækslu Stýri- mannaskólans á komandi vetri er að um- sóknir berist nú þegar. Umsóknir sendist til bæjarstjóra. Dánarminning Vestmannaeyjum 10. september 1975 Bæjarstjóri. Guðmundur Eyjólfsson á Þvottá t dag fer fram að Hofi i Alfta- firði útför Guðmundar Eyjólfs- sonar fyrrum bónda á Þvottá. Hann lést 2. sept. s.l. tæpra 86 ára að aldri. Guðmundur Eyjólfsson var fæddur 20. sept. 1889 i Kambshjá- leigu i Hálsþinghá, S.-Múlasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Eyjólfur Jónsson: og Sigurbjörg Einarsdóttir. A öðru ári fór hann i fóstur til móöurbróður sins Guö- mundar Einarssonar og konu hans Kristínar Jónsdóttur. Þau bjuggui Markúsarseli i Alftafiröi. Þar ólst Guðmundur upp að mestuleyti. Fósturforeldrar hans áttu ekki önnur börn og var mjög kært með þeim og Guðmundi. Um tvitugt fór Guðmundur að heiman ogstundaði ýmsa vinnu i'Reykja- vik og Borgarfirði i nokkur ár. En 1917 fluttist hann að Starmýri i Alftafirði og hóf þar búskap ásamt fósturforeldrum sinum. Guðmundur kvæntist Þórunni Jónsdóttur frá Flugstöðum 1919 og bjuggu þau á 1/3 hluta Star- mýrar. Þau eignuðust 9 börn, sem öll eru á lifi. Að Þvottá fluttu Guð- mundur og Þórunn 1942 og þar lést Þórunn árið 1956. Guðmundur Eyjólfsson var fæddur á harðindaárum af bláfátækum foreldrum, sem urðu að slita samvistum vegna fátækt- ar. þótt þau hæfu búskap saman aftur siðar. Hann ólst upp á afdalakoti nú löngu komnu i' eyði, og hóf búskap á erfiðum timum. Þórunn og Guðmundur eignuðust 9 börn á 7 árum, þar af þrenna tvfbura. Þessum barnaskara voru þau að koma upp á kreppu- árunum. En Guðmundur og Þór- unn voru bæði ákaflega bók- hneigö og þrátt fyrir strit, basl og barnamergð tókst þeim að lesa mikið og margar bækur voru til á Þvottá. Guðmundur var sjófróður um ættir, sögu og sagnir, einkum á Austurlandi. A efri árum safnaði hann og skrásetti margs konar fróðleik. Sumt af þvi hefur birst i blöðum og útvarpi. Fyrir réttum 20 árum fór ég, þá 13 ára, i sveit að Þvottá. Engan þekkti ég þar og hafði aldrei fyrr þangað komið, en allt frá fyrstu stundu leið mér svo vel að mér hefur hvergi annars staðar þótt betra að vera. Þá bjuggu samnn á Þvottá Guðmundur og ÞórUnn og sonur þeirra, Kristinn og tengdadóttir, Unnur Guttormsdóttir. Guð- mundur var ekki heima þegar ég kom en nokkrum dögum seinna er ég kom niður i morgunmat, sat hann við borið. „Jæja, þarna kemur þá kaupakonan. Og hún er á buxum. O, jæja, liklega ekki verri fyrir það”. Með þessum orðum heilsaði hann mér. Frá þeirri stundu vorum við vinir. Sú vinátta hélst siðan. Sumarið mitt á Þvottá var mik- ið sólskinssumar og marga sög- una fékk ég að heyra i heyskapn- um með Guðmundi. Hann sagði stundum svo skemmtilega frá, að við lá ég gleymdi að raka. Og margt fræddi hann mig um ætt mina. Hin seinni ár heilsa Guðmundar nokkpð tekin að bila, enda skrokkurinn orðinn útslitinn. En minni sinu, fróðleiksfýsn og glað- værð hélt hann til hins siðasta. Og svo gæfusamur var hann, að banalega hans varð aðeins ein vika. Hér á undan hef ég reynt að segja ofurlitiðfrá ævi Guðmund- ar . Orðin duga mér skammt til að lýsa honum. En ég man eftir þvi, að á áttræðisafmæli Guðmundar heyrði ég frænda hans segja um hann: ,,Það er merkilegt með suma menn að það er alltaf svo mikið lif ikringum þá.” Þessi lýs- ing þótti mér góð. Guðmundur á Þvottá var orð- inn gamall maður og sjálfsagt hvildarþurfi. Samt er .erfitt að sætta sig við að hann sé farinn héðan og nú orðið of seint að hitta hann. ftg sakna hans — og kveö hann eins og hann kvaddi mig oft- ast. Sé hann alla tima margbless- aður. — llelga K. Einarsdóttir. Auglýsingasíminn er 17500 Tl VOÐVIUINN V erzlunarmannafélag Reykjavikur F ramboðsf restur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu i Verslunarmannafélagi Reykjavikur um kjör fulltrúa á 10. þing Landssambands islenskra verslunar- manna. Kjörnir verða 53 fulltrúar og jafnmargir til vara. Listar þurfa að hafa borist kjör- stjórn fyrir kl. 12 mánudaginn 15. septem- ber næstkomandi. Kjörstjórnin. sunnudagur— smáauglýsingar: 25.000 lesendur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.