Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.11.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 „Prentlistin breytir heiminum” þýsk farandsýning til minningar um 500. árstið Gutenbergs opnuð n.k. sunniidag Næst komandi sunnudag verður opnuð á Kjarvalsstöðum þýsk farandsýning sem ber nafnið „Prentíistin breytir heiminum” ogvarhenni komiðuppárið 1968 á 500. árstið föður prentlistar- innar, Jóhanns Gutenbergs, i Byltingarráð í Bangladess Kalkútta 5/11 reuter — Útvarpið i Bangladess skýrði frá þvi i dag að 10 manna byltingarráð yrði sett á stofn til að stjórna landinu. Ráðið yrði skipað af Mushtaque Ahmed forseta. Er þetta fyrsta staðfest- ingin á þvi að forsetinn sé enn á lifi og við völd. Indverjar hafa það fyrir satt að ráð þetta muni að mestu leyti verða skipað herforingjum en þó muni l-2óbreyttir borgarar vera i þvi auk forsetans. Fréttir frá Indlandi hermdu i dag að ástæðan fyrir ólgunni i landinu undanfarna þrjá daga hafi verið sú að fjórir fangar i fangelsinu i Dacca hafi verið myrtir. Voru þeir allir háttsettir i stjórn fyrrverandi forseta lands- ins, Mujibur Rahmans. Mainz i Þýskalandi, heimaborg Gutenbergs, en siðan hefur verið farið með sýninguna útum allan heim. Hingað kemur hún frá Sovétrikjunum. A þessari sýningu er m.a. fullkomin . eftirliking af pressu Gutenbergs og verður prentað með henni á sýningunni. Auk þess eru þarna sýnishorn af gömlu prentverki og áhöldum til prent- unar, frá fyrstu dögum prent- listarinnar. Þá verður á sýningunni islenskur þáttur, þar sem sýndir verða gamlir munir úr Hóla- prentsmiðju, sem Þjóðminja- safnið hefur lánað, svo og bækur sem Guðbrandur biskup lét Læknar Framhald af bls. 1 meðalbrúttótekjum kvæntra karla á árinu 1974 frá fyrra ári var 45,3% Næstir læknunum að tekjum voru „vinnuveitendur og for- stjórar” með tæpl. 1800 þúsundir króna og sérfræðingar ( þó ekki þeir sem eru opinberir starfs- menn) með rétt tæpar tvær miljónir. Friðrik vann biðskákina Ribli nœr öruggur sigurvegari en Friðrik, Parma og Liberzon berjast um 2. sœtið Friðrik ölafsson er með i bar- áttunni um 2. sætið á svæðismót- inu eftir sigurinn yfir Timman i 11. umferð og Liberzon i 12. um- ferð; birtast þessar skákir hér á eftir. Keppinautar Friðriks um annað sætið og þátttökurétt i millisvæðamótinu eru þeir Parma og Liberzon, og trúlega dugir ekki minna en 10 1/2 vinn- ingur til að ná þvi sæti. Liberzon er efstur i mótinu eftir 12 umferð- ir með 9 vinninga en hann á eftir að sitja hjá. Ribli er með 8 1/2 vinning og virðist öruggur sigur- vegari i mótinu þar sem hann á eftir að tefla við þrjá neðstu menn i mótinu. Friðrik og Parma eru með 8 vinninga. Eins og komið hefur hér fram vann Friðrik biðskákina gegn Liberzon og tefldu þeir aðeins fimm leiki i gærmorgun. Timman vann biðskákina gegn Zwaig en Hamann og Murray gerðu jafn- tefli. Ilvitt: Friðrik ólafsson Svart: V. Libcrzon 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 e5 7. d5 c6 8. Bd3 cxd 9. cxd Ra6 10. Rge2 Bd7 11. 0-0 Rc5 12. Bb5 BxB 13. RxB a6 14. Rbc3 Re8 15. a4 Bf6 16. Khl Bg5 17. Bgl Hc8 18. a5 f5 19. b4 Rd7 20. Dd3 Dc7 21. Ha4 Dc4 22. Ddl Dc7 23. b5 Rc5 24. b6 Dd7 25. Hc4 fxe 26. fxe HxH 27. DxH Rb3 28. Ha4 Rcl 29. Ha3 RxR 30. DxR Rf6 31. Rdl Dg4 32. DxD RxD 33. Hg3 h5 34. h3 Bf4 35. Hf3 Hcl 36. hxg4 Hxdl 37. gxh5 gxh5 38. g3 Bg5 39. Kg2 Hel 40. Hc3 Hxe4 41. Hc7 Bd2 42. Hxb7 He2+ 43. Kf3 Hel 44. Hb8+ Kg7 45. b7 Hxgl 46. Hg8+ gefið. Ilvitt: Timman Svart: Friðrik Ölafsson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. Rc3 a6 4. g3 Rc6 5. d4 cxd 6. Rxd Dc7 7. Bg2 b5 8. 0-0 Bb7 9. RxR DxR 10. Hfel Bc5 11. Rd5 Re7 12. Bg5 f6 13. Dh5 Rg6 14. Be3 BxB 15. RxB 0-0 16. Hadl Re5 17. d3 Dc7 18. f4 Rf7 19. Hd3 Hac8 20. Ddl Bc6 21. Dd2 Rd8 22. h4 Rf7 23. Kh2 Rh6 24. De2 Db7 25. Rd5 Hfe8 26. Rb4 e5 27. f5 a5 28. RxB dxR 29. Hedl Rf7 30. Bf3 Hc7 31. Bh5 Hf8 32. Dd2 Db6 33. Kg2 c5 34. De3 Db7 35. Hd5 c4 36. Be2 Rh6 37. g4 a4 38. bxc bxc 39. Hd8 Rf7 40. HxH+ KxH 41. Da3+ Kg'8 42. Dxa4 h5 43. Hd5 Db6 44. De8+ Kh7 45. g5 fxg 46. Hd8 gxh 47. Bxh5 h3+ 48. Kxh De3+ 49. Kg2 Dg5 + gefið. Feluaukning á freð- fiski hjá Mogga Morgginn minn flytur ekki einvörðungu fréttir af kostn- aðaraukningu við framleiðslu og samdrætti i sölu, sem sam- anlagt gera nauðsynlegt að lækka laun að hans sögn. i miðvikudagsblaði Mbl. 5. nóv. er felufrétt á 11. síðu þar scm segir frá heldur gleðilegu cfni: 23% aukningu freðfisk- framleiðslu hjá StS frystihús- um. Segir blaðið framleiðsluna vera orðna 16.700 lestir i ár á móti 13.500 lestum sama tima i fyrra. Þá birtast og önnur gleðileg tiðindi i þessari felufrétt: hel- vitis rússarnir hafa aldrei keypt af okkur eins mikið magn af frystum fiski og þetta ár. Arið 1973 keyptu þeir bann- settiri2 þúsund lestir, árið 1974 keyptu þeir 16 þúsund lestir og i ár kaupa þeir hvorki meira né minna en 23 þúsund lcstir. Getum við ekki bara farið að verða bjartsýnir með efnalega afkomu þjóðarbúsins? —úþ prenta á Hólum á 16. öld, en á þessu ári eru 400 ár siðan hann hófst handa um prentun Guð- brandsbibliu. Sýning þessi verður opin frá kl. 16 til 22 daglega nema á laugar- dögum og sunnudögum frá kl. 14—22 frá 9. til 27. nóvember nk. 1 sambandi við sýninguna verða flutt nokkur erindi og er þegar ákveðið að Haraldur Sigurðsson bókavörður flytji hið fyrsta fimmtudaginn 13. nóv. sem hann nefnir — frá útgáfu Guð- brands biskups Þorlákssonar. Þá mun Hafsteinn Guðmundsson prentari flytja erindi 16. nóv. sem nefiiist — gömlu isl. prentverkin — og Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður flytur erindi 20. nóv. er hann nefnir — Bóka- spjall og loks er ákveðið að Gils Guðmundsson alþingismaður flytji erindi 22. nóv. sem nefnist einfaldlega — erindi —. Fyrirhug- að er að fleiri erindi verði flutt en ekki hefur verið ákveðið enn hverjir flytji þau eða hvenær. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra opnar sýninguna kl. 15 nk. sunnudag. S.dór Orðsending Olafs G. Einarssonar til suðurnesjabúa: Svartsengiseigendur mínir skjólstæðingar! Sjálfsagt mál að skattleggja hvert mannsbarn á Suðúr nesjum um tugi þúsunda handa þeim sem eiga eldinn i iðrum jarðar „Það er óleyfilegt að skerða I nokkru eignarrétt mannanna sem eiga háhitasvæðið Svartsengi við Grindavik. Þeir gætu auðveldlega sjálfir hagnýtt jaröhitann þar ef þeir fengju að vera I friði fyrir rikinu. Það er skylda þeirra og okkar gagnvart eignaréttinum að skattleggja almenning duglega við virkjun háhitans úr Svarts- engi, og það skal koma fram i hitakostnaði hjá suðurnesjabúum um ókomin ár”. Þetta er ekki orðrétt tilvitnun en þetta var inntakið i hrein- skilinni ræðu ólafs G. Einarssonará þingi i gær. Ólafur er þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins i Reykjaneskjördæmi og hann er stjórnarmaður i Hitaveitu Suðurnesja. Gils Guðmundsson sagði að álika afturhaldssöm ræða hefði ekki heyrst i sölum alþingis siðustu 60 árin, eða siðan fossamálið var á dagskrá. Þá tóku nokkrir ihaldsmenn forystu fyrir þvi að fá rikinu vatnsorku- réttindin i hendur, en nú eru ihaldsmenn sem verja jarðhita- braskið i lff og blóð. Til umræðu var „hitafrum- varpið” svokallaða, en það flytja nú þeir Gils Guðmundsson, Bene- dikt Gröndal, Jón Skaftasor. og Magnús T. ólafsson. Fjallar það að meginefni um að rikið fái umráða- og hagnýtingarrétt á háhita undir yfirborði jarðar, hvernig sem eignaraðild að yfir- borði landsins er háttað. Aftur á móti sé i engu hreyft við eignar- rétti á lághita og öðrum yfir- borðshita. 1 framsögu sinni sagði Gils að málefni Hitaveitu Suðurnesja sýndu best hve brýnt það væri að frumvarpið næði nú fram að ganga. Svartsengiseigendur þvældust fyrir samkomulagi við hitaveituna um virkjun á háhitanum, vegna þess að þeir ætluðu að fá hundruð miljóna króna Ut úr samborgurum sinum á Suðurnesjum sem fengju að njóta hitans i hibýlum sinum. Þarna væri þó um verðmæti að ræða sem þeir gætu ekki ella hag- nýtt og hefðu aldrei áður komið til álita við mat á landinu. Hefði þetta þegar valdið miklum töfum við framkvæmdir sem kostaði suðurnesjamenn gifurlegar fjár- hæðir i dýrri oliuhitun. Bæði Benedikt Gröndal og Jón Skaftason átöldu Ólaf G. Einarsson fyrir forneskjulegan og úreltan hugsunarhátt. Bene- dikt sagði að verðmætisaukning sem yrði til fyrir samfélagslegar aðgerðir ætti auðvitað að falla til samfélagsins, rétt eins og það sem einstaklingar vinna fyrir á að vera þeirra. Jón Skuftason sagði að háhiti væri rikiseign i löndum sem væru sambærileg Islandi hvað þessar auðlindir snertir og væru þó ekki lögð höft á einstaklingsframtak i þeim löndum. Sjálfsagt væri að takmarka eignarréttinn i svona tilvikum, og væri einkaeign land- eigenda að háhita sambærileg þvi að þeir gerðu tilkall til fisksins i sjónum undan löndum þeirra. STÆKKUN Kjöt Kjötvörur Ostar Sm/or Fiskur og fleira í dag stækkum við matvörudeild okkar úr 300 fermetrum í 900 fermetra og bjóðum í fyrsta skipti vörur í KÆLI- OG FRYSTIKISTUM Vörumarkaðurinn lif i ÁRAAÚLA 1A • SÍMI 86-1 1 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.