Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 15.10.1975, Blaðsíða 29
Miðvikudagur 15. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 29 Sýning opnuð á teikningum eftir Kjarval Hafa aldrei verið sýndar áður Ein af yngstu myndunum á sýningunni, kölluð Hörpuleikur. i sýningarsal i Brautarholti 6 verður i dag opnuð sýning á teikningum eftir Jóhannes S. Kjarval. Eru þar sýndar 54 myndir, sem aldrei hafa verið á sýningu áður. Elstu teikning- arnareru frá árunum 1911-12 og þær yngstu frá siðustu árum listamannsins. Það eru börn Jó- hannesar S. Kjarval, Sveinn Kjarvai innanhússarkitekt og Ása Lökken Kjarval, sem að sýning- unni standa. Elstu myndirnar eru teiknaðar i Lundúnum, þegar „pabbi var þar og ætlaði að komast að sem nemandi i Royal Academy of Art, en þaö tókst ekki, sem kunnugt er, þvi að hann var aðeins Islenskur fiskimaður,” sagöi Sveinn Kjarval. Myndirnar, sem sýndar eru i Brautarholti, eru aðeins litið úrtak úr þeim fjölda mynda, sem Sveinn fann i fórum föður sins að honum látnum. Sveinn kvað börn sin hafa haft mestan veg og vanda af undir- búningi og uppsetningu sýningar- innar, en þau eru Hrafnhildur Tove Kjarval, leirkerasmiöur, Jóhannes S. Kjarval, arkitekt og Ingimundur S. Kjarval, nemi. Myndirnar eru margskonar, vatnslitamyndir, tússteikningar, pennateikningar, blekteikningar og rauðkritarmyndir. Um næstu mánaðamót stendur til að opna sýningu á teikningum Kjarvals I Galleri Gavlhuset i Álaborg I Danmörku. Verða þar einnig sýndar teikningar, sem Þetta er ein af elstu myndunum á sýningunni, teiknuð á Temsár- bökkum. fundust I fórum listamannsins að honum látnum, og aðrar en þær sem nú eru til sýnis i Brautar- holti. Allar þessar teikningar, bæöi þær sem nú eru sýndar hér- lendis og þær sem sýndar verða i Alaborg, eru i eigu þeirra syst- kina, Asu og Sveins. Sem fyrr segir veröur sýningin opnuð i dag, á afmælisdegi Jó- hannesar Kjarvals og hefði hann i dag oröið niræður, hefði hann lifaö. Fyrirhugað er að sýningin standi yfir I tiu daga, til 25. þ.m., og verður hún opin kl. 16-22 alla dagana. dþ Teikning af Jóhanni , Sigurjónssyni.rithöfundi, gerð 1914. MÓTMÆLIR UNDANSLÆTTI Vélstjórafélag Vestmannaeyja: Merki kvenna- Stjórn og trúnaðarmannaráð Vélstjórafélags Vestmannaeyja samþykkti á fundi 12. þ.m. að lýsa eindregnum stuðningi við út- færslu landhelginnar I 200 milur, Verkalýðsfélagið Stjarnan i Grundarfirði: Lýsir furðu á ummælum Matthíasar verkfalls til sölu Framkvæmdanefnd kvenna- verkfallsins hefur gefið út sér- stakt merki i tilefni verkfallsins. Verður merkið selt til fjáröflunar fyrir starfsemi framkvæmda- nefndarinnar, sem hefur eðlilega i mörg horn að lita þessa dagana og viða er þörf fyrir framkvæmdafé. Sölufólk er beðið að vitja merkjanna á Hallveigarstöðum og verða þau höfð þar til afhendingar klukkan 5-7 dag hvern. Merkið kostar 50 krónur. Merkið er blátt: kvennaárs- merkið ljöst I dökkbláum grunni. Gleðitíðindi, ef sönn reynast Þær fregnir hafa borist frá Sovétrikjunum að þar hafi verið fundin upp málning, sem hamlað gæti yfirisingu á skipum á norð- lægum slóðum. Þessi málning mun hafa verið sýnd á fiskveiði- sýningunni i Leningrad i ágúst. Fundur verkalýðsfélagsins Stjömunnar Grundarfirði haldinn 13. 10 1975 lýsir fullum stuðningi við útfærslu landhelginnar I 200 sjómilur. Fundurinn hvetur alla lands- menn til órjúfanlegrar samstöðu i þessu brýnasta hagsmunamáli þjóöarlnnar. Fundurinn lýsir furðu sinni á þeim ummælum sjávarútvegsráðherra i sjón- jafnframt þvi sem fundurinn mótmælti allri undanlátssemi og samningum um veiðar erlendra þjóða innan 50 milna markanna. varpsþættinum Kastljósi að is- lendingar geti enganveginn varð- ið landhelgina. Telur fundurinn slik ummæli sem og annan undanslátt einungis veikja stöðu Islendinga gagnvart öðrum þjóðum. A aðalfundinum var stjórn og trúnaðarmannaráð endurkjöriö. Formaður er Sigurður Lárusson. Ragnar Páll sýnir Dagana 11. til 19. október gefst fólki kostur á að sjá málverk eftir Ragnar Pál aö Kjarvalsstöðum, en hann var fyrsti listamaðurinn sem sýningarráð Kjarvalsstaða neitaði um afnot af sölum hússins á sinum tima. Eftir þá neitun hélt hann sýningu i Bogasalnum. A þessari sýningu, sem er sjötta einkasýning Ragnars Páls, eru 75 verk og er rúmur helming- ur þeirra til sölu, en hitt eru verk i einkaeign og hafa fæst þeirra ver- ið sýnd áður. Þar á meðal eru 10 portrait, meðal annars af dr. Kristni Guðmundssyni fyrrver- andi ambassador og Sigurliða Kristjánssyni kaupmanni. Til sölu eru 20 olíumálverk, 13 vatns- litamyndir og 5 pastelmyndir og er verð sölumyndanna frá 35 til 175þús.kr. Auk mannamyndanna eru á sýningunni landslagsmál- verk einkum frá Vestfjörðum, Snæfellsnesi, Þingvöllum, Land- mannalaugum og Siglufirði. Einnig eru á sýningunni nokkrar blómamyndir, húsamyndir og bátamyndir. Sýning Ragnars Páls er opin daglega kl. 16-22 til sunnudags- kvöld 19. október. Það var núver- andi hússtjórn, sem leyfði Ragn- ari Páli að sýna að Kjarvalsstöð- um. Þessimynd var tekin á barnamyndasýningu i hinum nýju húsakynnum MIR á dögunum. Armeníukvöld í MIR-salnum Félagið MtR, Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarrikjanna, efnir til Armeniu-kvölds i húsa- kynnum sinum að Laugavegi 178 á fimmtudagskvöld 16. október kl. 8.30. Þar munu félagar úr sendinefnd MIR, sem heimsótti sovétlýðveldið Armeniu i sumar, segja frá ferðinni og sýnd verður kvikmynd. I MlR-salnum hefur verið komið upp sýningu á ljós- myndum, eftirprentunum, bókum o.fl. til kynningar á Armeniu og armenum. Tekursú sýning við af sovésku barnamyndasýningunni, sem margt manna hefur skoðað i MlR-salnum að undanförnu. Aðgangur að Armeniu-kvöldinu er öllum heimill. (Fréttatilkynning frá MIR)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.